Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
Víkingur R.
2
2
Stjarnan
0-1 Emil Atlason '75
Viktor Örlygur Andrason '84 1-1
1-2 Hilmar Árni Halldórsson '89
Daði Berg Jónsson '96 2-2
06.10.2024  -  17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: 8° heiðskýrt og lítill vindur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth ('79)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('64)
17. Ari Sigurpálsson ('64)
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('64)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('64)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson ('79)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson ('64)
23. Nikolaj Hansen ('64)
24. Davíð Örn Atlason ('64)
30. Daði Berg Jónsson ('64)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('51)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('69)
Davíð Örn Atlason ('98)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli er niðurstaðan hér í kvöld. Óæskileg úrslit fyrir bæði lið í rauninni en örlög þeirra í áframhaldandi móti munu skýrast mikið á því hvernig leikur Breiðabliks og Vals fer seinna í kvöld.
98. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
96. mín MARK!
Daði Berg Jónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
ÞEIR JAFNA ÞETTA!!! Auðvitað er það kóngurinn sjálfur!

Óskar fær boltan fyrir utan teig og tekur negluna! Boltinn fer svo af annað hvort Örvar Eggerts eða Gumma Kri, sá það ekki en svo lekur boltinn inn.

Uppfært: Á upptöku má sá að boltinn fer að lokum í Daða Berg og inn. Markið skráist því á hann.
95. mín
Boltinn dettur fyrir Óskar inn í teig og hann tekur negluna. Stjörnumenn gera hinsvegar vel og fórna sér fyrir þennan bolta.
91. mín
7 mínútum bætt við. Nóg eftir!
90. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
89. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
ER STJARNAN AÐ VINNA ÞETTA HÉRNA!? Stjarnan sækir hratt og Víkingar búnir að setja of marga menn fram. Óli fær þá boltan út á hægri og leggur fullkomin bolta á Hilmar sem klárar virkilega vel!
86. mín
STÖNGIN! Stjarnan fer upp í sókn og Óli Valur er með boltan úti hægra megin. Hann kemst inn á teiginn og reynir fastan bolta fyrir. Boltin ratar ekki á neinn mann en fer í utanverða fjærstöngina og svo ná Víkingar boltanum.
84. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
ÞEIR JAFNA!!!!! Það er eitthvað hnoð inn í teig og Óskar nær að pota boltanum til Viktors. Viktor fer þá framhjá einum og neglir boltanum upp í þaknetið!

Þessar loka mínútur verða spennufylltar!
79. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Oliver virðist fara bara gjörsamlega í aftanverðu lærinu hérna.
75. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Frá miðjunni!!!!! Víkingar eru í sókn en Stjörnumenn ná að hreinsa. Emil fær þá boltan á eigin vallarhelming og sér að Pálmi er kominn langt út úr markinu. Emil tekur þá skotið inn á eigin vallarhelmingi og nær að setja boltan yfir Pálma og í netið!

Ótrúlegt skot!!
74. mín
Sláin!! Víkingar í virkilega góðri sókn og boltinn berst á Daða inn í teig. Hann kemur með lúmskt skot sem fer í innanverða slánna og skoppar rétt fyrir utan línuna og frá markinu!
72. mín
Litla skógarhlaupið! Pálmi kemur virkilega langt út úr markinu til að stoppa langan bolta hjá Stjörnunni. Hann lendir í alvöru pressu frá Stjörnumönnunum, en nær að redda sér. Hann hefur fengið eitthvað högg þarna í leiðinni því hann leggst svo í grasið og það þarf að hlúa að honum.

Hann er staðinn á lappir og heldur áfram.
69. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
65. mín
Sexföld skipting í heildina. Fjórði dómarinn allt í einu kominn í fullt starf.
64. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
64. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
64. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
60. mín
Óli Valur geysist upp vinstri kantinn og leggur svo boltan út á Hilmar sem er rétt fyrir utan teig. Hilmar tekur skotið í fyrsta en hittir ekki boltan vel og skotið framhjá.
55. mín
Karl Friðleifur klippir inn á völlinn frá kantinum og fer í skotið en boltinn svífur hátt yfir.
51. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Vel groddaraleg tækling.
50. mín
Fín sókn hjá Stjörnunni. Heiðar kemur með góðan bolta á Hilmar sem er í góðu færi og tekur skotið, það fer í varnarmann og Stjarnan fær horn.

Ekkert kom úr því horni.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það er markalaust í hálfleik. Bæði lið svo sem fengið færi til þess að skora, en í heildina búinn að vera frekar rólegur leikur. Vonandi færist meira líf í þetta í seinni.
45. mín
1 mínúta í uppbót.
44. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
42. mín
Svakalegt hvað allt opnaðist!! Ari fær boltan á miðjum vellinum og tekur bara af stað. Varnarmenn Stjörnunnar hlaupa þá bara frá honum og galopna allt fyrir hann. Alveg ótrúlegt hvað enginn fór í hann en Ari náði ekki að nýta sér þetta og skaut í Árna.
39. mín
Ari með góðan bolta inn í teig. Oliver Ekroth er enn inn í teig eftir hornspyrnu og hann stekkur upp í boltan og nær skallanum en Árni ver.
37. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
32. mín
Víkingar spila vel á milli sín og Danijel leggur boltan inn fyrir vörnina á Ara sem er kominn í mjög gott færi en hann skýtur framhjá.
31. mín
Helgi sloppinn í gegn! Vikto Örlygur kemst inn í sendingu á miðjum vellinum, boltinn skoppar af honum og fram á við. Þetta endar sem bara þessi fínasta sendinga á Helga sem er sloppinn í gegn, hann tekur skotið en Árni ver vel.
25. mín
Danijel tekur skotið fyrir utan teig, það er fast en beint á Árna Snæ.
23. mín
Dauðafæri! Guðmundur Baldvin kemur með frábæran bolta fram á við á Óla Val. Óli er svo miklu fljótari en varnarmenn Víkinga og stingur þá bara af þannig hann er kominn einn gegn markmanni. Hann tekur skotið en Pálmi ver virkilega vel frá honum!
22. mín
Aron Elís með virkilega góðan bolta fyrir markið og Danijel nær skotinu. Það er hinsvegar ekki nógu gott og fer yfir markið.
20. mín
Víkingar fara upp í hraða sókn. Ari er með boltan úti á hægri kantinum og leggur boltan á Aron sem tekur skotið en í varnarmann og Víkingar eiga horn.

Víkingar taka hornið stutt og spila aðeins á milli sín áður en fyrirgjöfin kemur en hún fer bara beint aftur fyrir.
18. mín
Þung sókn Stjörnumanna þar sem þeir ná að hleypa af tveimur skotum en í bæði skipti í varnarmann og Víkingar vinna á endanum boltan.
15. mín Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Svakaleg glímutök sem hann tekur á Danijel.
9. mín
Stjörnumenn geysast upp hinumegin og Hilmar kemur með frábæran bolta á Guðmund Baldvin sem er þá einn gegn markmanni. Hann nær ekki almennilega boltanum undan sér og þá kemst Karl Friðleifur fyrir hann akkúrat þega hann tekur skotið.
8. mín
Víkingar að spila sig virkilega vel í gegnum vörn Stjörnumanna. Vantaði bara þennan síðasta bolta til að skapa dauðafærið og svo rennur þetta í sandinn.
5. mín
Víkingar með fyrstu alvöru sókn leiksins. Ari er með boltan út á vinstri kanti og leggur boltan á fjær. Þar nær Aron skallanum en framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir 3 breytingar á liði sínu frá því að þeir fóru til Kýpur síðasta fimmtudag og töpuðu 4-0 í Sambandsdeildinni. Það eru markmanns skipti þar sem Pálmi Rafn Arinbjörnsson kemur inn í marki en Ingvar Jónsson sest á bekkinn. Viktor Örlygur Andrason og Helgi Guðjónsson koma einnig inn í liðið. Nikolaj Hansen sest á bekkinn en Tarik Ibrahimagic er ekki með þar sem hann er í leikbanni.

Jökull Elísabetarsson þjálfari Stjörnunnar Gerir eina breytingu á sínu liði sem vann ÍA 3-0 í síðustu umferð. Það er Daníel Laxdal sem kemur inn í liðið en Sigurður Gunnar Jónsson er ekki með þar sem hann er í leikbanni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Bergur Daði Ágústsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson og varadómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar.

Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Bíddu var þetta ekki öfugt síðast þegar við urðum meistarar? Áfram Stjarnan en ég spái 2-2 jafntefli Hilmar Árni og Emil Atla með mörkin og mér er drullusama hverjir skora fyrir Víkinga. Þeir vinna samt pottþétt 3-2 en ég ætla að spá 2-2, óþolandi góðir maður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjörnumenn í alvöru Evrópu baráttu Stjarnan er í 4. sæti deildarinnar þegar 3 leikir eru eftir af mótinu. Þeir eru aðeins stigi á eftir Val í 3. sæti en það er sætið sem þeir þurfa að komast í, ætli þeir sér að komast í Evrópu á næsta tímabili. Í síðasta leik tóku Stjörnumenn á móti ÍA þar sem þeir unnu 3-0. Emil Atlason og Jón Hrafn Barkarson skoruðu mörk Stjörnumanna en Johannes Vall skoraði einnig sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Víkingar töpuðu í Evrópu Heimamenn hafa ekki fengið langan hvíldartíma milli leikja þar sem þeir voru í Kýpur síðasta fimmtudag. Þar mættu þeir Omonia í Sambandsdeildinni og töpuðu fyrir þeim 4-0. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildarkeppninni og það verður áhugavert að sjá hvernig þetta aukna leikjaálag hefur áhrif á frammistöðu liðsins í dag.
Fyrir leik
Besta deildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingur frá leik Víkings og Stjörnunar í efri hluta Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson ('90)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('64)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('64)
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('90)
14. Jón Hrafn Barkarson ('64)
19. Daníel Finns Matthíasson
37. Haukur Örn Brink
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('64)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('15)
Kjartan Már Kjartansson ('37)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('44)

Rauð spjöld: