Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
1
0
KR
Alexander Helgi Sigurðarson '70 1-0
07.08.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Hvasst og smá skúrir
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Alexander Helgi Sigurðarson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson ('92)
11. Aron Bjarnason ('73)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('65)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason ('92)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('65)
8. Arnþór Ari Atlason ('73)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Thomas Mikkelsen ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar komnir á toppinn í Pepsí-deildinni eftir 1-0 sigur á KR.
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
95. mín
Óskar með góðan kross sem Pablo skallar naumlega framhjá, Blikar að sigla þessu heim.
94. mín
Bjöggi í dauðafæri en skalli hans beint á markið og hann var líka rangstæður.
92. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli verið góður í dag en nú þétta Blikarnir raðirnar og setja Elfar Frey inná
91. mín
Gísli platar Watson uppúr skónum og fer í skotið en það er kraftlítið og Beitir ver það.
90. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Atli mættur inná fyrir Pálma og 5 mínútum bætt við.
90. mín
Vá Pablo Punyed með neglu á lofti fyrir utan sem sleikir stöngina á leiðinni framhjá.
84. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
81. mín
Bjöggi í fínu færi vinstra megin í teignum en skot hans í hliðarnetið.
79. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
76. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Chopart kemur útaf og inná kemur Bjöggi, skorar hann annan leikinn í röð?
73. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
70. mín MARK!
Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Eftir innkast fær Alexander boltann fyrir utan og fer bara í skotið sem fer í fjærhornið og Blikar komnir yfir! Ég set spurningamerki við Beiti í markinu en tökum ekkert af Alexander, drauma byrjun hjá honum!
67. mín
Gísli með boltann hérna inní teig og reynir svo bara gömlu góðu vippuna þegar hann sá Beiti af línunni, alls ekki vitlaus tilraun en boltinn rétt framhjá stönginni.
65. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri Yeoman fékk högg áðan og þarf nú að koma af velli og inná í hans stað kemur Alexander Helgi í sínum fyrsta leik fyrir Blika í sumar eftir að hafa staðið sig vel hjá Ólafsvík.
61. mín
Blikar fara beint upp hinu megin og Willum skýtur í bakið á Aroni Bjarka og í hornspyrnu.
61. mín
Bjerregaard leggur hér boltann út á Chopart sem skýtur yfir úr fínu færi, loksins kom skot hérna.
56. mín
Mikkelsen í færi en skýtur beint í andlitið á Gunnari sem liggur eftir, þetta hefur verið vont.
54. mín
Seinni hálfleikur einkennist af miklu miðjuhnoði, vil fara að fá mörk eða allavega færi!
46. mín
Andri Yeoman fer beint upp völlinn og tekur skotið fyrir utan en það fer hárfínt yfir markið.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hrútleiðinlegum fyrri hálfleik lokið, vonandi fáum við mörk í seinni!
45. mín
Oliver og Skúli lentu í samstuði og þurftu aðhlynningu en nú heldur leik áfram, fjórar mínútur í uppbótartíma.
42. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Veit ekki alveg fyrir hvað, held hann hafi tekið Andra Yeoman niður full harkalega.
41. mín
Átakanleg útfærsla af aukaspyrnu, Finnur og Óskar stóðu báðir með bakið í markið og Pálmi var eins og hann ætlaði að taka hana. Þá tekur Finnur lélega hælspyrnu til hliðar á Óskar sem skýtur laflausu skoti í næsta mann. Vont.
40. mín
KR fá aukaspyrnu á álitilegum stað, skorar Óskar þriðja leikinn í röð úr aukaspyrnu?
37. mín
Fínt horn hjá Gísla en skallinn hans Mikkelsen langt yfir.
30. mín
Kennie Chopart vil víti hérna, sparkar boltanum framhjá Gulla og fer svo niður, held það sé hárrétt að dæma ekki á þetta, Kennie var bara að bíða eftir snertingunni sem kom aldrei.
28. mín
Rosalega rólegt yfir leiknum þessa stundina, ekkert um færi.
20. mín
Gísli með frábært hlaup inn í teig hægra megin, kemur með fastan fyrir á Mikkelsen en Beitir rétt nær að komast fyrir á síðustu stundu, Blikar mun hættulegri.
15. mín
Frábær aukaspyrna inn á teiginn frá Gísla beint á Mikkelsen sem nær fóti í boltann en boltinn í slánna. Mikkelsen var hins vegar rangstæður svo þetta hefði ekki talið.
13. mín
Eftir hornspyrnu berst boltinn út á Oliver sem tekur hann viðstöðulaust á lofti, bylmingsfast en skotið rétt framhjá.
12. mín
Andri Yeoman leggur boltann til hliðar á Gísla sem á gott skot en í varnarmann og rétt framhjá markinu, þessi hefði farið inn!
8. mín
Bíddu nú við, Óskar reynir skotið frá miðju sem Gulli lendir í basli með og missir boltann í tvígang niður og var að ég held jafnvel kominn inn fyrir línuna. Erfitt fyrir mig að sjá héðan en Pálmi Rafn var allavega handviss og lét Edda aðstoðardómara heyra það.
6. mín
Bjerregaard með ágætis takta fyrir utan teig en skot hans er þægilegt fyrir Gulla.
3. mín
Gísli með fínan sprett upp miðjuna og finnur Willum hægra megin sem kemst aðeins áleiðis en skýtur svo í varnarmann.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og það er lítið óvænt þar. Breiðablik stillir upp óbreyttu byrjunarliði frá sigrinum á Keflavík. Hjá KR kemur Albert Watson inn í byrjunarliðið fyrir Kidda Jóns sem er ekki í leikmannahópnum í kvöld.
Fyrir leik
Liðin mættust á Alvogen-vellinum í deildinni í fyrri umferðinni þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Blikar unnur KR hins vegar 1-0 í bikarnum á þessum velli þar sem Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið í byrjun leiks. Sá leikur var svo hrútleiðinlegur að menn voru að sofna í stúkunni, vonandi fáum við allt annan leik hér í kvöld!
Fyrir leik
Breiðablik er í 3.sæti með 28 stig og KR í 4.sæti með 23 stig fyrir leik kvöldsins. Með sigri fara Blikar á toppinn í bili en ef KR vinna þá eru þeir að komast vel inn í baráttuna um top 3.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í 15.umferð Pepsí-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('90)
4. Albert Watson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('79)
11. Kennie Chopart (f) ('76)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Morten Beck
2. Hjalti Sigurðsson
9. Björgvin Stefánsson ('76)
16. Pablo Punyed ('79)
19. Kristinn Jónsson
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
23. Atli Sigurjónsson ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('42)

Rauð spjöld: