Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Fjölnir
2
1
ÍBV
Þórir Guðjónsson '47 1-0
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '58
Ingimundur Níels Óskarsson '84 2-1
23.07.2017  -  17:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn flottur og stillt veður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 561
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('71)
8. Igor Jugovic ('71)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg ('88)
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Ivica Dzolan ('88)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
13. Anton Freyr Ársælsson
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('71)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þóroddur flautar af. Þrír mikilvægir punktar hjá Fjölnismönnum sem eru nú fjórum stigum frá fallsvæðinu, viku eftir að þeir sátu í botnsætinu!

Skýrsla og viðtöl innan tiðar.
93. mín
Þarna munaði engu! Jónas Þór Næs í færi eftir hornspyrn og Fjölnismenn bjarga á línu. Svakaleg pressa hjá Eyjamönnum á lokasekúndunum.
92. mín
Hans Viktor með misheppnaða hreinsun sem dettur ofan á slána og aftur fyrir endamörk. Hornspyrna!
90. mín
Kaj Leó með þrumuskot eftir hornspyrnu en Fjölnismenn komast fyrir. Sindri Snær fær síðan gott færi á fjærstöng en skot hans fer líka í varnarmann. Þung pressa hjá ÍBV.
90. mín
Þrjár mínútur í viðbótartíma. Eyjamenn sækja í leit að jöfnunarmarki.
88. mín
Inn:Ivica Dzolan (Fjölnir) Út:Marcus Solberg (Fjölnir)
Fjölnir bætir við fimmta manni í vörnina. Sóknarmaður út.
84. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Er Ingimundur að tryggja Fjölni sigurinn? Fjölnismenn ná að opna miðjuna hjá Eyjamönnum. Ingimundur fær boltann aleinn fyrir framan vítateiginn og þakkar fyrir sig með því að skora með innanfótarskoti í hornið framhjá Halldóri Páli.
80. mín
Ingimundur Níels með skot fyrir utan teig en boltinn framhjá.
80. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (ÍBV)
Tæklar Gunnar Már. Herra Fjölnir brást illa við og í kjölfarið urðu smá læti. Jónas fær gult fyrir tæklinguna en Gunnar Már sleppur.
78. mín
Inimundur Níels tekur hornspyrnu og Torfi Tímoteus er einn og óvaldaður utarlega í teignum. Torfi nær höruskalla en boltinn fer framhjá.
77. mín
Þórður Ingason í vandræðum eftir hornspyrnu. Boltinn dettur dauður í teignum en Fjölnismenn ná svo að bjarga. Aðeins meiri kraftur í Eyjamönnum þessar mínúturnar.
75. mín
Jónas Þór Næs langt innkast sem Fjölnismenn skalla út fyrir teig. Þar bíður Pablo Punyed og hann lætur vaða viðstöðulaust á lofti úr vítateigsboganum. Þórður gerir vel með því að verja í horn. Fín tilraun hjá Pablo.
73. mín
561 áhorfandi á vellinum í dag. Dapurt.
73. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Arnór Gauti hefur hlaupið mikið í dag og verið ógnandi. Færeyingurinn leysir hann af hólmi.
71. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Tveir reynslumiklir inn á hjá Fjölni.
71. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
68. mín
Rólegt yfir þessu núna og jafnræði með liðunum. Fáum við sigurmark?
61. mín
Eyjamenn með hörkuskyndisókn. Arnór Gauti fær sendingu fram völlinn og brýst framhjá Tadejevic út við hornfána. Boltinn endar hjá Mikkel sem er í færi en Fjölnismenn bjarga í horn.
58. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Gunnar Heiðar skorar sitt fimmta mark í sumar!

Arnór Gauti tók boltann á kassann hægra megin í teignum og negldi boltanum þaðan í átt að marki. Gunnar Heiðar var eins og sannur markaskorari mættur á markteiginn til að stýra skotinu í netið.
57. mín
Mikkel á stungusendingu á Arnór Gauta sem er að sleppa í gegn. Þórður kemur langt út úr markinu og bjargar með góðri tæklingu. Fyrirliðinn vel á tánum þarna.
54. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
Framherjinn frá Íran hefur lítið seint í frumraun sinni.

Mikkel fer fremst á miðjuna og Gunnar Heiðar fer upp á topp með Arnóri Gauta.
52. mín
Birnir með fyrirgjöf sem á endanum ratar á Ægi. Hann tekur snúning í teignu men skotið langt framhjá. Ægir hefði mögulega frekar átt að senda boltann út á samherja þarna.
47. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þvílíkur vandræðagangur í vörn ÍBV! Eftir langt innkast fá Eyjamenn nokkur tækifæri til að hreinsa en það gengur ekki. Boltinn skoppar alla leiðina á fjærstöngina þar sem Þórir skorar með skalla yfir Halldór.

Óboðlegur varnarleikur hjá ÍBV. Boltinn skoppaði þarna í teignum og enginn náði að hreinsa.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og sólin lætur sjá sig í Grafarvoginum. Vonandi fáum við mörk líka!

45. mín
Hálfleikur
Heilt yfir tíðindalítill fyrri hálfleikur. Fjölnismenn hættulegri en lítið um dauðafæri.
45. mín
Igor Jugovic með þrumuskot fyrir utan teig sem Halldór Páll ver í horn.
41. mín
Hár bolti inn á teiginn sem er skallaður út. Þar kemur Birnir Snær á ferðinni og á hörkuskot en boltinn rétt framhjá. Fjölnismenn eru áfram líklegri!
38. mín
Sindri Snær með sendingu sem fer beint í Þórodd dómara! Fjölnismenn ná boltanum og komast í hættulega sókn. Pablo brýtur á Jugovic 25 metra frá marki og aukaspyrna dæmd.

Þórir tekur spyrnuna en Linus skallar framhjá úr erfiðu færi.
36. mín
Hætta! Fjölnismenn með flotta sókn en ná ekki skoti á markið. Birnir Snær fékk boltann í færi en ætlaði að leika á Felix áður en hann myndi skjóta. Felix sá við honum og færið rann út í sandinn. Þarna hefði Birnir bara átt að láta vaða!
33. mín
Felix Örn með skot með hægri fyrir utan teig. Auðvelt fyrir Þórð
32. mín
,,Koma svo strákar, aðeins meiri baráttu í okkur. Ekki láta ýta okkur endalaust," öskrar Þórður Ingason fyrirliði Fjölnis. Ósáttur með það hversu fá návígi liðið er að vinna.
30. mín
Afskaplega fá færi hingað til. Þessi leikur er ekki næstum því jafn opinn og 6-3 leikurinn hjá ÍBV um síðustu helgi. Eyjamenn hafa þétt raðirnar.
29. mín
Arnór Gauti með fínan sprett hægra megin en fyrirgjöf er aðeins of innarlega fyrir Shabab.
22. mín
Inn:Halldór Páll Geirsson (ÍBV) Út:Derby Rafael Carrilloberduo (ÍBV)
Stutt endurkoma hjá Derby. Hann fer meiddur af velli.
22. mín
Derby Carillo, markvörður ÍBV, liggur meiddur eftir. Aðrir leikmenn nýta tækifærið og fá sér vatn.
20. mín
Hendi dæmd á Pablo Punyed rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrna á hættulegum stað.

Ægir Jarl tekur spyrnuna en hún fer beint í varnarvegginn.
18. mín
Birnir Snær með skemmtileg tilþrif. Fer framhjá Felix og leikur inn á teiginn en Derby ver skot hans nokkuð auðveldlega.

Fjölnismenn eru hættulegri á upphafsmínútunum.
14. mín
Eyjamenn eru með tvo fljóta menn frammi í Arnóri Gauta og Shabab. Varnarlína Fjölnis hefur hins vegar passað upp á að lenda eki í kapphlaupi við þá hingað til.
13. mín
Birnir Snær með flotta fyrirgjöf frá hægri. Þórir nær skalla að marki en Derby blakar boltanum í horn. Besta tilraun leiksins hingað til.
9. mín
Eyjamenn með nokkuð þunga sókn en Fjölnismenn standa öll vandræði af sér. Við bíðum ennþá eftir alvöru færi.
7. mín
Fjölnismenn eiga skot sem fer í varnarmann. Fyrsta hornspyrna leiksins.
5. mín
3. mín
1. mín
Leikur hafinn
Þóroddur flautar á.
Fyrir leik
Spá út fréttamannastúkunni.

Hjörvar Ólafsson, Morgunblaðið
Fjölnir 2 - 2 ÍBV

Hörður Snævar, 433.is
Fjölnir 0 - 2 ÍBV

Ástrós Ýr, Vísir
Fjölnir 0 - 1 ÍBV
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. Áhorfendur að tínast á völlinn. Engin áhorfendamet verða slegin hér í dag.
Fyrir leik
Derby Carillo er kominn aftur í markið hjá ÍBV fyrir Halldór Pál Geirsson. Derby spilaði fyrstu tvo leiki sumarsins áður en Halldór Páll tók stöðu hans. Derby er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa spilað með El Salvador í Gullbikarnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar.

Athygli vekur að Gunnar Már Guðmundsson fer á bekkinn hjá Fjölni þrátt fyrir að hafa skorað í 4-0 sigri gegn Grindavík í síðustu umferð. Igor Jugovic kemur inn í liðið í hans stað.

Shahab Zahedi Tabar, framherji frá Íran, fékk leikheimild með ÍBV í vikunni en hann hefur æft með liðinu undanfarin mánuð. Shabab fer beint í byrjunarliðið í dag.

Enski varnarmaðurinn David Atkinson samdi við ÍBV fyrir helgi en hann fékk ekki leikheimild í tæka tíð fyrir leikinn í dag.

Avni Pepa er farinn til Noregs og Óskar Elías Zoaega Óskarsson tekur stöðu hans í vörninni síðan í 6-3 tapinu gegn KA um síðustu helgi.

Mikkel Maigaard Jakobsen og Alvaro Montejo Calleja detta einnig úr liðinu síðan gegn KA en þeir Shabab og Arnór Gauti Ragnarsson koma inn.
Fyrir leik
Rikki G spáir í leiki umferðarinnar.

Fjölnir 2 - 1 ÍBV
Fjölnir virtist hafa haft mjög gott af þessari sega mega hvíld sem þeir fengu um daginn. Maður veit síðan aldrei hvaða ÍBV lið maður fær út á völl. Gústi nær að tengja 2 sigurleiki í röð.
Fyrir leik
Markalaust var í fyrri leik þessara liða í sumar í 1. umferðinni. Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, fékk rauða spjaldið eftir 15 mínútur í þeim leik.

Liðin mættust aftur í Eyjum mánuði síðar í Borgunarbikarnum en þar vann ÍBV 5-0. Fjölnismenn hafa harma að hefna eftir þann leik hér í dag.
Fyrir leik
Gengi liðanna var ólíkt í síðustu umferð. Fjölnir sigraði Grindavík 4-0 á heimavelli á meðan ÍBV steinlá 6-3 gegn KA.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður fylgst vel með gangi mála í leik Fjölnis og ÍBV í 12. umferð Pepsi-deildarinnar. Fjölnismenn eru fyrir leikinn með tólf stig í 8. sæti deildarinnar en ÍBV er með stigi minna í 11. sæti. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik í neðri hlutanum.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m) ('22)
Matt Garner
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
10. Shahab Zahedi ('54)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('73)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m) ('22)
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('73)
9. Mikkel Maigaard ('54)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
14. Renato Punyed Dubon
16. Viktor Adebahr

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Jónas Þór Næs ('80)

Rauð spjöld: