Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 31. ágúst 2017  kl. 17:45
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Þungbúið og hægur andvari. 9 stiga hiti og rennisléttur fótboltavöllur!
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Skúli Jón Friðgeirsson
FH 0 - 1 KR
0-1 Tobias Thomsen ('67)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Vignir Jóhannesson (m)
0. Bjarni Þór Viðarsson ('72)
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
10. Davíð Þór Viðarsson (f) ('86)
11. Atli Guðnason
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
24. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Teitur Magnússon ('86)
3. Einar Örn Harðarson
16. Jón Ragnar Jónsson ('72)
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
26. Baldur Logi Guðlaugsson

Liðstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Ólafur Páll Snorrason
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Kassim Doumbia ('40)
Davíð Þór Viðarsson ('82)
Böðvar Böðvarsson ('87)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
KR sigra í Krikanum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+3

Aukaspyrna á miðjum velli fyrir FH.

Síðasti séns.
Eyða Breyta
90. mín
+1

Guðmundur Andri með flottan sprett og gott skot en Vignir varði virkilega vel í horn.
Eyða Breyta
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
88. mín
KR björguðu hér naumlega í horn eftir langflottustu sóknartilburði FH, Atli ´nálægt því að fá færi.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Orðið MJÖG skuggsýnt í Kaplakrika...en held að þetta sé réttur maður að fá spjald hérna hjá mér. Braut á Bjerregaard
Eyða Breyta
86. mín Teitur Magnússon (FH) Davíð Þór Viðarsson (FH)
Fæddur 2001, á eldra ári 3.flokks. Sonur Magnúsar Teitssonar handboltahetju.

Fyrsti leikur í meistaraflokki, fer í hafsent og Böðvari ýtt upp.

Velkominn Teitur.
Eyða Breyta
83. mín Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Kennie Chopart (KR)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Braut á Pálma.
Eyða Breyta
82. mín
Guðmundur Karl í skotfæri utan teigs en neglir þessum hátt yfir.
Eyða Breyta
79. mín
Hornin urðu fjögur og eftir það síðasta fékk Doumbia fínt skallafæri sem hann ekki náði að nýta nægilega vel, skallinn datt ofaní markteiginn þar sem Beitir sótti boltann.
Eyða Breyta
78. mín Robert Sandnes (KR) Tobias Thomsen (KR)

Eyða Breyta
77. mín
FH klárlega farnir að þrýsta meira á hérna, fá hér annað hornið á sömu mínútu.
Eyða Breyta
72. mín Jón Ragnar Jónsson (FH) Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Frændaskipting.

Jón kemur í bakvörð og Guðmundur Karl inn á miðjuna.
Eyða Breyta
71. mín
Nú þurfa FH að koma ofar á völlinn, nokkuð sem þeir hafa lítið gert af í kvöld.
Eyða Breyta
67. mín MARK! Tobias Thomsen (KR), Stoðsending: Morten Beck
Sanngjörn forysta KR!

Óskar Örn dregur Þórarinn út úr stöðu, Beck veður upp vænginn og fær góða sendingu frá Skúla.

Hnitmiðuð sending inn í teiginn á fjær þar sem Thomsen klárar vel.
Eyða Breyta
65. mín
Enn skotfæri hjá Bjerregaard utan teigsins, þetta er sýnu versta skotið í kvöld...hátt yfir og framhjá.
Eyða Breyta
63. mín
Þrátt fyrir að KR séu sterkari þá eru þrír fremstu hjá FH aansi líflegir.

Dvornekovic var hér í góðu skotfæri úr skyndisókn utarlega í teignum en ákvað að senda frekar á Atla Guðna á fjær. Það voru mistök því sendingin var of föst og endaði í útsparki.
Eyða Breyta
58. mín
Pirringur í stúkunni heimamegin.

FH á hér undir högg að sækja og það gleður fólk ekki gegn KR...
Eyða Breyta
55. mín
KR mjög ákafir hér þessar fyrstu 10 mínútur í síðari hálfleik.

FH eru aftarlega á vellinum hér í byrjun!
Eyða Breyta
54. mín
Bjerregaard enn í skotfæri en þessi siglir rétt framhjá.
Eyða Breyta
52. mín
Óskar kemur sér í fínt skotfæri með hægri en neglir framhjá fjær.

Eyða Breyta
51. mín
Bjerregaard í frábæru færi, stungusending sem kemur honum í gott skotfæri í teignum en Vignir ver vel langt út í teiginn.
Eyða Breyta
48. mín
Hálffæri hér á ferð.

Beitir fer út í kross frá hægri en kýlir boltann á vítapunktinn þar sem Bjarni Þór er ekki alveg tilbúinn í slaginn og laust skotið er hreinsað frá af varnarmönnum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Óbreytt liðsskipan í Krika.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Bragðlítill leikur hingað til.

KR verið nær því að skora en markaleysið sennilega sanngjarnt.
Eyða Breyta
44. mín
Dvornekovic líflegur hægra megin, Arnór í smá basli með hann þessa stundina.

Mjög hraður leikmaður.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)
Brýtur á Bjerregaard í skyndisókn.
Eyða Breyta
39. mín
Thomsen í skallafæri upp úr horni.

Er utarlega á fjær og reyndi að lauma á nærhorn en boltinn lendir ofaná þverslánni.
Eyða Breyta
36. mín
Skot frá Lennon hrekkur beint í varnarvegginn.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Brýtur á Dvornekovic. Þetta er skotfæri.
Eyða Breyta
34. mín
KR nálægt!

Óskar Örn skallar inn fyrir vörnina en Vignir gerir virkilega vel í úthlaupi og lokar á Thomsen.
Eyða Breyta
33. mín
Heldur að lifna hér yfir, liðin mun ákafari í sóknarleiknum þessa stundina, held að styttist í markið.
Eyða Breyta
29. mín
FH beint upp völlinn, Lennon í skotfæri af vítateigslínu en skotið rétt framhjá!
Eyða Breyta
28. mín
Frábært færi!

KR ná skyndisókn eftir aukaspyrnu FH, Chopart æðir upp völlinn með Böðvar í bakkgírnum. Tékkar inn á D-bogann og skilur Böðvar eftir en skotið er rétt framhjá. Átti að gera betur í kláruninni.
Eyða Breyta
24. mín


Eyða Breyta
23. mín
Óskar neglir þessum hátt yfir úr aukaspyrnunni.
Eyða Breyta
22. mín
KR eru að stýra þessum leik þessa stundina, hér brýtur Davíð á Pálma utan teigs svo úr verður skotfæri...
Eyða Breyta
18. mín
Hörkuskot.

Óskar Örn tékkar sig inn á völlinn og framhjá Þórarni, neglir að marki og Vignir þarf virkilega að hafa fyrir að slá þennan í horn á nærstönginni.

Úr horninu verður ekkert.
Eyða Breyta
14. mín
Bjargað á línu!

Óskar með skot sem virkar meinlaust en fer framhjá öllum pakkanum þar til Doumbia reddar naumlega.
Eyða Breyta
11. mín
Þá kom fyrsta færið og það gott.

Dvornekovic á sendingu inn í teiginn þar sem Lennon er frír við vítapunkt en Skúli kemst fyrir skotið og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
9. mín
Annars er OFBOÐSLEGA dauf byrjun hér á ferð.
Eyða Breyta
8. mín
Gestirnir:

Beitir

Beck - Aron - Skúli - Arnór

Finnur - Pálmi

Óskar - Bjerregaard - Chopart

Thomsen.
Eyða Breyta
4. mín
Skulum strax renna í liðsskipan heimanmanna

Vignir

Guðmundur - Böðvar - Kassim - Þórarinn

Davíð

Bjarni - Crawford

Dvornekovic - Atli - Lennon.

Cirka svona held ég.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Lagt af stað í Krikanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru menn klárir í slaginn, KR enda upphitun sína á því að henda nýjum Nike-boltum upp í stúku til síns fólks.

Vel gert.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég ætla að misnota aðstöðu mína og bjóða sérstaklega velkomin nýjan leikmann á varamannabekk FH-inga og í PEPSI-hóp.

Sá heitir Baldur Logi Guðlaugsson af Ölduslóðinni. Sonur Guðlaugs Baldurssonar aðalþjálfara Keflavíkur og Helgu Kristínar Gilsdóttur af einni römmustu FH-ætt Hafnarfjarðar.

Strákur er á yngra ári í þriðja flokki, fæddur 2002.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar!

FH-ingar eru vængbrotnir í kvöld og alls þarf Heimir Guðjónsson að gera fjórar breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Stjörnunni.

Bergsveinn Ólafsson, Cédric D'Ulivo, Emil Pálsson og Halldór Orri Björnsson eru allir meiddir auk þess sem Pétur Viðarsson er í leikbanni eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir leikinn í Garðabæ á sunnudag.

Gunnar Nielsen, markvörður FH, er í verkefni með færeyska landsliðinu en hann fær að kljást við Cristiano Ronaldo og félaga í Portugal í kvöld.

Vignir Jóhannesson verður í markinu í kvöld og Bjarni Þór Viðarsson byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic byrjar einnig sinn fyrsta leik fyrir FH auk þess sem Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í liðið.

Áhugavert verður að sjá hver spilar við hlið Kassim Doumba í hjarta varnarinnar í fjarveru Péturs þar sem Bergsveinn er einnig frá vegna meiðsla. Böðvar Böðvarsson og Davíð Þór Viðarsson hafa báðir leikið þar áður með FH.

Hjá KR er ein breyting frá því í 2-2 jafnteflinu gegn Grindavík. Gunnar Þór Gunnarsson er fjarri góðu gamni og Kennie Chopart kemur inn fyrir hann.
Eyða Breyta
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á KR vellinum.

Óskar Örn Hauksson og Arnór Aðalsteinsson skoruðu fyrir KR en Kristján Flóki Finnbogason og Atli Guðnason fyrir Hafnfirðinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið í dag er nú ekki af verri endanum!

Flautarinn kemur úr höfuðstað Norðurlands, Þóroddur Hjaltalín er sá. Hann tekur með sér að norðan AD2 sem eitir Eðvarð Eðvarðsson en AD1 er Kópavogssjarmörinn Frosti Viðar Gunnarsson.

Fjórði dómari er Egill Arnar Sigurþórsson og eftirlitsmaður KSÍ er enn einn norðanmaðurinn, Maggi Siguróla!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pétur Viðarsson mun taka út leikbann í kvöld eftir að hafa fengið rautt spjald í hasarnum eftir jafnteflið við Stjörnuna á mánudaginn.

Fréttir herma að Bergsveinn Ólafsson og Emil Pálsson séu meiddir og verði ekki með. KR eru án leikbanna og að því er heyrist bara allir heilir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH eru enn að gæla við draum um titil með sigri í kvöld, ef þeir vinna leikina sem þeir eiga inni verða þeir 6 stigum á eftir toppliði Vals.

KR eru klárlega að gera sér vonir um að ná 3.sæti sem gefur sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. Til að það verði líklegra þurfa þeir stig í kvöld, allra helst þrjú.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Um frestaðan leik er að ræða, að honum loknum hafa KR leikið 17 leiki í deildinni en FH þá komnir í 16 og eiga þá bara einn leik eftir til að ná öllum liðum.

Þetta er af Evrópu-völdunum miklu hjá þessum tveimur liðum!!!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og KR í PEPSI-deild karla.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
30. Beitir Ólafsson (m)
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart ('83)
11. Tobias Thomsen ('78)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Garðar Jóhannsson
20. Robert Sandnes ('78)
21. Bjarki Leósson
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('83)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðstjórn:
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('35)

Rauð spjöld: