Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Valur
3
2
Breiðablik
Dóra María Lárusdóttir '19 1-0
Málfríður Erna Sigurðardóttir '35 2-0
Fanndís Friðriksdóttir '55 3-0
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '69
3-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '84
22.09.2018  -  14:00
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Dóra María
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m) ('90)
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('90)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m) ('90)
6. Mist Edvardsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
19. Katrín Rut Kvaran ('90)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
21. Anna Hedda Björnsdóttir Haaker
25. Lea Björt Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:
Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-2 sigri Vals.

Viðtal og skýrsla koma von bráðar
90. mín Gult spjald: Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
fyrir að tefja
90. mín
Tveimur mínútum bætt við
90. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
90. mín
Inn:Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Valur) Út:Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Markmannsskipti
89. mín
Valsarar hafa valið mann leiksins. Völdu Dóru Maríu
88. mín
hornspyrna sem að valsarar eiga. Hlín reynir að komast framhjá Sam tvisvar en tekst það ekki. Horn
84. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Geggjaður sprettur upp vinstri kantinn hjá Mundu. Fer framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum! Leggur hann svo út í teiginn á Berglindi og hún klárar þetta í fyrsta!
82. mín
Fanndís gerir vel, keyrir inn á völlinn og sendir hann svo út til hægri á Hlín. Hlín fíflar Sam og kemur með hann á nærsvæðið á Elínu en varnarmenn henda sér fyrir þetta áður en að Elín nær skoti
78. mín
Agla með hornspyrnu en Sandra grípur þennan vel
77. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
74. mín
Fanndís í upplögðu færi og getur náð fínu skoti. Það virðist hvarfla að henni þarna að Elínu langi að ná bronsskónum. Sendir hann á Elínu sem er í fyrirtaks færi! En skotið er yfir!
72. mín
Elísa með hlaup inn fyrir, fær boltann frá Fanndísi. Elísa lyftir þessum fyrir markið, rétt framhjá stönginni fjær!
69. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Huggulegt spil!! Karólína sendir hann á Berglindi sem klárar þetta einsog hún hafi aldrei gert annað. Vel gert Blikar
67. mín
STÖNGin!!! Hlín með þvílíkan sprett um hægri kantinn, kemur með hann fyrir! Sending eða skot, held sending! Og hann endar í stönginni fjær!
65. mín
GEGGJUÐ SONNÝ!!
Elín þræðir boltann inn fyrir eftir að Heiðdís missir boltann frá sér. Fanndís er alein og bara Sonný eftir. Sonný ver þennan ótrúlega ! Hornspyrna
65. mín
Sending inn fyrir Valsvörnina. Hver er mætt þarna alein? Hildur hendir sér í þennan. Þetta var flugskalli af bestu gerð en réttframhjá! Sandra átti ekki von á þessu
64. mín
Elínu langar að skora. Skil hana vel! Þær vinna boltann með hápressu á Blikaliðið. Hún hefur góða möguleika bæði vinstra og hægra megin við sig en ákveður bara að negla þessu á markið! Gott sko
62. mín
Fanndís með skot réttframhjá hinum megin!
62. mín
Munda með góðan sprett upp hægra megin. Hallbera hægir á henni. Munda kemur boltanum yfir á Alexöndru. Hún hótar skotinu með vinstri og fer yfir á hægri fótinn. Þvílík negla en þessi er framhjá!
59. mín
Jæja þá flautar Bríet. Ásta er komin á hestbak á Elínu og Bríet dæmir loksins
57. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum
57. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
55. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Fanndís! 3-0!!

Fanndís átti góðan sprett upp hægri kantinn. Sonný nær að verja vel skotið hjá henni. Svo verður darraðadans í teignum og Fanndís nær boltanum og kemur honum inn!
52. mín
Berglind út til vinstri á Öglu. Agla reynir að finna Alexöndru inn í teignum en boltinn er of langur og markspyrna
50. mín
Elísa fær þversendingu fyrir og Elísa aaaalein en rétt missir af honum.
47. mín
Fanndís út á Elísu hægra meginn. Kemur með boltann í fyrsta fyrir á Elínu sem nær skalla en erfitt færi! Framhjá
45. mín
Sýnist við ekki vera með neinar breytingar hérna
45. mín
Leikur hafinn
Valur byrjar! Fjörið er byrjað aftur
45. mín
Það er verið að vökva völlinn. Sýnist að valsarar séu bara að bleyta vallarhelminginn sem þær sækja á í seinni hálfleik. Skemmtilegt trix!
45. mín
Hálfleikur
Komin hálfleikur hér í dag!

Valskonur búnar að eiga miklu fleiri hættulegri færi og hafa náð að loka vel á Blikana.
45. mín
Hlín með geggjaðan snúning hérna úti hægra megin, skilur Heiðdísi eftir í tvöföldum snúning. Nær boltanum fyrir, setur hann á nærstöng þar sem Crystal kemur á fullri ferð og setur hann réttframhjá nærstönginni með tánni.
42. mín
Þetta var smart! Fanndís notar Elínu sem vegg, snyrtilegur þríhyrningur sem endar á svakalega fínu skoti rétt innan við teiginn. Rétt framhjá stönginni hægra megin
39. mín
Þetta erum við ekki að sjá í fyrsta skipti. Elín heldur honum vel og setur hann út til hægri á Hlín sem nær fyrirgjöf en valskonur henda sér fyrir og þetta er hornspyrna
38. mín
2-0 hér á Hlíðarenda, jah hérna hér! Mæli með að allir skelli sér hingað í seinni hálfleik, þetta er virkilega opinn og skemmtilegur leikur!!
35. mín MARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MARK!
Málfríður Erna með skalla úr hornspyrnu ! Nær háum skalla sem endar í samskeytunum! Það er einsog Sonný hafi haldið að þessi væri að fara framhjá, þetta virtist allavegana koma henni á óvart
35. mín
Guðrún með slaka sendingu út úr vörn Blika. Fanndís vinnur hann og keyrir með hann upp, finnur Elínu Mettu en þær grænhvítu hreinsa í horn
32. mín
Bríet hefði nú mátt spjalda Kristínu þarna þegar sóknin var búin en hún sleppir henni við það
30. mín
Elín Metta snýr af sér Kristínu Dís, hún hangir vel í henni! Kemur boltanum upp á Hlín hægra megin sem keyrir upp. Hún sendir hann fyrir og Fanndís tekur við honum inn í teignum og hún leggur hann fyrir Stefaníu! RÉTT YFIR!! Hörkuskot en rétt yfir!
28. mín
Agla sækir á Elísu og Blikar vinna horn.
Hornspyrna.
Þetta var sérstökt útfærsla hjá Sam og Öglu. Valur vinnur boltann
27. mín
Elín Metta með skot af miðjum vallarhelmingi Breiðabliks! Sér að Sonný er framarlega og þessi fer rétt yfir! Um að gera en mig grunar að Sonný hafi verið með þennan á hreinu
26. mín
Blikar spila honum vel á milli sín. Agla, Kristín Dís, Alexandra....
Alexandra fær hann og tekur hann í fyrsta og nær góðu skoti! Sandra skutlar sér á eftir þessum, missir hann og svo nær honum aftur áður en hann fer yfir línuna! Jæja um að gera að gera þetta spennandi fyrir okkur í stúkunni
22. mín
Valskonur hættulegri þessa stundina. Fanndís vinnur boltann af Kristínu Dís, nær fyrirgjöf og hornspyrna!
21. mín
Særún sjúkraþjálfari að taka test á Heiðdísi hérna út á hliðarlínu. Hún segist vera í lagi og sprettir inn á
19. mín MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Skot utan af teig, þvílíkt skot!!!SLÁIN INN, GLEÐILEG JÓL

Dóra María take a booooow!
18. mín
Heiðdís liggur eftir, fékk höfuðhögg og Bríet stoppar leikinn. Hlín spólaði sig inn í teiginn og náði skoti.
15. mín
Einsog fyrr segir er Elín komin með 12 mörk. Og þarf bara tvö mörk til að ná bronsskónum. Jæja hún veit það eflaust fullvel og ég að það hefði verið betra fyrir hana að skora úr færunum áðan. En það er nóg eftir og það veit hún líka
13. mín
Hildur með hlaupið upp hægra meginn, komin ein upp að endamörkum. Alexandra nær skoti,nær ekki nógu góðu skoti hinsvegar! Boltinn barst á Berglindi. DAUÐAFÆRI!! En réttframhjá!! Þarna hefði Berglind geta komið sér í 18 mörk léttilega
12. mín
Hallbera með aukaspyrnu frá vinstri. Sonný flýgur í loftinum og nær að grípa þennan. Öryggið uppmálað
11. mín
Þær ætla greinilega ekkert að taka tillit til mín hérna. Þetta er einsog borðtennis hraðspólað, þessi færi hérna. Agla fær frábæra sendingu út á vinstri kantinn. Hún keyrir upp og leggur hann niðri út í teiginn á Berglindi. Hún tekur hann í fyrsta en fer í bakið á varnarmanni Vals
9. mín
JEsúS KRistur! ójú!!
Elín sloppinn í þriðja skipti inn fyrir!!! Hvað er að gerast????

Sonný ver þetta, algjört dauðafæri!! Boltinn skoppar eftir að Sonný varði og varnarmenn blika ná að koma þessu frá áður en að Elín nær frákastinu!!
7. mín
NEI!! Geggjuð sending hjá Fanndísi. Elín komin alein inn fyrir! Enginn átti von á þessu virðist vera, standa bara allir að horfa. Bara Sonný eftir rétt innan við vítateigslínuna, hún stendur bara kyrr. Elín nær ekki að ákveða sig....hvað hún ætlar að gera!??
Elín ætlar framhjá henni en þá er Sonný búin að lesa það og nær að kasta sér á boltann!
Elín fær ekki mikið fleiri góð færi!!
5. mín
Berglind með geggjaða sendingu inn fyrir á Hildi. Bríet dæmir rangstöðu. Jæja treystum henni fyrir þessu
3. mín
Elísa lætur Öglu finna fyrir því hérna og aukaspyrna úti vinstra megin á vallarhelmingi Breiðabliks.
3. mín
Málfríður Anna spilar í miðvörð í dag fyrir Ariönnu. Elísa er úti hægra megin við hana í bakverði.
2. mín
Sam hinsvegar ekki í sama stuði þegar hún tekur fyrstu hornspyrnu leiksins. Hún er aftur fyrir endamörk
1. mín
DAUÐAFÆRI!!! Fanndís fær geggjaða sendingu inn fyrir og keyrir upp að endamörkum. Leggur hann á Elínu Mettu sem er í daaauðafæri!! Á bara Sonný eftir en þar kemur geggjuð tækling frá Sam á allra síðustu stundu!

ÞETTA BYRJAR HELDUR BETUR MEÐ FJÖRI
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann
Fyrir leik
Bekkurinn hjá Valskonum í dag er í yngri kantinum fyrir utan eina drottningu. Margrét Lára er mætt í fyrsta skipti á bekkinn eftir barneignir
Fyrir leik
Jæja þær virðast hafa heyrt í mér. Valsarar hafa stillt sér upp og standa heiðursvörð og bíða eftir Blikum.
Þetta er hátíðlegt
Fyrir leik
Jæja hér er þvílík bong og blíða og fimm mínútur í leikinn!
Ég velti því fyrir mér hvort að Valsarar munu standa heiðursvörð einsog tíðkast fyrir meistara.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús
Hjá Val
Elísa Viðars, Crystal Thomas og Elín Metta koma inn og Thelma Björk, Arianna og Guðrún Karitas fara út úr liðinu. Thelma Björk er í liðsstjórn í dag og er meidd. Guðrún Karitas er veik og Arianna er í landsliðsverkefni með kollegum sínum í Þór/KA


Hjá Breiðablik
Inn í liðið koma Sam og Sólveig. Á bekkinn fara Fjolla og Karólína
Fyrir leik
Ástrós Ýr íþróttafréttakona á Stöð 2 spáði í lokaumferðina hér í gær:
Valur 1 - 3 Breiðablik
"Íslandsmeistararnir eru ekkert að fara að slaka á þó titillinn sé kominn í hús. Þær klára þetta mót með stæl og Berglind Björg klárar þessa keppni um gullskóinn. "

Fyrir leik
Þó svo að veröldinn liggi ekki öll undir hérna í dag býst ég við skemmtilegum leik!Og um að gera að skella sér á völlinn í blíðunni og njóta þess að horfa á síðustu umferðin í sumar áður en að veturinn skellur á.

Íslandsmeistararnir vilja væntanlega enda tímabilið á sigri og Valskonur vilja eflaust bæta upp fyrir vonbrigða sumar með því að enda á góðum leik.

Það er hinsvegar barátta um gull, silfur og bronsskóinn.

Berglind er einsog er á toppnum með heil 17 mörk í sumar.
Sandra Mayor í Þór/KA er með 15 og Sandra María Jessen kollegi hennar með 14 mörk. Elín Metta sem við fylgjumst með hérna í dag er svo með 12 mörk.

Sandra Mayor spilar hinsvegar ekki fyrir Þór/KA í dag þar sem hún er með landsliðinu.
Fyrir leik
Valur tapaði 4-1 fyrir Þór/KA í síðasta leik og Breiðablik vann Selfoss 3-1.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór 1-0 fyrir Breiðablik þann 10.júlí og það var Andrea Rán sem skoraði markið fyrir Breiðablik
Fyrir leik
Breiðablik er þegar búið að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina. Þær eru á toppnum með 46 stig fyrir síðustu umferðina

Valur er hinsvegar í 4.sæti með 30 stig.
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu í síðustu umferð Pepsideilarinnar!!
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('77)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('57)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('57)
21. Hildur Antonsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('57)
14. Berglind Baldursdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('57)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('77)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: