Slúðurpakki dagsins er kominn í hús, tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.
Liam Delap, 21, framherji Ipswich, er á óskalista Chelsea eftir að félagið hætti að eltast við Alexander Isak, 25, framherja Newcastle. (The I)
Arsenal gæti hins vegar sannfært Isak um að ganga til liðs við félagið í janúar. (GiveMeSport)
Christopher Nkunku, 27, er óánægður með lífið hjá Chelsea þar sem hann fær ekki að spila nóg en hann er ekki að flýta sér í burtu. (Athletic)
Liverpool ætlar að reyna aftur að næla í Martin Zubimendi, 25, miðjumann Real Sociedad, í janúar en félagið mun fá samkeppni frá Arsenal. (Teamtalk)
Newcastle hefur fylgst með Rayan Cerki, 21, leikmanni Lyon, og Jonathan David, 24, leikmanni Lille, en enska félagið vill fá framherja í janúar. (The I)
Florian Wirtz er efstur á óskalista Bayern en félagið er tilbúið að eyða rúmlegea 100 milljónum evra til að næla í hann frá Leverkusen. Real Madrid og Man City hafa einnig áhuga á honum. (Sky Sports í Þýskalandi)
Það er lítil þolinmæði fyrir Joshua Zirkzee, 23, hjá Man Utd eftir slaka byrjun síðan hann gekk til liðs við félagið frá Bologna fyrir 36.5 milljón punda. (Manchester Evening News)
Man Utd hefur áhuga á Ederson, 25, miðjumannni Atalanta, og vill mögulega fá hann strax í janúar. (Florian Plattenberg)
Evan Ferguson, 20, vill fara frá Brighton í janúar þar sem hann fær ekki að spila nægilega mikið. (Football Insider)
Tottenham ætlar að vinna Man Utd og Newcastle í baráttunni um Angel Gomes, 24, miðjumann Lille. (GiveMeSport)
Lamine Yamal, 17, hefur gert munnlegt samkomulag um nýjan sex ára samning við Barcelona. En hann getur skrifið undir þegar hann verður orðinn 18 ára í júlí. (El Chiringuito)
Regis Le Briis, þjálfari Sunderland, vill að Jobe Bellingham, 19, og Chris Rigg, 17, verði áfraam hjá félaginu til að halda áfram að þróa sinn leik en það er mikill áhugi á þeim báðum úr úrvalsdeildinni. (Sunderland Echo)
Galatasaray fylgist með gangi mála hjá Alisson, 32, markverði Liverpool. Tyrkneska félagið vill fá markmann til að taka við af Fernando Muslera, 38. (Sabah)
Man City hefur snúið sér að Maximiliano Araujo, 24, vængmanni Sporting. (Football Insider)
Newcastle er í bílstjórasætinu í baráttunni um Ibrahim Maza, 18, framherja Hertha Berlin, en þýska félagið vill fá 20 milljón evra fyrir hann. (Caught Offside)
Newcastle og Bayern fylgjast vel með Julien Duranville, 18, framherja Dortmund. (FootballTransfers)
Tottenham mun fá samkeeppni frá Atletico Madrid um Johnny Cardoso, 23, miðjumann Real Betis. (Estadio Deportivo)
MIlan Skriniar, 29, varnarmaðurr PSG vill yfirgefa félagið í janúar þar sem hann er ekki að fá tækifæri en nokkur félög í úrvalsdeildinni hafa áhuga ásamt Juventus og Napoli.