Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
FH
1
1
ÍA
0-1 Hinrik Harðarson '68
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '94 1-1
22.07.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 11° og skýjað. Dropar við og við.
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 757
Maður leiksins: Hinrik Harðarson (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('74)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('59)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('74)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
10. Björn Daníel Sverrisson ('59)
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('74)
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Arnór Borg Guðjohnsen ('16)
Ísak Óli Ólafsson ('58)
Jóhann Ægir Arnarsson ('67)
Ólafur Guðmundsson ('85)
Kjartan Henry Finnbogason ('90)
Úlfur Ágúst Björnsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dramatískar lokamínútur hér. Liðin skilja jöfn í þessum slagi um fjórða sætið. Hörku barátta frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
94. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
DRAMA Í HAFNARFIRÐI!! Logi Hrafn blokkerar hreinsunina hjá Viktori og leggur svo boltan fyrir markið. Böðvar framlengir svo boltan þar sem Gyrðir lúrir á fjær og leggur boltann í markið!
93. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Var eitthvað ósáttur við Twana
91. mín Gult spjald: Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Sparkar boltanum burt og fær gult fyrir leiktöf.
91. mín
Alveg 7 mínútur í uppbót.
90. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Kjartan ekki sammála Twana þarna.
90. mín
Hornspyrnan kemur inn í teig en þá er brotið á Skagamanni.
89. mín
Kjartan setur boltan fyrir en Skagamenn skalla boltanum útaf í horn.
89. mín
FH fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrigjöf.
85. mín Gult spjald: Ólafur Guðmundsson (FH)
Brýtur á Inga Þór, á svipuðum stað og aukaspyrnan sem skilaði markinu. Ólafur alveg brjálaður, vill meina að hann hafi tekið boltan. Hann tók samt mjög mikið af manninum með.
79. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
78. mín
SKOT Í STÖNG! FH-ingar sækja hratt og Björn Daníel er fljótur að láta boltan út á Sigurð rétt fyrir utan teig. Hann tekur fast skot sem fer aðeins í varnarmann áður en boltinn smellur í stönginni.
77. mín
Hornspyrna hjá ÍA sem skapar smá hættu. Steinar setur boltan inn í teiginn og Skagamenn skalla boltan eitthvað niður. Boltinn fær aðeins að skoppa inn í teig áður en Guðfinnur kastar sér í skot sem fer rétt framhjá
75. mín
Kjartan Kári tekur aukaspyrnu fyrir FH sem hann setur inn í teig. Björn Daníel nær að gera sig alveg frían og nær skallanum en beint á Árna.
74. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
74. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
72. mín
Inn:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
70. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
68. mín MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
Stoðsending: Hlynur Sævar Jónsson
Skagamenn leiða!! Vall tekur spyrnuna og setur boltan djúpt inn í teiginn. Þar stekkur Hlynur hæst og nær að skalla boltan aftur fyrir í hina áttina. Hinrik var þá búinn að gera sig dauðafrían og skallar boltann í opið markið.
67. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Fyrir brotið
67. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu.
66. mín
Johannes Vall þarf aðhlynningu núna eftir eitthvað samstuð.

Hann stendur á fætur og mun líkast til halda áfram.
62. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Brýtur á Úlf við hliðarlínuna, nálægt teignum.
59. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
Þessi seinni hálfleikur verið gæðalítill hingað til, Björn Daníel ætti að laga það eitthvað.
58. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH)
Óþarfa brot á vallarhelmingi ÍA
55. mín
Tvær hornspyrnur í röð fyrir ÍA. Þær skapa lítið sem ekkert. Þeir koma hinsvegar boltanum aftur inn í teig eftir seinni spyrnuna og þá nær Viktor að koa sér í fína stöðu. Skotið hans fer svo yfir markið.
49. mín
FH með fyrstu alvöru sókn seinni hálfleiksins. Grétar fær boltan inn í teig í fínu færi en hann þrumar boltanum beint í varnarmann.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (frá Stöð 2 Sport) Með boltann: 59% - 41%
Skot: 9-5
Skot á mark: 0-1
Hornspyrnur: 6-2
Rangstöður: 1-1
Heppnaðar sendingar: 139 - 91
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik sem er í raun ótrúlegt. Þetta hefur verið frábær skemmtun hingað til og nóg af færum. Heimamenn hafa fengið megnið af þessum færum en gestirnir hefðu alveg getað verið búnir að klára eitthvað af sínum. Vonandi fáum við meira af því sama í seinni, nema kannski bara betri færanýtingu.
45. mín
Uppbótartíminn er 2 mínútur.
42. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR FH!! Logi Hrafn með góðan bolta fram á Úlf sem kemst inn fyrir vörn Skagamanna. Hann leggur þá boltan fyrir markið, beint á Sigurð sem er einn gegn markmanni. Skotið hans fer beint í Árna en skýst af honum til Kjartans. Kjartan nær ekki alveg að koma boltanum undan sér og reynir þá einhverja hælspyrnu sem rennur bara þvert yfir teiginn og Skagamenn hreinsa.
35. mín
Skagamenn í fínni sókn. Reyna að setja boltan fyrir en FH verst því vel. Viktor fær þá boltan og er eitthvað að dansa með hann þangað til hann finnur pláss til að skjóta. Skotið hans fer svo rétt framhjá markinu.
28. mín
Hafnfirðingar vaða í færum hérna en þeir eru ekki að ná að koma boltanum yfir línuna. Þeir þurfa svo alltaf að passa sig því Skagamenn hafa virkað mjög hættulegir þegar þeir ná að sækja hratt.
27. mín
Kjartan fær boltann út á vinstri og hann setur boltan inn í teiginn. Sendingin er góð beint á hausinn á Sigurð sem nær skallanum en yfir markið.
26. mín
Kjartan í mjög góðri stöðu inn í teig og tekur skotið. Boltinn í varnarmann og FH fær enn og aftur horn.
25. mín
FH með hornspyrnu frá Kjartani sem kemur inn í teiginn. Skagamenn skalla frá en beint á Böðvar sem tekur skotið en Skagamenn komast aftur fyrir og setja boltan út í annað horn. Það kom svo ekkert úr því horni.
22. mín
Skot í stöng! Skagamenn sækja hratt upp hægri kantinn og Jón Gísli setur boltan á Hinrik inn í teig. Hann er í þröngu færi en nær skoti sem Sindri ver. Boltinn berst þá aftur á Jón sem þrumar að marki en boltinn skellur í stönginni!
22. mín
Sigurður Bjartur með góðan bolta inn í teig beint á kollinn á Úlf en skallinn hjá honum beint framhjá
18. mín
Logi tekur skotið fyrir utan teig sem fer beint í varnarmann, boltinn berst hinsvegar á Úlf inn í teig. Úlfur er fljótur að snúa og skjóta, en skotið er laust og Árni ekki í miklum vandræðum með það.
16. mín Gult spjald: Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
Skýtur í markið eftir að það var búið að flauta rangstöðu.
11. mín
Fyrirgjöf sem er á leiðinni inn! Kjartan Kári er með boltan út á vinstri kanti og hann leggur boltan fyrir. Boltinn er aðeins of hár fyrir Arnór Borg sem var kominn í gott færi, en í staðinn þá skrúfast boltinn í átt að marki. Árni var hinsvegar fljótur að bregðast við og náði þessum.
7. mín
Steinar liggur í grasinu eftir að Logi Hrafn kom aftan í hann. Steinar hefur fengið takkana hjá loga aftan í hælinn, getur verið vont.
2. mín
FH vill víti! Kjartan setur boltan fyrir teiginn og mér sýnist boltinn smella í hendinni á Skagamanni. Twana er hinsvegar ekki sammála, hann segir að þetta hafi farið í hendina Arnóri Borg.

Eftir endursýningar þá reynist þetta vera bara hárrétt hjá Twana.
1. mín
Uppstilling liðanna Þetta lítur eitthvað svona út

Uppstilling FH 4-4-2
Sindri
Jóhann - Ísak - Ólafur - Böðvar
Kjartan - Grétar - Logi - Arnór
Sigurður - Úlfur

Uppstilling ÍA 3-4-3
Árni
Sandberg - Oliver - Hlynur
Jón - Guðfinnur - Vardic - Vall
Steinar - Viktor - Hinrik
1. mín
Leikur hafinn
Twana flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir tvær breytingar á sínu liði en það eru Logi Hrafn Róbertsson og Jóhann Ægir Arnarsson sem koma inn í byrjunarliðið. Björn Daníel Sverrisson er á bekknum en Ástbjörn Þórðarson er ekki í hóp þar sem hann meiddist í síðasta leik

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir eina breytingu á sínu liði en það er Gufinnur Þór Leósson sem kemur inn í byrjunarliðið. Arnór Smárason fær sér sæti á bekknum fyrir hann.
Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed verður með flautuna í þessum leiks en honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Eftirlitsmaður er Oddur Helgi Guðmundsson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Máni Austmann Hilmarsson er spámaður umferðarinnar en hann er einn af lykilmönnum Fjölnisliðsins sem trónir á toppi Lengjudeildarinnar. Máni skoraði þrennu í sigri Fjölnis gegn Grindavík á fimmtudag og er markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk.

FH 3 - 1 ÍA
FH sigra þennan leik og Ástbjörn skorar þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Skagamenn sárir eftir slæmt tap Skagamenn eru nýliðar í deildinni í ár en þeir hafa verið spútnik lið deildarinnar og eru í 5. sæti. Þeir höfðu verið í því fjórða fram að síðustu umferð en þá mættu þeir Fylki sem er í fallsæti. Fylki tókst samt að sigra þá 3-0 þar sem ÍA spilaði ekki sinn besta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
10 af 12 fyrir FH FH-ingar ljúka í dag heimaleikja hrinu sem hefur farið þeim afar vel. Þeir hafa spilað 4 heimaleiki í röð núna og unnið alla nema einn, þegar þeir gerðu jafntefli við KA 1-1. Þessi velgengni hefur skilað þeim upp í 4. sætið, stigi á undan mótherjum sínum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaleikur umferðarinnar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og ÍA í 15. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Kaplakrikavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson ('72)
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson ('79)
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
7. Ármann Ingi Finnbogason
17. Ingi Þór Sigurðsson ('79)
22. Árni Salvar Heimisson
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('72)
88. Arnór Smárason

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Johannes Vall ('62)
Viktor Jónsson ('70)
Árni Marinó Einarsson ('91)

Rauð spjöld: