Stjarnan
2
0
FH
Guðjón Baldvinsson
'44
1-0
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
'85
2-0
15.08.2018 - 19:15
Samsung völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Létt gola en hlýtt, toppaðstæður á teppinu
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1442
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Samsung völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Létt gola en hlýtt, toppaðstæður á teppinu
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1442
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
('94)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
('67)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
('78)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)
Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
4. Jóhann Laxdal
('78)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
('94)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
('67)
Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Victor Ingi Olsen
Andri Freyr Hafsteinsson
Gul spjöld:
Jósef Kristinn Jósefsson ('95)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2018 eftir 2-0 sigur á FH!
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
94. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Mourinho skiptingin.
93. mín
Stjarnan fá öll færin í þessum leik, skyndisóknir þeirra mjög góðar og núna er Gauji í fínu færi en neglir yfir markið.
89. mín
Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Það er heldur betur að hitna í kolunum hérna, Lennon brýtur á Halla og einhvern veginn endar það með að Lennon hendir Brynjari niður og Davíð Þór fær samt spjaldið fyrir tuð.
85. mín
MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Stjarnan er á leiðinni í úrslitaleikinn! Gauji fær boltann upp hægra megin og er ekki rangstæður, hann rennir honum svo bara fyrir á Guðmund sem skorar úr auðveldu færi.
84. mín
Tóti með fyrirgjöf á Guðmund Stein en Viðar Ari rígheldur í hann og hann kemst ekki í boltann, Viðar heppinn að fá ekki á sig víti.
82. mín
Inn:Atli Guðnason (FH)
Út:Rennico Clarke (FH)
FH-ingar fara all in í lokin, Atli Guðna inn fyrir miðvörðinn Clarke.
80. mín
Frábær skyndisókn Stjörnunnar þar sem Gauji sendir hann aftur fyrir sig í gegn á Jósef sem keyrir að marki og er kominn í dauðafæri en hann rennir boltanum inn á Danna Lax en Hjörtur fleygir sér á boltann og kemur honum í horn. Þarna á Jósef að skora bara sjálfur, Danni Lax var samt mættur fremstur sem gerist ekki oft!
78. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Jói Lax að koma inná fyrir Þorstein Má, þá fer hann í hægri bakvörðinn og Tóti fer uppá kantinn.
77. mín
Lennon fer niður í teignum en mér sýnist hann bara renna og og ekkert er dæmt, hann biður ekki um neitt svo þetta var líklega rétt.
74. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH)
Út:Pétur Viðarsson (FH)
FH-ingar blása til sóknar, Pétur útaf og Halldór Orri inn, fara þá í 4 manna varnarlínu.
72. mín
Tóti vinnur boltann hér af Hirti og veður upp og fer í skotið, gott skot en Gunni ver vel í markinu.
69. mín
Gauji leggur hann hér út á Eyjó sem tekur touchið og neglir svo í Edda, þarna á hann bara að negla í fyrsta, galopið færi!
68. mín
Gummi Kristjáns sem hefur verið hvað líflegastur sóknarlega hjá FH fær hér færi hægra megin í teignum en skot hans er beint á Halla.
67. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Fyrirliðinn fer af velli hér, virðist vera bara smá haltur og er búinn í dag, Guðmundur Steinn kemur inná og Eyjó tekur við bandinu.
66. mín
Eddi Gomes rígheldur hér í Gauja og fær á sig aukaspyrnu á miðjum vellinum, Stjörnustúkan kallar eftir seinna gula en þetta var aldrei spjald, en alltaf brot.
66. mín
FH-ingar komast lítið áleiðis, Brynjar Gauti er búinn að eiga mjög góðan leik, fer ekkert í gegnum hann!
59. mín
Góð sókn FH-inga endar með ágætis skoti frá vítateigslínunni frá Gumma Kristjáns en Halli er vel vakandi sem fyrr.
56. mín
Inn:Brandur Olsen (FH)
Út:Jákup Thomsen (FH)
FH-ingar gera skiptingu, Jákup útaf og þeirra besti leikmaður í sumar Brandur kemur inná. Fáranlegt að hann byrjaði ekki þennan leik en hann kemur hér inná.
56. mín
Jákup fer í skot hérna af vítateigshorninu en Halli er mættur í fjærhornið og handsamar boltann.
53. mín
Seinni hálfleikurinn er að fara frekar rólega af stað og ég ætla að nýta tímann í að hrósa áhorfendum. Það er troðfull stúka og staðið við auglýsingaskiltin, búið að vera dapurt í sumar en þessi mæting er til fyrirmyndar!
47. mín
FH-ingar með góða sókn hérna sem endar með að Lennon sendir á Jákup sem reynir að renna honum í gegn á Lennon og er nálægt því en Stjörnumenn koma honum í hornspyrnu.
45. mín
Þvílíkur hausverkur sem þessi föstu leikatriði eru fyrir Óla Kristjáns, það er bara eins og að fá á sig víti fyrir þá. Þeir geta ekki varist þessu og fá á sig mark í hverjum einasta leik eftir hornspyrnur, þetta er alls ekki boðlegt!
44. mín
Gult spjald: Eddi Gomes (FH)
Mótmælti og vildi meina að það væri brot og markið ætti ekki að standa, það er held ég ekki rétt hjá honum.
44. mín
MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stjarnan komnir yfir í lok fyrri hálfleiks! Hilmar með hornspyrnu sem Brynjar Gauti skallaði, Gunni ver á línunni en Gauji mætir og tæklar boltann inn!
43. mín
Tóti með bolta inná teig sem Clarke nær að skalla en þó beint á Hilmar sem tekur hann á kassann og neglir í hliðarnetið.
36. mín
Eddi Gomes er að sýna hvers megnugur hann er, fyrst rígheldur Gauji í hann og svo Alex en hann hristir þá bara af sér og kemur sér áfram!
32. mín
Lennon skýtur úr aukaspyrnunni fast niðri í markmannshornið en Halli ver vel til hliðar.
30. mín
FH að fá aukaspyrnu á vítateigshorninu, Halli með ömurlega sendingu beint á Lennon og Brynjar tekur hann niður, hefði átt að vera gult spjald líklega en hann sleppur.
24. mín
Jákup með fyrirgjöf frá hægri og Lennon er hársbreidd frá því að komast í boltann en Brynjar kemst á undan í hann og bægir hættunni frá.
20. mín
Brynjar Gauti ýtti eitthvað í Gunnar sýnist mér og fær tiltal frá Pétri sem leggur línurnar fyrir hann.
16. mín
leikurinn er stopp núna þar sem Jákup fær aðhlynningu hérna á miðjum vellinum frá sjúkraþjálfara FH-inga, vonandi er í lagi með hann.
13. mín
Gauji fær boltann hérna á miðjunni og heldur Viðari frá sér sem rífur hann niður til að stoppa sóknina, það er ekki hægt að hagga við Gauja í þessari stöðu.
9. mín
Vá hvernig komst FH ekki yfir þarna? Lennon kemst í gott færi en setur hann bylmingsfast í stöngina og þaðan hrekkur boltinn út á Jákup sem er fyrir opnu marki en Tóti og Brynjar ná að trufla hann og hann neglir boltanum í slánna! Ótrúlegt að boltinn fór ekki inn í þessari sókn.
5. mín
Fyrsta færi leiksins er komið og er það heimamanna, Eyjó með flotta sendingu inná Gauja sem reynir að koma honum fyrir en Pétur kemur honum í horn
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og Stjarnan stilla upp í 4-3-3 með Halla í markinu, Tóta og Jósef í bakvörðunum, Brynjar og Danna Lax í hafsentunum, Alex, Eyjó og Smalinn á miðjunni og fremstu þrír eru Hilmar, Gauji og Þorsteinn Már.
FH eru í fróðlegu kerfi en mér sýnist þeir vera í 5-3-2 þar sem þrír hafsentar byrja inná. Gunni í markinu, Hjörtur og Viðar í bakvörðunum, Eddi, Clarke og Pétur í hafsentunum, Crawford, Davíð Þór og Gummi á miðjunni og Lennon og Jákup Thomsen fremstir.
FH eru í fróðlegu kerfi en mér sýnist þeir vera í 5-3-2 þar sem þrír hafsentar byrja inná. Gunni í markinu, Hjörtur og Viðar í bakvörðunum, Eddi, Clarke og Pétur í hafsentunum, Crawford, Davíð Þór og Gummi á miðjunni og Lennon og Jákup Thomsen fremstir.
Fyrir leik
Stjarnan er í góðri stöðu í deildinni þar sem þeir eru í þriggja hesta kapphlaupi um titilinn með Blikum og Val og Rúnar því í góðum séns í báðum keppnum.
FH er hins vegar úr leik í titilbaráttunni og eru í 5.sætinu að berjast við KR, KA og Grindavík um 4.sætið sem gefur Evrópuþáttöku ef Stjarnan eða Blikar vinna bikarinn. Óli vill væntanlega bara vinna bikarinn og tryggja þar með Evrópukeppni að ári.
FH er hins vegar úr leik í titilbaráttunni og eru í 5.sætinu að berjast við KR, KA og Grindavík um 4.sætið sem gefur Evrópuþáttöku ef Stjarnan eða Blikar vinna bikarinn. Óli vill væntanlega bara vinna bikarinn og tryggja þar með Evrópukeppni að ári.
Fyrir leik
Gaman er að rýna í sögu bikarkeppninnar á Íslandi fyrir leikinn.
FH hefur unnið bikarinn tvisvar sinnum, 2007 og 2010. Þá hefur Óli Kristjáns unnið hann einu sinni árið 2009 með lið Breiðabliks. FH er í erfiðri stöðu í deildinni og þetta gæti verið þeirra leið inn í Evrópukeppni.
Rúnar Páll vill væntanlega verða fyrsti maðurinn til að skila þessum virta titli í Garðabæinn en Stjarnan hefur aðeins tvisvar sinnum komist í úrslit og töpuðu í bæði skiptin. Þeir töpuðu gegn KR 2012 og Fram 2013.
Það er ljóst að bæði lið verða all in í kvöld og vilja komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli.
FH hefur unnið bikarinn tvisvar sinnum, 2007 og 2010. Þá hefur Óli Kristjáns unnið hann einu sinni árið 2009 með lið Breiðabliks. FH er í erfiðri stöðu í deildinni og þetta gæti verið þeirra leið inn í Evrópukeppni.
Rúnar Páll vill væntanlega verða fyrsti maðurinn til að skila þessum virta titli í Garðabæinn en Stjarnan hefur aðeins tvisvar sinnum komist í úrslit og töpuðu í bæði skiptin. Þeir töpuðu gegn KR 2012 og Fram 2013.
Það er ljóst að bæði lið verða all in í kvöld og vilja komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
FH sigraði ÍR 5-0, KA 1-0 og ÍA 1-0 á leið sinni í undanúrslitin.
Stjarnan sigraði Fylki 2-1, Þrótt 5-0 og Þór 2-1 í framlengingu á leið sinni í undanúrslitaleikinn.
Stjarnan sigraði Fylki 2-1, Þrótt 5-0 og Þór 2-1 í framlengingu á leið sinni í undanúrslitaleikinn.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
('74)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
15. Rennico Clarke
('82)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen
('56)
23. Viðar Ari Jónsson
Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo
8. Kristinn Steindórsson
11. Atli Guðnason
('82)
17. Atli Viðar Björnsson
22. Halldór Orri Björnsson
('74)
27. Brandur Olsen
('56)
Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson
Gul spjöld:
Rennico Clarke ('36)
Eddi Gomes ('44)
Davíð Þór Viðarsson ('89)
Rauð spjöld: