Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
FH
1
1
KR
Atli Guðnason '65 1-0
1-1 Gary Martin '83
18.09.2014  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Logn, smávægileg rigning og blautur völlur
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1.934
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('88)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('82)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('88)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
3. Guðjón Árni Antoníusson
6. Sam Hewson ('88)
17. Atli Viðar Björnsson ('88)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('87)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Hafnarfjörður! Hér verður bein textalýsing frá stórleik í Kaplakrika þar sem tvö af stærstu félögum landsins eigast við. Um er að ræða frestaðan leik úr fjórtándu umferð en öll efstu liðin eiga fjóra leiki eftir.
Fyrir leik
KR-ingar eiga enn tölfræðilega möguleika á að verja Íslandsmeistaratitil sinn en það er frekar langsótt. FH og Stjarnan eru í einvígi um titilinn þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. FH er með tveggja stiga forystu en Stjarnan leikur gegn Víkingi á sama tíma og þessi leikur fer fram.
Fyrir leik
Fyrir leik verður létt athöfn þar sem FH-ingar ætla að heiðra leikmennina sem unnu titilinn árið 2004 svo eftirminnilega á Akureyri og tryggðu félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í efstu deild karla.
Fyrir leik
Heimaleikur KR fór fram á gervigrasinu í Laugardal vegna lélegra vallaraðstæðna 12. maí. Aðeins eitt mark var skorað en það gerði Kristján Gauti Emilsson og tryggði FH stigin þrjú. KR vann 1-0 sigur þegar liðin léku í 32-liða úrslitum bikarsins en þá skoraði Baldur Sigurðsson en KR fór svo alla leið og tók bikarinn.
Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Akureyri en það er enginn annar en Þórsarinn Þóroddur Hjaltalín. Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson eru með flöggin og Örvar Sær Gíslason skiltadómari.
Fyrir leik
Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fóbolta.net:
,,Sigur KR í þessum leik gefur þeim kannski einhverja smá von og það hlýtur að vera þeirra hvatning fyrir leikinn. Það eina sem má ekki gerast er að leikurinn fari jafntefli, finnst fátt leiðinlegra en þegar stórleikir fara jafntefli. Treysti mér samt ekki til að spá um hvort liði sigri leikinn."
Fyrir leik
Vonandi verður fín mæting á völlinn þó leiktíminn sé ekki sá hentugasti. Það er blankalogn og smávægileg rigning svo þakið á stúkunni kemur sér vel. Blautur völlur býður vonandi bara upp á betri skemmtun. Veðmálasérfræðingurinn Hafliði Breiðfjörð segir að FH muni ekki skora í fyrri hálfleik samkvæmt tölfræðinni.

Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH:
,,Ég man ekki eftir leik gegn KR síðastliðinn ár þar sem annað liðið hefur valtað yfir hitt. Ég held að þetta verði mjög jafn leikur og muni ráðast á einhverjum smáatriðum. Það hefur sýnt sig í ár að Stjarnan er ekki að tapa mikið af stigum. Við þurfum að gjöra svo vel og að hala inn stigum sjálfir og það gerast ekki mikið meira krefjandi verkefni en gegn KR."

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Ein breyting á byrjunarliði KR frá 4-0 útisigri gegn Fylki. Jónas Guðni Sævarsson kemur inn fyrir Gonzalo Balbi. Hjá FH er óbreytt lið frá 2-0 útisigrinum gegn Þór.
Fyrir leik
Svona má búast við uppstillingum þessara liða sem mætast í dag:

FH:
Róbert
Jón Ragnar - Pétur - Kassim - Hendrickx
Hólmar - Atli Guðna - Davíð
Ingimundur - Lennon - Óli Palli

KR:
Stefán Logi
Haukur - Aron - Gunnar - Mummi
Jónas - Baldur - Atli
Emil - Gary Martin - Óskar
Fyrir leik
Anton Ingi Leifsson fjölmiðlafulltrúi er í besta skapi að vanda og býður upp á plómur og vínber. Hann stökk hinsvegar frá þegar Þjóðhátíðarlag Jóns Jónssonar byrjaði að hljóma í kerfinu og skipti samstundis um lag. Eitthvað kominn með leið á því lagi hann Anton.

Fyrir leik
Jæja nokkrar mínútur í þetta og það hefur rignt ansi duglega á völlinn. Það eykur líkurnar á fljúgandi tæklingum. Vegna leiktímans má reikna með því að það fjölgi jafnt og þétt í stúkunni meðan á leik stendur og örugglega slatti sem mætir í hálfleik.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson er mættur í stúkuna og situr að sjálfsögðu FH-megin. Hann brosir út að eyrum og er greinilega spenntur fyrir leiknum. Í fréttamannastúkunni eru menn frekar að hallast að sigri KR. Ingvi á Vísi spáir 2-0 fyrir KR en ég sjálfur hef ákveðið að spá FH 1-0 sigri.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn. KR-ingar eru í varabúningum sínum og eru eins og "Tekíla sunrise" drykkurinn frægi. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og mun Arnar Björnsson sjá um að lýsa.
1. mín
LEIKURINN ER HAFINN - Heimamenn byrjuðu með knöttinn en þeir sækja í átt að Keflavík.
3. mín
Jónas Guðni Sævarsson með fyrsta skotið á markið, fyrir utan teig og beint á Róbert Örn markvörð FH.
6. mín
Hólmar Örn með hættulegar langar sendingar hér í upphafi leiks. Eftir fyrirgjöf Ingimundar barst boltinn á Atla Guðnason sem var rétt fyrir utan teig og lét vaða en hitti knöttinn illa. Langt framhjá.
7. mín
Stórhættuleg sókn FH! Ingimundur kom boltanum á Steven Lennon sem hljóp í átt að marki og átti skot naumlega framhjá.
9. mín
FH byrjar betur! Steven Lennon með hættulega fyrirgjöf sem Ingimundur skallaði að marki en Stefán Logi, sem var í úrvalsliði síðustu umferðar, greip knöttinn af öryggi.
12. mín
Þess má geta að Stjarnan hefur komist yfir gegn Víkingi. Alexander Freyr er okkar maður þar og má nálgast textalýsinguna með því að smella hérna.
14. mín
HVAÐ VAR ÞARNA Í GANGI?? Atli Guðnason á skalla að marki sem Stefán Logi Magnússon ver. Svo virðist sem Þóroddur dómari dæmi boltann inni og bendir í átt að miðju! KR-ingar alls ekki sáttir og mótmæla og Þóroddur tekur þessa ákvörðun til baka! Stórfurðulegt atvik! Á endanum fékk KR bara aukaspyrnu. Jæja, áfram gakk!

21. mín
Skallafæri á sitthvorum endanum. Fyrst Davíð Þór með skalla sem Stefán Logi ver af öryggi og svo Emil Atlason með skalla naumlega yfir.
22. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Jónas þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og Egill Jónsson mætir til leiks.
23. mín
Varðandi stemninguna í stúkunni þá er hún öll FH-megin. Aðeins Bóasinn sem lætur í sér heyra af stuðningsmönnum KR en hann er reyndar á við heila sveit.
24. mín
Óskar Örn Hauksson með stórskemmtileg tilþrif og sendingu á Emil Atlason sem var við vítateigsendann hægra megin, tók skotið en framhjá fór knötturinn.

26. mín
Varðandi atvikið furðulega áðan: Minn maður sem fylgist með leiknum gegnum sjónvarpsútsendinguna segir aðstoðardómarann hafa dæmt mark fyrir FH en Þóroddur dæmdi svo réttlátt brot (eftir að hafa dæmt mark!). Boltinn var aldrei inni svo aðstoðardómarinn Bryngeir Valdimarsson var í ruglinu þarna!!
30. mín
KR-ingar að komast í stöðuna 3 gegn 2 en Óskar Örn Hauksson gerir þetta illa og möguleikinn rennur út í sandinn.
Enn verið að ræða atvikið furðulega á 14. mínútu:

34. mín
Hættuleg sókn KR. Gary Martin lagði boltann út á Egil Jónsson sem reyndi að negla á rammann en varnarmaður komst fyrir. Hornspyrna.
37. mín
Menn óhræddir við að taka skotið en lítið sem ekkert um opin færi. Ingimndur Níels nú með skot sem siglir vel framhjá.
39. mín
Svanurinn! Egill Jónsson með klaufalegt brot á miðjum vellinum og fær tiltal frá Þóroddi dómara og svo "svanamerkið" góða sem þýðir á góðri íslensku: "Ekki meira svona kallinn minn".
43. mín
Þarna skall hurð nærri hælunum frægu! Góð sókn FH-inga og talsverður darraðadans í teignum, FH-ingar heimta hendi en ekkert dæmt.
44. mín Gult spjald: Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Fyrir tæklingu við hliðarlínuna.
45. mín
Hálfleikur - FH-ingar hafa verið líklegri en fátt um opin færi. Aðstoðardómarinn dæmdi FH mark í fyrri hálfleiknum en Þóroddur dómari gerði rétt að lokum með því að dæma aukaspyrnu eftir talsverð fundarhöld. Aðstoðardómarinn fær stóran mínus þarna.
45. mín
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, lætur dómarana heyra það í hálfleiknum og fær á endanum brottvísun held ég en gæti verið að Þóroddur hafi rekið hann inn í klefa! Það er líf og fjör! Sjáum ekki fyrr en í seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
47. mín
Rúnar er mættur við hliðarlínuna svo hann hefur ekki fengið brottvísun. Þóroddur rak hann bara inn í klefa.
50. mín
Ingimundur Níels með hörkuskot naumlega framhjá!
52. mín
FH-ingar hafa ógnað meira en áfram er fátt um alvöru færi. Atli Guðnason með skot beint á markið sem Stefán Logi varði örugglega.
55. mín
HÖRKUFÆRI!!! Atli Sigurjónsson með aukaspyrnu, sendingu inn í teiginn og Aron Bjarki Jósepsson skallaði naumlega framhjá! Þarna munaði litlu.
60. mín
KR-INGAR STÓRHÆTTULEGIR! Atli Sigurjónsson með skot rétt fyrir utan teig, var aleinn og náði skoti á rammann en vel varið hjá Róberti Erni.

63. mín
Jæja, nú er mér farið að leiðast þófið! Það má fara að koma mark í þennan leik til að lyfta þessu eitthvað upp!
64. mín
Hættuleg sókn FH. Atli Guðnason með góða sendingu á Ingimund sem var að koma sér í dauðafæri en á síðustu stundu mætir Egill Jónsson og bjargar í horn!
65. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAAAARK!!!! Eftir mikla baráttu í teignum í kjölfarið á hornspyrnu nær Atli Guðnason að koma knettinum í netið af mjög stuttu færi! Stefán Logi Magnússon varði skot Steven Lennon og boltinn datt fyrir Atla sem var réttur maður á réttum stað!


72. mín
Spurning hvort KR hafi vilja og neista til að koma til baka í þessum leik. FH-ingar átt 12 marktilraunir gegn 7 og staðan í leiknum sanngjörn.
75. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)

80. mín
Þrátt fyrir að vera með forystuna skynjar maður mikið stress hjá áhorfendum FH í stúkunni. Mikið í húfi.
80. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (KR)
81. mín
Davíð Þór skallar á markið úr þröngu færi en beint á Stefán Loga.
82. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
83. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Stefán Logi Magnússon
MAAAAARK!!! Þetta mark kemur upp úr engu!!! Frábærlega gert hjá Gary Martin. Skyndilega er hann kominn í stórhættulegt færi, lætur vaða og boltinn syngur í netinu! Hann fær alveg 9,5 í einkunn fyrir það hvernig hann kláraði þetta! Klaufalegur varnarleikur hjá FH-ingum sem misstu boltann yfir sig eftir markspyrnu frá Stefáni Loga.
86. mín
Eru FH-ingar að fara að missa af stigum hérna í dag? Mikil spenna!
87. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
88. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
88. mín
Inn:Sam Hewson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
90. mín
Mikil spenna á lokamínútunum og við munum fylgjast með hverju skrefi leikmanna. Fáum við sigurmark í þennan leik??
91. mín
Uppbótartíminn: 4 mínútur.
92. mín
Darraðadans í vítateig FH-inga sem ná að hreinsa í burtu!! Rosaleg spenna í gangi. Haukur Heiðar var þarna hættulegur.
93. mín
Mínúta eftir af uppbótartímanum.
Leik lokið!
Úrslitin þýða að toppliðin FH og Stjarnan eru jöfn að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir! Mikil spenna framundan!
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary Martin
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('22)
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('75)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('75)
5. Egill Jónsson ('22)
11. Almarr Ormarsson
24. Abdel-Farid Zato-Arouna
26. Björn Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('80)
Haukur Heiðar Hauksson ('44)

Rauð spjöld: