
Það er heitt undir stjórum Manchester United og West Ham, Newcastle vill miðjumann frá Manchester United og úrúgvæskur varnarmaður er orðaður við Liverpool. Þetta og fleira má finna í slúðurpakkanum.
Næstu þrír leikir Manchester United munu ráða framtíð Rúben Amorim. (Daily Express)
Oliver Glasner stjóri Crystal Palace, Gareth Southgate fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Marco Silva stjóri Fulham og Andoni Iraola hjá Bournemouth eru meðal þeirra sem koma til greina sem næsti stjóri United ef Amorim fær sparkið. (Daily Star)
Bournemouth ætlar að leggja meira kapp á samningaviðræður við Iraola en samningur stjórans rennur út næsta sumar. (i)
Newcastle íhugar að gera janúartilboð í Kobbie Mainoo (20) miðjumann Manchester United. Framtíð leikmannsins unga á Old Trafford er í óvissu. (TalkSport)
Real Madrid og Paris St-Germain fylgjast með stöðu William Saliba (25) hjá Arsenal en enska félagið er í viðræðum við franska varnarmanninn um nýjan samning. (CaughtOffside)
Chelsea er að leggja aukna áherslu á að kaupa enska miðjumanninn Adam Wharton (21) frá Crystal Palace og mun reyna við hann í janúar. (Teamtalk)
Everton gæti reynt að fá inn félagslausan bakvörð ef meiðslavandræðin halda áfram. (Football Insider)
West Ham, Everton og Nottingham Forest hafa áhuga á spænska bakverðinum Sergio Reguilon (28) en hann er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Tottenham. (Mail)
Liverpool er með úrúgvæska varnarmanninn Ronald Araujo (26) hjá Barcelona á blaði ef Imrahima Konate fer til Real Madrid. (Fichajes)
West Ham er farið að líta í kringum sig eftir nýjum stjóra en mikil pressa er á Graham Potter. Hamrarnir vilja stjóra sem nær vel til leikmanna og stuðningsmanna. (TeamTalk)
Umboðsmaður senegalska sóknarmannsins Nicolas Jackson (25) segir að hann muni aldrei snúa aftur til Chelsea. Jackson er á láni hjá Bayern München. (Canal+)
Athugasemdir