Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Þór/KA
4
0
ÍA
Sandra Mayor '31 1-0
Sandra María Jessen '61 , víti 2-0
Sandra María Jessen '73 3-0
Sandra María Jessen '90 4-0
18.05.2016  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Flottar aðstæður, sól og smá gola
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 189
Maður leiksins: Sandra María Jessen
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Katla Ósk Rakelardóttir ('65)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('75)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('83)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir ('83)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('75)

Liðsstjórn:
Lára Einarsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Lára Einarsdóttir ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur heimakvenna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Fjórða mark Þór/KA og þriðja mark Söndru Maríu. Flott sending frá Önnu Rakel beint á Söndru sem var alein á markteig. Auðvelt að setja boltann í netið
88. mín
Sandra Gutierrez kemst í gegn en Ásta ver enn og aftur vel
88. mín
Anna Rakel með skot á lofti eftir hornspyrnu en það fer yfir
87. mín
Sandra María setur boltann í netið en hún er dæmt rangstæð
85. mín
Inn:Björk Lárusdóttir (ÍA) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA)
Seinasta skipting gestanna í leiknum
84. mín
Heiður Heimisdóttir í mjög góðu færi! Fær boltan inn í teig og á skot en Aurora gerir mjög vel í því að verja
83. mín
Inn:Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Seinasta skiptingin hjá Þór/KA hér í dag
80. mín
Fyrsta marktilraun gestanna í seinni hálfleik. Gréta með skot sem fer beint í fangið á Aurora í markinu
78. mín
Inn:Aldís Ylfa Heimisdóttir (ÍA) Út:Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA)
77. mín
Sandra fær hér gullið tækifæri á þrennuni en Ásta enn og aftur að gera vel í markinu og nær að taka boltan af Söndru
75. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Út:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Stangarskotið það seinasta sem Írunn leggur til leiksins. Ágætis leikur hjá henni
74. mín
Mikill sóknarþungi frá heimakonum þessa stundina. Írunn með skot utan teigs sem Ásta ver vel í stöngina og framhjá
73. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Ekki lengi að koma inn marki eftir að bjargað var á línu! Anna Rakel gerir vel í að finna Söndru Maríu sem snýr á varnarmann og skorar
72. mín
Bjargað á línu!! Eftir hornspyrnu heimakvenna og mikinn barning í teignum kemur skot en varnarmaður ÍA er rétt staðsettur og bjargar á línu!
71. mín
Sandra María að sleppa í gegn en rangstaða réttilega dæmd
70. mín
Mjög lúmsk sending inn í teig frá Natalia Estava sem er ætluð Andreu. Ásta Vigdís nær þó boltanum
69. mín
Skagakonur fá hér sitt þriðja horn. Hin tvö hafa verið hreinsuð beint afturfyrir
68. mín
Í þetta skipti ná gestirnir snertingu inn í teigunm. En Jaclyn Pourcel nær ekki að setja boltann á markið
68. mín
Skagakonur fá hér hornspyrnu eftir aukaspyrnuna
67. mín Gult spjald: Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Lára ekki lengi að ná sér í spjald. Skagakonur eiga aukaspyrnu aðeins framan við miðju
66. mín
Gestirnir með aukaspyrnu á kantinum en boltinn flýgur yfir allan pakkan og afturfyrir endamörk
65. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Út:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA)
Þór/KA gerir sína fyrstu skiptingu. Lára fer beint í bakvörðinn
64. mín
Þórður fær hér tiltal frá Sigurði dómara. Virtist ekki sáttur með vítaspyrnudóminn
64. mín
Inn:Heiður Heimisdóttir (ÍA) Út:Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA)
Fyrsta skipting leiksins
63. mín
Afar gott fyrir heimakonur að fá þetta mark en ekki mikið hefur verið um færi hérna í seinni hálfleik
61. mín Mark úr víti!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Ásta Vigdís er í boltanum en það dugar ekki til. 2-0 fyrir Þór/KA!
61. mín
Heimakonur fá víti!!! Anna Rakel með fyrirgjöf beint í hendina á varnarmanni. Réttur dómur virtist vera
60. mín Gult spjald: Gréta Stefánsdóttir (ÍA)
Fyrir að mótmæla aukaspyrnu á miðjum velli
55. mín
Afar rólegt yfir þessu. Varla komið færi hérna í seinni hálfleik
48. mín
Anna Rakel nær föstu skoti rétt utan teigs. Ásta sér boltann seint en gerir mjög vel í að verja og halda boltanum
47. mín
Brotið á Söndru Maríu rétt við miðlínuna
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný!
45. mín
Hálfleikur
Sigurður flautar hér til loka fyrri hálfleiks. Eftir jafna byrjun tóku heimakonur aðeins yfir leikinn og leiða þær hér sanngjarnt 1-0
43. mín
Smá barningur þessa stundina
40. mín
Andrea með enn eitt skotið, í þetta sinn fer boltinn rétt yfir markið
37. mín
Andrea Mist með skot við vítateig en boltinn fer yfir markið
31. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Andrea Mist Pálsdóttir
Fyrsta markið er komið! Andrea enn einu sinni með stungusendingu á Söndru Gutierrez. Sandra fær boltann í vítateignum og klárar snyrtilega í fjærhornið
30. mín
Andrea Mist með langa stungusendingu á Söndru Gutierrez en sendingin aðeins of föst og Sandra nær ekki boltanum
23. mín
Bergdís brýst upp kantinn og á fyrirgjöf sem Aurora á ekki í vandræðum með
20. mín
Natalia Esteva með flott skot úr aukaspyrnunni sem Ásta ver vel. Þór/KA fá hornspyrnu en boltinn að lokum yfir markið
19. mín
Katla Ósk gerir vel og vinnur aukaspyrnu á fínum stað fyrir Heimakonur
16. mín
Katla Ósk með glórulausa sendingu á sóknarmann ÍA sem nær ekki að nýta sér góða stöðu. Þarna voru heimakonur heppnar
14. mín
Andrea í góðu færi! Sandra María með flottan sprett upp vinstri kantinn. Leggur hana á Andreu sem er í teignum. Hún á skot en það yfir markið
13. mín
Hulda Ósk reynir stungusendingu á Gutierrez en sending of föst og boltinn endar hjá Ástu í marki gestanna
8. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Hvorugt lið að skapa neitt
3. mín
Bergdís Fanney kemst framhjá Kötlu og á fyrirgjöf en Aurora kemur og grípur boltann
1. mín
Leikur hafinn
ÍA-konur byrja með boltann og sækja á móti vindi hér í fyrri hálfleiknum
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völinn. Þetta fer allt að bresta á !
Fyrir leik
Jæja. Bæði lið og dómarar farin að hita upp á vellinum
Fyrir leik
Bæði lið að hita upp á æfingasvæðinu sem er fyrir aftan völinn. Greinilegt að það á að hlífa grasinu
Fyrir leik
Gestirnir stilla upp sama liði og gegn FH í fyrstu umferð deildarinnar
Fyrir leik
Heimakonur gera eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Stjörnunni. Írunn Þorbjörg Aradóttir kemur inn fyrir Láru Einarsdóttur
Fyrir leik
Byrjunnarliðin eru kominn inn en þau má sjá hér til hliðar
Fyrir leik
Dómari hér í dag er Sigurður Hjörtur Þrastarson og honum til aðstoðar eru Halldór Vilhelm Svavarsson og Eðvarð Eðvarðsson
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum í deildinni og eru því bæði í leit af sínu fyrstu stigum. Þór/KA fékk 4-0 skell gegn Stjörnunni en ÍA-konur töpuðu 1-0 gegn FH
Fyrir leik
Komiði sælir áhorfendur góðir og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og ÍA í 2.umferð Pepsi-deildar kvenna sem fer fram á Þórsvelli
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir
9. Maren Leósdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f) ('78)
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('64)
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('85)

Varamenn:
13. Björk Lárusdóttir ('85)
14. Heiður Heimisdóttir ('64)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir

Liðsstjórn:
Aldís Ylfa Heimisdóttir
Eva María Jónsdóttir
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
Unnur Elva Traustadóttir

Gul spjöld:
Gréta Stefánsdóttir ('60)

Rauð spjöld: