Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
FH
4
1
Tindastóll
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '9 1-0
Ída Marín Hermannsdóttir '12 2-0
2-1 Jordyn Rhodes '68
Elísa Lana Sigurjónsdóttir '84 3-1
Helena Ósk Hálfdánardóttir '88 4-1
26.06.2024  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar. Sól og stemning
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 187
Maður leiksins: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
4. Halla Helgadóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir ('71)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
21. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('62)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('81)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('62)

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
7. Berglind Þrastardóttir ('81)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('62)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('71)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Thelma Karen Pálmadóttir ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. 4-1 sigur FH staðreynd.
90. mín
Uppbótartíminn Þrjár mínútur
90. mín
Andrea Rán gerir vel varnarlega, vinnur boltann kemur boltanum upp völlinn á Elísu Lönu sem tekur sprettinn upp völlinn. Elísa finnur Helenu Ósk vinstra megin sem á skot sem Monica ver í horn.
88. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Selma Sól átti fyrirgjöf frá hægri sem fór í varnarmann Tindastóls en boltinn datt fyrir fætur Helenu sem gerði allt rétt. Skot hennar í nærhornið af stuttu færi framhjá Monicu.

Helena hefur komið inn af miklum krafti og það var tímaspursmál hvenær hún myndi skora í leiknum.
84. mín MARK!
Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Kórónar leik sinn Elísa Lana kórónar góðan leik með frábæru marki langt utan af velli og gott sem gulltryggir sigur FH í leiknum.

Elísa tekur við boltanum, snýr sér við og lætur vaða, þéttingsfast skot meðfram grasinu og Monica sér ekki við þessu.
82. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
Önnur skipting gestanna í leiknum.
81. mín
Inn:Berglind Þrastardóttir (FH) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
Annar markaskorari FH farin af velli. Hildigunnur á það sameiginlegt með Ídu Marín að hún hefði hæglega getað skorað annað mark hér í kvöld. Nú síðasta fyrir nokkrum sekúndum.
80. mín
Obbobbobb Helena Ósk kemst ein í gegn nær skoti á marki úr litlu jafnvægi, Monica Wilhelm snertir boltann örlítið en boltinn lekur í fjærstöngina.

Hildigunnur er síðan fyrst á boltann í baráttunni en dettur og hittir ekki boltann nánast fyrir opnu marki.
76. mín
Wow Lara Margrét með skot hárfínt framhjá fjærstönginni. Þarna munaði mjóu.

Jordyn Rhodes var með boltann á vinstri kantinum, sendi boltann fyrir og boltinn fór alla leið á fjærstöngina þar sem Lara kom á ferðinni og átti skot framhjá.
74. mín
Miklu meira líf í FH Hildigunnur Ýr með viðstöðulaust skot framhjá markinu eftir sendingu frá Helenu Ósk.

Hildigunnur grípur um andlit sitt og hefði viljað gera betur þarna.
74. mín
Áhorfendatölur 187
73. mín
Þversláin bjargar gestunum Elísa Lana með skot í þverslánna.
72. mín
Helena Ósk með hörkuskot eftir hornspyrnu utan teigs en beint á Monicu í markinu.
71. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (FH) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (FH)
Markaskorarinn Ída Marín er farin af velli sem hefði hæglega getað verið búin að skora fleiri mörk í dag.
70. mín
Stress á hliðarlínunni Þjálfarateymi FH líst ekkert á blikuna.

"4-4-2" öskrar Guðni inná völlinn og kallar eftir ró hjá sínu liði.

Snædís María er að koma inná í liði FH.
68. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Tindastóll )
Einstaklingsframtak Það væri gaman að telja snertingarnar sem Jordyn Rhodes tók með boltann áður en hún lagði boltann framhjá Aldísi í markinu.

Þetta gerði Rhodes vel og allt í einu erum við komin með leik.

Ég ætla viðurkenna það að fyrir nokkrum mínútum bjóst ég ekki við marki. En á sama tíma hafa spilkaflar Tindastóls verið að fjölga og bætast og þá er alltaf líklegra að mörkin komi.
64. mín
Lúffurnar farnar Ég skal segja ykkur það. Konráð Freyr hefur tekið lúffurnar af sér. Hvort hann hafi fengið skilaboð um síðustu færslu frá mér eða ekki veit ég ekkert um. En það er bara takk frá mér.
62. mín
Inn:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Reynsluboltinn tekinn af velli.
62. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Thelma Karen átti flotta spretti í þessum leik. Fædd árið 2008 og var að spila með 4.flokki fyrir tveimur árum. Já hlutirnir eru fljótir að þróast í boltanum.
62. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Thelma Lóa kom óvænt inní byrjunarlið FH stuttu fyrir leik. Skilaði góðu dagsverki.
58. mín
Lúffur á hliðarlínunni Verð að setja spurningarmerki við Konráð Frey Sigurðsson annan af þjálfurum Tindastóls sem er klæddur 66°norður lúffum á hliðarlínunni. Þetta er sennilega hlýjasti dagurinn í fleiri fleiri daga og virðingin er ekki meiri en lúffur.
57. mín
Lélegur kafli hjá FH FH er að eiga virkilega slæman kafla þessa stundina. Sendingar eru lélegar og ef sendingarnar eru betri þá eru móttakan verri.

Guðni þjálfari FH er allt annað en sáttur og er að reyna vekja sínar stelpur. Það er smá værukærð í gangi.
56. mín Gult spjald: Annika Haanpaa (Tindastóll )
Dregur Andreu Rán niður í jörðina og réttur dómur.
55. mín
Darraðadans Smá darraðadans inn í vítateig FH og Aldís í vandræðum en að lokum ná FH-stelpur að hreinsa í innkast.
53. mín
Góður snúningur með boltann hjá Woodard innan teigs og hörkuskot sem Moncia Wilhelm þarf að slá aftur fyrir og FH fær horn.
50. mín
Ída í dauðafæri! Ída Marín hittir ekki á markið úr dauðafæri eftir laglegan undirbúning frá Thelmu Karen sem kom með boltann inní teig frá hægri vængnum, fann Ídu í lappir sem átti viðstöðulaust skot frá markteignum en yfir markið fór boltinn.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Ásmundur Þór Sveinsson dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks.

FH fer með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Hræðilegur kafli gestanna hafði mikil áhrif á gang leiksins og spurning hvort leiknum hafi lokið á 12. mínútu leiksins.
45. mín
Uppbótartíminn ein mínúta
44. mín
María Dögg með aukaspyrnu frá miðlínunni sem Jordyn Rhodes tekur vel á móti með mann í bakinu, nær að snúa en skotið úr þröngu færi beint á Aldísi í markinu.
43. mín Gult spjald: Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Fyrsta spjald leiksins.
42. mín
Leikurinn í jafnvægi Síðustu mínútur og gott betur en það hafa verið tíðindalitlar. FH er í góðri stöðu, tveimur mörkum yfir og hafa ekki lent í neinum vandræðum í leiknum hingað til.
41. mín
Stórhættuleg hornspyrna frá Laufeyju Hörpu sem dettur fyrir framan fæturnar á fjölmörgum leikmönnum beggja liða við marklínuna en FH stelpurnar ná að hreinsa frá og boltinn endar síðan aftur fyrir og sóknin rennur út í sandinn.
30. mín
Hildigunnur Ýr finnur Elísu Lönu á vinstri vængnum sem sendir boltann fyrir markið á Thelmu Kareni sem hittir boltann illa og sóknin rennur út í sandinn.

FH var reyndar ekki lengi að vinna boltann aftur og Guðni Eiríksson þjálfari FH er allt annað en sáttur með sínar stelpur en bæði Woodard og Elísa Lana hefðu getað skotið á markið en tóku sér of langan tíma með boltann til að finna liðsfélaga sína sem gekk ekki betur en svo að Elísa Lana átti mislukkaða sendingu og FH missti boltann.
28. mín
Jordyn Rhodes með skalla eftir hornspyrnu frá Laufeyju Hörpu en beint í fangið á Aldísi sem greip boltann.
22. mín
Eftir hræðilegan kafla gestanna hafa þær aðeins verið að vinna sig inn í leikinn en það verður ekki tekið af FH-stelpunum sem voru greinilega vel á nótunum og voru tilbúnar að nýta sér sofandahátt Stólana í upphafi leiks.
12. mín MARK!
Ída Marín Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Breukelen Lachelle Woodard
Guð minn góður Ég segi ekki annað.

Monica Wilhelm á mislukkaða sendingu úr markspyrnu til hægri sem FH stelpurnar nýta sér vel.

Vinna boltann við hornfánann, ein - tvær sendingar og Woodard finnur Ídu Marín innan teigs sem skorar auðveldlega framhjá Wilhelm í markinu.

Gestirnir eru í veseni.
11. mín
Stuð og stemning hjá FH-liðinu Andrea Rán með hörkuskot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá.

Þetta er allt voðalega auðvelt hjá FH þessa stundina. Fá nægan tíma með boltann og geta gert allt sem þær vilja með boltann.
9. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
... og framhald af síðustu færslu þá kemur Hildigunnur Ýr FH yfir í leiknum með hörkuskot utan teigs yfir Wilhelm í markinu. Gott sem óverjandi skot frá Hildigunni.
9. mín
Þvílík varsla! Ída Marín í dauðafæri eftir laglegan undirbúning frá Thelmu Karen sem átti svakalega sprett upp hægri kantinn og gaf fyrir á Ídu sem átti viðstöðulaust skot meðfram grasinu sem Monica Wilhlem varði vel.

Sókn FH hélt þó áfram...
6. mín
Jordyn Rhodes gerir vel, leikur á Höllu Helgadóttur innan teigs FH og á síðan skot á markið sem Aldís ver auðveldlega.
5. mín
Stangarskot Elísa Lana með skot í fjærstöngina eftir laglega sendingu innfyrir frá Andreu Rán.
3. mín
Ída Marín með fyrsta skot leiksins en himinhátt yfir fer boltinn.

FH nær að halda pressunni eftir markspyrnu gestanna og Andrea Rán á hörkuskot innan teigs sem fer í varnarmann Tindastóls og boltinn fer aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.

FH-ingar hafa þurft að gera breytingu á byrjunarliðinu því Thelma Lóa Hermannsdóttir byrjar á vinstri kantinum.
Fyrir leik
Ein breyting á liði FH Þjálfarateymi FH gerir eina breytingu á sínu byrjunarliði frá 3-1 tapinu gegn Val í síðustu umferð.

Birna Kristín Björnsdóttir kemur inn í byrjunarliðið fyrir Snædísi Maríu Jörundsdóttur.

Gestirnir stilla upp óbreyttu liði frá sigrinum gegn Keflavík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Veðurguðinn er með okkur í liði Frábært veður í Hafnarfirðinum í dag og frábærar aðstæður fyrir knattspyrnuiðkun.

Dómaratríó-ið hitar upp á miðjum vellinum og tekur sig vel út.
Fyrir leik
FH hafði betur í 1.umferðinni FH hafði betur þegar þessi lið mættust Sauðárkróksvelli í 1.umferð Bestu-deildarinnar 22. apríl, 1-0 með marki frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur. Hildigunnur hefur skorað tvö mörk í deildinni í sumar.
Fyrir leik
FH tapaði gegn Val í síðustu umferð 3-1 en á sama tíma fór Tindastóll til Keflavíkur og vann góðan 2-0 sigur þar sem Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk liðsins.

Jordyn Rhodes er markahæsti leikmaður Tindastóls á tímabilinu með fimm mörk.
Fyrir leik
Gestirnir geta jafnað heimastelpur FH er með 13 stig í 4.sæti deildarinnar á meðan Tindastóll er í sjöunda sæti með 10 stig. Sigri gestirnir hér í dag þá jafna þær FH að stigum.

Eins og fyrr segir er FH í 4. sæti deildarinnar en eru átta stigum á eftir Þór/KA sem er í 3.sæti. Það er því orðið mikið gap á milli 3. og 4.sætis í Bestu-deildinni.
Fyrir leik
10.umferðin lýkur í dag Tveir leikir fara fram í Bestu-deild kvenna klukkan 18:00 í dag.

Hér í Hafnarfirði mætast FH og Tindastóll og í Víkinni mætast Víkingur R. og Stjarnan.
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Annika Haanpaa
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('82)
17. Hugrún Pálsdóttir ('62)
27. Gwendolyn Mummert
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('82)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('62)
15. Emelía Björk Elefsen
20. Kristrún María Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Anna Margrét Hörpudóttir
Birna María Sigurðardóttir
Jón Hörður Elíasson
Nikola Stoisavljevic
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Annika Haanpaa ('56)

Rauð spjöld: