Jólin eru handan við hornið en það hægir ekkert á slúðursögunum, endar er janúarglugginn líka handan við hornið. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.
Njósnarar Manchester United hafa fylgst með brasilíska miðjumanninum Ederson (25) hjá Atalanta og er hann einn af nokkrum miðjumönnum sem eru til skoðunar hjá félaginu. (Florian Plettenberg)
West Ham leiðir kapphlaupið við Leicester City og Southampton um að fá írska framherjann Evan Ferguson (20) frá Brighton. (Givemesport)
Southampton gæti selt ungstirnið Tyler Dibling (18) ef félagið fellur úr ensky úrvalsdeildinni. Manchester United og Newcastle hafa bæði áhuga á enska miðjumanninum. (Football Insider)
Sögusagnir um að Paul Pogba (31), fyrrum miðjumaður Manchester United og Juventus, hefði sést á æfingasvæði Manchester City voru ósannar. (Fabrizio Romano)
West Ham, Fulham og Crystal Palace hafa öll skoðað Nicolo Fagioli (23) miðjumann Juventus en hann hefur áður verið orðaður við Tottenham. (Tuttosport)
Liverpool og Paris St-Germain eru í baráttunni um að fá franska miðjumanninn Rayan Cherki (21) frá Lyon og gætu gert tilraun í janúar. (Foot Mercato)
Real Madrid telur sífellt meiri líkur á að félagið fái Trent Alexander-Arnold (26) á frjálsri sölu frá Liverpool næsta sumar. (Caught Offside)
Chelsea íhugar að gera tilboð í slóvenska framherjann Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig. (Teamtalk)
Arsenal hefur áður átt í viðræðum um kaup á Sesko og myndað gott samband við umboðsmenn hans. (Mail Plus)
Carlos Corberan, stjóri West Brom, og Kasper Hjulmand, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, eru meðal þeirra sem gætu tekið við stjórnartaumunum hjá Southampton en bráðabirgðastjórinn Simon Rusk heldur áfram og stýrir liðinu gegn Fulham á sunnudaginn. (Sky Sports)
Sádi-arabíska úrvalsdeildarliðið Al-Shabab slóvakíska markverðinum Martin Dubravka (35) hjá Newcastle. (I)
Wolves gæti stefnt að því að kaupa austurríska miðvörðinn Kevin Danso (26) í janúar. Lens er tilbúið að hlusta á tilboð. (L'Equipe)
Franski sóknarmiðjumaðurinn Maghnes Akliouche (22) hjá Mónakó segist vilja spila með Barcelona á ferlinum. (Sport)
Kantmaðurinn Reiss Nelson (25), sem er í láni hjá Fulham, mun fá að fara frá Arsenal næsta sumar þar sem ólíklegt er hann verði stór hluti af áætlunum Mikel Arteta í framtíðinni. (Mail Plus)
AC Milan hefur gert framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) hjá Everton að skotmarki sínu fyrir næsta sumar. (Teamtalk)
Fyrrverandi stjóri Coventry, Mark Robins, hefur afþakkað tækifærið til að ræða við Millwall um að taka við liðinu. (South London Press)
Valencia, Real Betis og Villarreal vilja öll fá brasilíska miðjumanninn Arthur Melo (28) frá Juventus. (Gianluca di Marzio)
Athugasemdir