Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
Í BEINNI
Fótbolti.net bikarinn
Víkingur Ó.
LL 2
0
Tindastóll
Víkingur Ó.
2
0
Tindastóll
Luis Alberto Diez Ocerin '48 1-0
Ivan Lopez Cristobal '69 2-0
26.09.2025  -  19:15
Laugardalsvöllur
Fótbolti.net bikarinn
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Gabriel Þór Þórðarson ('95)
5. Ivan Lopez Cristobal
7. Luke Williams
8. Kristófer Áki Hlinason
9. Hektor Bergmann Garðarsson ('66)
10. Ingvar Freyr Þorsteinsson (f) ('95)
21. Luis Alberto Diez Ocerin
22. Ingólfur Sigurðsson ('66)
23. Björn Henry Kristjánsson
77. Kwame Quee ('46)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Kristall Blær Barkarson (m)
14. Brynjar Óttar Jóhannsson
15. Reynir Már Jónsson ('95)
17. Björn Darri Ásmundsson ('66)
20. Haukur Smári Ragnarsson ('95)
25. Ellert Gauti Heiðarsson ('66)
26. Asmer Begic ('46)
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Leó Örn Þrastarson
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Gauti Kristjánsson
Ólafur Helgi Ólafsson
Katrín Sara Reyes
Örvar Ólafsson

Gul spjöld:
Gabriel Þór Þórðarson ('63)
Asmer Begic ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
TIL HAMINGJU VÍKINGUR ÓLAFSVÍK! Ólsarar sigra þennan úrslitaleik og taka þann stóra í kveðju leik Brynjars!

Til hamingju allir Ólsarar nær og fjær!
95. mín
Inn:Haukur Smári Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Ingvar Freyr Þorsteinsson (Víkingur Ó.)
95. mín
Inn:Reynir Már Jónsson (Víkingur Ó.) Út:Gabriel Þór Þórðarson (Víkingur Ó.)
94. mín
Inn:Sigurður Snær Ingason (Tindastóll) Út:Svetislav Milosevic (Tindastóll)
94. mín
Inn:Daníel Smári Sveinsson (Tindastóll) Út:Sverrir Hrafn Friðriksson (Tindastóll)
94. mín
Inn:Ivan Tsvetomirov Tsonev (Tindastóll) Út:Kolbeinn Tumi Sveinsson (Tindastóll)
92. mín
Viktor Smári kemur með bolta inn á teiginn sem Svetislav rennir sér í en hann hittir ekki boltann almennilega og hann fer framhjá.
91. mín
Áhorfendamet! 1160 áhorfendur mættir að sjá þennan stórleik sem er áhorfendamet í Fótbolta.net bikarnum.

Geggjuð stemning í þessu í dag!
90. mín
+4 mínútur í uppbótartíma
87. mín
Aftur vilja Stólarnir víti! Sá ekki almennilega hvað gerðist en menn eru að biðja um peysutog. Stólarnir ekki sáttir!
86. mín
Manuel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Jón Kristinn gerir fáranlega vel í að kýla frá í miklum pakka á markteignum.
85. mín
Stólarnir fá horn!
83. mín Gult spjald: Asmer Begic (Víkingur Ó.)
Brot á miðjum velli. Líklega rétt hjá Gunnari.
80. mín
Fær Brynar sigur og bikar í kveðjuleiknum?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

79. mín
Stólarnir eru að banka og banka, í leita að marki til þess að búa til leik úr þessu.
78. mín
Inn:Jóhann Daði Gíslason (Tindastóll) Út:Arnar Ólafsson (Tindastóll)
76. mín
Áttu Stólarnir að fá víti áðan?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

73. mín
Hvar er Auddi Blö? "Hvar er Auddi Blö?" syngja Ólsarar núna.

Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

69. mín MARK!
Ivan Lopez Cristobal (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Luis Alberto Diez Ocerin
Þessar aukaspyrnur hjá Luis! Luis Alberto tekur aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað og hann skoraði úr áðan inn á teiginn. Boltinn fer beint á pönnuna á Ivan Lopez sem stýrir boltanum í netið.

Þessar aukaspyrnur frá miðjum vellinum rúmlega eru eins og víti fyrir Luis Alberto!
67. mín
Inn:Viktor Smári Sveinsson (Tindastóll) Út:Davíð Leó Lund (Tindastóll)
66. mín
Inn:Ellert Gauti Heiðarsson (Víkingur Ó.) Út:Hektor Bergmann Garðarsson (Víkingur Ó.)
66. mín
Inn:Björn Darri Ásmundsson (Víkingur Ó.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
65. mín
Stólar vilja víti! David Bercedo fer niður í teignum og Stólarnir vilja vítaspyrnu en fá hana ekki.

Þeir eru vægast sagt alls ekki sáttir og hópast í kringum aðstoðardómarann og dómarann.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
63. mín Gult spjald: Gabriel Þór Þórðarson (Víkingur Ó.)
61. mín
Færi á báðum endum vallarins! Spyrnan kemur inn á teiginn og það myndast smá klafs inni á teignum áður en Ivan Lopez sleppur í gegn en Nikola ver frá honum.

Eftir það keyra Stólarnir upp 2 á 1 sem endar með skoti David Bercedo á Jón Kristinn sem Jón ver.
59. mín
Ólsarar fá hornspyrnu
55. mín Gult spjald: Manuel Ferriol Martínez (Tindastóll)
Maraþon tæklingar! Þetta var svakalegt. Liðin skiptast á að henda sér í tæklingar í 10 sekúndur. Manuel átti tæklingu númer 5 og þá fær Gunnar nóg og flautar, gult spjald líka.

Svona á þetta vera!
52. mín
Stólarnir halda áfram að banka Kolbeinn Tumi fær boltann inn á teignum og reynir skotið sem fer rétt yfir.

Stólarnir að vakna.
51. mín
Hneigðu þig drengur!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
48. mín MARK!
Luis Alberto Diez Ocerin (Víkingur Ó.)
MARK ÁRSINS?!?! Hvaða þvælumark var þetta?

Ólsarar með aukaspyrnu mjög aftarlega á sínum vallarhelmingi sem Luis Alberto tekur. Hann ætlar að koma boltanum inn á teiginn en endar á því að klína honum í skeytin fjær og í netið.

Þetta var rosalegt. Maður setur spurningamerki á Nikola í markinu en þvílik afgreiðsla samt!

Ólsarar leiða!
46. mín
Seinni hafinn! Stólarnir sparka þessu í gang á ný.
46. mín
Inn:Asmer Begic (Víkingur Ó.) Út:Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Brynjar breytir í hálfeik
45. mín
Haukur Gunnarsson er vopnaður myndavél í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín
Hálfleikur
Allt hnífjafnt í hálfleik Nokkuð góðum fyrri hálfleik að baki hér á Laugardalsvelli. Ólsarar betri en Stólarnir hafa fengið færi.

Tökum okkur korterspásu áður en við mætum aftur með síðari hálfleikinn.
45. mín
+1 - Ingó Sig í færi Hornspyrna sem kemur inn á teiginn hjá Ólsurum og það myndast mikið klafs inni á teignum. Það endar með skoti Ingólfs Sigurðssonar sem Nikola gerir vel í að verja.
45. mín
+1 mínúta í uppbótartíma
45. mín
Svetislav með skot við vítateigslínuna eftir góða takta sem fer beint á Jón.
43. mín
Ingvar Freyr gerir glæsilega og keyrir upp hægri kantinn. Hann rúllar boltanum fyrir vítateiginn á Kwame Quee sem tekur skotið rétt yfir markið. Menn eru að fara illa með góðar stöður hérna trekk í trekk.
40. mín
DAUÐAFÆRI! Hektor Bergmann er skyndilega sloppinn einn í gegn. Hafsentar Tindastóls stigu upp en ekki bakverðirnir og hann var því ekki fyrir innan.

Hann er kominn einn á móti Nikola sem bara étur hann. Beint á Nikola sem gerði gífurlega vel þarna og koma á móti þessu og taka þetta.
37. mín
Kristófer Áki aftur með hættulegan bolta fyrir markið sem var á leiðinni til Hektors Bergmanns. Hann nær ekki til boltans, varnarmaður Stóla var á undan og hreinsar frá.
35. mín
Ólsarar í færi! Ingvar Freyr gerir vel og keyrir inn á teiginn. Hann rúllar boltanum fyrir markið á Kwame Quee sem lætur boltann fara í gegnum klofið á sér og á Luke Williams. Hann er aleinn, tekur á móti boltanum og tekur skotið sem er laflaust og Nikola í engum vandræðum.
33. mín
Nokkrar glóðvolgar myndir frá Hauki Gunnars
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Kwame Quee í færi Kwame Quee fær góða sendingu í gegnum varnarlínu Stóla og reynir skotið á markið en Nikola ver það. Skotið fór beint á hann og tiltölulega auðvelt að verja þrátt fyrir að hann hafi varið þetta með herkjum.

En Kwamee Quee átti að gera betur þarna að mínu mati.
29. mín
Mér finnst Ólsarar heilt yfir líklegri og betri aðilinn en þetta er samt sem áður afar lokaður leikur. Finn það samt á mér að það styttist í eitthvað mark.
23. mín
FÆRI! Stólarnir vinna boltann ofarlega á vellinum. Benjamín fær boltann inn á teignum og rúllar boltanum til hliðar á Arnar Ólafsson sem tekur skotið í fyrsta en Jón Kristinn ver skotið vel aftur fyrir í annað horn.

Arnar búin að fá einu færi Stóla í leiknum. Þetta var klárlega mun betra færi en það fyrra. Þarna áttu Stólarnir klárlega að gera betur.
21. mín
Stólarnir hreinsa aftur frá og sækja hratt, svo fá þeir innkast á vallarhelmingi Ólafsvíkur og geta mögulega reynt að koma boltanum inn á teginn núna.
20. mín
Luis Alberto tekur spyrnuna inn á teiginn og Kwame Quee reynir skemmtilega hælspyrnu sem fer í varnarmann og aftur fyrir í annað horn.
20. mín
Hætta á ferð! Kristófer Áki kemur með stórhættulegan bolta fyrir markið. Það þurfti bara eina snertingu og hann hefði farið inn en Stólarnir ná að hreinsa frá í horn.
14. mín
Leikurinn hefur aðeins róast. Stólarnir eru að vinna sig inn í leikinn eftir góðan kafla Ólsara.
8. mín
Luis Alberto krullar boltann inn á teiginn en Stólarnir gera vel að hreinsa frá. Sóknarpressa Ólsara heldur samt sem áður áfram.
8. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins Ólsarar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Færi! Ólsarar spila sig vel upp völlinn sem endar í skoti frá Birni Henrý sýnist mér rétt framhjá.

Þetta var gott færi!
5. mín
Það er gír á pöllunum!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

3. mín
Fyrsta færið komið Benjamín kemur með boltann inn á teiginn á Arnar Ólafs sem tekur skotið yfir markið.

Smá stress í mönnum greinilega, eftir á er auðvelt að segja að það hefði mátt gera betur þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Ólsarar, nánar tiltekið Hektor Bergmann, sem sparka þriðja úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins í gang.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Heiðursgestir Kristján Björn og Vanda Sigurgeirsdóttir eru heiðursgestir þessa leiks. Þau ganga hér inn á ásamt formönnum félaganna og formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni.
Fyrir leik
Gunnar gegn Gunnari
Gunni Birgis og Gunnar á Völlum takast á í rökræðum þar sem þeir verða að vera sammála eða ósammála nokkrum staðhæfingum.
Fyrir leik
Sjóðandi heitur upphitunarpakki! Elvar Geir er orðinn jafn spenntur og öll þjóðin fyrir þessum íþróttaviðburði að hann henti í einn góðan upphitunarpakka.

Fyrir leik
Þriðja liðið - Tveir Gunnarar Stórmeistarinn Gunnar Freyr Róbertsson fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan úrslitaleik. Honum til halds og trausts verða þeir Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Fjórði dómari þessa leiks er Goddurinn sjálfur, Gunnar Oddur Hafliðason. Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Undanúrslitaleikur sem hafði allt Ólsararnir fjölmenntu á Seltjarnarnesið í seinustu viku og sáu þar hreint út sagt magnaðan leik. Eftir að Grótta tók forystuna snéri Víkingur þessu við og voru komnir í 3-1. Á seinustu mínútu venjulegs leiktíma jafnaði Grótta sem voru mun líflegri í framlengingunni en Ólsararnir unnu vítaspyrnukeppnina og sóttu sér farmiðann á Laugardalsvöllinn.Erfið leið Ólsara í úrslitin

Víkingur Ólafsvík hafa farið erfiða leið í úrslitin. Þeir fóru austur í 8-liða úrslitunum og slógu þar út KFA í vítaspyrnukeppni eftir 2-2 jafntefli í framlengingu. Í umferðinni á undan unnu þeir Reyni Sandgerði en þetta byrjaði allt saman á 6-1 sigri gegn Elliða.
Fyrir leik
Læti á Króknum í síðustu viku Stólarnir eru komnir á Laugardalsvöll eftir gífurlega mikinn hasar í undanúrslitaleiknum gegn grönnum þeirra í Kormáki/Hvöt. Leikurinn fór 3-1 en gestirnir frá Blönduósi voru alls ekki sáttir undir leiks lok með dómara leiksins. Þökk sé góðri gæslu Tindastóls á leiknum náðu þeir að hópast í kringum dómarann og verja hann frá brjáluðum Húnvetningum.Hafa slegið út tvö 2. deildarlið

Í 8-liða úrslitunum slógu Stólarnir KFG út örugglega með 4-1 sigri og þar á undan í 16-liða úrslitunum unnu þeir Þróttara úr Vogum. En þetta byrjaði all saman með 2-0 sigri gegn Árborg í 32-liða úrslitum.
Fyrir leik
Sú yngsta og sprækasta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Víkings Ólafsvíkur og Tindastóls í úrslitaleik í þeirri yngstu og sprækustu, Fótbolti.net bikarnum.

Hér mætast tvö landsbyggðalið sem komust í úrslitaleikinn eftir afar tíðindamikla undanúrslitaleiki.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
25. Nikola Stoisavljevic (m)
4. Sverrir Hrafn Friðriksson (f) ('94)
5. Svend Emil Busk Friðriksson
7. David Bercedo
8. Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
9. Svetislav Milosevic ('94)
10. Manuel Ferriol Martínez
11. Kolbeinn Tumi Sveinsson ('94)
14. Jónas Aron Ólafsson
15. Davíð Leó Lund ('67)
21. Arnar Ólafsson ('78)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Atli Dagur Stefánsson (m)
17. Viktor Smári Sveinsson ('67)
19. Bragi Skúlason
20. Ivan Tsvetomirov Tsonev ('94)
23. Jóhann Daði Gíslason ('78)
26. Daníel Smári Sveinsson ('94)
77. Sigurður Snær Ingason ('94)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Hólmar Daði Skúlason
Ísak Sigurjónsson
Helena Magnúsdóttir
Eysteinn Ívar Guðbrandsson
Halldór Jón Sigurðsson
Jón Hörður Elíasson

Gul spjöld:
Manuel Ferriol Martínez ('55)

Rauð spjöld: