Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
1
Víkingur R.
0-1 Bjarni Páll Linnet Runólfsson '46
01.07.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og logn
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 501
Maður leiksins: Andreas Larsen
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Albert Watson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
15. André Bjerregaard
16. Pablo Punyed ('83)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
11. Kennie Chopart ('83)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
23. Atli Sigurjónsson ('68)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('72)
André Bjerregaard ('84)
Pálmi Rafn Pálmason ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar vinna hér í kvöld, viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
95. mín
Larsen grípur boltann og þetta er að fjara út hérna.
95. mín
Jæja KR fá horn, síðasti séns til að jafna þetta!
91. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma, ná KR að jafna þennan leik?
89. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Spjalda Galore þessa stundina, Pálmi fer alltof harkalega í Atla og fær gult spjald að launum.
88. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Sparkar boltanum í burtu.
84. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Larsen heila eilífð að taka aukaspyrnuna og endar með að Sölvi tekur allt í einu og joggar til að taka hana og fær gult spjald fyrir töf.
84. mín Gult spjald: André Bjerregaard (KR)
Fyrir tuð.
83. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
Blásið til sóknar.
82. mín
Frábær fyrirgjöf frá Kidda og Atli stekkur hæst og skallar boltann rétt yfir, KR geta bara ekki skorað!
80. mín
Nánast refsingavert hversu léleg aukaspyrna þetta var hjá Pablo, laflaust beint á Larsen, er ekki viss um hvort þetta hefði drifið inn!
79. mín
Pablo tekinn niður hársbreidd fyrir utan teiginn, ná KR-ingar jöfunarmarki hér?
77. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Bjarni Páll skilað flottu dagsverki, skorað fótboltamark og Elli Agnars mættur inná í hans stað.
75. mín
Jæja þá geta áhorfendur einbeitt sér að síðasta korterinu í þessum leik því Ivan Rakitic var að tryggja Króötum áfram í 8-liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni.
72. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
72. mín
Meiri hluti stúkunar er upptekin við að horfa á vítakeppni Dana og Króata á HM og mig grunar að Jorgen Richardsen sé kominn inn að horfa á leikinn!
71. mín
Bjerregaard getur ekki skorað fótboltamark hér í kvöld, dauðaskallafæri en skallinn gripinn af Larsen.
68. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar alls ekki fundið sig í dag og fer hér útaf fyrir Akureyringinn hárfagra Atla Sigurjóns.
67. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Arnþór Ingi kemur útaf fyrir Gunnlaug Fannar hér, held að hann sé eitthvað meiddur enda ekki venjulega tekinn útaf.
64. mín
Óskar neglir aukaspyrnunni rétt yfir.
63. mín
Pálmi fer mjög auðveldlega niður fyrir utan þegar Arnþór Ingi rétt blæs á bakið á honum og Siggi dæmir aukaspyrnu, finnst Siggi hafa verið slakur hér í dag.
62. mín
Davíð er í lagi og kominn aftur inná.
60. mín
Sá ekki hvað gerðist en Davíð eftir á miðjum vellinum og fær aðhlynningu hér. Víkingar voru hins vegar dottnir í gegn þegar Siggi Þrastar dæmdi aukaspyrnu og mér sýndist Beitir taka Rikka T niður inn í teig sekúndu eftir flautið, hefði verið víti!
55. mín
KR liggja á Víkingum en alltaf ná Víkingar að bægja hættunni frá, Sölvi skallar allt í burtu og það sem kemur nálægt marki hirðir Larsen.
51. mín
Bíddu nú við var þetta ekki hendi? Kiddi með skot með hægri í Davíð sem virðist klárlega fá boltann síðan í hendina en ekkert dæmt. Þetta var augljóst fannst mér.
46. mín MARK!
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Víkingar skora strax! Víkingar sem voru stálheppnir að vera ekki undir í hálfleik eru komnir yfir. Það er Bjarni Páll sem skorar eftir flotta sókn sem endaði með Atli senti boltann fyrir á Bjarna sem kláraði vel.
46. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik í leik þar sem vantar ekki færin.
45. mín
Finnur Orri í dauðafæri og með bæði Bjögga og Bjerregaard með sér inni í teig en hann tekur skotið sem Larsen ver vel. Þarna hefði hann átt að senda boltann en tek ekkert af Larsen, það er honum að þakka að það sé enn markalaust!
43. mín
Inn:Sindri Scheving (Víkingur R.) Út:Jörgen Richardsen (Víkingur R.)
Jorgen meiddist eitthvað hérna fyrir um 5 mínútum síðan og ljóst er að hann þarf að fara af velli núna og inn kemur Sindri Scheving.
42. mín
Bjarni Páll kominn upp að endalínu inni í teig og ætlar að koma honum fyrir á Alex en Beitir nær höndum á boltann eftir að hafa misst hann fyrst.
39. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Straujar Pálma eftir að hann er búinn að senda hann, aaaaaltof seinn og hárrétt spjald. Bóas veifar rauða spjaldinu aftur en þetta var hárrétt þótt hann hefði verið alltof seinn.
36. mín
Flott spil KR-inga hérna sem endar með að Pálmi reynir að koma honum fyrir en Halldór Smári blokkar það og þaðan fer boltinn rétt yfir. Þarna var Pálmi bara í dauðafæri og hefði átt að skjóta allan daginn!
34. mín
Sölvi er kominn í gang, vinnur Bjögga og Bjerregaard í loftinu í hverjum einasta bolta núna!
28. mín
Bóas er að sjálfsögðu mættur í stúkuna og var rétt í þessu að veifa rauða spjaldinu á loft, á hvað veit ég ekki en betri stuðningsmann er erfitt að finna!
25. mín
Boltinn ætlar ekki inn! Bjerregaard í enn einu færi KR í leiknum, nær skotinu en það fer í varnamann og í slánna!
22. mín
Enn og aftur klúðra KR og nú er það besta færi leiksins. Óskar með frábæra sendingu í gegn á Bjögga sem kemur með ekki verri sendingu yfir á Bjerregaard sem er einn á Larsen en Larsen ver stórkostlega í horn!
21. mín
Enn eitt færið! Kiddi með flottan sprett upp vinstri kantinn og leggur hann út á Bjögga sem tekur þrumuskot en boltinn sleikir stöngina á leiðinni framhjá, Bjöggi ætlar sér að skora hér í kvöld!
16. mín
Aftur færi, nú endar það með að Bjöggi skýtur í varnarmann og í stöngina, það liggur mark í loftinu!
16. mín
Finnur Orri með skot fyrir utan í varnarmann og boltinn fer rétt framhjá stönginni, þarna munaði engu!
15. mín
Orri Rafn fréttaritari fótbolta.net og rappari var að senda mér þau skilaboð að Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta er mættur hérna í stúkuna að horfa á uppeldisfélagið sitt. Heiðursgestur kvöldsins!
12. mín
Gott spil Víkinga endar með skoti frá Gunnlaugi en Beitir ver vel í horn.
8. mín
Bjerregaard í baráttunni inná teignum og er nálægt því að ná að pota í boltann en Larsen kemst í boltann á undan honum, við fáum mörk í þennan leik ég lofa því!
4. mín
Víkingar í mjög góðum gír hérna í byrjun og Alex Freyr kemst í fínt færi en Beitir ver. Þá fá KR hins vegar skyndisók þar sem Bjerregaard kemst í fínt færi en skot hans rétt framhjá, hressileg byrjun.
1. mín
Tók 20 sekúndur að fá fyrstu tæklinguna á rennblautum vellinum, Finnur Orri hendir sér í eina góða og tekur niður Alex Frey á miðjum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Eins og svo oft áður er mígandi rigning í Reykjavík en aðstæður til fótbolta eru geggjaðar, fáum líklega að sjá einhverjar safaríkar tæklingar og fjör í kvöld!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og er lítið óvænt, KR gera enga breytingu frá síðasta leik og Víkingar eina þar sem Nikolaj Hansen er meiddur og Bjarni Páll byrjar í hans stað.
Fyrir leik
Kári Árnason lætur mögulega sjá sig í stúkunni en hann er dauðþreyttur eftir HM og nennir ekkert að spila fyrr en í fyrsta lagi 15.Júlí ef hann verður ekki staddur í Tyrklandi. Sagan segir að Björgvin Stefánsson eða BadGalBjöggi sé búinn að vera í ræktinni 2-3 á dag allt fríið og sé orðinn þykkasti maður í sögu deildarinnar en það var allt hluti af undirbúningi þess að mæta skrímslinu Sölva Geir í kvöld.
Fyrir leik
Bæði þessi lið eru að koma úr langri pásu og hafa ekki spilað fótboltaleik síðan 14.júni. Þar vann KR Keflavík sannfærandi 4-0 á meðan Víkingur tapaði sannfærandi 3-0 fyrir FH liði Jónatans Inga. Bæði lið mæta dýrvitlaus til leiks, enda hundleiðinlegt að spila ekki fótboltaleiki í 17 daga!
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik KR og Víkings í Pepsí-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen ('43)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Rick Ten Voorde
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('77)
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('67)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving ('43)
7. Erlingur Agnarsson ('77)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('67)
18. Örvar Eggertsson
20. Aron Már Brynjarsson
25. Vladimir Tufegdzic

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Halldór Svavar Sigurðsson
Fannar Helgi Rúnarsson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('39)
Sölvi Ottesen ('84)
Atli Hrafn Andrason ('88)

Rauð spjöld: