Manchester City horfir til Elliot Anderson, Bayern Munchen heldur áfram að reyna við Marc Guehi og Roma nær samkomulagi um Donyell Malen. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins. Það er BBC sem tekur saman það helsta í slúðurheimum og samantektin er í boði Powerade.
Manchester City hefur látið vita af sér varðandi möguleikann á því að fá Elliot Anderson (23) miðjumann enska landsliðsins og Nottingham Forest. (Teamtalk)
Bayern Munchen gefst ekki upp í baráttunni um Marc Guehi (25) en Manchester City og Lierpool vilja einnig fá hann. (Sky í Þýskalandi)
Roma hefur náð samkomulagi við Aston Villa um að fá sóknarmanninn Donyell Malen (26) á láni með kaupmöguleika. Verðmiðinn á honum eru tæpar 25 milljónir punda. Juventus hefur líka áhuga. (Sky Sports)
Atletico Madrid er að velta fyrir sér 30 milljóna punda tilboði frá Man Utd í hinn fjölhæfa Marcos Llorente (30). (Fichajes)
Bernardo Silva (31) hjá Manchester City hefur verið orðaður við Como og Juventus fylgist með stöðu mála hjá honum. (Sky Calcio)
Man Utd, Tottenham og Newcastle fylgjast öll með Tarik Muharemovic (22) miðverði Sassuolo. (CaughtOffside)
Tammy Abraham (28) er á láni hjá Besiktas en gæti snúið aftur til Englands því Aston Villa gæti þurft mann þar sem Malen er á förum. (Talksport)
Bournemouth vill fá Alex Toth (20) miðjumann Ferencvaros. Lazio hefur líka áhuga. (Teamtalk)
Arda Guler (20) ætlar ekki að fara frá Real Madrid en Arsenal hefur áhuga. (Teamtalk)
Mónakó vill fá Wout Faes (27) miðvörð Leicester. (FootMercato)
Juventus horfir til Manchester United því Noussair Mazraoui er á óskalistanum. Oscar Mingueza hjá Celta Vigo er líka á óskalista Juventus en Aston Villa fylgist einnig með honum. (Sky á Ítalíu)
Búist er við því að miðjumaðurinn Conor Gallagher mæti til Englands í dag og gangist undir læknisskoðun. Tottenham er að fá hann frá Atletico Madrid. (Sky Sports)
Fiorentina vill fá Jack Harrison (29), vængmann Leeds, í sínar raðir. Búist er við því að það verði lánssamningur með kaupmöguleika. (Di Marzio)
West Ham hefur kannað möguleikann á því að fá Alpha Toure frá Metz eftir að Lucas Paqueta sagðist vilja fara heim til Brasilíu. (Mail)
Mathys Tel vill fara á láni frá Tottenham til að spila meira. (Mail)
Liverpool mun ekki samþykkja sölu á Federico Chiesa fyrr en Mo Salah snýr aftur erftir Afríkukeppnina. Juventus hefur áhuga. (TuttoSport)
Micheal Carrick er með Ruben Neves, fyrrum miðjumann Wolves, á óskalistanum. (Guardian)
Toronto FC í MLS deildinni hefur boðið 13,4 milljónir punda í Josh Sargent framherja Norwich. (Mail)
Athugasemdir



