Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
0
2
Valur
0-1 Ívar Örn Jónsson '28
0-2 Patrick Pedersen '33
01.07.2018  -  17:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hægur andvari og úrkoma.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 365
Maður leiksins: Patrick Pedersen - Valur
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Hólmar Örn Rúnarsson
Marc McAusland
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
2. Ísak Óli Ólafsson
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('68)
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('59)
99. Lasse Rise ('80)

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
3. Aron Freyr Róbertsson ('80)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('68)
11. Bojan Stefán Ljubicic
15. Atli Geir Gunnarsson
18. Cezary Wiktorowicz
23. Dagur Dan Þórhallsson ('59)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Komum með umfjöllun og viðtöl innan skamms
90. mín
McAustland að bjarga á marklínu eftir skalla frá Patrick Pedersen
89. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
80. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Keflavík) Út:Lasse Rise (Keflavík)
75. mín
Patrick Pedersen með gott skot eftir frábæra sókn Valsmanna en Sindri varði meistaralega
69. mín
Inn:Tobias Thomsen (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
68. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Út:Leonard Sigurðsson (Keflavík)
66. mín
Fín sókn hjá Valsmönnum. Andri Adolphsson fór illa með Anton Frey á vinstri kantinum, renndi boltanum fyrir fætur Guðjóns Péturs, hann renndi honum áfram á kristinn Frey en skot hans hátt yfir markið.
63. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Ólafur Karl Finsen (Valur)
61. mín
Birkir Már var orðinn leiður að hanga aftarlega á vellinum. Hirti boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði með hann upp allann völl og lét vaða frá vítateigslínu en skotið yfir markið.
59. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
53. mín
Aukaspyrna frá Ívari var misheppnuð en boltinn barst við Sigurðar Egils sem átti hörkuskot í markstöngina. Heimamenn sluppu þarna fyrir horn.
52. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Of seinn í tæklingu. Aukaspyrna rétt við vítateigslínu.
49. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill og McAustland renndu sér á lausan bolta. Hann var aðeins á eftir og virtist fara með takkana í andlit McAustland
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér á Nettóvellinum. Valsmenn hafa ráðið ferðinni en þó ekki skapað sér neitt mikið umfram þessi tvö mörk.
44. mín
Ágæt sókn hjá Keflavík. Hún endaði með góðri fyrirgjöf frá Sindra Þór sem var hársbreudd of há fyrir Jeppe Hansen og Anton Ari þakkaði sínu sæla.
43. mín
Valsmenn við það að sleppa í gegn eftir góða sókn. Anton Freyr var þó ekki á þeim buxunum og stöðvaði sókn Vals með frábærri tæklingu.
35. mín
Fyrsta markskot heimamanna eftir tæpar 35 mín. Lasse Rise með skot af löngu færi en hátt yfir.
33. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Gáttir opnast, nú rignir mörkum. Pedersen kláraði vel eftir stungusendingu frá Kristni Frey
28. mín MARK!
Ívar Örn Jónsson (Valur)
Ívar Örn með mark úr skoti utan teigs......... með HÆGRI.
13. mín
Eins og þetta fer af stað hér á Nettóvellinum þá er einungis spurning hvenær Valsmenn skora og hversu oft. Keflvíkingar komast vart yfir miðju nema eftir langar markspyrnur. En þeir eru þéttir fyrir og halda enn hreinu.
4. mín
Valsmenn að þjarma að heimamönnum en vantar bit á síðasta þriðjungi
1. mín
Leikur hafinn
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Birkir Már Sævarsson kemur inn í byrjunarlið Valsmanna en hann er kominn til baka frá HM í Rússlandi. Þá er Ólafur Karl Finsen í byrjunarliðinu en fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson er ekki í leikmannahópnum í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson er því með bandið.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Síðast mættust þessi lið á þessum velli í efstu deild í júní 2015. Valur vann þá 2-1 útisigur, fyrra mark liðsins skoraði Patrick Pedersen en seinna markið var sjálfsmark. Mark Keflavíkur skoraði Hólmar Örn Rúnarsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir eru á skriði og eru komnir með fimm sigurleiki í röð í deildinni eftir hikstandi byrjun. Valsmenn eru sem stendur með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar.

Patrick Pedersen og Einar Karl Ingvarsson skoruðu í 2-1 sigri Vals í stórleik gegn FH í síðustu umferð.

Birkir Már Sævarsson snýr aftur í leikmannahóp Vals eftir að hafa staðið sig með stakri prýði á HM í Rússlandi. Arnar Sveinn Geirsson hefur leikið vel í hans fjarveru.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Keflvíkingar hafa enn ekki unnið leik, þeir eru neðstir með aðeins þrjú stig og sex stigum frá öruggu sæti. Liðið var ekki styrkt að nokkru ráði fyrir mótið og það er að bíta menn hressilega í bakið suður með sjó.

Keflvíkingar fengu skell í síðasta leik, töpuðu 0-4 á heimavelli gegn KR. Þar á undan kom 0-2 tap gegn Fylki á heimavelli. Það er ekki bjart yfir Keflavík.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Neðsta liðið á móti því efsta! Hér verður bein textalýsing frá leik Keflavíkur og Vals í 11. umferð Pepsi-deildarinnar. Helgi Mikael Jónasson flautar til leiks klukkan 17:00.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('89)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('69)
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('63)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Sindri Björnsson ('89)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('63)
13. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen ('69)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('49)

Rauð spjöld: