Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
ÍR
3
0
Afturelding
1-0 Arnar Daði Jóhannesson '59 , sjálfsmark
Bragi Karl Bjarkason '63 2-0
Kristján Atli Marteinsson '77 3-0
04.07.2024  -  19:15
ÍR-völlur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 13 stiga hiti og sól
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 427
Maður leiksins: Marc McAusland (ÍR)
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
4. Jordian G S Farahani ('85)
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason ('85)
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland
14. Guðjón Máni Magnússon ('70)
16. Emil Nói Sigurhjartarson ('54)
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
7. Aron Daníel Arnalds
8. Alexander Kostic
23. Ágúst Unnar Kristinsson ('85)
30. Renato Punyed Dubon ('54)
77. Marteinn Theodórsson ('70)

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hrafn Hallgrímsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sigmann Þórðarson
Björn Ómar Úlfarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍR gengu á lagið í seinni hálfleik. Mjög óvænt úrslit en ÍR fer núna upp fyrir Aftureldingu í töflunni. Breiðhyltingar mega bara leyfa sér að dreyma. Af hverju ekki?
91. mín
,,Sölvi Haralds, Sölvi Haralds," syngja stuðningsmenn ÍR. Það er geitin.
90. mín
Við erum að rúlla inn í uppbótartímann. ÍR-ingar eru bara að ganga frá þessu í rólegheitum.
87. mín
Vá hvað þetta er súrt kvöld hjá Mosfellingum. Mjög lítill andi yfir þeirra liði.
85. mín
Inn:Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
85. mín
Inn:Hrafn Hallgrímsson (ÍR) Út:Jordian G S Farahani (ÍR)
82. mín
Þetta eru svo sannarlega ekki úrslitin sem maður bjóst við þegar maður mætti hingað fyrr í kvöld.
79. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
79. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
78. mín
Þetta er annað markið sem Kristján Atli skorar með vinstri í sumar.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
77. mín MARK!
Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
MARK!!!! Og hann fagnar ekki af virðingu við sitt gamla félag.

Skot með vinstri langt fyrir utan. Fer einhvern veginn undir Arnar Daða í markinu. Ekki leikurinn hans Arnars Daða, það er víst.

Og þessi leikur er búinn!
74. mín
LANGT FRAMHJÁ! Arnór Gauti kominn í frábæra stöðu til að minnka muninn en hann setur boltann lengst fram hjá markinu. Einn á móti markverði, en langt framhjá! Sjálfstraustið er ekki hátt hjá Arnóri Gauta þessa stundina. Hann á enn eftir að skora í sumar.
74. mín
Renato tekur aukaspyrnu af svona 28 metrum, skotið er nokkuð fast en Arnar Daði grípur boltann.
73. mín Gult spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
71. mín
Sól á lofti í Breiðholtinu og stuðningsmenn ÍR-inga eru með gleði í hjarta. Leikmenn liðsins eru svo sannarlega búnir að vinna fyrir þessari stöðu.
70. mín
Inn:Marteinn Theodórsson (ÍR) Út:Guðjón Máni Magnússon (ÍR)
66. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
66. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
66. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
64. mín
ÍR-ingar eru í stuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
63. mín MARK!
Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Stoðsending: Marc Mcausland
MARK!!!!! ÍR-ingar að tvöfalda forystuna sína!!

Hornspyrna á fjærstöngina þar sem Marc McAusland vinnur tvo skallabolta. Hann dettur svo fyrir Braga Karl sem skorar sitt sjöunda mark í Lengjudeildinni í sumar.

Þetta er fljótt að gerast!
60. mín
Þetta er alveg afskaplega vont mark að fá á sig í svona jöfnum leik.
59. mín SJÁLFSMARK!
Arnar Daði Jóhannesson (Afturelding)
Stoðsending: Renato Punyed Dubon
MARK!!!!!! Úfffffffff...

Renato með fyrirgjöf sem er beint á Arnar Daða en hann missir boltann bara inn í markið. Virkilega klaufalegt.

ÍR tekur forystuna.
56. mín
Bergvin Fannar með skot sem fer beint í Georg.
54. mín
Inn:Renato Punyed Dubon (ÍR) Út:Emil Nói Sigurhjartarson (ÍR)
52. mín
Bragi Karl með fyrirgjöf sem fer beint aftur fyrir endamörk.
50. mín
Hrannar Snær fellur í teignum en ekkert dæmt, og það er rétt held ég. Svo á Oliver Bjerrum skot en það fer beint í varnarmann.
46. mín
HA???? ÍR með langan bolta upp völlinn og hann skoppar yfir Arnar Daða sem kemur út á móti. Virkilega klaufalegt hjá markverðinum unga en hann bjargar sér. Var næstum því búinn að gera skelfileg mistök.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Ekki skemmtilegasti hálfleikur sem maður hefur séð, en ÍR-ingar að vera marki yfir. Bragi Karl klaufi að skora ekki.

Vonandi fáum við meiri skemmtun eftir hlé.
44. mín
Það styttist í hálfleikinn.
40. mín
Bergvin Fannar með skot að marki en það er laflaust.
39. mín
Georg með sendingu fyrir en Vilhelm Þráinn handsamar boltann.
37. mín
Það þarf að taka Elmar Kára af hornspyrnunum. Núna tekur hann spyrnu sem fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endamörk hinum megin.
36. mín
Elmar Kári með hörmulega hornspyrnu sem hann setur beint í hliðarnetið.
34. mín
Þetta var algjört dauðafæri! Mosfellingar heppnir.
33. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Mjög beinskeytt sókn hjá ÍR og varnarleikur Aftureldingar er í kexi. Bergvin Fannar sendir Braga Karl í gegn. Þú vilt líklega ekki hafa neinn annan í ÍR-liðinu í þessu færi en hann setur boltann yfir markið! Þarna átti hann svo mikið að skora!
31. mín
Óliver Elís með aukaspyrnu af 30 metrunum. Lætur líta út eins og hann ætli að senda fyrir en á svo lúmskt skot sem endar í hliðarnetinu. Ekki galin tilraun.
29. mín
Bjarni Páll með skot lengst utan af velli sem engin hætta stafar af. Áfram syngja stuðningsmenn ÍR: ,,Meira, meira, meira."
28. mín
Boltinn á fjærstöngina og Jordian er fyrstur á hann. Skallar hann í innkast hinum megin.
27. mín
Elmar Kári með skot sem fer í Kristján Atla og aftur fyrir. Gestirnir fá hornspyrnu.
24. mín
Hrannar með slaka fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk. ,,Meira, meira, meira," syngja stuðningsmenn ÍR. Ánægðir með þetta
21. mín
Jordian Farahani með skalla eftir aukaspyrnu en hann nær ekki miklum krafti í hann. Auðvelt fyrir Arnar Daða að grípa.
17. mín
Oliver Bjerrum með góða sendingu á bak við vörn ÍR. Hrannar Snær eltir og sendir boltann fyrir, en Óliver Elís er mættur til að koma boltanum frá.
15. mín
ÍR-ingar komnir í hættulega stöðu en sendingin frá Emil Nóa er alls ekki nógu góð. Hefði getað þrætt Braga Karl í gegn en valdi ranga kostinn.
14. mín
Þessi leikur fer rólega af stað. Engin færi komin í þetta. Afturelding meira með boltann en þeir hafa lítið skapað sér til þessa.
12. mín
Lið ÍR (4-2-3-1) Vilhelm Þráinn
Jordian - Marc - Arnór Gauti - Óliver Elís
Kristján Atli - Róbert Elís
Bragi Karl - Emil Nói - Guðjón Máni
Bergvin Fannar
11. mín
Það kemur ekkert úr þessari hornspyrnu hjá ÍR-ingum.
10. mín
Hrannar Snær skallar hornspyrnu ÍR frá. Sóknin heldur áfram og Hrannar setur boltann aftur fyrir endamörk. Önnur hornspyrna sem heimamenn eiga.
8. mín
Lið Aftureldingar (4-1-2-3) Arnar Daði
Georg - Gunnar Bergmann - Aron Jónsson - Aron Elí
Bjarni Páll
Oliver Bjerrum - Bjartur Bjarmi
Elmar Kári - Aron Jó - Hrannar Snær
5. mín
Alveg ágætlega mætt á pallana. Ghetto Hooligans láta sig að sjálfsögðu ekki vanta.
3. mín
Arnór Gauti, Andri Freyr og Patrekur Orri allir á bekknum hjá Aftureldingu. Allir þrír strikerar. Aron Jóhannsson, sem er að upplagi miðjumaður, spilar sem fremsti maður hjá gestunum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Afturelding byrjar með boltann og sækir í átt að Blush.
Fyrir leik
Liðin að ganga útá völl og þetta fer senn að byrja.
Fyrir leik
Það er frábært veður í Breiðholtinu, 13 stiga hiti og sól. Það er verið að vökva völlinn og hann lítur bara vel út. Sól, sumar og fótbolti. Gerist ekki betra.
Fyrir leik
Byrjunarlið Aftureldingar 1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍR 1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
4. Jordian G S Farahani
6. Kristján Atli Marteinsson
9. Bergvin Fannar Helgason
11. Bragi Karl Bjarkason
13. Marc Mcausland (f)
14. Guðjón Máni Magnússon
16. Emil Nói Sigurhjartarson
17. Óliver Elís Hlynsson
18. Róbert Elís Hlynsson
25. Arnór Gauti Úlfarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan leik. Hjá ÍR koma Jordian G S Farahani og Bergvin Fannar Helgason inn í byrjunarliðið fyrir Hrafn Hallgrímsson og Renato Punyed. Afturelding mætir með sama lið í þennan leik og í sigurleikinn gegn Njarðvík á dögunum.
Fyrir leik
Leikir dagsins í Lengjudeildinni 18:00 Þór-Grótta (VÍS völlurinn)
18:00 Fjölnir-Keflavík (Extra völlurinn)
19:15 ÍR-Afturelding (ÍR-völlur)
19:15 Njarðvík-Grindavík (Rafholtsvöllurinn)
Fyrir leik
Svona er staðan í deildinni fyrir leiki dagsins
Mynd: Af vef KSÍ
Fyrir leik
Helgi Mikael dæmir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgi Mikael Jónasson er aðaldómari í dag. Honum til aðstoðar eru Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Gyrðir Hrafn spáir í spilin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir


ÍR 1 - 2 Afturelding
Afturelding heimsækir neðra Breiðholtið og mun taka 3 góð stig þaðan. Andri Freyr er búinn að lofa mér marki og mun hann skora á 90 mínútu með flugskalla.

Fyrir leik
Afturelding situr í fjórða sæti Afturelding situr fyrir þennan leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar með fjóra sigra, tvö jafntefli og fjögur töp í tíu leikjum. Frekar miðlungs hjá liði sem var spáð sigri í deildinni fyrir mót. Afturelding vann býsna góðan og mikilvægan sigur gegn Njarðvík í síðustu umferð.

Síðustu fimm leikir Aftureldingar:
Njarðvík 2 - 5 Afturelding
Afturelding 0 - 1 Fjölnir
Afturelding 0 - 3 ÍBV
Þróttur R. 1 - 2 Afturelding
Afturelding 4 - 3 Dalvík/Reynir

Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
ÍR um miðja deild
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

ÍR hefur tekið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og situr í sjötta sæti Lengjudeildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki. ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið en þeir hafa bara gert fína hluti hingað til í sumar. Þeir hafa ekki enn tapað á heimavelli í sumar.

Síðustu fimm leikir ÍR:
ÍR 1 - 1 Þór
Grótta 1 - 3 ÍR
ÍR 3 - 1 Fjölnir
Njarðvík 3 - 0 ÍR
ÍR 2 - 2 ÍBV
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og Aftureldingu í 11. umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('66)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('66)
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('79)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason ('79)
77. Hrannar Snær Magnússon ('66)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
9. Andri Freyr Jónasson ('79)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('66)
17. Valgeir Árni Svansson
19. Sævar Atli Hugason ('66)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('79)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('66)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Ásþór Sigurðsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson

Gul spjöld:
Sævar Atli Hugason ('73)

Rauð spjöld: