Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
0
0
Breiðablik
Aleksandar Trninic '51
01.07.2018  -  16:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sólin skín, 15° hiti og völlurinn fallega grænn. Svolítil norðanátt.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 714
Maður leiksins: Cristian Martinez - KA
Byrjunarlið:
Hallgrímur Jónasson ('20)
Aleksandar Trninic
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
7. Daníel Hafsteinsson ('80)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('85)
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Guðmann Þórisson ('20)
7. Hjörvar Sigurgeirsson ('85)
17. Ýmir Már Geirsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
25. Archie Nkumu ('80)
28. Sæþór Olgeirsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('38)
Aleksandar Trninic ('38)
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('45)
Callum Williams ('70)
Milan Joksimovic ('75)

Rauð spjöld:
Aleksandar Trninic ('51)
Leik lokið!
Ótrúlegt að hér hafi ekkert mark verið skorað í dag. KA menn geta svosem verið ánægðir með þetta stig úr því sem komið var, en Blikar hljóta að vera sársvekktir með þetta.
90. mín
Það er að fjara undan þessu. Ná KA menn að halda þetta út?
90. mín
Hér spurning um víti, Vilhjálmur segir nei. Milan virðist fella Brynjólf Darra. Pressan frá Blikum er þung en þeir eru ekki nógu beittir í teignum!
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín
MARTINEZ VER SVAKALEGA! Blikar eiga horn, sá ekki hver skallaði að marki en þvílík varsla!! Notar alla sína sentrimetra til að teygja sig til hægri og skutla sér á eftir boltann sem var út við stöngina á leið inn.
87. mín
Lélegt skot með vinstri frá Gísla, fyrir utan teig. Hann vill skora!
85. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
85. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
84. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Brýtur klaufalega af sér, við teig KA manna.
81. mín
Og aftur kemst Gísli í skotfæri, eftir að boltinn er hreinsaður út úr teig KA í kjölfar aukaspyrnu utan af kanti. Martinez ver örugglega og grípur boltann.
80. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
79. mín
KA menn fá aukaspyrnu inni í eigin teig eftir hornspyrnuna.
79. mín
KA menn komast ekki langt, Blikar geysast aftur í sókn og fá horn.
78. mín
Blikar ætluðu að vera klókir, Gísli stillti sér upp en Davíð Kristján tók hana snöggt. Boltinn í vegginn og út af, Blikar fá horn en KA menn hreinsa.
77. mín
Enn og aftur er brotið á Gísla, nú var það Daníel sem braut. Aukaspyrna á hættulegum stað rétt fyrir utan teig KA manna.
76. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Bikarhetjan entist ekki lengi, stingur hér við á leiðinni út af og heldur um lærið.
75. mín
Aftur kemst Aron í gott skotfæri en hann setur boltann yfir.
75. mín Gult spjald: Milan Joksimovic (KA)
KA menn elska gula litinn, en þeir þurfa að fara að passa sig ef þeir vilja ekki missa fleiri af velli.
75. mín
Gunnleifur öryggið uppmálað og grípur boltann.
74. mín
KA menn komast upp völlinn og fá hornspyrnu.
73. mín
Davíð Kristján reynir skotið vel fyrir utan teig, boltinn siglir í gegn og það vantaði bara nokkra sentimetra upp á að Arnór Gauti næti að pota boltanum inn.
72. mín
Aron í svakalegu færi! Er að sleppa innfyrir, hægir á sér og fer á hægri fótinn til að taka skotið. Reynir að skrúfa boltann í fjærhornið en hittir ekki markið. Pressa frá Blikum!
71. mín
KA menn hreinsa fyrirgjöfina frá, Gísli fær boltann fyrir utan teig en skotið er langt framhjá.
70. mín Gult spjald: Callum Williams (KA)
Brýtur harkalega á Sveini Aroni, sem fær vondan skell á afturendann þegar hann lendir. Blikar eiga aukaspyrnu á hægri kanti.
69. mín
Ekki langt frá því. Aron fær boltann aftur úti á kantinum eftir hornspyrnuna og lætur bara vaða. Martinez ver mjög vel! Hann er að halda þeim inni í þessum leik eins og er.
68. mín
Blikar fá hornspyrnu, sem Aron Bjarnason tekur. Fáum við mark?
67. mín
Guðmann liggur hér eftir, fékk boltann í sig þegar hann fleygði sér fyrir þrumuskot Sveins Arons. Harðhausinn harkar þetta af sér.
63. mín
Bjarni Mark í DAUÐAFÆRI! Fyrirgjöfin frá hægri skölluð niður í teignum, hann dettur fyrir hinn örvfætta Bjarna en hann þarf að skjóta með hægri og boltinn fer laflaust framhjá. Hann átti að skora þarna! Þriðja svona dauðafærið í dag, en ekki vill boltinn inn.
61. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór Ari ekki verið mjög líflegur í dag. Hetjan frá því í bikarleiknum gegn Val kemur inná.
59. mín
Blikar eru að verða sífellt aðgangsharðari. Martinez ver hér í tvígang, ekki hættulegustu færin í dag en það þarf að verja þau skotin líka.
57. mín
Leikurinn að opnast. Gísli með frábært skot fyrir utan teig og Martinez þarf að hafa sig allan við til að verja! Blikar fá svo horn en ekkert kemur út úr því. Líf í þessu núna.
56. mín
KA menn með hornspyrnu á hættulegum stað! Hallgrímur skrúfar boltann inn að marki og Blikar bjarga á línu.
55. mín
Ásgeir næstum búinn að prjóna sig í gegn en Blikar bægja hættunni frá. Ásgeir líflegur í dag!
53. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Var kominn alveg yfir á vinstri kantinn og braut þar á Ásgeiri, sem var á harðaspretti upp völlinn.
51. mín Rautt spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Missir boltann til Gísla og brýtur svo á honum alveg verulega klaufalega. Þetta var skellur fyrir KA en að sama skapi bara hreinlega barnalegt hjá Trninic. Fær sitt annað gula og þar með rautt.
46. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
45. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Svarið er nei, það er markalaust í hálfleik.
45. mín Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Ekkert kemur úr innkastinu, Blikar geysast fram en Hallgrímur brýtur á Gísla.
45. mín
KA menn eiga innkast, fáum við mark fyrir hálfleik?
45. mín
Erum í uppbótartíma, 2 mínútur.
44. mín
Ekkert kemur úr spyrnunni, KA menn hreinsa.
43. mín
Blikar eiga hér aukaspyrnu á góðum stað. Við vítateiginn hægra megin.
41. mín
Elfar með tvo góða skalla í röð! Í fyrra skiptið nær Gunnleifur rétt svo að verja og gerir það afar vel. Seinni skallinn er máttlaus og Gunnleifur ver auðveldlega.
38. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Braut á Gísla Eyjólfs á miðjunni. Gísli þarf smá aðhlynningu en heldur áfram.
38. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Kom of seint í tæklingu og sparkaði í Eyjólf sem lá eftir brot Elfars.
37. mín
Viktor Örn í dauðafæri! Blikar með aukaspyrnu frá hægri kantinum, boltinn berst til Viktors á fjærstönginni en hann mokar honum yfir. Þarna kom aftur alvöru færi loksins!
34. mín
Ásgeir í miklu kapphlaupi við Damir, boltinn á leið inn í teig Blika. Damir kemst fyrr í boltann og Ásgeir fellur við, KA menn viljá fá brot dæmt á Damir en Vilhjálmur segir nei. Það var rétt metið, að mínu mati.
33. mín
Gísli kemst í skotfæri eftir hornið en skotið er slakt og fer framhjá. Við köllum eftir betri færum í þessum leik!
32. mín
Loksins kom skot á markið frá Blikum! Willum Þór með fínasta skot af vítateigslínunni, en Martinez blakar honum yfir. Horn!
31. mín
Gísli Eyjólfs fellur við á D-boganum hjá KA mönnum, en Vilhjálmur Alvar dæmi ekki neitt. Blikar vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð þarna.
27. mín
Blikar í fínni sókn en ná ekki að skapa sér gott færi. Þeir halda áfram með sóknina samt.
24. mín
Aron Bjarnason reynir að dansa með boltann framhjá KA mönnum í þeirra vítateig, en tekur of mörg dansspor og missir boltann. Hefði getað tekið skotið og látið reyna á Martinez, sem hefur varla snert boltann í dag.
23. mín
Dómarinn með tilþrif og fellur við í miðjuboganum. Ómeiddur og hlær að þessu.
21. mín
KA menn í góðri sókn, Daníel Hafsteinnson prjónar sig í gegn og leggur út á Ásgeir sem reynir erfitt skot. Elfar Árni rennir sér í boltann en er of seinn og tæklar Viktor Örn, fær á sig aukaspyrnu fyrir vikið.
20. mín
Inn:Guðmann Þórisson (KA) Út:Hallgrímur Jónasson (KA)
18. mín
Ásgeir í góðu færi en skotið afar slappt, aftur gerðist þetta eftir langt innkast. Þau eru hættuleg hjá KA mönnum.
18. mín
Guðmann er að gera sig kláran. Hann hefur ekki gengið heill til skógar heldur, vonandi helst hann góður í dag.
17. mín
Gísli Eyjólfsson í góðu skotfæri en hittir ekki boltann og neglir langt framhjá. Blikar skeinuhættari þessar síðustu mínútur.
16. mín
Hallgrímur Jónasson er líklega búinn í dag! Biður um skiptingu, haltrar eftir að hafa bjargað málunum þegar Sveinn Aron var að sleppa inn fyrir. Harkar af sér, spilar áfram en ég á von á því að hann fari útaf eftir smá.
14. mín
Nú snýst dæmið við, brotið harkalega á Sveini Aroni á helmingi KA manna. Engin spjöld ennþá samt.
13. mín
KA menn fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika, Bjarni Mark sparkaður harkalega niður. Bjarni spilar fremstur á miðjunni í dag.
12. mín
Darraðadans á teignum hjá Blikum! Eftir langt innkast er mikið klafs í teignum, KA menn mjög nálægt því í tvígang að ná skoti en Blikar þvælast fyrir. Gunnleifur nær boltanum á endanum.
9. mín
Fyrsta rangstaðan í dag er á Blika. Arnþór Ari rangstæður eftir fína sókn Blika.
4. mín
Fyrsta færi leiksins og það var dauðafæri! Elfar Árni einn á vítapunktinum, fær fyrirgjöf beint á pönnuna en skallinn er laflaus og boltinn fer framhjá. Þarna átti hann að skora!
2. mín
Aftur innkast, boltinn berst til Hallgríms sem á fyrsta skot leiksins. Fer í varnarmann og ekkert kemur svo út úr sókn KA í kjölfarið.
2. mín
KA menn með innkast rétt við vítateig, grýta boltanum inn í teiginn en hann endar í öruggum höndum Gunnleifs.
1. mín
Það er svolítil norðanátt, sem gæti haft áhrif í aukaspyrnum og slíku.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Greifanum, í norðurátt.
Fyrir leik
Þá fer þetta að hefjast! Liðin ganga hér inn á völlinn, í sínum hefðbundnu gulu og grænu treyjum. Litskrúðugur leikur.
Fyrir leik
Það verður veisla hér í dag. Gott veður, nýtt nafn komið á völlinn og væntanlega eitthvað húllumhæ á vegum Greifans vegna þess. Völlurinn aldrei verið betri í sumar en í dag. Það má ekki minna að vera, því leikurinn verður sýndur í þráðbeinni hjá Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Svona stilla Blikar upp í dag.



Fyrir leik
Hjá Breiðablik vekur athygli að Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp. Aron Bjarnason kemur inn í byrjunarliðið í hans stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Steinþór Freyr verður á bekknum hjá KA, en hann byrjaði í síðasta leik og það sama gildir um Archange Nkumu. Daníel Hafsteinsson kemur inn í liðið hjá KA, eins og Callum Williams.
Fyrir leik
Á Facebook síðu KA manna er að finna upprifjun frá bikarleik þessara liða árið 2006. Tilviljunin að KA menn skuli hafa rifjað upp sigurleik er auðvitað algjör. Þetta var hörkuleikur!

Fyrir leik
Ég fór með fleipur hér áðan. Við erum ekkert á Akureyrarvellinum í dag, heldur Greifavellinum! KA og Greifinn tilkynntu nú rétt áðan um nýjan samning, sem felur í sér að völlurinn mun bera þetta nafn næstu tvö árin. Greifinn auðvitað eins og sérstök stúka við völlinn, svo nálægt honum er veitingastaðurinn. Menn eiga það til að negla boltanum alla leið þangað, en það þurfa þá reyndar að vera alveg ævintýralega léleg skot.
Fyrir leik
Blikar vilja auðvitað fyrir alla muni komast á flug og tengja fleiri sigurleiki saman, þeir geta skotið sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti með sigri hér í dag og sett pressu á Valsmenn. Við megum því eiga von á hörkuleik hér í dag.
Fyrir leik
Breiðablik hefur unnið síðustu tvo leiki en KA hefur aftur á móti tapað tveimur síðustu. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda hér í dag ef þeir ætla sér að ná Evrópusæti í deildinni, en eins og staðan er í dag er frekar útlit fyrir fallbaráttu í sumar. Þessi deild hefur þó verið galopin og skemmtileg svo það má nánast búast við hverju sem er.
Fyrir leik
Það verður ekki annað sagt en að aðstæður til knattspyrnuiðkunar hér á Akureyri séu frábærar í dag. Völlurinn þokkalega rakur eftir rigningu undanfarna daga en nú skín sólin eins og við þekkjum vel hér fyrir norðan.
Fyrir leik
Góðan dag! Verið velkomin í beina textalýsingu frá Akureyravelli!
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('61)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('85)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
20. Kolbeinn Þórðarson ('76)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('61) ('76)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('85)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('46)
Jonathan Hendrickx ('53)
Davíð Kristján Ólafsson ('84)

Rauð spjöld: