Þór/KA
3
1
ÍBV
Hulda Ósk Jónsdóttir
'17
1-0
1-1
Sigríður Lára Garðarsdóttir
'37
, víti
Sandra Mayor
'81
2-1
Sandra María Jessen
'86
3-1
25.05.2017 - 14:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Logn, raki og skýjað. 12°
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Logn, raki og skýjað. 12°
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Margrét Árnadóttir
('46)
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
10. Sandra María Jessen
('46)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Lára Einarsdóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
Hannes Bjarni Hannesson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Þórsvelli! 3-1 sigur Þór/KA á ÍBV. Skýrsla og meira á leiðinni.
91. mín
Natalia brött eftir tvær stoðsendingar og reynir skot af 35 metrunum. Þetta var aldrei von. Adelaide ver.
90. mín
Komið fram í uppbótartíma. Þór/KA er að koma sér aftur fyrir á toppnum, með 18 stig eftir fyrstu sex leikina. Það er hörkugott!
88. mín
Inn:Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV)
Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Síðasta skipting ÍBV.
86. mín
MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Natalia Gomez
Stoðsending: Natalia Gomez
MAAAAAAAAARRRRK!! ÞÓR/KA KOMNAR Í 3-1! Sandra María Jessen með glæsilegt skallamark. Aukaspyrna Nataliu rétt fyrir framan miðju, á fjær þar sem Sandra María nær hörkuskalla í gagnstætt horn. Adelaide átti aldrei séns. Gott mark og Sandra María komin með sitt fyrsta mark í sumar!
84. mín
Sigríður Lára með skot fyrir gestina af 25 metra færi. Vinstri fótar á lofti. Yfir markið!
83. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá Jeffsý. Hann ætlar sér að sækja stig hið minnsta.
81. mín
MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Natalia Gomez
Stoðsending: Natalia Gomez
MAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRKKKKK!!!! HEIMAKONUR KOMNAR AFTUR YFIR!!! Natalia með frábæra hornspyrnu á fjærstöngina sem Sandra leggur fallega í hornið! Stórt spurningarmerki við dekkninguna á Söndru þó.
78. mín
Sandra María með hægri fótar skot frá vítateigshorninu. Adelaide les þetta vel og ver örugglega.
75. mín
Inn:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Breyting hjá Þór/KA. Markaskorarinn Hulda Ósk kemur hér út af og hin margreynda, en þó enn unga, Lára Einarsdóttir kemur hér inn. Þetta er leikur nr.126 fyrir Þór/KA hjá Láru.
74. mín
Hulda Ósk gerir hér grín að Sóleyju á hægri vængnum með leikni sinni. Er komin framhjá henni þegar dómarinn flautar aukaspyrnu. Ekki mikill hagnaður þarna!
72. mín
Adrienne Jordan með frábæra fyrirgjöf sem Kristín Erna virðist vera að fara að skalla af markteig en Bryndís Lára veður út og kýlir boltann af enninu á henni. Mjög vel gert hjá Bryndísi.
70. mín
Enn er Natalia að taka langskot en Adelaide grípur þetta að vanda. Hún mætti færa sig nær næst, þetta er ekki að virka af þessu færi!
67. mín
Sandra Stephany fær aukaspyrnu fyrir heimakonur á góðum stað. Í beinni línu við markið, rétt fyrir framan D-bogann.
66. mín
Spyrnan skölluð frá en Cloe nær skoti. Bryndís skutlar sér eftir þessu og ver vel niðri við stöng.
65. mín
ÍBV fær hérna aukaspyrnu á mjög góðum stað, hérna ca 4 metrum frá vítateigshorni. Þór/KA stelpur mjög ósattar með þennan dóm. Rut og Katie stilla sér upp við boltann.
65. mín
Andrea Mist reynir nú langskot eftir laglegan sprett þar sem hún lék á þrjá miðjumenn ÍBV. Adelaide ver þetta samt örugglega.
62. mín
Cloe vinnur hér hornspyrnu eftir enn eitt áhlaupið á vörnina. Þær eru orðnar skíthræddar við hana heimastúlkur.
61. mín
Sending á Adelaide sem er í basli, dregur boltann til hliðar en eldfljót Sandra María kemur í pressuna og kemur sér fyrir boltann en hann speglast aftur fyrir mark.
58. mín
Natalia með skot hérna af 25 metrunum sem Adelaide ver. Hún er ófeimin við að reyna sú mexíkanska.
56. mín
Kristín Erna með frábæra fyrirgjöf frá vinstri en Cloe nær bara rétt að teygja sig í boltann sem fer framhjá. Vel lokað hjá Bryndísi í markinu engu að síður.
54. mín
Ekkert varð úr horninu, Þór/KA breikar og Söndrunar eru 2 á 1 við miðlínu. Sandra Mayor virðist ekki gera sér grein fyrir því, reynir að leika á varnarmanninn sem gerir vel og bjargar í innkast.
53. mín
ÍBV með frábæra sókn hérna. Cloe á sprettinum, leikur sér að Lillý og Zanetu og leggur boltann á Kristínu Ernu en skot hennar af varnarmnni og í horn.
47. mín
Sandra María lætur strx til sín taka. Mjög góð fyrirgjöf hennar frá vinstri veldur usla en Adelaide slær boltann bara frá löppunum á Huldu Ósk.
46. mín
Inn:Sandra María Jessen (Þór/KA)
Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Donni er ekkert að geyma þetta. Skipting hér í hálfleik. Sandra María inn fyrir Margréti.
45. mín
Hálfleikur
Sandra María Jessen er að hita duglega upp hér í hálfleiknum. Við hljótum að sjá hana fljótlega
45. mín
Hálfleikur
Hér er flautað til hálfleiks! ÍBV verið sterkari eftir jöfnunarmarkið en frekar jafn leikur fram að því. Fínasta skemmtun hingað til og við köllum eftir fleira fólki á pallana hér í seinni hálfleik.
40. mín
Hraðinn á Cloe Lacasse er skuggalegur. Stingur Lillý hér af á sprettinum upp vinstri vænginn og skapar hættu með fyrirgjöf en þessu er komið frá á endanum. Þetta var rosaleg ferð á henni!
37. mín
Mark úr víti!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Cloé Lacasse
Stoðsending: Cloé Lacasse
MAAARK! Virkilega öruggt! Setur hann bara upp í vinkilinn hægra megin!
36. mín
VÍTI! ÍBV FÆR VÍTI! Cloe Lacasse með sprett upp hægra megin í teignum. Allt virðist vera að renna í sandinn þegar Zaneta Wyne, sem annars hefur átt stórgóðan leik, fer í glórulausa tæklingu og tekur hana niður. Pjúra víti, dómarinn ætlaði ekki að dæma en aðstoðardómarinn flaggaði þetta.
35. mín
Töluvert af hálffærum þessa stundina. Enda á milli, en lítið til að segja frá engu að síður. Héðan úr fjölmiðlastúkunni virðist vel mætt!
30. mín
Hulda Björg og Natalia með skemmtilegt samspil á miðjum velli, Hulda Björg fær boltann svo aftur úti á hægri kanti og á flotta fyrirgjöf. Sandra Stephany við það að skalla boltann þegar dæmt er á brot í teignum. Líklegast bakhrinding en afar harður dómur. Aukaspyrna fyrir ÍBV.
25. mín
Hulda Björg með háan bolta innfyrir ÍBV vörnina, Hulda Ósk eltir og samskiptaleysi varnarinnar veldur því að hún kemst næstum í boltann. Adelaide rétt nær að hreinsa í innkast.
23. mín
Hætta í teig Þór/KA eftir hornspyrnu en Katie stýrir boltanum illa af stuttu færi og Bryndís Lára hirðir hann í loftinu. Fer skjálfti um heimakonur þegar ÍBV nálgast teiginn.
22. mín
Þegar markið kom var ég að fara að hrósa stúkunni fyrir trommurnar og hvatningarópin. Þau margborguðu sig þarna!
17. mín
MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
Stoðsending: Sandra Mayor
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRK!!!!! HULDA ÓSK KEMUR ÞÓR/KA YFIR! Sandra Stephany með laglegan sprett upp vinstra megin. Lullar með boltann inn í teig, tekur hraðabreytingu fram hjá varnarmanninum og á vinstri fótar skot frekar en sendingu, frekar laus en framhjá Adelaide og Hulda Ósk kemur, rennir sér í boltann og kemur honum yfir línuna. Vel gert.
15. mín
Fyrirgjöf Önnu Rakelar er hreinsuð stutt út úr teignum og Natalia Gomez á hörku vinstri fótar skot sem fer rétt framhjá markinu. Það er stuð í þessu.
11. mín
Hulda Ósk með góðan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf hennar smýgur í gegnum pakkann í boxinu. Anna Rakel kemur frá vinstri og á fast skot utan af kanti en stillir miðið ekki nægilega vel. Töluvert framhjá á fjær.
9. mín
Rut á svo fyrsta skot ÍBV. Af 25 metrum en Bryndís Lára er vandanum vaxin og grípur boltann auðveldlega
9. mín
Góð sókn gestanna endarmeð hættu í teig Þór/KA en þeim tekst að komast fyrir skot. Góður hraði í þessu til að byrja með.
6. mín
ÍBV virðist stilla upp í 3-5-2;
Adelaide
Sesselja - Caroline- Ingibjörg
Adrienne- Katie- S.Lára - Rut - Sóley
Cloe - Kristín Erna
Adelaide
Sesselja - Caroline- Ingibjörg
Adrienne- Katie- S.Lára - Rut - Sóley
Cloe - Kristín Erna
5. mín
Fyrsta skotið á mark hér. Sandra Stephany á það, fast fyrir utan teig, en Adelaide Gay ver það vel.
Fyrir leik
Það er auðvelt að segja til um hvernig Þór/KA stillir upp;
Bryndís
Bianca - Lillý - Zaneta
Hulda Björg - Natalia - Andrea - Anna Rakel
Hulda Ósk - Sandra Stephany - Margrét
Bryndís
Bianca - Lillý - Zaneta
Hulda Björg - Natalia - Andrea - Anna Rakel
Hulda Ósk - Sandra Stephany - Margrét
Fyrir leik
Afsakið, þulurinn var ekkert að lesa upp liðin. Bara tala. Nú ganga liðin inn á völlinn og NÚ er verið að lesa upp liðin!
Fyrir leik
5 mínútur í leik og fólk er farið að mæta í stúkuna. Vallarþulurinn er að lesa upp liðin og þetta er allt að gerast.
Fyrir leik
Dómaratríóið hitar hér upp, einhver salsatónlist undir og stjórnin hjá Þór/KA er að þurrka næturvætuna af sætunum í stúkunni. Það er allt til alls hér, mætið á völlinn ef þið mögulega getið!
Fyrir leik
Það er geggjað veður til fótboltaiðkunar hérna! Logn, raki en þó rigningarlaust og engin sól í augun á Baldri Sigurðssyni. 12 gráðu hiti.
Fyrir leik
Zaneta Wyne kemur aftur inn í lið heimakvenna eftir að hafa misst af KR leiknum. Lára Einarsdóttir fær sér sæti á bekknum í staðinn. Að öðru leyti hafa 10 leikmenn Þór/KA byrjað alla leiki sumarsins. Rythmi í þessu.
ÍBV stillir upp sama liði og vann 1-0 sigur á FH í Eyjum í síðustu umferð.
ÍBV stillir upp sama liði og vann 1-0 sigur á FH í Eyjum í síðustu umferð.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson. Honum veifandi til aðstoðar eru Bjarni Hrannar Héðinsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Guðmundur Heiðar Jónsson mun svo hafa eftirlit með þessu öllu saman.
Fyrir leik
Mikið hefur verið ritað og rætt um landsliðskonuna Söndru Maríu Jessen sem er að koma til baka, á undraverðum tíma, eftir krossbandaslit. Hún hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum, 10 mínútur fyrst og fékk svo hálftíma gegn KR. Gaman verður að sjá hvað hún fái mikinn tíma á vellinum hér í dag.
Fyrir leik
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA, gekk til liðs við þær fyrir tímabilið frá einmitt ÍBV þar sem hún hafði spilað frá árinu 2012. Hún mætir því gömlum liðsfélögum sínum hér í dag. Bryndís hefur staðið sig vel í sumar, aðeins fengið á 1 mark og það var úr vítaspyrnu.
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust fyrir norðan á síðasta tímabili hafði Þór/KA betur, unnu 2-0 með mörkum frá Söndru Stephany og Andreu Mist.
Seinni leikurinn á Hásteinsvelli fór fram í lokaumferðinni og var þar heljarfjör. 3-3 jafntefli varð niðurstaðan og við myndum ekkert slá hendinni á móti markaleik hér í dag.
Seinni leikurinn á Hásteinsvelli fór fram í lokaumferðinni og var þar heljarfjör. 3-3 jafntefli varð niðurstaðan og við myndum ekkert slá hendinni á móti markaleik hér í dag.
Fyrir leik
Sandra Stephany Mayor er markahæst í Þór/KA með 3 mörk en Huldurnar Ósk og Björg hafa báðar gert 2 mörk. Kristín Erna Sigurlásdóttir er markahæst ÍBV kvenna með 3 mörk en Chloe Lacasse hefur skorað 2 mörk.
Fyrir leik
Þór/KA sat á toppi deildarinnar með fullt hús stiga fyrir upphaf umferðarinnar og ÍBV er með 10 stig í 4.sæti.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
('83)
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
('83)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner
('88)
Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir
('83)
10. Clara Sigurðardóttir
('83)
13. Harpa Valey Gylfadóttir
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
('88)
Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Gul spjöld:
Rauð spjöld: