Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Fjölnir
5
1
Víkingur Ó.
Martin Lund Pedersen '28 1-0
Gunnar Már Guðmundsson '42 2-0
2-1 Hrvoje Tokic '47
Viðar Ari Jónsson '48 3-1
Hans Viktor Guðmundsson '78 4-1
Marcus Solberg '84 5-1
22.05.2016  -  19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Sól, þurrt, léttur andvari
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 1077
Maður leiksins: Viðar Ari Jónsson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason ('80)
Gunnar Már Guðmundsson ('86)
Steinar Örn Gunnarsson
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic ('73)
10. Martin Lund Pedersen
18. Marcus Solberg
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('86)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('80)
28. Hans Viktor Guðmundsson ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Igor Jugovic ('36)
Martin Lund Pedersen ('41)
Daniel Ivanovski ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn 5-1 sigur heimamanna gegn döprum Ólafsvíkingum. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
88. mín
Aleix Acame bregður sér í sóknarleik Ólsara og á skalla framhjá markinu.
87. mín
Á Extra-vellinum í dag eru 1077 áhorfendur.
86. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Gunnar Már búinn að vera flottur í dag.
84. mín MARK!
Marcus Solberg (Fjölnir)
Ja hérna hér! Fékk sendingu inn fyrir, missti boltann frá sér en eftir klaufagang í vörn Ólsara átti Marcus gott skot sem endar í netinu.
82. mín
Mörk Viðars Arnar og Hans Viktors eru þeirra fyrstu í Pepsideildinni.
80. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
80. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Fjölnir skoraði sitt fjórða mark eftir að Pape tapaði boltann á eigin vallarhelmingi. Það var í annað skipti með skömmu millibili sem Pape tapaði boltanum klaufalega. Ekki besti leikur hans í dag.
78. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Sláin inn! Glæsilegt skot Hans Viktors fyrir utan teig endar í netinu. Varamaðurinn að koma sterkur inn.
73. mín
Tokic reynir hjólhestaspyrnu eftir hornspyrnu Pape. Eftir darraðadans upp við mark Fjölnis liggur Steinar Örn með höfuðmeiðsli og leikurinn er stöðvaður.
73. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
Fyrsta skipting heimamanna.
72. mín
Þorsteinn Már vinnur boltann rétt yfir utan teig eftir að hafa tapað honum og rúllar boltanum á Alfreð Má sem er hægra megin við teigslínuna. Hann reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og framhjá. Hornspyrna.
70. mín
Marcus Solberg með skot framhjá úr teignum eftir fína sókn.
69. mín
Fín sókn hjá Ólsurum. William rennir boltanum upp hornið á Pontus sem kom á fleygiferð og á fína fyrirgjöf. Skalli Tokic er þó máttlaus.
67. mín
Löng sókn heimamanna sem endar á því að Martin Lund á skot sem fer framhjá. Það er kraftur í Fjölni þessa stundina.
63. mín
Mikill hraði í þessu fyrsta korterið í seinni hálfleik. Fjölnismenn flottir. Gestirnir baráttuglaðir en vantar upp á gæðin á síðasta þriðjungi til að valda usla. Vonandi fyrir þá breyta varamennirnir því.
59. mín
Þorsteinn Már fer í holuna og William dettur niður á miðjuna með Agli.
58. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Víkingur Ó.)
Tvöföld skipting hjá gestunum. Óskasynir Snæfellinga koma inn á.
58. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
57. mín
Pape á skalla sem fer beint í fangið á Steinari Erni eftir aukaspyrnu William.
56. mín Gult spjald: Daniel Ivanovski (Fjölnir)
56. mín Gult spjald: Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
50. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Fær réttilega gult spjald eftir brot á Guðmundi Karli, sem var hársbreidd frá því að komast einn í gegn.
50. mín
Seinni hálfleikur fer aldeilis vel af stað. Það var eins og Víkingar höfðu drukkið jötunseyði í hálfleik, Tokic minnkar muninn eftir sóknarlotu Víkinga, en mínútu síðar skorar Viðar Ari þetta stórkostlega mark.
48. mín MARK!
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Vááá!!! Viðar Ari fær boltann í bakverðinum, kemur inn á völlinn og lætur vaða með vinstri fæti langt utan af velli. Boltinn endar í samskeytunum. Þvílíkt mark!
47. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
En ekki hver! Víkingar minnka muninn. Tokic skorar af stuttu færi eftir hornspyrnu.
47. mín
Dauðafæri! Kenan á tekur boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf frá Pontus en Steinar Örn blakar boltanum í horn.
46. mín
Leikurinn byrjaður að nýju. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Þorsteinn Már og Alfreð Már hita kröftuglega upp undir handleiðslu aðstoðarþjálfara Víkings. Gerir Ejub breytingar strax í hálfleik?
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn fór rólega af stað en smám saman fóru heimamenn að taka yfirhöndina. Eftir að Martin Lund skoraði fyrsta mark leiksins hefur bara verið eitt lið á vellinum. Víkingar ekki enn skapað sér færi. Þeir hafa varla náð heppnaðri sendingu á síðasta þriðjungi vallarins.
45. mín
Dauðafæri! Þvílík varsla hjá Einari! Martin Lund með skot úr teignum eftir að Gunnar skallaði boltann til hans eftir fyrirgjöf.
42. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Viðar Ari Jónsson
Viðar kemst upp að endamörkum og rennir boltanum út í teiginn þar sem Gunnar Már hamrar boltanum í þaknetið! Verðskuldað. Hvar eru Ólsarar!?
41. mín Gult spjald: Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Virðist henda sér niður innan teigs. Martin er steinhissa á þessu og mótmælir af krafti.
36. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Fyrsta gula spjald dagsins. Igor brýtur á William út á miðjum velli.
35. mín
Ágúst Gylfa er í bleikri blússu og glæsilegum jakka. Síðan er hann með sólgleraugu. Hann hlýtur að eiga pantað borð á Grillmarkaðnum beint eftir leik.
32. mín
Stemningin er augljóslega Fjölnismegin eftir markið. Þeir halda boltanum ofarlega á vellinum. Ólsarar virðast sjokkeraðir.
30. mín
Bjargað á línu! Fjölnir á hornspyrnu og mér sýnist Mathiasen hafa átt skot en Emir stendur á nærstönginni og spyrnir knettinum í burtu.
28. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Martin Lund fær boltann vinstra megin í teignum eftir langa fyrirgjöf frá hægri. Martin slúttar á nærstöngina. Einar var í boltanum.
24. mín
Steinar Örn missir boltann eftir að hafa gripið hornspyrnu Pape. Það verður smá darraðadans fyrir framan mark Fjölnis sem ná að bægja hættunni frá.
21. mín
Fínt spil Fjölnismanna fyrir framan vítateig gestanna endar með skoti Igor Jugovic sem fer framhjá markinu.
17. mín
Skalli Mathiasen fer framhjá markinu eftir fína fyrirgjöf frá Mario Tadejevic. Ágætis færi. Fjölnir aðeins að komast inn í þetta.
10. mín
Fjölnisliðið leyfir gestunum að spila boltanum á milli sín í öftustu línu en setja pressu á þá um leið og þeir nálgast miðjuna. Sjálfstraustið í liði Ólsara er augljóslega mikið og þeir eiga ekki í sérstökum vandræðum með að spila sig í gegnum lágpressu heimamanna.
7. mín
Marcus Mathiasen kemst upp hægri vænginn og gefur fyrir en Einar Hjörleifs er vel á verði og slær boltann í burtu.
5. mín
Ólafsvíkingar pressa Fjölnismenn hátt upp á vellinum þegar heimamenn reyna að hefja uppspil sitt.
3. mín
Tomasz Luba skallar boltann framhjá eftir hornspyrnu Þórhalls Kára. Hættulítið.
1. mín
Gunnar Már, sem spilar í holunni hjá Fjölni, á fyrsta skot leiksins. Hitti ekki rammann.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnismenn byrja með boltann og sækja til suðurs.
Fyrir leik
Vallarþulurinn tilkynnir nýtt nafn Fjölnisvallar. Hann mun heita Extra-völlurinn héðan í frá.
Fyrir leik
Þá koma leikmennirnir inn á völlinn með Valdimar Pálsson dómara í broddi fylkingar. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Fjölmargir stuðningsmenn Víkings eru mættir í stúkuna þrátt fyrir að enn séu tæpar tuttugu mínútur í leik. Til fyrirmyndar.
Fyrir leik
Hrvoje Tokic, markahæsti leikmaður Pepsideildarinnar, hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum. Hann var einmitt í þessum töluðu orðum að setja boltann í netið í upphitun. Það var samt enginn í marki.
Fyrir leik
Þórður Ingason er rúmliggjandi með flensu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin í dag eru 59% skipuð útlendingum. Fjölnismenn tefla fram sex erlendum leikmönnum á meðan Ólafsvíkingar byrja með sjö.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Steinar Örn Gunnarsson byrjar í marki Fjölnis fyrir Þórð Ingason sem er ekki í leikmannahópi liðsins í dag. Að öðru leyti stillir Ágúst Gylfason upp óbreyttu liði frá því í 2-0 tapleiknum á móti FH í síðustu umferð.

Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, heldur sæti sínu í byrjunarliði gestanna en hann fór á kostum í síðustu umferð á móti ÍA. Alfreð Már Hjaltalín tekur sér sæti á bekknum fyrir lánsmanninn Þórhall Kára Knútsson.
Fyrir leik
Aron Can, dáðasti sonur Grafarvogs um þessar mundir, ómar í blíðunni á Fjölnisvelli. Völlurinn lítur sæmilega út, ekkert meira en það.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skipti sem liðin eigast við í efstu deild. Liðin mættust síðast á Fjölnisvelli fyrir tæpu ári síðan í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Heimamenn áttu ekki í vandræðum með Víkinga og fóru áfram í 8-liða úrslit eftir öruggan 4-0 sigur.
Fyrir leik
Fjölnir er í 6. sæti deildarinnar með sex stig. Víkingur er í 2. sæti með 10 stig, jafnmörg og topplið Stjörnunnar, en nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og Víkings Ólafsvíkur í 5. umferð Pepsideildar karla.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye ('80)
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
12. Þórhallur Kári Knútsson ('58)
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
24. Kenan Turudija ('58)

Varamenn:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('58)
5. Björn Pálsson
11. Gísli Eyjólfsson ('80)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Þorsteinn Már Ragnarsson
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('50)
Egill Jónsson ('56)

Rauð spjöld: