Víkingur R.
2
2
KA
0-1
Aleksandar Trninic
'10
0-2
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'45
Geoffrey Castillion
'83
1-2
Alex Freyr Hilmarsson
'95
2-2
25.08.2018 - 17:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Bongo
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 680
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Bongo
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 680
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
2. Sindri Scheving
5. Milos Ozegovic
('59)
7. Erlingur Agnarsson
('65)
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Rick Ten Voorde
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen (f)
('55)
24. Davíð Örn Atlason
27. Geoffrey Castillion
Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
3. Jörgen Richardsen
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
('59)
8. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
('55)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
20. Aron Már Brynjarsson
('65)
Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('28)
Milos Ozegovic ('55)
Rauð spjöld:
95. mín
MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Ég á ekki til aukatekið orð hérna, Víkingur er að jafna leikinn á síðustu mínútu uppbótartímans! Eftir langt innkast þá barst boltinn til Alex sem jafnar leikinn!
93. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (KA)
Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
KA-menn gera sína síðustu skiptingu hér, Ásgeir kemur útaf fyrir Frosta.
91. mín
KA hefði getað klárað leikinn hérna, Grímsi var kominn í úrvalsfæri en lagði hann til hliðar á Ými sem var í miklu verri stöðu og skot hans fór í varnarmann, þaðan barst boltinn til Daníels sem átti fast skot en Larsen varði enn og aftur!
88. mín
Elfar er stálheppinn að fá ekki á sig vítaspyrnu hér, rífur Halldór niður í teignum sýnist mér og Víkingar eru brjálaðir!
86. mín
Andreas Larsen að halda Víkingum inn í leiknum hér! Hallgrímur Mar með gott skot út í hornið en Larsen ver stórkostlega!
85. mín
Hallgrímur með aukaspyrnu hér yfir vegginn en hún er ekki föst og Larsen á ekki í neinum vandræðum með að grípa hana.
83. mín
MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Stoðsending: Sindri Scheving
Stoðsending: Sindri Scheving
Þetta er orðið að leik hérna, Víkingar minnka muninn! Sindri með mjög góða sendingu innfyrir á Castillion sem tekur boltann niður og rennir honum inn í nærhornið. Þetta verða líflegar lokamínútur!
81. mín
Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Fer í Larsen þegar hann er að fara að kasta út, hárrétt.
79. mín
Bjarni Páll með skalla sem virðist vera á leiðinni upp í markhornið en Aron Elí Gíslason með stórbrotna markvörslu alveg í skeytunum!
78. mín
Athyglisvert að sjá að Hallgrímur Jónasson er að spila á miðjunni og Trninic er áfram í hafsent. KA með búrið hreint og Trninic verið mjög góður svo Túfa hefur ekki viljað hræra í varnarlinu sinni.
74. mín
Víkingar eru að sækja þessa stundina og eru nálægt því að skora eftir klafs í teignum en Trninic bjargar á endanum í horn.
69. mín
Inn:Hallgrímur Jónasson (KA)
Út:Bjarni Mark Antonsson (KA)
Hallgrímur er kominn inná og er það Bjarni Mark sem kemur útaf eftir höggið sem hann fékk áðan.
67. mín
Það eru tíðindi hér hjá KA, Hallgrímur Jónasson er að gera sig kláran í að koma inná eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla.
65. mín
Inn:Aron Már Brynjarsson (Víkingur R.)
Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Síðasta skipting heimamanna þar sem Aron Már kemur inná fyrir Erling.
62. mín
Davíð er dæmdur brotlegur á Elfari hérna en liggur sjálfur eftir, Elfar lætur hann svo heyra það og allt er að sjóða uppúr en Helgi Mikael nær að róa mannskapinn.
59. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur R.)
Út:Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Milos á spjaldi og engir sénsar teknir með það, kemur hér útaf fyrir Gunnlaug Hlyn.
58. mín
Bjarni er kominn inná aftur, ég er nokkuð viss um að hann hafi rotast áðan en hann væri varla að koma inná ef svo væri.
56. mín
Bjarni og Castillion skölluðu hér saman sýndist mér og ég held að Bjarni hafi einfaldlega rotast við það, sýndist hann steinrotaður eftir þetta en hann er staðinn upp núna og væntanlega á leiðinni útaf.
55. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Bjarni Páll kemur hér inná fyrir Hansen.
53. mín
Bjarni brýtur á Davíð Atla hér rétt fyrir utan teig og Víkingar fá aukaspyrnu á góðum stað.
52. mín
Það hefur bókstaflega ekkert gerst á þessum fyrstu mínútum seinni hálfleiks, auglýsi eftir smá action hérna!
46. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (KA)
Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór er eitthvað tæpur og kemur útaf fyrir Ými í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
2-0 fyrir KA í hálfleik, þetta mark hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir Víkinga sem voru búnir að vera sprækir síðasta korterið.
45. mín
MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA menn skora 2-0 markið hér í uppbótartíma fyrri hálfleiks! Ásgeir Sigurgeirsson með boltann á vinstri kantinum og leggur hann út á Grímsa sem skýtur boltanum niðri í hornið og kemur KA í 2-0.
45. mín
Castillion fær sendingu inn í teig og skýtur en Aron skutlar sér og ver vel frá honum alveg út við stöng, frábær markvarsla.
44. mín
Hjörvar með góða fyrirgjöf á Ásgeir sem tekur hann á lofti en boltinn fer í Halldór Smára, KA menn heimta hendi en Halldór var klárlega með höndina í nátturulegri stöðu.
42. mín
Þá fara Víkingur upp hinu megin með langri sendingu yfir vörn KA og Castillion er að detta í gegn en Aron kemur út og nær boltanum rétt á undan honum.
41. mín
Bjarni með flotta takta hérna fyrir utan teig og kemur sér í skotið en Larsen er mættur í hornið og ver skotið.
37. mín
Grímsi með bylmingsfast skot fyrir utan núna sem Larsen nær að stöðva með herkjum þó. Skotið var lúmskt, hamraði honum með ristinni niðri en var of nálægt Larsen.
36. mín
Castillion rífur sig lausan frá hverjum manninum á fætur öðrum inn í teig og virðist vera að fara að skora en Callum nær að komast fyrir skot hans og boltinn í hornspyrnu.
34. mín
Castillion með góða sendingu innfyrir á Hansen en Trninic bjargar með góðri tæklingu og Víkingar fá horn sem endar með skoti frá Alex yfir markið.
25. mín
Ásgeir var við það að detta í gegn en Halldór Smári og Arnþór náðu að komast tilbaka og þvinga hann í erfitt skot sem Larsen greip.
23. mín
Ásgeir ætlar ekki að skora í dag, fær nú geggjaða sendingu í gegn frá Bjarna en aftur ver Larsen frá honum einn á einn.
17. mín
Nikolaj Hansen nálægt því að jafna hér, fer illa með Hjörvar og Trninic og laumar boltanum svo á fjærstöngina en boltinn lekur rétt framhjá markinu.
13. mín
Castillion sparkar Steinþór niður við teig KA manna og nú liggja báðir eftir, vonum að þeir jafni sig á þessu.
10. mín
MARK!
Aleksandar Trninic (KA)
Trninic skorar úr aukaspyrnunni! Hann neglir boltanum undir vegginn og í markið, stórfurðulegur veggur og mér fannst skotið fara beint á markið en inn fór hann! Trninic hefur fengið mikla gagnrýni í sumar en hann kemur KA yfir hér.
9. mín
Hallgrímur og Daníel með flott spil sem endar með að Milos tekur Grímsa niður rétt fyrir utan teig, aukaspyrna á stórhættulegum stað.
8. mín
Milan með bombu af 40 metrunum, fór yfir markið en leit ágætlega út, hefði verið sturlað mark.
7. mín
Aftur er Ásgeir kominn í gegn en Arnþór Ingi kemur á sprettinum og á stórkostlega tæklingu sem bjargar marki sennilega, hornspyrna hjá KA núna.
6. mín
Ásgeir í dauðafæri hérna en Larsen ver frá honum. Hallgrímur Mar með algjört augnakonfekt af sendingu innfyrir vörnina beint í hlaupaleiðina hjá Ásgeiri sem skýtur beint á Larsen, þarna á hann að skora!
3. mín
Alex Freyr með hornspyrnu beint á Hansen sem skallar hárfínt yfir markið, alls ekki langt frá því að skora þarna.
2. mín
Trninic með skelflega sendingu og missir svo Rikka frammúr sér og rífur í treyjuna hans en sleppur á ótrúlegan hátt við gult spjald. Ótrúlega klaufalegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og vekur athygli að Túfa er ekki með gegn sínum gömlu félögum og þá eru Hrannar Björn og Atli Hrafn í leikbanni. Víkingar gera enga breytingu á sínu byrjunarliði frá 2-2 jafnteflinu við Fjölni á meðan KA menn gera þrjár þar sem Daníel Hafsteinsson, Hjörvar Sigurgeirsson og Steinþór Freyr koma inn fyrir Túfa, Hrannar og Archie.
Það er FRÃBÆRT veður à Fossvoginum à dag og allt að verða tilbúið!
— VÃkingur FC (@vikingurfc) August 25, 2018
Fótboltagolf!
Grill!
Minivellir!
Blak!
Sláarskot!
KassagÃtar!
Sjáumst 14:30!#vikingurfc pic.twitter.com/E30sh7OC5G
Fyrir leik
KA töpuðu 1-0 gegn KR á Greifavellinum á Akureyri í síðustu umferð og duttu svolítið aftur úr í Evrópubaráttunni. Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónassom hafa baðir verið mikið meiddir og einnig hefur markmaðurinn Christian Martines misst af síðustu 3 leikjum.
Fyrir leik
Víkingur hefur ekki unnið leik síðan 13.Júlí og hafa lytið mjög illa út eftir að Sölvi Geir meiddist, ég hugsa að KA vinni þetta ef hann er ekki með. Víkingur er með 19 stig í 9.sæti, 3 stigum frá KA sem er í 7.sætinu.
Byrjunarlið:
18. Aron Elí Gíslason (m)
Aleksandar Trninic
2. Bjarni Mark Antonsson
('69)
3. Callum Williams
7. Daníel Hafsteinsson
7. Hjörvar Sigurgeirsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
('93)
12. Milan Joksimovic
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
('46)
Varamenn:
17. Ýmir Már Geirsson
('46)
25. Archie Nkumu
35. Frosti Brynjólfsson
('93)
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson
Gul spjöld:
Ýmir Már Geirsson ('72)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('81)
Rauð spjöld: