Ísland U21
1
1
Norður-Írland U21
0-1
Ryan Johnson
'2
Aron Elís Þrándarson
'38
1-1
08.09.2015 - 16:30
Fylkisvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Vindur á annað markið. Völlurinn blautur
Dómari: Mohammed Al-Hakim
Fylkisvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Vindur á annað markið. Völlurinn blautur
Dómari: Mohammed Al-Hakim
Byrjunarlið:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
2. Adam Örn Arnarson
3. Oliver Sigurjónsson (f)
4. Orri Sigurður Ómarsson
5. Hjörtur Hermannsson
('63)
6. Böðvar Böðvarsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
('67)
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
10. Aron Elís Þrándarson
11. Ævar Ingi Jóhannesson
('83)
Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
14. Viktor Jónsson
('67)
14. Björgvin Stefánsson
15. Heiðar Ægisson
16. Kristján Flóki Finnbogason
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Íslenska liðið náði sér ekki jafnvel á strik og gegn Frökkum. Viðtöl og skýrsla koma á Fótbolta.net innan tíðar.
83. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (Ísland U21)
Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Ísland U21)
Síðasta skipting. Framherjarnir sem byrjuðu leikinn eru núna á köntunum, Aron Elís og Elías Már. Viktor og Kristján Flóki frammi.
75. mín
Darren McKnight fær frítt skot frá vítateig en Oliver Sigurjónsson nær að henda sér fyrir boltann.
73. mín
Það hefur fjölgað í stúkunni frá upphafi leiks. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback eru á meðal áhorfenda. Horfa á komandi kynslóð.
71. mín
Gult spjald: Ryan McLaughlin (Norður-Írland U21)
Sparkar boltanum í burtu. Ryan hefur verið sprækur á hægri kantinum. Er á mála hjá Liverpool. Guðmann Hauksson vallarstjóri í Árbæ hefur dálæti á kappanum og hrósar honum í hástert.
69. mín
Jæja...við auglýsum eftir íslensku marki. Ekki verið jafnmikil ógn í sóknarleiknum í síðari hálfleiknum eins og í þeim fyrri.
67. mín
Inn:Viktor Jónsson (Ísland U21)
Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21)
Viktor fer í fremstu víglínu og Elías Már færir sig yfir á vinstri kantinn.
63. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Ísland U21)
Út:Hjörtur Hermannsson (Ísland U21)
Hjörtur haltrar af velli á sínum gamla heimavelli. Inn á kemur Daníel Leó Grétarsson leikmaður Álasund.
55. mín
Sama sagan. Íslenska liðið meira með boltann en Norður-Írarnir hættulegir í skyndisóknum.
45. mín
Hálfleikur
Jafnt í hálfleik. Íslenska liðið hefur sótt meira eftir að Norður-Írar skoruðu eftir hornspyrnu snemma leiks. Íslenska liðið fær vindinn í bakið í síðari hálfleik og klárar vonandi dæmið þá!
42. mín
NEII!!! Elías Már í dauðafæri. Vinstri bakvörðurinn Rhys Sharpe á glórulausa sendingu til baka sem vindurinn stoppar. Elías Már nær boltanum og leikur á Conor markvörð sem er kominn langt út fyrir vítateig. Elías er alltof mikið að drífa sig að skjóta og boltinn rúllar framhjá.
Það heyrðist síðan alla leið í Hveragerði þegar Conor öskraði á Rhys fyrir sendinguna til baka. Gjörsamlega trylltur!
Það heyrðist síðan alla leið í Hveragerði þegar Conor öskraði á Rhys fyrir sendinguna til baka. Gjörsamlega trylltur!
41. mín
Norður-Írar í dauðafæri eftir horn. Boltinn er skallaður niður á fjær þar sem framherjinn Mikhail Kennedy er mættur. Hann skóflar boltanum framhjá.
38. mín
MARK!
Aron Elís Þrándarson (Ísland U21)
Norður-Írar tapa boltanum nálægt sínu marki og Aron Elís þakkar fyrir sig. Leikur upp að vítateignum og smellir boltanum í fjærhornið. 1-1!
35. mín
Það er að bæta í vindinn. Ísland fær góðan vind í bakið í síðari hálfleik. Veðurstofan hafði varað við þessu. Inn með öll trampolín fyrir kvöldið.
32. mín
Elías Már með fínan sprett upp hægri kantinn. Hann sendir boltann út á Sindra Björnsson sem á skot fyrir utan teig en boltinn í varnarmann og aftur fyrir endamörk. Hornspyrna.
29. mín
Norður-Írar mjög lengi að taka aukaspyrnu. Byrjaðir að tefja. Sáttir með stöðuna.
19. mín
Vindurinn að hafa talsverð áhrif. Norður-Írar hafa hann í bakið og íslensku strákarnir eru í smá basli með að ná upp góðu spili.
11. mín
Connor Brennan, markvörður Norður-Íra, í basli eftir fyrirgjöf. Elías Már fær boltann og nær lausu skoti í baráttu við varnarmenn Norður-Íra. Brennan ver út í teiginn og Norður-Írar bjarga svo.
7. mín
Hvernig endaði þetta ekki með marki? Elías Már Ómarsson í dauðafæri en Conor Brennan ver. Elías á annað skot að marki þar sem Höskuldur er í baráttu við varnarmenn Norður-Íra. Gestirnir bjarga á línu. Ótrúlegt!
2. mín
MARK!
Ryan Johnson (Norður-Írland U21)
Óvænt tíðindi! Norður-Írar fá tvær hornspyrnur í byrjun leiks og upp úr þeirri síðari ná þeir að skora fyrsta markið. Miðvörðurinn Ryan Johnson stangar boltann af krafti í netið.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Vindurinn er meira í bakið á Norður-Írum en hann er ská á völlinn.
Fyrir leik
Viktor Lekve, vallarþulur og DJ, spilar rapp fyrir leik. Fellur misvel í kramið í fréttamannastúkunni.
Fyrir leik
Fáir áhorfendur mættir. Leiktíminn ekkert sérstakur. Leikurinn má þó ekki hefjast fyrr þar sem hann má ekki vera á sama tíma og leikir í undankeppni EM 2016 í kvöld.
Fyrir leik
Eyjólfur Sverrisson stillir upp sama byrjunarliði og í 3-2 sigrinum á Frökkum fyrir helgi.
Ein breyting er á leikmannahópnum en Björgvin Stefánsson kemur inn fyrir Árna Vilhjálmsson.
Ein breyting er á leikmannahópnum en Björgvin Stefánsson kemur inn fyrir Árna Vilhjálmsson.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður bein textalýsing frá U21 árs leik Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM.
Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið sigraði Frakka 3-2 á laugardag eftir að hafa áður rúllað yfir Makedóníu 3-0.
Norður-Írar töpuðu 2-1 gegn Skotum í fyrsta leik sínum á laugardag.
Hér verður bein textalýsing frá U21 árs leik Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM.
Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið sigraði Frakka 3-2 á laugardag eftir að hafa áður rúllað yfir Makedóníu 3-0.
Norður-Írar töpuðu 2-1 gegn Skotum í fyrsta leik sínum á laugardag.
Byrjunarlið:
1. Conor Brennan (m)
2. Cameron Dummigan
3. Rhys Sharpe
4. Liam Donnelly
5. Ryan Johnson
6. Lewis Maloney
7. Ryan McLaughlin
('82)
8. James Singleton
9. Mikhail Kennedy
10. Darren McKnight
11. Michael Duffy
Varamenn:
12. Conor Mitchell (m)
13. Luke Conlan
14. Joel Cooper
15. Josh Doherty
16. Jordan Stewart
17. Seamus McCartan
('82)
18. Robbie McDdaid
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ryan Johnson ('48)
Ryan McLaughlin ('71)
Rauð spjöld: