Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Breiðablik
0
1
Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '57 , víti
03.06.2018  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Grátt, þoka yfir vellinum
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1546
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('85)
15. Davíð Kristján Ólafsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('72)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hrvoje Tokic ('85)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('46)
18. Willum Þór Willumsson ('72)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('35)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('50)
Viktor Örn Margeirsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur Breiðablik hér í dag.
94. mín
Gauji Bald chippar yfir autt markið og leikurinn er þá að fjara út hérna.
91. mín
Gísli með hornið beint á hausinn á Davíð en hann skallar framhjá, hitta markið þarna Davíð!
91. mín
Þrem mínútum bætt við hér í dag.
87. mín
Næstum því jöfnunarmark, Elli með geggjaða sendingu í gegn á Svein sem er með hann á verri fætinum og skýtur með hægri en Halli ver mjög vel og boltinn í horn. Ná Blikar jöfnunarmarki í lokin?
86. mín
Ævar með gott hlaup og kemur með fyrirgjöfina en Damir kemst fyrir og boltinn í hornspyrnu.
85. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Aron afleitur í dag og Tokic er mættur inná, allt sett í sóknina hér í lokin.
84. mín
Enn og aftur dæmt á Svein en núna var það þó líklega rétt aldrei þessu vant.
83. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn verið fínn hérna í dag en kemur nú útaf fyrir manninn sem gæti hlaupið back to back maraþon án þess að blása úr nös. Ævar Ingi mættur til að klára dæmið fyrir Stjörnuna.
81. mín
Komið smá líf í Blikana núna, Elli Helga í þröngu færi en nær mjög góðu skoti sem Halli ver mjög vel í horn, Elli elskar að fá tækifæri til að skjóta á markið.
80. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Er of seinn í tæklingu á Gísla á miðjum vellinum og verðskuldar þetta spjald.
79. mín
Alex tekur negluna af 30 metrunum beint í hnakkann á Gauja Bald, Gauji steinlá!
78. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Mætti þarna fashionably late í tæklingu á Guðmundi Steini, var góðum hálftíma of seinn.
77. mín
Vá Gísli með sturlaða sendingu yfir pakkann og beint á Arnþór en hann tekur skelfilegt fyrsta touch og missir boltann til Halla í markinu. Fyrsta snerting þeirra Arons og Arnþórs í dag væri ekki boðleg í 8.flokki!
72. mín
Fín aukaspyrna frá Hilmari inná teiginn en Guðmundur Steinn nær ekki að stýra skalla sínum á markið.
72. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Kolbeinn kemur útaf og Willum kemur inná í hans stað, vonandi fyrir Blika að hann kveikji neista í sóknarleik þeirra.
65. mín
Nú dæmir Villi aftur brot á Svein fyrir nákvæmlega ekki neitt, þetta jaðar við einelti þessi dómgæsla á Svein.
63. mín
Sveinn býr sér til smá pláss en fer á hægri fótinn og skot hans ömurlegt og langt yfir, dautt yfir sóknarleik Blika í dag.
57. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Setur Gulla í vitlaust horn og skorar enn eitt markið sitt í sumar. Gulli hefði þurft að verja þetta eftir þessi hörmungar mistök!
56. mín
Víti! Gulli fær boltann tilbaka, er of lengi að dúlla sér með hann og missir hann til Þorsteins og tekur hann niður!
53. mín
Sokkamál Stjörnumanna er að vekja athygli hérna, leikurinn byrjaði seint því þeir skiptu yfir í svarta sokka úr hvítum og núna komu þeir í seinni hálfleikinn í bláum sokkum. Stjörnumenn hafa því farið í þrenn pör af sokkum hér í kvöld sem er líklega met!
50. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Sveinn Aron og Brynjar Gauti fara hérna upp í skallabolta og Brynjar liggur eftir og Vilhjálmur dæmir aukaspyrnu og gult spjald á Svein. Í fyrsta lagi er ég ekki viss um að Sveinn braut og þetta er þá allavega aldrei spjald!
49. mín
Ágætis sókn Stjörnumanna endar með skoti frá Gauja Bald en Gulli grípur það þægilega.
46. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Sveinn Aron kom inná í seinni hálfleikinn fyrir Andra sem virtist tæpur í þeim fyrri.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn byrjaður.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur flautar hér til hálfleiks og staðan er 0-0 í tíðindalitlum fyrri hálfleik.
45. mín
Gauji lenti eitthvað illa hérna áðan í baráttunni við Ella og er haltur, vonandi að hann geti haldið leik áfram í seinni hálfleik.
44. mín
Vá, Arnþór einn á einn inn í teig á móti Tóta sem dettur en nær einhvern veginn að henda hausnum í boltann og moka honum í horn, stórkostleg björgun hjá Tóta!
41. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Þórarinn Ingi brýtur hér á Arnþóri Ara úti á hægri kantinum þegar hann er að komast framhjá honum, hárrétt spjald.
40. mín
Gauji með sendingu á Guðmund Stein sem skýtur rétt yfir markið, Stjarnan aðeins hættulegri síðustu mínútur.
38. mín
Viktor missir hann klaufalega í baráttunni við Gauja sem kemur svo með krossinn yfir á Guðmund Stein en Damir nær að skalla hann í horn.
35. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Fyrir tæklingu á Þorsteini Má, Stjarnan fær aukaspyrnu af 35 metrunum.
34. mín
Þórarinn Ingi fær smá flugbraut hérna og fer í skotið en það er hrikalega lélegt og vel framhjá.
30. mín
Arnór Gauti datt út úr byrjunarliðinu í dag fyrir Aron Bjarna eftir upphitun, mér skilst að hann hafi meiðst í upphitunni.
23. mín
Vá fyrirgjöf frá Hilmari sem fer af Viktori og er á leiðinni í bláhornið en Gulli skutlar sér og ver stórkostlega!
21. mín
Eftir að hafa séð endursýningu á þessu broti þá var vel hægt að gefa rautt á þetta hjá Baldri en gult fær hann.
20. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stjörnumenn að taka hart á Kolbeini unga, Baldur straujar hann hérna rétt fyrir framan miðjubogann með alvöru tæklingu af gamla skólanum, þetta er hins vegar hárrétt spjald, appelsínugult jafnvel!
18. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Fer full harkalega í Kolbein á miðjum vellinum, ekki viss hvort hann þurfi að spjalda hann þarna samt.
15. mín
Fyrsta færið og það er hörkufæri, Guðmundur Steinn er kominn með fínan skotvinkil inn í teig en ristar hann yfir nærstöngina.
8. mín
Leikurinn hefur farið býsna rólega af stað, netið er hins vegar ekki komið á hérna á Kópavogsvelli.
2. mín
Nú er netsambandið hér á Kópavogsvelli farið, kippa þessu í lag strax!
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Enn er beðið eftir að liðin gangi inná völlinn, það er ljóst að þessi leikur byrjar ekki á slaginu átta.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn, nokkuð hefðbundið hjá Blikum og aðeins ein breyting frá sigrinum á KR, Andri Rafn kemur inn fyrir Jonathan Hendrickx sem er fjarri góðu gamni í dag. Stjarnan er einnig með nokkuð líkt lið og þeir hafa verið að spila með í sumar, Guðmundur Steinn fór hamförum í bikarnum og byrjar inná í dag.
Fyrir leik
Spá dagsins kemur frá engum öðrum en fyrrum fyrirliða Breiðabliks, Kára Ársælssyni sem spilaði einnig eitt tímabil með Stjörnunni.
,,Blikar hafa yfirlett verið með gott tak á Stjörnunni. Á því verður engin breyting í kvöld. Það verður frábær stemmning á leiknum því stuðningsmenn liðanna eru búin að vera í Simmatjaldi frá 17. 5-0 verða lokatölur. Gulli lokar búrinu með Jella Jelgava og Damre. Hendrickx verður upp og niður kantinn, tekur gítarinn í hálfleik. Dabbi dansar tangó hinum megin. Markaskorarar kvöldsins verða af dýrari gerðinni. AAA setur 2 og fagnar með þvi að skura teiginn hjá star með bróðir Finns Orra í KR. Gísli verður inná. Aron Bjarna elskar að skora móti star, gerist ekki i kvöld samt því Guddi setur hann með hægri eftir að Aron skýtur í stöng og boltinn rúllar eftir marklínunni. Guddi tækklar hann inn og hleypur beint til sköllótta skelfirsins og fagnar með honum. Svo kemur the real Kolbein inn og setur goal eftir frábærar undirbúning hjá Willum. Fimmta markið skorar Danni Lax, skeytin inn þegar reynir að hreinsa í horn!
Heiðursgestir blika á leiknum eru HM fararnir Alfreð, Jóhann Berg og Sverrir. Heiðursgestir stjörnunnar eru Siddi Rauði, Victor Olsen. Siggi dúlla dúllar yfir sig."
Fyrir leik
Bæði þessi lið eru komin áfram í 8-liða úrslít Mjólkurbikarsins, Blikar tóku KR 1-0 heima og Stjarnan pakkaði Þrótturum saman 5-0 á Samsung vellinum. Stjarnan fer norður á Akureyri og spilar við Þór í 8-liða úrslitum á meðan Blikar fara á Origo-völlinn og mæta Íslandameisturum Vals.
Fyrir leik
Breiðablik sitja á toppi deildarinnar með 11 stig eftir að hafa farið vel á stað í deildinni. Stjarnan er í 8.sætinu með 7 stig en þeir hafa aðeins unnið einn leik í fyrstu 6 umferðunum sem er klárlega langt undir pari.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 7. Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('83)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('83)
18. Sölvi Snær
20. Eyjólfur Héðinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('18)
Baldur Sigurðsson ('20)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('41)
Daníel Laxdal ('80)

Rauð spjöld: