Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Víkingur R.
0
2
Valur
0-1 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '19
0-2 Ísabella Sara Tryggvadóttir '33
07.07.2024  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Gerast ekki betri
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ísabella Sara Tryggvadóttir
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir ('86)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('64)
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f) ('64)
16. Rachel Diodati
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('64)
21. Shaina Faiena Ashouri ('79)

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('64)
13. Linda Líf Boama ('79)
19. Tara Jónsdóttir ('86)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('64)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('64)
28. Rakel Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Mikael Uni Karlsson Brune
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('50)
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valskonur vinna! Þá er þessum leik lokið og líklega eru þetta bara sanngjarnar lokatölur. Valskonur kláruðu þetta fagmannlega, betri í fyrri hálfleik og silgdu þessu heim í seinni hálfleiknum.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni, þangað til næst, takk fyrir mig!
91. mín
+3 mínútur í uppbótartíma
90. mín
DAUÐAFÆRI! Amanda sleppur ein í gegn eftir misheppnaða hreinsun Ernu Guðrúnar. Þegar hún er komin ein á ein gegn Birtu reynir hún að vippa yfir hana en boltinn fer yfir.

Þetta getur verið dýrt ef Víkingar skora núna fljótlega!
87. mín
Kate kemur með spyrnuna inn á teiginn sem Birta kýlir frá.
86. mín
Valskonur að fá hornspyrnu! Ná þær að klára þetta?
86. mín
Inn:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Gígja Valgerður Harðardóttir (Víkingur R.)
84. mín
DAUÐAFÆRI! Sigdís með góðan bolta á fjærsvæðið þar sem Freyja er alein og skallar einhvernveginn fyrir markið en þar er enginn Víkingur mættur og boltinn fer aftur fyrir í markspyrnu.

Þetta getur reynst dýrt en þarna átti hún að setja boltann á markið!
79. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
78. mín
Inn:Camryn Paige Hartman (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
78. mín
Næsta mark er mjög mikilvægt Fáum við drama í þetta?
75. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
75. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
71. mín
Birta heppin Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á Birtu en hún er í stökustu vandræðum með að handsama boltann. Að lokum ná Víkingar að koma boltaunum burt.
70. mín
Valskonur að fá hornspyrnu!
68. mín
Valskonur bægja hættunni frá.
67. mín
Víkingar fá enn eitt hornið!
64. mín
Inn:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.) Út:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.) Út:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
63. mín
Shaina tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og yfir í innkast.

Hvernig væri að fá einhvern færi í þetta?
63. mín
Víkingar fá hornspyrnu!
62. mín
zzz Þessi seinni hálfleikur fer í engar sögubækur fyrir skemmtanagildið sitt allavegana til að byrja með.
57. mín Gult spjald: Erna Guðrún Magnúsdóttir (Víkingur R.)
Brýtur á Fanndísi þegar hún er búin að missa hana fram fyrir sig.
57. mín
Shaina tekur spyrnuna á fjærsvæðið þar sem Erna Guðrún er mætt en hún nær ekki að halda boltanum í leik.
56. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
54. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn og þar myndast mikið klafs sem endar með því að Víkingar ná að hreinsa boltanum frá. Sóknarpressa Vals heldur þó áfram.
53. mín
Valur að fá horn!
52. mín
Víkingar byrja betur Seinni hálfleikurinn hefur farið frekar rólega af stað. Víkingar þó ívið betri og eru líklegri þessa stundina að minnka muninn frekar en Valskonur að bæta við.
50. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Stoppar skyndisókn og fer gult spjald fyrir vikið.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Þá er þetta komið í gang á ný en það eru gestirnir sem koma þessu í gang.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Víkingarnir koma stemmdar út í seinni hálfleikinn. Næsta mark er gífurlega stórt og mikilvægt.
45. mín
Hálfleikur
Valur leiðir í hálfleik Þá er Helgi búinn að flauta til hálfleiks og Valskonur leiða með tveimur mörkum gegn engu.

Líklega eru þetta bara sanngjarnar hálfleikstölur en það verður áhugavert að sjá hvað Víkingar gera í seinni hálfleik til að bregðast við.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+2 mínútur í uppbót!
45. mín
Lélegt! Shaina tekur spyrnuna stutt á Selmu og fær boltann svo aftur en hún er þá fyrir innan.

Hvernig getur þú klikkað á þessu???
45. mín
Víkingar fá enn eitt hornið
43. mín
Svarið er nei Léleg spyrna hjá Shainu sem Fanndís skallar frá.
43. mín
Víkingar fá hér hornspyrnu! Ná þær að koma sér inn í leikinn á markamínútunni?
42. mín
Vatnspása Liðin nýta sér stoppið að funda sín á milli og fá sér vatnsopa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

41. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Rétt spjald Alvöru árekstur milli Lillý og Selmu. Lillý dæmd brotleg þar sem hún fer með takkanna hátt upp á undan sér og Selma liggur sárþjáð eftir og þarf aðhlynningu.
36. mín
Víkingar í færi eftir horn! Shaina tekur spyrnuna inn á teginn og aftur fer hún beint á Rachel. Hún skallar fyrir markið og boltinn fer til Selmu sem nær að pota boltanum í átt að markinu í Fanney var þá mætt og varðu gífurlega vel.
33. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Stoðsending: Kate Cousins
Ísabella að tvöfalda forystuna! Hvað gerðist þarna eiginlega í varnarleik Víkinga?!

Valskonur eru í hálfgerðu brasi að spila boltanum upp völlinn og Kate Cousins dúndrar boltanum upp völlinn og aftur fyrir varnarlínu Víkinga. Þá er Ísabella skyndilega komin ein í gegn á móti Birtu og klárar mjög vel.

Alls ekki varnarleikur upp á marga fiska þarna en gífurlega gott hlaup inn fyrir hjá Ísalbellu engu að síður!
30. mín
Berglind með skot fyrir utan teig sem Birta ver vel.
26. mín
Shaina tekur spyrnuna inn á teiginn sem Erna skallar á markið en skallinn var laus og alls ekki góður.

Valskonur bægja svo hættunni frá.
26. mín
Víkingar að fá enn eitt hornið!
23. mín
Valskonur ná að bægja hættunni frá.
22. mín
Víkingar að fá annað horn!
22. mín
Næstum því annað mark úr horni! Shaina kemur með góðan bolta inn á teiginn úr horninu sem fer beint á enniið á Rachel en skallinn hennar fór rétt framhjá.
21. mín
Víkingar að fá horn!
19. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Valskonur búnar að taka forystuna! Þetta var ekki flókið!

Anna Rakel með mjög góðan bolta inn á teiginn úr hornspyrnu sem fer beint á ennið á Ragnheiði sem stangar boltann í netið.

Valskonur leiða!
18. mín
Valskonur að fá hornspyrnu!
15. mín
Fanndís með tilraun langt fyrir utan teig sem fer yfir. Alls ekki galið en smá bjartsýni í þessu.
14. mín
Flott sókn hjá Valskonum. Ísabella og Kate Cousins leika skemmtilega á milli sín sem endar með góðu skoti frá Kate rétt framhjá.
12. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Birta kýlir frá.
11. mín
Valur að fá sína fyrstu hornspyrnu!
11. mín
Valskonur aftur í góðu færi! Ragnheiður fær núna boltann inni á teig Víkinga, leikur á einn varnarmann og tekur skotið sem Birta gerir vel í að verja.
10. mín
Valskonur í færi! Hailey Whitaker með frían skalla á fjærstönginni eftir sendingu frá Fanndísi inn á teiginn en skallinn var laus og ekki góður. Auðvelt fyrir Birtu í markinu.
4. mín
Víkingar fá aðra hornspyrnu Núna var hún tekin inn á teiginn en Valskonur bægja hættunni frá.
4. mín
Slök útfærsla og ekkert kemur upp úr henni.
3. mín
Víkingar fá horn! Freyja með flotta takta inni á tegi Vals og tekur skotið sem Lillý skallar aftur fyrir í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang í Víkinni! Þá er þetta komið í gang og það eru Víkingar sem hefja þennan leik fyrir okkur.

Víkingar sækja í átt að Esjunni en gestirnir sækja í átt að Keflavík.

Heimakonur leika í sínum svörtu og rauðu treyjum, svörtu stuttbuxum og svörtu sokkum.

Gestirnir leika í rauðum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum.
Fyrir leik
Við fengum þetta veður bara Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn. Það er ekkert eðlilega gott veður. Óska eftir aðeins betri mætingu í stúkuna eins og staðan er núna en vonandi fer fólkið að týnast í Víkina.
Fyrir leik
Stórsigur Vals Liðin mættust fyrr á leiktíðinni sem fór hvorki meira né minna en 7-2 fyrir Val. Staðan var 2-1 fyrir Val í hálfleik eftir að Hafdís Bára kom Víkingum yfir eftir eina mínútu. Sigurborg, markmaður Víkings, þurfti að fara meidd af velli í seinni hálfleik og Emma Steinsen, varnarmaður Víkings, fór í markið. Hún fékk á sig seinustu tvö mörk leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Helgi Mikael Jónasson mun stýra flautukonsertinu í kvöld. Honum til aðstoðar verða þau Eydís Ragna Einarsdóttir og Ronnarong Wongmahadthai. Eftirlitsmaður KSÍ er Jens Elvar Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fínir Víkingar Nýlliðarnir og bikarmeistararnir í Víningi R. hafa bara byrjað leiktíðina ágætlega. Þær eru í efri helmingnum og hafa verið að ná í ágætis úrslit hér og þar. Hins vegar hafa einnig komið leikir, t.d. gegn Keflavík, sem þær hafa ekki átt sinn besta dag. Ef þær eru á sínum besta degi vinna þær hvaða lið í deildinni sem er, þær hafa sýnt það áður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Valskonur í harðri toppbaráttu Valur er í alvöru toppbaráttu við Breiðablik en liðið hefur varla efni á því að misstiga sig. Valsliðið hefur ekki verið að vinna seinustu leiki stórt en eins og stendur eru Blikakonur efstar á markatölu. Það fer ekki á milli mála að þetta er bara skyldusigur fyrir Valskonur í dag á erfiðum útivelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang besta! Veriði heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Víkings R. og Vals í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('78)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('75)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('75)
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('78)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Camryn Paige Hartman ('78)
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('75)
13. Nadía Atladóttir ('75)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('78)
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('41)

Rauð spjöld: