Selfoss
2
0
Leiknir F.
James Mack
'59
1-0
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
'74
2-0
18.06.2017 - 15:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Rok, kalt. Völlurinn góður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Svavar Berg Jóhannsson
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Rok, kalt. Völlurinn góður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Svavar Berg Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
('90)
16. James Mack
17. Haukur Ingi Gunnarsson
Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
9. Alfi Conteh Lacalle
12. Giordano Pantano
14. Hafþór Þrastarson
18. Arnar Logi Sveinsson
19. Ásgrímur Þór Bjarnason
('90)
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Gul spjöld:
Gylfi Dagur Leifsson ('61)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3
Leik lokið á JÁVERK-vellinum með solid 2-0 sigri Selfyssinga sem koma sér upp í 3.sæti deildarinnar.
Viðtöl og skýrsla bráðum, takk fyrir mig í dag!
Leik lokið á JÁVERK-vellinum með solid 2-0 sigri Selfyssinga sem koma sér upp í 3.sæti deildarinnar.
Viðtöl og skýrsla bráðum, takk fyrir mig í dag!
90. mín
Inn:Ásgrímur Þór Bjarnason (Selfoss)
Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
+2
Fyrsta skipting Selfyssinga, og sennilega sú síðasta.
Fyrsta skipting Selfyssinga, og sennilega sú síðasta.
90. mín
Gylfi Dagur búin að vera hörkuflottur í vinstri bakverðinum í dag. Spurning hvort að Gio sé á leiðinni eitthvað á tréverkið.
Gríðarleg vinnsla í Gylfa.
Gríðarleg vinnsla í Gylfa.
81. mín
Robert Winogrodzki með tvær STÓRBROTNAR vörslur. Fyrra skiptið kemst Ingi einn í gegn og Robert ver út í teig, þar sem Ivan "Pachu" er og nær skoti sem Robert ver líka einnig frábærlega!
80. mín
Inn:Carlos Carrasco Rodriguez (Leiknir F.)
Út:Sólmundur Aron Björgólfsson (Leiknir F.)
Síðasta skipting gestanna.
78. mín
Leikurinn öllu rólegri þessa stundina. Leiknismenn fá hér fínt færi en Kristinn Justiano enn og aftur setur boltann hátt yfir markið. Verið afleiddur í dag.
74. mín
MARK!
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
Stoðsending: Svavar Berg Jóhannsson
Stoðsending: Svavar Berg Jóhannsson
MAAAAAAAAAAARK!
OG ÞAÐ ER PJAKKURINNNN!
Selfyssingar vinna einhverja 2-3 skallabolta á miðjunni áðrur en Svavar Berg tekur á rás upp völlinn og kemur með FRÁBÆRA stungusendingu innfyrir á Kristinn Sölva sem slúttar eins og hann sé búin að vera framherji í 30 ár!!!!
Geggjað slútt og Selfyssingar að LOKA þessu hér með!
OG ÞAÐ ER PJAKKURINNNN!
Selfyssingar vinna einhverja 2-3 skallabolta á miðjunni áðrur en Svavar Berg tekur á rás upp völlinn og kemur með FRÁBÆRA stungusendingu innfyrir á Kristinn Sölva sem slúttar eins og hann sé búin að vera framherji í 30 ár!!!!
Geggjað slútt og Selfyssingar að LOKA þessu hér með!
73. mín
Ivan Martinez "Pachu" með skot hér rétt fyrir utan teig, fer af varnarmanni og í horn.
70. mín
Dampurinn að detta úr þessu hjá Leiknismönnum í bili allavega. Selfyssingar að halda boltanum betur þessa stundina.
67. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Út:Javier Angel Del Cueto Chocano (Leiknir F.)
Önnur skipting gestanna.
64. mín
Leiknismenn halda áfram að pressa eftir þetta mark Selfyssinga, ætla sér að jafna.
63. mín
DAUÐADAUÐADAUÐADAUÐAFÆRII!!!!!!!
KRISTINN JUSTIANO er í RUGLINU!
Fær boltann BEINT fyrir framan mark Selfyssinga og þarf ekki að gera neitt nema að setja boltann á markið, þá hefði hann alltaf verið inni en hann svoleiðis HAMRAR boltanum yfir markið við lítinn fögnuð samherja sinna!
KRISTINN JUSTIANO er í RUGLINU!
Fær boltann BEINT fyrir framan mark Selfyssinga og þarf ekki að gera neitt nema að setja boltann á markið, þá hefði hann alltaf verið inni en hann svoleiðis HAMRAR boltanum yfir markið við lítinn fögnuð samherja sinna!
59. mín
MARK!
James Mack (Selfoss)
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
MAAAAAAAAARK!!!!
OOOOOG ÞAÐ GEGN GANGI LEIKSINS!!!
Björgvin Stefán fyrirliði Leiknis vill meina að það hafi verið brotið á sér rétt fyrir utan teig Selfyssinga og hendir sér í jörðina, Selfyssingar fljótir að hugsa og bruna fram völlinn þar sem Pachu fær boltann, sendir hann á JC Mack sem er rétt fyrir utan teig, snýr og skýtur. BOOOOM 1-0 fyrir Selfyssinga!
OOOOOG ÞAÐ GEGN GANGI LEIKSINS!!!
Björgvin Stefán fyrirliði Leiknis vill meina að það hafi verið brotið á sér rétt fyrir utan teig Selfyssinga og hendir sér í jörðina, Selfyssingar fljótir að hugsa og bruna fram völlinn þar sem Pachu fær boltann, sendir hann á JC Mack sem er rétt fyrir utan teig, snýr og skýtur. BOOOOM 1-0 fyrir Selfyssinga!
58. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
Út:Valdimar Ingi Jónsson (Leiknir F.)
Fyrsta skipting leiksins.
57. mín
SELFYSSINGAR ERU STÁÁÁÁLHEPPNIR!!!
Það kemur fyrirgjöf frá hægri inní teig og Þorsteinn Daníel kemur á ferðinni og ætlar að hreinsa frá en er HÁRSBREIDD frá því að setja boltann í eigið net en Guðjón Orri kemur í veg fyrir það og nær að verja í horn!
Það kemur fyrirgjöf frá hægri inní teig og Þorsteinn Daníel kemur á ferðinni og ætlar að hreinsa frá en er HÁRSBREIDD frá því að setja boltann í eigið net en Guðjón Orri kemur í veg fyrir það og nær að verja í horn!
53. mín
Guðjón Orri á ANSI hálum ís þarna!!! Skelfileg mistök.
Kemur bolti inní teig sem hann ætlar að grípa en missir boltann skelfilega beint í fætur Kristins sem nær að snúa í átt að auðu markinu en hittir boltanum ekki á markið!!
Gaui stálheppinn þarna.
Kemur bolti inní teig sem hann ætlar að grípa en missir boltann skelfilega beint í fætur Kristins sem nær að snúa í átt að auðu markinu en hittir boltanum ekki á markið!!
Gaui stálheppinn þarna.
52. mín
SLÁÁÁÁIN!
Gestirnir með skot í slá!
Kristinn Justiano fær frábæra stungusendingu innfyrir og nær góðu skoti, fast sem Guðjón Orri ver mjög vel í slá og þaðan í innkast!
Gestirnir með skot í slá!
Kristinn Justiano fær frábæra stungusendingu innfyrir og nær góðu skoti, fast sem Guðjón Orri ver mjög vel í slá og þaðan í innkast!
51. mín
Selfyssingar halda áfram að reyna löngu innköstin og Andy kemur í flikkið. Hefur ekki borið árangur í þessum leik og eftir þetta innkast kallar Gunni á sína menn: ,,Strákar það vantar aðeins uppá þetta"
48. mín
Selfyssingar byrja af krafti í seinni hálfleik.
Nú á Svavar Berg skot fyrir utan teig sem Robert fer í horn.
Nú á Svavar Berg skot fyrir utan teig sem Robert fer í horn.
47. mín
Þorsteinn Daníel með skot að marki, ekki gott.
Már Ingólfur vallarþulur orðaði þetta ágætlega: ,,Fín hugmynd, illa útfærð, svipað og Kommúnismi"
Már Ingólfur vallarþulur orðaði þetta ágætlega: ,,Fín hugmynd, illa útfærð, svipað og Kommúnismi"
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað og það eru Selfyssingar sem hefja leik núna með vindinn í bakið.
Bæði lið óbreytt.
Bæði lið óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Þannig lagað séð tíðindalítið fyrir utan það að Unnar átti að fá rautt spjald og ekki orð um það meir!
43. mín
Við förum sennilega markalaus inní seinni hálfleikinn. Bendir ekkert til þess að við fáum mark fyrir lok fyrri hálfleiks.
39. mín
Gult spjald: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
ÞAÐ ERU LÆTI!
Unnar Ari með fáránlega tilburði. Brýtur á Pachu á miðjunni og Erlendur flautar og Pachu ætlar að taka hratt en Unnar labbar upp að Pachu tekur í hann og svoleiðis ýtir honum af öllum krafti í jörðina BEINT fyrir framan augun á Erlendi.
Við erum sammála því hér í blaðamannagámnum að þetta hafi ekki átt að vera neitt annað en rautt!
Unnar Ari með fáránlega tilburði. Brýtur á Pachu á miðjunni og Erlendur flautar og Pachu ætlar að taka hratt en Unnar labbar upp að Pachu tekur í hann og svoleiðis ýtir honum af öllum krafti í jörðina BEINT fyrir framan augun á Erlendi.
Við erum sammála því hér í blaðamannagámnum að þetta hafi ekki átt að vera neitt annað en rautt!
36. mín
Frááááábær sókn hjá heimamönnum!
Kristinn Sölvi fær hann úti á vinstri kanti, kemur með fastan bolta meðfram jörðinni inní box á JC sem nær ekki nógu góðu skoti og Robert í markinu hirðir boltann!
Selfyssingar hæglega getað komist yfir þarna.
Kristinn Sölvi fær hann úti á vinstri kanti, kemur með fastan bolta meðfram jörðinni inní box á JC sem nær ekki nógu góðu skoti og Robert í markinu hirðir boltann!
Selfyssingar hæglega getað komist yfir þarna.
33. mín
Selfyssingar fá sína fyrstu hornspyrnu hér á 33' mínútu leiksins. Spyrnan tekin stutt, Þorsteinn sendir á Inga Rafn sem spyrnir boltanum fyrir en gestirnir skalla burt.
29. mín
Bölvað vesen á Gylfa vinstri bakverði Selfyssinga, tekur langan tíma í það að reima skónna og endar síðan á því að senda Hafþór Sævarsson liðstjóra að sækja nýjar reimar.
Haffi hleypur eins og vindurinn inn í klefa.
Haffi hleypur eins og vindurinn inn í klefa.
27. mín
Ingi Rafn fíflar hér varnarmann Leiknis á vinstri kantinum og kemur með fína fyrirgjöf en vindurinn feykir honum aftur fyrir. Eins og svo mörgum öðrum!
25. mín
JC með fínan sprett upp kantinn og fyrirgjöf ætlaða Inga Rafn sem var klár í skotstöðu áður en varnarmaður Leiknis nær að koma sér fyrir boltann og koma honum burt.
22. mín
Ef við drögum fyrstu 20 mínúturnar saman þá hafa Leiknismenn verið sterkari, fengið 2 fín færi meðan Selfyssingar hafa verið í vandræðum með að skapa sér færi.
Rokið að hafa áhrif á leikinn og sendingar heilt yfir hafa verið slæmar
Rokið að hafa áhrif á leikinn og sendingar heilt yfir hafa verið slæmar
18. mín
Nokkrir leikmenn vallarins búnir að fá tiltal frá Erlendi á þessum upphafsmínútum.
Menn eitthvað slappir eftir þjóðhátíðina í gær!
Menn eitthvað slappir eftir þjóðhátíðina í gær!
15. mín
Leiknismenn fá annað mjög gott færi hér!
Fyrirgjöf frá hægri og Unnar Ari stekkur hátt og skallar boltann í átt að markinu og Guðjón nær að verja aftur í horn!
Fyrirgjöf frá hægri og Unnar Ari stekkur hátt og skallar boltann í átt að markinu og Guðjón nær að verja aftur í horn!
14. mín
HILMAR FREYR með frábært skot í átt að marki Selfyssinga. Er einn og óvaldaður inní teig Selfyssinga, setur hann fast í nær hornið og Guðjón Orri ver boltann frábærlega í horn!
12. mín
Guðjón Orri með fínt úthlaup, kallar hátt yfir völlin og Andy nær að tefja sóknarmann Leiknis sem kemur á harðahlaupum í átt að Guðjóni. Guðjón sparkar í innkast.
10. mín
Leiknismenn fá hér aukaspyrnu í fyrirgjafafæri og Kristinn Justiniano tekur hana en spyrnan alveg afspyrnuléleg og Selfyssingar ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum burt.
6. mín
Klárt að vindurinn er að hafa aðeins áhrif á sendingarnar. Leiknismenn að spila með vindinum og boltarnir innfyrir alltaf aðeins of langir.
3. mín
Byrjar nokkuð fjöruglega. Selfyssingar meira með boltann og eru að reyna að finna Inga Rafn frammi. Menn að venjast vindinum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir frá Fáskrúðsfirði sem hefja leik með boltann!
Góða skemmtun.
Góða skemmtun.
Fyrir leik
Jæja þetta er að hefjast.
Liðin ganga hér út á völlinn. Erlendur Eiríksson dómari í dag, alvöru dómari sá.
Selfyssingar vínrauðir og Leiknismenn hvítir.
Liðin ganga hér út á völlinn. Erlendur Eiríksson dómari í dag, alvöru dómari sá.
Selfyssingar vínrauðir og Leiknismenn hvítir.
Fyrir leik
Fyrir þá sem ómögulega komast á völlinn þá er linkur á SelfossTV hér á forsíðunni.
Annars verður þessi lýsing mjög góð!
Annars verður þessi lýsing mjög góð!
Fyrir leik
Svokallað gluggaveður á Selfossi í dag.
Hann blæs ansi hressilega og hitastigið "Feels like" svona 2 gráður.
Völlurinn í toppstandi samt.
Hann blæs ansi hressilega og hitastigið "Feels like" svona 2 gráður.
Völlurinn í toppstandi samt.
Fyrir leik
Leiknismenn stilla bara upp nákvæmlega sama liði og vann Fylki í síðustu umferð. Ekki nein einasta ástæða til þess að breyta því eitthvað!
Fyrir leik
Nokkuð athyglisvert byrjunarlið Selfyssinga eftir tapið gegn Leikni en Gunnar talaði einmitt um það í viðtali eftir leik að hann ætlaði að gera breytingar á liðinu,
Svavar Berg, Gylfi Dagur, Ingi Rafn, Siggi Eyberg, Kristinn Sölvi og Haukur Ingi koma allir inní byrjunarliðið frá síðasta leik. Alls 6 breytingar.
Svavar Berg, Gylfi Dagur, Ingi Rafn, Siggi Eyberg, Kristinn Sölvi og Haukur Ingi koma allir inní byrjunarliðið frá síðasta leik. Alls 6 breytingar.
Fyrir leik
Liðin mættust að sjálfsögðu tvisvar í Inkasso deildinni á síðasta tímabili.
Fyrri leikurinn fór 3-2 fyrir Selfossi á JÁVERK-vellinum en seinni leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Fáskrúðsfirði.
Það verður spennandi að sjá hvernig leik við fáum hér í dag!
Fyrri leikurinn fór 3-2 fyrir Selfossi á JÁVERK-vellinum en seinni leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Fáskrúðsfirði.
Það verður spennandi að sjá hvernig leik við fáum hér í dag!
Fyrir leik
Selfyssingar geta komið sér upp í 3.sæti deildarinnar með sigri hér í dag en fyrir leikinn sitja þeir í því 5.
Liðið tapaði gegn Leikni frá Reykjavík í síðustu umferð, 2-0.
Liðið tapaði gegn Leikni frá Reykjavík í síðustu umferð, 2-0.
Fyrir leik
Leiknismenn sitja á botni deildarinnar fyrir leikinn í dag en með sigri næðu þeir að hífa sig upp í 9-10 sæti deildarinnar og þar af leiðandi úr fallsæti.
Liðið vann ansi óvæntan sigur í síðustu umferð þegar þeir unnu Fylki, 3-1.
Liðið vann ansi óvæntan sigur í síðustu umferð þegar þeir unnu Fylki, 3-1.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson
4. Javier Angel Del Cueto Chocano
('67)
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
16. Unnar Ari Hansson
18. Valdimar Ingi Jónsson
('58)
18. Jesus Guerrero Suarez
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
('80)
Varamenn:
12. Bergsveinn Ás Hafliðason (m)
5. Almar Daði Jónsson
('67)
6. Carlos Carrasco Rodriguez
('80)
15. Kristófer Páll Viðarsson
('58)
23. Dagur Ingi Valsson
Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Amir Mehica
Arnar Freyr Pétursson
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson
Gul spjöld:
Unnar Ari Hansson ('39)
Rauð spjöld: