Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 10. júlí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting
Powerade
Garnacho í leik með Man Utd.
Garnacho í leik með Man Utd.
Mynd: EPA
Newcastle hefur hafnað tilboðum í Longstaff.
Newcastle hefur hafnað tilboðum í Longstaff.
Mynd: EPA
Sumarið flýgur áfram og það styttist í að sparkað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni. BBC tekur saman það helsta í slúðrinu á degi hverjum.

Napoli reynir aftur við Alejandro Garnacho (21) hjá Manchester United og vonast til að geta keypt þann argentínska fyrir 45 milljónir punda. (Mirror)

United er bjartsýnt á að ná samkomulagi um að fá Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford og Kamerún, fyrir æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna. (Sky Sports)

Viðræður Arsenal við Sporting Lissabon um Viktor Gyökeres (27) hafa strandað þar sem félögin eru ekki sammála um heildarverðmæti sænska sóknarmannsins. (Independent)

Newcastle United hefur hafnað þriðja tilboðinu frá Leeds United í enska miðjumanninn Sean Longstaff (27). (Northern Echo)

Al-Hilal í Sádi-Arabíu vill fá Benjamin Sesko (22), framherja RB Leipzig og Slóveníu, sem er einnig á óskalista Arsenal. Al-Hilal hefur einnig áhuga á franska framherjanum Jean-Philippe Mateta (28) frá Crystal Palace. (Sun)

Aston Villa og Brighton eru að skoða sóknarmiðjumanninn Rodolfo Aloko (18) frá Benín en hann er áhugaverður leikmaður hjá króatíska félaginu NK Kustosija. (Mail)

Manchester United er að íhuga að selja enska vængmanninn Jadon Sancho (25) fyrir mun lægra verð. (Givemesport)

Nottingham Forest og Crystal Palace eru meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hafa áhuga á að fá miðjumanninn James McAtee (22) frá Manchester City í sumar. (Sky Sports)

Tottenham hefur komist að samkomulagi við West Ham um 55 milljóna punda kaupverð á Mohammed Kudus (24). Ganverjinn er nú á leið í læknisskoðun. (BBC)

Liverpool gæti blandað sér í baráttu við Arsenal um Rodrygo (24), vængmann Real Madrid og Brasilíu, ef félagið missir Luis Díaz (28) til Barcelona. (Sacha Tavolieri)

Portúgalski kantmaðurinn Chiquinho (25) hefur yfirgefið Wolves til að ganga til liðs við Alverca í Portúgal. Úlfarnir halda 40% söluákvæði. (Fabrizio Romano)

Brighton er opið fyrir því að lána írska framherjann Evan Ferguson (20) til Roma en félagið hefur enn ekki gert samkomulag við leikmanninn. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner