Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Andorra
0
2
Ísland
0-1 Birkir Bjarnason '22
0-2 Viðar Örn Kjartansson '80
22.03.2019  -  19:45
Estadi Nacional Andorra
Undankeppni EM
Aðstæður: Gervigras
Dómari: Sandro Schärer (Sviss)
Áhorfendur: Um 2.000
Byrjunarlið:
1. Josep Gomes (m)
2. Cristian Martinez ('81)
3. Marc Vales
4. Marc Rebes
6. Ildefons Lima(f)
8. Marcio Vieira
15. Moises San Nicolas
16. Alex Martinez ('71)
17. Joan Cervos
18. Chus Rubio ('86)
20. Max Llovera

Varamenn:
13. Ferran Pol (m)
5. Emili Garcia
9. Aaron Sanchez ('86)
11. Sergi Moreno
14. Jordi Alaez ('71)
19. Sebastian Gomez
21. Ludovic Clemento ('81)
22. Victor Rodriguez

Liðsstjórn:
Koldo lvarez (Þ)

Gul spjöld:
Marcio Vieira ('21)
Chus Rubio ('40)
Cristian Martinez ('47)
Marc Rebes ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+ 4

Ágætur sigur hjá Íslandi. Fínt að byrja á þremur stigum. Við munum færa ykkur fréttir og viðtöl fram eftir kvöldi. Endilega fylgist með!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
+2

Viðari Erni langar í annað mark. Gerir vel í að vinna boltann og kemst í skotfæri. En skot hans er beint á markvörð Andorra.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
+1

Flott sókn hjá Íslandi og Gylfi var við það að komast í gott skotfæri... en Andorra verst vel og kemur hættunni frá.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
+4 í uppbótartíma.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
88. mín

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
86. mín
Inn:Aaron Sanchez (Andorra) Út:Chus Rubio (Andorra)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
83. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Arnór Ingvi fær síðustu mínútur leiksins til að láta ljós sitt skína.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín Gult spjald: Marc Rebes (Andorra)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
81. mín
Þetta var mikilvægt mark. Það væri samt gaman að bæta einu til tveimur í viðbót.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
81. mín
Inn:Ludovic Clemento (Andorra) Út:Cristian Martinez (Andorra)
Sóknarmaður númer 2 fer af velli.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
MARK!!!!! Viðar Örn stimplar sig inn! Birkir Már með sendingu af hægri kanti og sú afrgreiðsla hjá Viðari! Lúxus.

Þetta er fyrsta landsliðsmark Viðars í keppnisleik. Hans þriðja landsliðsmark í heildina.

Fagnaði með því að gera Emoji-kall. Skot á Kjartan Henry Finnbogason sem hefur haft hátt á Twitter-síðustu daga.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
77. mín
Boltinn fer af Birki Bjarna og rétt yfir! Sendingin frá Gylfa mjög góð.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Ari Freyr sækir aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Góður staður fyrir Gylfa. Flestir staðir reyndar góðir fyrir Gylfa en sjáum hvað kemur út úr þessu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
71. mín
Inn:Jordi Alaez (Andorra) Út:Alex Martinez (Andorra)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Viðar Örn er mættur aftur í landsliðið og kemur hér inn á. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli. Hann hefði átt að skora í þessum leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín
Rúnar Már með flotta sendingu inn á teiginn og Jóhann Berg nær góðum skalla rétt fram hjá. Meira svona takk!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
66. mín
Við tökum alveg 1-0 sigur, en það er satt best að segja ekki alveg nógu gott. Gegn svona liði eigum við að skora fleiri mörk og vonandi munu þau koma á þessum síðustu 25 mínútum +.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
63. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron Einar fær hvíld fyrir Frakkaleikinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Staðan í hinum leikjum riðilsins er þannig:

Moldavía 0-3 Frakkland
Albanía 0-2 Tyrkland

Ísland mætir Frakklandi í París á mánudag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Takk fyrir þetta Elvar. Guðmundur heiti ég og ætla að klára þessa lýsingu. Koma svo Ísland, við verðum að fara að setja fleiri mörk!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
59. mín
Seinni hálfleikurinn hefur verið dauðinn á skriðbeltunum. Ég skipti nú yfir á Guðmund Aðalstein Ásgeirsson sem klárar lýsingu leiksins.
57. mín
Gylfi með skot.. varnarmaður kemst fyrir.
54. mín
Leikurinn mjög rólegur þessa stundina og lítið að frétta. Það má heyra saumnál detta í stúkunni.
49. mín
Aron Einar með fyrirgjöf frá hægri sem Josep Gomes á í vandræðum með að höndla af öryggi... það tekst þó að lokum.
47. mín Gult spjald: Cristian Martinez (Andorra)
Fyrir almenn leiðindi. Síbrotamaður.
47. mín
Enn og aftur er Andorra að fá hornspyrnu, ekkert kemur úr horninu. Fögnum því.
46. mín
Leikurinn er farinn aftur í gang...
45. mín
Jæja leikmenn eru komnir aftur út á völl og ég er búinn að fá mér kaffibolla. Þá er þetta að fara aftur í gang...
45. mín
Hálfleikur
44. mín
Ísland hefur aldrei fengið mark á sig gegn Andorra og það er algjör óþarfi að það breytist eitthvað hér í kvöld. Styttist í hálfleik.
42. mín
Kári ógnaði eftir hornið en náði ekki að koma boltanum á markið. Styttist í hálfleik.
41. mín
BIRKIR BJARNA MEÐ SKOT... Naumlega framhjá! Boltinn fór af varnarmanni og Ísland fær horn.
40. mín Gult spjald: Chus Rubio (Andorra)
Hægri bakvörður Andorra neglir Arnór Sigurðsson niður.
39. mín
Víkingaklappið er tekið í talsvert snarpari útgáfu hér í Andorra enda vantar Joey Drummer með trommurnar. Þessi nýja útgáfa er þó mjög hressandi. Sýnist þetta vera Gylfi Þór Orrason sem er að stýra klappinu.
37. mín
Jói Berg með hornspyrnu sem Jose Gomes náði að slá frá.
36. mín
Alls ekki galið hjá Andorra! Ildefons Lima, þeirra reyndasti og markahæsti maður, nær þéttingsföstu skoti og boltinn tekur þokkalegan snúning en Hannes með öll svör og ver af öryggi.
35. mín
Marc Rebes krækir í aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands. Birkir Bjarna dæmdur brotlegur.
32. mín
ÍSLAND NÁLÆGT ÞVÍ AÐ TVÖFALDA FORYSTUNA!!! Gylfi með skot sem Josep vinur okkar Gomes í marki Andorra náði að verja, missti boltann frá sér en því miður var enginn Íslendingur mættur.
31. mín
Aukaspyrna frá Andorra inn í teiginn en Hannes mætir eins og svifnökkvi og handsmar boltann. Skýr skilaboð um að hann eigi þarna yfirráðarsvæði og enginn annar.
29. mín
Rétt að taka fram að það er ekki VAR í undankeppni EM... og ekki heldur sprotadómarar. Það verður VAR í lokakeppninni.

Andorra með skot af löngu færi. Bjartsýnisskot. Auðvelt fyrir Hannes.
25. mín
Flott að hafa náð inn marki!! Nú verður fróðlegt hvort Andorra taki meiri áhættu í sínum leik! Ísland er að ógna þessa stundina. Darraðadans við mark Andorra.
22. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Ragnar Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson vinnur hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna Íslands. Gylfi tekur hornið...

MAAAAARK!!!! Boltinn af öxlinni á Ragga og til Birkis á fjærstönginni. Birkir skallaði inn! ÞARNA!!!
21. mín Gult spjald: Marcio Vieira (Andorra)
Fyrir brot á Birki Bjarna á miðjum vellinum. Svisslendingurinn var það fljótur að lyfta spjaldinu að ég tel að hann hafi sett eitthvað met.
19. mín
Andorra er alveg að ná að ógna talsvert... of mikið fyrir minn smekk. Liðið hefur fengið fjórar hornspyrnur í leiknum.
18. mín
Andorra í hættulegri skyndisókn. Chus Rubio bakvörður ógnandi og snöggur. Andorra vann hornspyrnu. Eftir hornið á Ildefons Lima skot í öxlina á Birki Bjarna. Heimamenn vilja horn en fá bara nei frá svissneska dómaranum.
16. mín
Andorra með fyrirgjöf inn í teiginn sem Raggi Sig kemur frá. Þá byrjar trommusveit Andorra að láta til sín taka í stúkunni.
15. mín
Brotið á Birki Má úti hægra megin... aukaspyrna sem Ísland fær. Fyrirgjafarmökuleiki. Gylfi og Jói standa við knöttinn... Gylfi spyrnir í teiginn og þar er barátta! Rangstaða dæmd. Raggi Sig var fyrir innan.
12. mín
Andorra fær tvær hornspyrnur með skömmu millibili... Ísland nær að hreinsa frá.
10. mín
Ísland stjórnar leiknum eins og búist var við. Spilið úti á velli hefur gengið með miklum ágætum. Aron Einar núna að búa sig undir langt innkast... Andorra nær að skalla frá úr teignum.
9. mín
ALFREÐ Í DAUÐFÆRI! Eftir frábæra fyrirgjöf Ara en nær ekki að stýra boltanum á markið. Yfir fer hann. Alfreð var við markteiginn og átti að gera betur þarna.
8. mín
STÓRHÆTTULEG SÓKN ÍSLANDS! Jói Berg og Gylfi bjuggu þetta til og Birkir Már var í hörkufæri á fjærstönginni en búið var að flagga rangstöðu.
6. mín
Sést vel á því hvernig boltinn þeytist um völlinn að þetta gervigras er langt frá því að geta talist boðlegt... en við megum ekki nota það sem neina afsökun í kvöld.
4. mín
Cristian Martínez, leikmaður Andorra, fellur í teig Íslendinga. Svissneski dómarinn gefur bendingu um að þetta hafi ekki verið brot.
4. mín
Aron með langt innkast sem Kári Árnason flikkaði áfram en varnarmaður Andorra náði að bægja hættunni frá.
2. mín
Birkir Már með fyrirgjöf sem markvörður Andorra greip auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
JÁ ÞETTA ER FARIÐ AF STAÐ HÉR Í ANDORRA!

Ísland, sem er í hvítum treyjum í dag (hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum) hóf leik.
Fyrir leik
Jæja, liðin ganga inn á völlinn. Það er komið að þjóðsöngvum. Þeir Íslendingar sem eru á vellinum láta vel í sér heyra. 'Ísland - Ísland - Ísland!' ómar.
Fyrir leik
Örfáum metrum fyrir aftan fréttamannastúkuna er körfuboltakappleikur í gangi. Talsverð læti og stuð! Martin Hermannsson er þar í eldlínunni eins og lesa má um hérna.
Fyrir leik
Hörður Snævar Jónsson, 433.is:
0-4, stutt og hnitmiðað.
Fyrir leik
Næsti spámaður kemur frá Morgunblaðinu. Þess má geta að sjálfur spái ég 3-0 sigri Íslands, enda eiga Premier league og Búndeslígu gæði að stúta þessu!

Sindri Sverrisson, Morgunblaðinu:
Ég er hæstánægður með byrjunarliðið, einmitt eins og ég vildi sjáð, og spái ég 2-0 sigri Íslands.
Fyrir leik
Þá ætla ég að fá kollega mína sem staddir eru í Andorra til að spá fyrir um úrslit kvöldsins og byrjum á fulltrúa Sýnar.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Sýn:
4-0 sigur Íslands. Birkir Bjarnason verður funheitur og skorar tvö í þessum leik.
Fyrir leik
Spennandi verður að sjá hvernig Arnór Sigurðsson mun standa sig í kvöld. Þessi 19 ára Skagamaður er að spila sinn þriðja landsleik. Fram kemur á mbl.is að Ísland tefl­ir fram reynd­asta landsliði sínu frá upp­hafi. Tíu af ell­efu leik­mönn­um í byrj­un­arliði Íslands hafa leikið meira en 50 lands­leiki.
Fyrir leik
Freyr um að Ari byrji (viðtal við RÚV):
"Ari hefur aðra eiginleika heldur en Hörður, með frábærar fyrirgjafir og öflugur sóknarmaður, sterkur í stutta spilinu. Við teljum að leikmyndin verði þannig að það henti okkur betur að hafa Ara Frey í liðinu frekar en Hörð Björgvin að þessu sinni."
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um Aron Einar (viðtal við RÚV):
"Aron var bara fínn eftir æfinguna í gær. Völlurinn er bara ágætur og er búinn að æfa vel í vikunni og við treystum honum 100%. Hvort hann spili 90 mínútur, hann getur það en við skulum bara sjá hvernig leikurinn þróast."
Fyrir leik
Þegar fréttamaður tók röltið um miðbæ Andorra í dag rakst hann á þónokkra Íslendinga. Talað um að það verði um 150 Íslendingar á leiknum í dag en stór hluti þeirra er búsettur í Barcelona eða þar í kring. Stutt að fara.

Minni á að hægt er að fylgjast með stuðinu bak við tjöldin á Instagram svæði Fótbolta.net. Freysi er í þessum skrifuðu orðum að raða upp keilum á vellinum og gera allt klárt fyrir upphitun.
Fyrir leik
Andorra hefur verið að ná þokkalegum úrslitum á heimavelli að undanförnu en liðið er þó í 132. sæti á styrkleikalista FIFA, Til samanburðar er Ísland í 38. sæti.

Það yrði klárlega slys að ná ekki þremur stigum á föstudaginn en þess má geta að fimm sinnum hafa Ísland og Andorra mæst í A-landsleik karla.

Ísland hefur unnið alla leikina og samtals er markatalan 14-0.

Síðast lék Ísland gegn Andorra árið 2012, í vináttuleik sem fram fór í Andorra. Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í 2-0 sigri en báðir eru með í þessu verkefni.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á dúllulegum þjóðarleikvangi Andorra, Estadi Nacional. Hann tekur 3.306 manns í sæti og er lagður gervigrasi eins og ofboðslega mikið hefur verið rætt um í vikunni!
Fyrir leik
Sandro Schärer, þrítugur Svisslendingur, fær það verkefni að flauta leik kvöldsins. Hann hefst 19:45 að íslenskum tíma.

Schärer er ekki sá reyndasti í faginu en hann hefur aðeins dæmt einn annan A-landsleik, það var viðureign Hvíta-Rússlands og San Marínó í D-deild Þjóðadeildarinnar.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin með okkur til Andorra þar sem við fylgjumst með hverju skrefi hjá strákunum okkar í fyrsta leik í undankeppni EM. Þetta er fyrri landsleikur okkar í glugganum en á morgun heldur íslenski hópurinn til Parísar þar sem leikið verður gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag.
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('83)
8. Birkir Bjarnason
8. Arnór Sigurðsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('63)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
16. Rúnar Már Sigurjónsson ('63)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Þorgrímur Þráinsson
Óskar Guðbrandsson
Gunnar Gylfason
Lars Eriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: