Laugardalsvöllur
laugardagur 30. ágúst 2014  kl. 16:00
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Selfoss 0 - 4 Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('44)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('81)
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('82)
0-4 Kristrún Kristjánsdóttir ('87)
Byrjunarlið:
24. Alexa Gaul (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
9. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Arna Ómarsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('57)
22. Erna Guðjónsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('89)
29. Katrín Rúnarsdóttir ('68)
30. Blake Ashley Stockton

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('57)
8. Íris Sverrisdóttir ('89)
11. Karen Inga Bergsdóttir
11. Bergrún Linda Björgvinsdóttir ('68)
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir

Liðstjórn:
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Heil og sæl öllsömul og velkomin í beina textalýsingu frá bikarúrslitaleik kvenna 2014!

Í dag mætast á Laugardalsvelli lið Selfoss og Stjörnunnar.

Selfoss er að leika til úrslita í fyrsta sinn en Stjarnan er að spila sinn fjórða úrslitaleik. Liðið hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var sumarið 2012.

Stjarnan verður að teljast sigurstranglegra liðið í dag en ef það er eitthvað lið sem getur farið langt á baráttu og stemmningu þá er það lið Selfoss sem hefur átt ágætis sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfyssingar mæta til leiks án lykilmannanna Dagnýjar Brynjarsdóttur og Celeste Boureille en þær eru báðar komnar til Bandaríkjanna þar sem þær stunda nám.

Hjá Stjörnunni er Rúna Sif Stefánsdóttir enn frá vegna meiðsla en Glódís Perla virðist klár í slaginn eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist í þetta og það verður stemmning á vellinum í dag. Bæði lið mæta með rútufarma af stuðningsmönnum en það eru Selfyssingar sem eiga stúkuna eins og er.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er Ívar Orri Kristjánsson sem dæmir stórleikinn í dag. Honum til aðstoðar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir. Varadómari er Bryngeir Valdimarsson og eftirlitsmaður er Þórður Georg Lárusson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjóðsöngurinn hljómar. Liðin eru klár. 3 mínútur í kick off.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er byrjaður. Stjarnan byrjar með boltann og sækir í átt að Þróttarheimilinu.
Eyða Breyta
3. mín
Stjörnustúlkur fá tvær hornspyrnur hér á upphafsmínútunum. Þær ná þó ekki að gera sér mat úr þeim.
Eyða Breyta
14. mín
Það er ekkert að frétta af færum hérna. Stjarnan er meira með boltann en Selfyssingar ætla að selja sig dýrt og hafa náð nokkrum fínum spilköflum.
Eyða Breyta
18. mín
Stjarnan að fá þriðju hornspyrnuna. Ekkert kemur út úr henni en það ber að hrósa Blake Ashley Stockton fyrir frábæra vörn í aðdragandanum. Átti fullkomlega tímasetta tæklingu og komst þannig í veg fyrir að Harpa kæmist í gegn.
Eyða Breyta
23. mín
Selfyssingar eiga stúkuna. Trúi nú ekki að Silfurskeiðin sé ryðguð eftir Inter-ævintýrið og óska eftir að hún veiti Selfyssingum betri samkeppni í stúkunni.
Eyða Breyta
26. mín
Frábær tilraun hjá Ernu Guðjóns! Hún lætur vaða lengst utan af velli og Sandra má hafa sig alla við til að koma í veg fyrir að boltinn endi í samskeytunum.
Eyða Breyta
29. mín
Stjarnan með sína fjórðu hornspyrnu en spyrnurnar eru búnar að vera mjög slakar og þessi fer aftur fyrir.
Eyða Breyta
31. mín
Stjörnufólk er að taka við sér í stúkunni. Unga kynslóðin lætur nú vel í sér heyra.
Eyða Breyta
38. mín


Eyða Breyta
44. mín MARK! Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Kristrún Kristjánsdóttir
Stjarnan er að komast yfir og hver önnur en Harpa Þorsteinsdóttir skorar? Harpa skorar með skalla eftir fyrirgjöf Kristrúnar frá vinstri. Alexa Gaul rennur í markinu en hún hefði örugglega hirt þennan bolta ef hún hefði náð að fóta sig betur.
Eyða Breyta
45. mín
Það er kominn hálfleikur og Stjarnan leiðir 1-0. Rosalega svekkjandi fyrir Selfossliðið sem hefur haft góðar gætur á Hörpu fram að þessu. Harpa er hinsvegar frábær senter og refsar fyrir öll mistök.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
46. mín
Jæja. Síðari hálfleikur er hafinn. Hvorugur þjálfarinn gerir breytingu á sínu liði. Vonumst eftir fjörugum og spennandi síðari hálfleik!
Eyða Breyta
47. mín
Stjarnarn byrjar af krafti. Sigrún Ella með flottan sprett upp hægra megin en nær ekki að koma boltanum á Hörpu sem er klár í teignum.
Eyða Breyta
51. mín
Leikurinn er opnari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Aftur á Sigrún Ella fínan sprett upp hægra megin og aftur nær Blake að komast inn í sendinguna áður en Harpa nær til boltans. Blake búin að vera frábær í þessum leik.
Eyða Breyta
57. mín Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Eva Lind hefur ekki náð sér á strik og Anna María kemur inn á hægri kantinn. Leikur þar fyrir framan systur sína Katrínu Ýr í bakverðinum.
Eyða Breyta
63. mín
Ásgerður Stefanía með skot rétt yfir Selfossmarkið.
Eyða Breyta
65. mín


Eyða Breyta
68. mín Bergrún Linda Björgvinsdóttir (Selfoss) Katrín Rúnarsdóttir (Selfoss)
Aftur skipta Selfyssingar. Bergrún Linda kemur inn fyrir Katrínu. Við þetta færist Blake upp á topp með Guðmundu en Bergrún fer í miðvörð.
Eyða Breyta
76. mín Elva Friðjónsdóttir (Stjarnan) Marta Carissimi (Stjarnan)
Fyrsta breytingin hjá Stjörnunni. Elva inn. Carissimi út.
Eyða Breyta
77. mín
Vallarþulurinn tilkynnir að áhorfendamet í bikarúrslitaleik kvenna hafi verið sett hér í dag. Á vellinum eru 2011 áhorfendur.
Eyða Breyta
81. mín MARK! Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Kristrún Kristjánsdóttir
HAAAAARPA! Þessi kona er ótrúleg! Aftur skorar hún með skalla og aftur er það Kristrún sem á stoðsendinguna. Í þetta sinn tekur Kristrún aukaspyrnu utan af vinstri kanti og finnur kollinn á Hörpu sem klárar af sinni einskæru snilld.
Eyða Breyta
82. mín MARK! Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Anna María Baldursdóttir
Ertu að grínast? Harpa er að klára þetta. Hún er komin með þrennu. Fékk sendingu frá Önnu Maríu, sneri af sér varnarmann og kláraði örugglega. Þvílíkur leikmaður! Sú allra besta á landinu í dag.
Eyða Breyta
85. mín Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
87. mín MARK! Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Írunn Þorbjörg Aradóttir
4-0! Kristrún er búin að leggja upp tvö mörk og kórónar nú frábæran leik með því að skora fjórða mark Stjörnunnar. Hún neglir boltanum í netið eftir laglegan sprett og fyrirgjöf Írunnar frá hægri.
Eyða Breyta
88. mín Heiðrún Ósk Reynisdóttir (Stjarnan) Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar.
Eyða Breyta
89. mín Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Gunni Borgþórs með sína síðustu skiptingu. Íris Sverris fer inná miðjuna fyrir Kristrúnu.
Eyða Breyta
90. mín Leik lokið!
Stjarnan er Bikarmeistari 2014!

Þetta var hörkuleikur lengst framan af en endaði í þægilegum 4-0 sigri Stjörnunnar.

Sárt fyrir Selfoss að tapa svona stórt eftir flotta frammistöðu lengst af en þetta var líklega aldrei spurning fyrir Stjörnuna sem lék skynsamlega og gerði það sem þurfti til að landa sigrinum. Til hamingju Stjarnan!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Harpa Þorsteinsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('88)
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('85)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
20. Marta Carissimi ('76)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir ('76)
18. Heiðrún Ósk Reynisdóttir ('88)
24. Bryndís Björnsdóttir ('85)
27. Danka Podovac

Liðstjórn:
Helga Franklínsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: