Origo völlurinn
fimmtudagur 16. ágúst 2018  kl. 19:00
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Marco Fritz (Þýskalandi)
Áhorfendur: 1224
Maður leiksins: Haukur Páll Sigurðsson
Valur 2 - 1 Sheriff
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('40)
1-1 Ziguy Badibanga ('69)
2-1 Patrick Pedersen ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('81)
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson ('69)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('69)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen
71. Ólafur Karl Finsen ('81)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('71)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('81)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Fritz flautar hér til leiksloka eftir ótrúlegar lokamínútur. Valsarar grátlega nálægt því að komast áfram.
Eyða Breyta
90. mín
ÉG SKAL SKO SEGJA YKKUR ÞAÐ!!!!

Eiður Aron er hér í dauðafæri en Sheriff bjarga á línu. Í kjölfar næstu hornspyrnu nær Birkir Már skalla í slánna og svo ver Pasceno vel frá Birki sem náði frákastinu. Þetta var ótrúlegt.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur)
ÞAÐ ER ENNÞÁ VON FYRIR VALSARA!!!!

Patrick fylgir hér vel eftir hornspyrnu. Rosalegar lokamínútur framundan.
Eyða Breyta
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Jo Santos (Sheriff)
Fer hér full harkalega í Eið Aron og veit uppá sig sökina.
Eyða Breyta
85. mín
Valsarar vilja fá aðra vítaspyrnu hér. Fritz er ekki á sama máli og segir Hauki Pál að standa upp.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kiddi orðinn pirraður og brýtur hér á Jo Santos. Algjör óþarfi.
Eyða Breyta
81. mín Ólafur Karl Finsen (Valur) Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Nær Evrópu-Óli Kalli að valda einhverjum usla hér?
Eyða Breyta
77. mín
Badibanga sleppur hér í gegn en Hedlund nær góðri tæklingu á ögurstundu. Þarna hefðu Sheriff menn geta klárað þetta.
Eyða Breyta
76. mín
Völsurum gengur illa að brjóta upp vörn Moldóvanna og halda boltanum án þess að skapa sér neitt.
Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hangir hér aftan í Jo Santos og fær verðskuldað gult spjald.
Eyða Breyta
69. mín Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Andri Adolphsson (Valur)
Ferskar lappir komnar inná. Valsarar þurfa tvö mörk.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Ziguy Badibanga (Sheriff)
Nú er brekkan orðin brött. Ziguy Badibanga fær hér boltann rétt fyrir utan teig og lúðrar honum í samskeytin. Glæsilegt mark.
Eyða Breyta
67. mín
SHERIFF Í DAUÐAFÆRI!!!

Kapic fíflar hér varnarmenn Vals uppúr skónum og nær góðri fyrirgjöf á fjær þar sem að Jo Santos lúrir. Klippa hans er hins vegar framhjá markinu.
Eyða Breyta
66. mín Wilfried Benjamin Balima (Sheriff) Cristiano (Sheriff)
Cristiano á gulu spjaldi.
Eyða Breyta
65. mín
Jo Santos tekur spyrnuna sjálfur og lendir hún ofan á slánni. Ekki galin tilraun.
Eyða Breyta
64. mín
Sheriff fær hér aukaspyrnu útá kanti og Jo Santos heimtar gult spjald á að mér sýndist Birki Má. Fritz segir honum hins vegar að hætta þessu væli og standa upp.
Eyða Breyta
62. mín
Hér vilja Valsarar fá vítaspyrnu. Cristiano rennur hér til og missir boltann á hættulegum stað til Dion sem að geysist inní teig. Þar lendir hann á Kulusic og dettur niður. Held að þetta hefði verið harður dómur.
Eyða Breyta
60. mín Gult spjald: Yury Kendysh (Sheriff)
Virðist fara í boltann en Fritz er ekki á sama máli.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Cristiano (Sheriff)
Brýtur á Dion þegar að hann er að sleppa í gegn.
Eyða Breyta
57. mín
Badibanga nær hér hárri stungusendingu inná Kamara sem að tekur boltann niður með hendinni og Fritz gerir rétt í að flauta þarna.
Eyða Breyta
55. mín
Eiður Aron ætlar hér að senda tilbaka á Anton Ara en sendingin er galin og þarf mosfellingurinn að hafa sig allan við að chesta boltann niður. Þarna hefði getað farið mikið verr.
Eyða Breyta
53. mín
Gestirnir meira með boltann þessa stundina. Cristiano nær hér fyrirgjöf en Anton Ari er fyrstur að átta sig og handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
53. mín
Það eru 1224 áhorfendur á Origo-vellinum í dag.
Eyða Breyta
50. mín
DION ACOFF!!!!

Dion fær góða stungusendingu frá Hauki Pál og gerir mjög vel að komast framhjá Kulusic. Síðan reynir hann að chippa boltanum yfir Pasceno en boltinn fer langt framhjá. Þarna átti hann klárlega að gera betur.
Eyða Breyta
47. mín
Dion Acoff brýtur hér á Cristiano á ágætis stað fyrir gestina. Heppinn að vera ekki kominn með gult. Jo Santos tekur spyrnuna en hún ratar beint í fangið á Antoni Ara.
Eyða Breyta
46. mín Rifet Kapic (Sheriff) Gerson Rodrigues (Sheriff)
Gestirnir gera tvöfalda skiptingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Jo Santos (Sheriff) Evgheni Oancea (Sheriff)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Fritz dómari til hálfleiks þar sem að Valur leiðir 1-0. Allt jafnt í þessu einvígi.
Eyða Breyta
45. mín
Góð sókn Valsara endar með að Birkir Már reynir að senda boltann fyrir en Posmac kemst í boltann og setur hann aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
41. mín
Fyrirliðin Mateo Susic með fína tilraun en skot hans fer yfir markið.
Eyða Breyta
40. mín MARK! Haukur Páll Sigurðsson (Valur), Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
ÞETTA ER ALVÖRU EINVÍGI!!!!!!!

Aukaspyrna Kristins er föst og Haukur Páll stangar hann í netið. Þetta er galopið hérna.
Eyða Breyta
39. mín
Valsarar fá hér aukaspyrnu við vítateigshornið. Kristinn Freyr getur skotið héðan.
Eyða Breyta
38. mín
Hornspyrnan er fín en Kamara brýtur á Antoni Ara og Fritz dómari dæmir aukaspyrnu.
Eyða Breyta
38. mín
Sheriff fær hornspyrnu. Aftur er það Oancea.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Gerson Rodrigues (Sheriff)
Kemur of seint hérna inní Einar Karl.
Eyða Breyta
33. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnunni en rétt á eftir nær Dion fínu skoti við vítateigslínuna en það fer rétt yfir markið.
Eyða Breyta
32. mín
Birkir Már Sævarsson vinnur hér aukaspyrnu við vítateigshornið. Kristinn Freyr tekur.
Eyða Breyta
31. mín
Dion Acoff fer hér aftan í Yury Kendysh. Stálheppinn að sleppa við gult spjald.
Eyða Breyta
28. mín
Dion Acoff vinnur hér boltann af Posmac og nær stungusendingu á Patrick Pedersen sem er sloppinn einn í gegn. Hann er hins vegar flaggaður rangstæður. Þetta virtist ansi tæpt.
Eyða Breyta
24. mín
Útfærslan á þessari hornspyrnu mistekst harkalega og gestirnir geysast uppí skyndisókn. Eiður Aron nær hins vegar að bjarga því áður en að verr fer.
Eyða Breyta
23. mín
Valsarar fá horn. Kristinn Freyr stígur á vettvang.
Eyða Breyta
20. mín
PATRICK PEDERSEN Í DAUÐAFÆRI!!!!!!

Frábært spil hjá Valsmönnum endar með sendingu Andra fyrir markið þar sem að Patrick Pedersen lúrir en skot hans fer framhjá markinu. Gæti orðið helvíti dýrt að skora ekki þarna.
Eyða Breyta
18. mín
Valsarar búnir að vera betri síðustu mínútur en eiga enn eftir að skapa sér gott færi. Það hlýtur að fara að koma að því.
Eyða Breyta
16. mín


Eyða Breyta
10. mín
Kamara reynir hér að taka boltann á lofti í kjölfar hornspyrnunnar en boltinn endar hátt yfir. Ætti að lenda rétt fyrir hálfleik.
Eyða Breyta
9. mín
Sheriff fær hér hornspyrnu sem að Oancea ætlar að taka.
Eyða Breyta
7. mín
Aukaspyrnan er fín og svo virðist sem að Haukur Páll skalli í höndina á varnarmanni. Dómarinn álítur hins vegar Hauk brotlegan og dæmir aukaspyrnu. Líklegast rétt.
Eyða Breyta
7. mín
Valsarar fá hér aukaspyrnu út á hægri kanti. Einar Karl mundar gullfótinn sinn.
Eyða Breyta
5. mín
Haukur Páll fer hér aðeins aftan í Gerson Rodrigues. Ætlar að biðja hann afsökunnar en Rodrigues tekur það ekki í mál.
Eyða Breyta
3. mín
Gestirnir byrja á að halda boltanum betur hér á rennblautu teppinu. Spurning hvrot að völlurinn hafi verið vökvaður of mikið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. Valsarar byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völl við fagra bóngótóna Safri Duo. Það er fín mæting og ég býst við veislu hér á Origo-vellinum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Um það bil fimmtán mínútur þar til að Marco Fritz dómari flautar þennan leik á og leikmenn hafa fengið sig fullsadda af upphitun. Fá nokkur vel valin orð frá þeim Óla Jó og Goran Sabilic áður en að leikurinn hefst. Ég er spenntur og ég treysti á að þið séuð það líka kæru lesendur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður ekki sagt um Sheriff Tiraspol að þeir eigi langa og flotta sögu. Hún er meira svona stutt og flott. Liðið var stofnað 1996 og hefur síðan þá unnið deildina í Moldavíu sextán sinnum. Alvöru uppgangur þar á bæ.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins kemur frá Þýskalandi og heitir Marco Fritz. Honum til aðstoðar eru þeir Eduard Beitinger og Dominik Schaal og þá er Martin Petersen fjórði dómari. Við treystum því að þeir eigi eftir að skila frá sér góðu verki hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú þegar fjörtíu mínútur eru til leiks eru markmennirnir mættir út í nokkrar upphitunardrillur. Á sama tíma angar völlurinn af hamborgaralykt. Það eitt og sér ætti að draga fólk á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Það kemur lítið á óvart í uppstillingu Íslandsmeistaranna en fremstur í flokki hjá þeim er að sjálfsögðu Patrick Pedersen.

Hjá gestunum er að sjálfsögðu þeirra helsti markaskorari Alhaji Kamara uppá topp auk Ziguy Badibanga sem að skoraði eina mark fyrra viðureignarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er frábært veður til knattspyrnuiðkunnar hér í Reykjavík. Sólin skín og það er sæmilega hlýtt. Það gilda engar afsakanir fyrir fólk til að mæta ekki á Origo-völlinn hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sheriff situr á toppi deildarinnar í Moldavíu með fjögura stiga forskot á liðið í öðru sæti. Í deildinni eru átta lið sem að spila við hvort annað fjórum sinnum. Markahæsti maður deildarinnar er Alhaji Kamara en þessi Síere Leone maður spilar einmitt fyrir Sheriff. Hann hefur skorað átta mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsarar koma sjóðandi heitir til leiks en fyrir þremur dögum unnu þeir 4-0 sigur á Grindavík hér á Origo-vellinum. Danin knái Patrick Pedersen skoraði þrennu í þeim leik og Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eitt. Það verður áhugavert að sjá hvort að þeir nái að fylgja þeim sigri eftir hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og fyrr segir vann Sheriff fyrri leikinn 1-0 útí Moldavíu og því mjög mikilvægt fyrir Valsara að halda hreinu í dag. Um leið og Moldóvarnir skora eru Íslandsmeistararnir komnir í vesen.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jú komiði hjartanlega sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Vals og Sheriff frá Moldavíu í Forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er seinni leikur liðanna en gestirnir frá Moldavíu unnu fyrri leikinn 1-0.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
33. Serghei Pasceno (m)
7. Gerson Rodrigues ('46)
15. Cristiano ('66)
18. Gheorghe Anton
32. Evgheni Oancea ('46)
35. Ante Kulusic
39. Ziguy Badibanga
45. Alhaji Kamara
55. Mateo Susic (f)
77. Yury Kendysh
90. Veaceslav Posmac

Varamenn:
21. Nicolai Cebotari (m)
4. Petru Racu
9. Jo Santos ('46)
14. Wilfried Benjamin Balima ('66)
23. Vladimir Kovacevic
88. Rifet Kapic ('46)
97. Alexandru Boiciuc

Liðstjórn:
Goran Sabilic (Þ)
Mirko Hrgovic
Victor Mihailov
Veaceslav Alexeev
Vladimir Vremes
Oleg Turcanu
Evgheni Ivanov

Gul spjöld:
Gerson Rodrigues ('36)
Cristiano ('58)
Yury Kendysh ('60)
Jo Santos ('88)

Rauð spjöld: