
Góðan og gleðilegan föstudag. Í slúðurpakka dagsins er leikmaður Tottenham orðaður við Manchester City og ýmislegt fleira. BBC tók saman.
Manchester City hefur bætt Destiny Udogie (22), vinstri bakverði Tottenham og Ítalíu, á lista yfir möguleg kaup þar sem félagið hyggst fá inn bakvörð í sumar. (Fabrizio Romano)
Arsenal, Chelsea, Liverpool, Newcastle og Tottenham hafa rætt við umboðsmenn spænska varnarmannsins Dean Huijsen (19) sem hefur leikið afskaplega vel með Bournemouth á tímabilinu. (Athletic)
Will Still (32), stjóri Lens í Frakklandi, er meðal þeirra sem koma til greina sem næsti stjóri Southampton eftir að Ivan Juric hætti fyrr í vikunni. (Talksport)
West Ham íhugar að fá Aaron Ramsdale (26), markvörð Southampton og Englands, til sín í sumar. (Times)
Real Betis er með 35 milljóna punda verðmiða á Jesus Rodriguez (19) en áhugi Chelsea á spænska kantmanninum hefur aukist. (Mail)
Newcastle er að undirbúa tilboð í James Trafford (22), markvörð Burnley, og vill fá enska sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin (28) en samningur hans við Everton rennur út eftir tímabilið.(Football Insider)
Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur áhuga á að fá Jack Clarke (24), enskan kantmann Ipswich. (Football Insider)
Atalanta mun búast við upphafstilboðum upp á 60 milljónir evra í Ademola Lookman (27), fyrrum framherja Everton, en Nígeríumaðurinn ætlar að yfirgefa ítalska félagið í lok tímabilsins. (Calciomercato)
Barcelona hefur dregið úr áhuga sínum á þýska varnarmanninum Jonathan Tah (29) sem verður samningslaus við Bayer Leverkusen þann 30. júní. (Sport)
Patrick Vieira, stjóri Genoa, er í baráttunni um að verða nýr stjóri Roma, en þessi fyrrum miðjumaður Arsenal og Frakklands, er einn fjögurra sem eru á blaði. (Sky Sport Italia)
Deco, íþróttastjóri Barcelona, horfir til spænska landsliðsmarkvarðarins Alex Remiro (30) hjá Real Sociedad sem næsta markvörð félagsins í stað Þjóðverjans Marc-Andre ter Stegen (32). (Catalunya Radio)
Athugasemdir