
Bournemouth hefur opinberað verðmiðann á Milos Kerkez og stór nöfn eru á óskalista Manchester City. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins. Svo rúllar enska úrvalsdeildin loksins aftur af stað í kvöld eftir nokkuð langt hlé!
Bournemouth vill fá 45 milljónir punda fyrir ungverska bakvörðinn Milos Kerkez (21) en Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá hann. (The Times)
Manchester City mun reyna að kaupa William Saliba (24), varnarmann Arsenal og Frakklands, í sumar. Hann er einnig á óskalista Real Madrid. (Defensa Central)
Hollenski miðjumaðurinn Tijjani Reijnders (26) hjá AC Milan er einnig skotmark Manchester City sem hefur þegar sett sig í samband við ítalska félagið. (Teamtalk)
Arsenal horfir til Hugo Ekitike (22), framherja Eintracht Frankfurt, sem varakost ef félagið fær ekki Alexander Isak (25), markaskorara Newcastle. (Daily Mirror)
Chelsea býst ekki við því að fá nýjan aðalmarkvörð í sumar. Stjórinn Enzo Maresca, stjóri Blues, mun þess í stað gefa Djordje Petrovic (25), sem nú er á láni hjá Strassborg, og Mike Penders (19), sem er að koma frá Genk, tækifæri til að keppa um sætið. (Telegraph)
Bukayo Saka (23), kantmaður Arsenal, mun fara í viðræður um nýjan samning við Andrea Berta, nýjan yfirmann fótboltamála hjá Arsenal. (Fabrizio Romano)
Barcelona segir að spænski miðjumaðurinn Pedri (22) sé ekki til sölu. Talað hefur verið um að hann væri fullkominn til að fylla skarð Kevin De Bruyne hjá Manchester City. (Marca)
Fyrrverandi starfsmaður Tottenham, Fabio Paratici (52), mun verða íþróttastjóri AC Milan í júní þegar núverandi banni hans frá ítalska boltanum lýkur. (Calciomercato)
Athugasemdir