Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Breiðablik
2
0
Stjarnan
0-0 Hilmar Árni Halldórsson '16 , misnotað víti
Thomas Mikkelsen '36 , víti 1-0
Brynjólfur Darri Willumsson '82 2-0
03.02.2019  -  18:30
Fífan
Fótbolta.net mótið - A-deild
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Gulli Gull (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('45)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Jonathan Hendrickx
8. Viktor Karl Einarsson ('82)
9. Thomas Mikkelsen ('45)
11. Aron Bjarnason ('45)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('86)
18. Willum Þór Willumsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('86)

Varamenn:
50. Sindri Snær Vilhjálmsson (m)
17. Þórir Guðjónsson ('45)
18. Davíð Ingvarsson ('86)
21. Viktor Örn Margeirsson ('45)
36. Aron Kári Aðalsteinsson ('82)
62. Ólafur Guðmundsson ('86)
77. Kwame Quee ('45)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('45)
Willum Þór Willumsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Blikar vinna Fótbolta.net mótið í fjórða sinn...

Viðtöl og fleira á leiðinni.
90. mín
Alexander Helgi núna með eina tveggja fóta skæratæklingu á Danna Lax, ekki hættuleg en Ívar dæmir.
89. mín
Brynjar Gauti með eina fullorðinstæklingu á Davíð Ingvars, tekur boltann en kemur full harkalega inn í þetta og rétt hjá Ívari að flauta.
86. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Ólafur Guðmundsson er að koma inná í sínum fyrsta leik fyrir meistaraflokk, hann er fæddur árið 2002 þessi piltur!

Gústi hefur verið þekktur fyrir að gefa ungum strákum tækifæri og gerði það mikið hjá Fjölni, og núna er hann á sínu öðru ári með gullnámu ungra og efnilegra leikmanna hjá Blikum.
86. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
85. mín
Frábær sókn hjá Blikum!

Kwame með geggjaðan snúning og kemur Hwendrickx í frábæra stöðu úti hægra megin, Stjarnan kemur boltanum frá en Alexander vinnur boltann, kemur honum á Willum sem tæklar boltann á Þóri sem tekur skotið af varnarmanni og Gaui Carra ver í horn!

Gaui grípur svo hornspyrnuna.
82. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
82. mín MARK!
Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
MARK!

Blikar komnir í 2-0 og með níu fingur á titilinn!

Frábær skyndisókn Blika eftir hornspyrnu Stjörnumanna, Þórir kemur boltanum á Kwame sem reynir skot, Gaui ver til hliðar og þaðan kemur Þórir boltanum á Brynjólf sem tekur við honum og kemur honum inn.
81. mín
DANNI LAX! - Fær boltann útúr teignum eftir hornspyrnu og neglir honum á lofti upp í vinstra hornið en Gulli mætir eins og Superman og ver þetta í horn!
79. mín
Willum með sturlaðan bolta af hægri vængnum inn í svæðið milli markmanns og varnarmanna þar sem Þórir Guðjóns mætir og skallar boltann inn en er dæmdur rangstæður.

Gæðin í Willum eru frábær!
77. mín
Blikar búnir að vera virkilega sprækir hérna í seinni, núna með flott spil upp hægra megin og Hendrickx reynir skotið, yfir.
75. mín
Davíð kemst í flotta stöðu vinstra megin, keyrir inn á teiginn og neglir boltanum svo að markinu og þar mætir Kwame og nær ekki að stýra boltanum á markið, markspyrna dæmd.
72. mín
ÞVÍLÍKUR SÉNS!

Davíð kemur með fyrirgjöf frá vinstri, Viktor Karl tekur við boltanum á fjær og skýtur svo í höndina á Danna Lax en ekkert dæmt, Þórir vinnur boltann á teignum og reynir skot í varnarmann, boltinn berst á Kwame sem er með opið mark fyrir framan sig en setur boltann í slánna!

Í fyrsta lagi galið að Blikar hafi ekki fengið víti þarna og í öðru lagi galið að Kwame hafi ekki skorað úr þessu færi!
70. mín
Frábær sókn hjá Blikum, láta boltann ganga vel og endar með því að Brynjólfur kemst inn á teiginn vinstra megin og sækir hornspyrnu.

Blikar ná skalla eftir hornið en í Brynjólf Darra og þaðan útaf.
66. mín
Flott spil hjá Hendrickx og Kwame upp hægri kantinn, flottur bolti frá Kwame í svæðið milli Gauja og varnarmanna en Þórir Guðjóns tveim skrefum of seinn og nær ekki að pota boltanum inn.
63. mín
Skemmtilegt spil hjá Stjörnumönnum sem eru þolinmóðir og láta boltann ganga, eftir fyrirgjöf frá Elís berst boltinn svo út á Þorra sem reynir skot en hann kixar boltann eitthvað sem skoppar svo rólega til Gulla.
62. mín
Inn:Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan) Út:Nimo (Stjarnan)
61. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Willum fær gult, veit ekki alveg fyrir hvað...
61. mín
Brynjólfur með skemmtilega takta en klappar boltanum aðeins of mikið og tapar boltanum.
60. mín
Núna er dómaraspark fyrir utan teig Blika, Gulli nelgdi boltanum upp í loftið...
59. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
57. mín
Damir brýtur hérna klaufalega á Hilmari Árna á miðjum vallarhelming Blika og er heppinn að sleppa við spjald.

Boltinn ekki spes inn á teiginn og er skallaður burt.
56. mín
Inn:Guðjón Orri Sigurjónsson (Stjarnan) Út:Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Halli fer meiddur útaf... Vonandi ekki alvarlegt.
55. mín
Halli Björns kemur hér útúr markinu til að taka langan bolta en virðist misstíga sig og situr hér eftir.

Gaui Carra er að setja á sig hanskana.
53. mín
Brynjólfur núna með tiraun fyrir utan teig Stjörnumanna en það fer svipað hátt yfir og hjá Hilmari áðan.
51. mín
Hilmar Árni tekur eina neglu með vinstri langt fyrir utan teig en það fer hátt yfir.
48. mín
Willum kemur sér yfir á vinstri fótinn fyrir utan teiginn og tekur skotið en það fer beint á Halla.
47. mín
Kwame Quee kemur sér upp hægra megin og tekur skot úr þröngu færi en Halli í litlu veseni með það.
46. mín
Þetta er farið af stað aftur!
45. mín
Inn:Kwame Quee (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Þreföld skipting hjá Gústa Gylfa í hálfleik, óbreytt hjá Stjörnumönnum.
45. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
45. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
+3

Hálfleikur í bráðfjörugum úrslitaleik!
45. mín
+2

Ívar er að vinna með eitthvað sem ég hef ekki séð áður, þegar boltinn fer upp í loftið þá dæmir Ívar ekki innkast heldur tekur hann dómarakast. Skrýtið en skemmtilegt...
45. mín
+1

Stjörnumenn skora eftir aukaspyrnuna, virkilega vel klárað hjá Danna Lax en rangstaða dæmd og Stjörnumenn ekki sáttir!
45. mín
Elfar fékk aðhlynningu og þarf þá að fara útaf en skokkar samt bara hérna inná teiginn áður en aukaspyrnan er tekin og Ívar rekur hann útaf aftur, þarna á Elfar að fá seinna gula fyrir að koma inná í leyfisleysi en Ívar sleppir því, virðist eins og Elfar hafi gleymt reglunum eða eitthvað, margt stórundarlegt hjá honum í dag.
45. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Önnur glórulaus tækling hjá Elfari vinstra megin við teiginn og loksins fær hann spjaldið, Ívar löngu búinn að fá nóg virðist vera.

Elfar liggur eftir og virðist vera að kalla eftit skiptingu.
44. mín
Elfar Freyr með annað glórulaust brot úti vinstra megin og neglir boltanum svo í burtu eftir að það er dæmt en ekki fær hann spjaldið... Elfar eitthvað voðalega vanstilltur í dag finnst mér!
42. mín
Flott sókn hjá Blikum sem færa boltann frá vinstri yfir á hægri, Willum laumar boltanum á Aron Bjarna sem skýtur beint á Halla úr þröngu færi, þetta var flottur séns fyrir Blikana.
40. mín
Blikar hafa fengið einhverja vítamínssprautu við þetta mark því þeir eru mun kraftmeiri en áðan.
37. mín
Blikar fá aukaspyrnu úti vinstra megin eftir brot á Brynjólfi Darra, Alexander Helgi og Davíð Kristján munda lappirnar.

Davíð tekur spyrnuna beint á Eyjólf á nærsvæðinu, fær boltann aftur og kemur honum fyrir þar sem Willum reynir tilraun með hælnum en Halli ver.
36. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
JÁ!

Thomas Mikkelsen neglir þessu bara upp í samskeytinn svona Pogba style...

1-0 í hörkuleik!
35. mín
VÍTI!

Blikar með flotta skyndisókn og Hendrickx setur fyrirgjöfina í höndina á varnarmanni Stjörnunnar.
34. mín
Elfar fær núna tiltal frá Ívari eftir furðulega tæklingu á miðjum vellinum, ætti sennilega að vera kominn með gult...
33. mín
Blikar koma sér núna í skyndisókn og keyrir Aron Bjarna á Stjörnuvörnina, finnur Thomas úti hægra megin sem lyftir boltanum þægilega í hendurnar á Halla Björns.

Blikar verða að nýta þessa sénsa betur.
32. mín
Flott sókn hjá Blikum!

Alexander Helgi kemur boltanum í gegnum miðjuna á Viktor sem er aleinn, snýr og tekur fast skot en Danni Lax mætir á ögurstundu og hendir sér fyrir skotið!
30. mín
Elfar lendir í kapphlaupi við Þorstein Má en Gulli kemur út og grípur boltann og á sama tíma fylgir Elfar vel eftir í bakið á Þorsteini sem fellur við og liggur eftir, Stjörnumenn kalla eftir vítaspyrnu en ekkert dæmt.

Þorsteinn er staðinn upp og eitthvað lítið að honum.
29. mín
Stjörnumenn þvinga Blika í langa bolta úr markspyrnum og vinna boltann núna og keyra á Blikana, Þorsteinn finnur Gauja sem leggur boltann út á Hilmar sem á skot beint á Gulla.

Stjörnumenn mun hættulegri hérna.
24. mín
Hilmar setur boltann yfir vegginn en Gulli er fluglæs og mættur í hornið og grípur boltann.
24. mín
Gauji er straujaður rétt fyrir utan teig og þetta er staður fyrir Hilmar Árna!
23. mín
Skemmtilegt spil hjá Blikum þar sem þeir láta boltann ganga hratt og Thomas kemst í fyrirgjöf vinstra megin, alveg yfir á Hendrickx sem finnur svo Brynjólf en sending Brjynjólfs fer afturfyrir.
20. mín
Blikar fá fínan séns, vinna boltann í pressu og Willum finnur bróðir sinn sem ætlar að leggja boltann út á Thomas en sparkar boltanum í sjálfan sig og Stjarnan vinnur boltann.
16. mín Misnotað víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
ÞVÍLÍK VARSLA!

Gulli les Hilmar og ver spyrnuna, en það var ekki nóg því Þorsteinn Már var fyrstur á boltann og kemur skoti að marki en Gulli nær snertingu með löngutöng og þaðan fer boltinn í stöngina og þriðja tilraun Stjörnumanna er varin af tæklingu og þaðan koma Blikar boltanum burt.

Ótrúlegt að Stjörnumenn hafi ekki komið boltanum í netið þarna.
15. mín
VÍTI!

Stjarnan kemur boltanum upp í hægra hornið á Hilmar sem sendir boltann á fjær á Nimo sem fer framhjá Hendrickx og setur boltann svo í höndina á Elfari og víti réttilega dæmt.
13. mín
Stjörnumenn byrja þennan leik mun betur, þeir eru að pressa grimmt og ákveðnir í sínum aðgerðum en þegar Blikar vinna boltann og fá sóknartækifæri eru þeir oft að senda erfiða bolta í hlaup sem þeir eru ekki að ná að vinna og svo þegar fremstu menn fá boltann í lappir þá er hjálpin of lengi að berast og Blikar í einskismannslandi sóknarlega.
10. mín
Frábær sókn hjá Stjörnumönnum, fyrst kemur Hilmar Árni boltanum í hornið á Elís sem neglir boltanum fyrir en Elfar kemst fyrir, Alex vinnur fyrst boltann fyrir utan teiginn og kemur honum á Nimo sem keyrir í gegnum þrjá Blika og boltanum aftur fyrir en Blikar bjarga, þá gerir Þorsteinn Már hrikalega vel og kemur sér inn á teiginn, Davíð rífur í hann og vinnur svo boltann og Stjörnumenn vilja víti en ekkert dæmt, hefði verið hægt að dæma að mínu mati.
8. mín
Stjarnan brunar upp hægra megin, boltinn berst á Gauja sem kemur honum á Hilmar Árna en skotið í varnarmann og þaðan beint á Gulla.
7. mín
Hendrickx var í flottri stöðu hægra megin með fjóra Blika inní teig en fyrirgjöfin afleit og hátt yfir alla.
1. mín
Stjörnumenn byrja af krafti, spila sig vel upp hægra megin en fyrirgjöf frá Elís fer af varnarmanni og afturfyrir.

Hilmar Árni með óvenju slaka spyrnu sem er skölluð burt af fyrsta varnarmanni.
1. mín
Leikur hafinn
Stjörnumenn byrja með boltann og sækja í átt að Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og Ívar Orri, stórdómari af Skaganum flautar leikmenn til sín.

Þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Korter í leik, liðin eru að hita upp og Seven Nation Army ómar í græjunum, alvöru undirbúningur hérna í Fífunni.
Fyrir leik
Verð að henda í gott shout á blikar.is - Þeir halda úti alvöru tölfræði fyrir sína menn og eru nokkrir skemmtilegir punktar þar fyrir þennan leik.

Blikar hafa unnið þetta mót oftast, eða þrisvar talsins, Stjarnan mun hinsvegar jafna Blikana með sigri hér í kvöld.

Liðin hafa fjórum sinnum mæst í þessari keppni áður, fyrri tvö skiptin unnu Blikar og var það bæði í úrslitaleik, seinni tveimur leikjunum hafa Blikar tapað, fyrst í leik í riðlinum og svo í fyrra í úrslitaleiknum. Þannig þetta er í fjórða skipti sem liðin mætast í úrslitum .net mótsins og hafa Blikar 2-1 yfir þar eins og er.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Blikar stilla upp virkilega sterku liði, með Viktor Karl sem er nýkominn heim úr mennskunni, Davíð sem hefur vakið áhuga erlendis og svo Willumsbræður sem hafa ágætis boltagen.

Stjarnan stilliir sömuleiðis upp hrikalegi öflugu liði, Hilmar Árni spilaði sinn fyrsta A landsleik um daginn, Guðjón Baldvins upp á topp og Danni Lax stendur sína plikt í hafsentinum.
Fyrir leik
Bæði Blikar og Stjarnan unnu sína riðla í fótbolta.net mótinu með 7 stigum af 9 mögulegum, þetta mót er annað undirbúningsmót félaganna af þremur, en Bose mótið (stundum kallað Gústa Gylfa mótið) var spilað fyrir áramót og nú fer Lengjubikarinn að taka við.

Svo hefst alvaran!
Fyrir leik
Stjarnan hefur unnið Blikana í fjórum síðustu viðureignum liðanna, meðal annars báða leikina í deildinni síðasta sumar og svo í vítaspyrnukeppni í úrslitum bikarsins.

Hinsvegar enduðu Blikar í 2. sæti deildarinnar, 4 stigum á undan Stjörnunni síðasta sumar.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í Fífunni, mekka fótboltans eins og Blikar kalla þetta gjarnan, en þetta er vetrarvöllur Blikanna svo þeir eru á heimavelli í dag.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleik A deildar Fótbolta.net mótsins.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson ('56)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
20. Eyjólfur Héðinsson ('59)
21. Elís Rafn Björnsson
29. Alex Þór Hauksson (f)
33. Nimo ('62)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m) ('56)
3. Tristan Freyr Ingólfsson ('62)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('59)
15. Páll Hróar Helgason
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Helgi Jónsson
31. Jón Alfreð Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: