Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Ísland
2
2
Svíþjóð
Óttar Magnús Karlsson '4 1-0
1-1 Viktor Gyökeres '47
1-2 Simon Thern '67
Jón Dagur Þorsteinsson '90 2-2
11.01.2019  -  16:45
Khalifa leikvangurinn
Vináttuleikur
Aðstæður: Frábært gras. Milt og gott veður
Dómari: Mohammed Al-Shammari (Katar)
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson ('78)
8. Eggert Gunnþór Jónsson ('67)
9. Óttar Magnús Karlsson
10. Arnór Smárason ('67)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('70)

Varamenn:
13. Anton Ari Einarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
14. Kolbeinn Finnsson ('78)
15. Adam Örn Arnarson
19. Hilmar Árni Halldórsson ('67)
21. Willum Þór Willumsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 jafntefli niðurstaðan í nokkuð kaflaskiptum leik. Íslenska liðið fékk mun fleiri færi í fyrri hálfleik en Svíar komu beittir inn í síðari hálfleikinn og tóku forystuna.

Varamaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði síðan í viðbótartíma.

Viðtöl koma frá Katar innan tíðar!
90. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
2-2! Jón Dagur jafnar eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir.

Hans fyrsta landsliðsmark!
90. mín
Þremur mínútum er bætt við.
88. mín
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Íslenska liðið setur það sænska undir pressu núna. Tvær aukaspyrnur inn á teig með stuttu millibili en þær ná ekki að skapa hættu.
78. mín
Inn:Kalle Holmberg (Svíþjóð) Út:Muamer Tankovic (Svíþjóð)
78. mín
Inn:Daleho Irandust (Svíþjóð) Út:Jonathan Levi (Svíþjóð)
78. mín
Inn:Kolbeinn Finnsson (Ísland) Út:Guðmundur Þórarinsson (Ísland)
Kolbeinn að spila sinn fyrsta landsleik. Kemur á hægri kantinn fyrir Gumma.
77. mín
Hilmar Árni með skot yfir eftir fyrirgjöf frá Aroni Elís.
74. mín
Endursýningar sýna að boltinn fór af Böðvari og inn fyrir i öðru marki Svía. Thern hefði annars verið kolrangstæður ef Svíi hefði sent boltann.
70. mín
Inn:Axel Óskar Andrésson (Ísland) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (Ísland)
Fyrsti landsleikur Axels. Eiður var einnig að spila í dag og var grimmur í vörninni. Hann virðist hins vegar vera smávægilega meiddur.
67. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Ísland) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland)
67. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Ísland) Út:Arnór Smárason (Ísland)
67. mín MARK!
Simon Thern (Svíþjóð)
Boltinn nær að berast inn fyrir á Simon Thern sem skorar örugglega.

Íslendingar vilja rangstöðu en dómararnir frá Katar eru alveg vissir í sinni sök. Það var mikil rangstöðulykt af þessu. Hlakka til að sjá endursýningu.
64. mín
Aron Elís Þrándarson og Hilmar Árni Halldórsson eru að koma inn á.
64. mín
Inn:Alexander Fransson (Svíþjóð) Út:Tesfaldet Tekie (Svíþjóð)
64. mín
Viktor Gyökeres á skot fyrir utan teig en Hjörtur Hermannsson nær að tækla fyrir boltann.
62. mín
Gummi Tóta með skot fyrir utan teig en beint á Isak Pettersson í markinu. Þeir eru liðsfélagar hjá Norrköping.
60. mín
Sænska liðið ógnar. Adam Andersson á skot fyrir utan teig sem Frederik ver vel.
57. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Ísland)
Fyrsta skipting Íslands. Jón Dagur fer á vinstri kantinn og Óttar tekur stöðu Arnórs frammi.
53. mín
Meiri kraftur í Svíunum í upphafi síðari hálfleiks. Okkar menn þurfa að svara.

Jón Dagur Þorsteinsson fer að koma inn á.
47. mín MARK!
Viktor Gyökeres (Svíþjóð)
Svíar jafna metin! Viktor Gyökeres, framherji Brighton skorar eftir að Simon Thern komst framhjá Óttari upp að endamörkum hægra megin og lagði boltann út í teiginn. Kraftur í Svíum hér í upphafi síðari hálfleiksins.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.


46. mín
Inn:Isak Pettersson (Svíþjóð) Út:Oscar Linner (Svíþjóð)
45. mín
Hálfleikur
Flottur fyrri hálfleikur að baki og verðskulduð forysta. Íslenska liðið hefur varist vel og Svíar hafa varla fengið færi. Ísland hefði hins vegar vel getað bætt við marki. Vonandi heldur þetta svona áfram í seinni hálfleik!
45. mín
Arnór á sprett og fellur til jarðar eftir baráttu við sænska varnarmenn. Vill aukaspyrnu en fær ekki. "Ertu ekki að grínast eða?" segir Arnór á íslensku við dómarann frá Katar. Fær engin svör til baka.
41. mín
Viktor Gyökeres með skot fyrir utan teig en Frederik er í engum vandræðum með það.
36. mín
Samúel Kári með langt innkast sem endar eftir barning hjá Arnóri Smára. Arnór á skot sem fer í Andra Rúnar og út af.
32. mín
Langbesta færi Svía hingað til. Fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Muamer Tankovic kastar sér fram og skallar....en rétt framhjá.
29. mín
Íslenska liðið er mun beittara en það sænska. Núna var Arnór Smárason að gera sig líklegan. Gummi laumaði boltanum inn á Arnór sem átti skot framhjá úr nokkuð þröngu færi.
26. mín
Óttar Magnús svo nálægt því að skora aftur! Gummi Tóta tók hornspyrnuna á fjærstöng þar sem Óttar var einn og óvaldaður en skalli hans fór rétt framhjá markinu.
25. mín
Gummi Tóta hársbreidd frá því að bæta við öðru marki Íslands!

Óttar vann skallaeinvígi eftir útspark og Andri Rúnar náði boltanum í kjölfarið. Andri sendi á Gumma Tóta sem átti skot niður í fjærhornið frá vítateigslínu en Oscar Linner varði vel. Hornspyrna.
21. mín
Svíar láta til sín taka. Viktor Gyökeres nær að snúa í teignum en skot hans fer hátt yfir.
18. mín
Böðvar Böðvarsson lendir í samstuði og liggur eftir. Ísland sparkar boltanum af velli og leikmenn nýta tækifærið í drykkjarpásu.

Böðvar er í lagi og heldur áfram leik.

13. mín
Svíar fá fyrstu hornspyrnuna. Hættuleg sending sem siglir á fjærstöngina en Frederik blakar boltanum í burtu.
10. mín
Fín sókn hjá íslenska liðinu. Boltinn færðist frá hægri og út á vinstri kant þar sem Gummi átti fyrirgjöf. Óttar átti síðan skalla framhjá.
8. mín
Svíar hafa lítið komist áleiðis ennþá. Fín byrjun hjá íslenska liðinu.

4. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Ísland)
Glæsileg byrjun og frábært skot hjá Óttari!

Arnór Smárason fær háa sendingu og gerir vel með því að nota brjóstkassann til að senda á Óttar.

Óttar er 25 metra frá markinu þegar hann lætur vaða með vinstri og boltinn fer niður í bláhornið! Hans annað landsliðsmark.

Óttar spilar á hægri kantinum í dag en hann var kominn inn á miðjuna þegar hann lét skotið ríða af.

Arnór og fleiri leikmenn vildu fá sendingu frá Óttari en hann hlustaði ekki á það og lét sjálfur vaða með góðum árangri.
3. mín
Svíar meira með boltann í byrjun. Íslenska liðið liggur nokkuð aftarlega og leyfir Svium að koma upp að miðju með boltann áður en pressan byrjar.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Svíar byrja með boltann.
Fyrir leik
Búið að leika þjóðsöngvana. Dómarinn frá Katar fer að flauta til leiks.

Þjálfaralið Eista mætt að horfa á Ísland fyrir vináttuleik þjóðanna á þriðjudag. Mart Poom, fyrrum markvörður Derby, er markvarðarþjálfari Eista en sonur hans er í leikmannahópnum í þessari ferði.
Fyrir leik
Sænskir áhorfendur með þrjá fána í stúkunni. Fer minna fyrir íslensku áhorfendunum. Þeir er þó nokkrir á svæðinu. Meðal annars Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi.
Fyrir leik
Upphitun í fullum gangi. Ennþá 39,980 sæti laus í stúkunni ef þið eigið leið hjá!
Fyrir leik
Viktor Gyökeres er spennandi framherji í liði Svía en enska félagið Brighton keypti hann frá Brommapojkarna í fyrra. Hinn tvítugi Viktor var markahæstur á EM U19 ára landsliða árið 2017.

Muamer Tankovic er annar öflugur framherji hjá Svíum en hann var hjá Fulham á yngri árum. Hinn 23 ára gamli Tankovic spilar með Hammarby í dag.
Elvar Geir Magnússon


Fyrir leik
Íslenska liðið er búið að skoða aðstæður á vellinum. Nú er verið að vökva grasið áður en upphitun hefst.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Erik Hamren mætir Svíþjóð í dag
Fótbolti snýst um tilfinningar. Þegar þú kemur frá landinu sem þú ert að mæta þá er það tilfinningaríkt, en auðvitað vil ég vinna.
Fyrir leik
Svíar hafa verið í Katar í tæpa viku en þeir töpuðu 1-0 gegn Finnum á þriðjudaginn. Byrjunarlið þeirra í dag er óreyndara en í þeim leik.
Fyrir leik
Það hefur verið líf á Khalifa leikvanginum í dag en Eistland lagði Finnland 2-1 í vináttuleik sem hófst klukkan 12:00.

Vallarstarsfmenn hafa í millitíðinni séð vel um völlinn, slegið hann aftur og lagað grasið.
Fyrir leik
Ekki er búist við mörgum áhorfendum á leikinn í dag en spilað verður á hinum glæsilega Khalifa leikvangi sem tekur 40 þúsund áhorfendur í sæti.

Khalifa leikvangurinn er staðsettur við Aspire svæðið. Það er eini leikvangurinn af þeim átta sem notaðir verða á HM 2022 sem er tilbúinn.

Leikvangurinn er háþróaður en í honum er meðal annars kælibúnaður til að vernda leikmenn og áhorfendur ef hitastigið keyrir fram úr hófi.
Fyrir leik
Þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða þá vantar marga leikmenn í íslenska hópinn og nýir menn fá tækifæri til að sýna sig og sanna.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, spilar meðal annars sinn fyrsta landsleik í dag.

Birkir Már Sævarsson er fyrirliði í dag. Birkir er langreyndastur í hópnum en hann er að fara að spila sinn 87. landsleik.


Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður fylgst með öllu því sem gerist í vináttuleik Íslands og Svíþjóðar í Katar. Flautað verður til leiks klukkan 16:45 að íslenskum tíma.
Byrjunarlið:
12. Oscar Linner (m) ('46)
2. Joel Andersson
3. Sotiros Papagiannopoulos
5. Filip Dagestal
6. Simon Thern
7. Melker Hallberg
14. Tesfaldet Tekie ('64)
15. Adam Andersson
18. Viktor Gyökeres
19. Jonathan Levi ('78)
22. Muamer Tankovic ('78)

Varamenn:
1. Jacb Rinne (m)
4. Alexander Milosevic
8. Alexander Fransson ('64)
10. Kalle Holmberg ('78)
16. Daleho Irandust ('78)
17. Robin Jansson
20. Hosam Aiesh

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: