Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
5
0
Þór/KA
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '62 1-0
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '64 2-0
Hildur Antonsdóttir '67 3-0
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen '76 4-0
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen '85 5-0
25.04.2019  -  16:00
Kórinn
Meistarar meistaranna konur
Aðstæður: Í Kórnum allt upp á 10
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
Fjolla Shala ('79)
2. Sóley María Steinarsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('50)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('86)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
21. Hildur Antonsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Helga Marie Gunnarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('50)
4. Elín Helena Karlsdóttir ('86)
7. Agla María Albertsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('79)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn er búin og Breiðablik er Meistari Meistaranna árið 2019! Titlasöfnun Breiðabliks heldur áfram og þær virðast óstöðvand þegar kemur að því að sækja titla! 5-0 sigur og Donni getur ekki verið ánægður með síðari hálfleik hjá liðinu sínu á meðan Steini er örruglega í sjöunda himni með sóknarleik Breiðabliks!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í dag.

90. mín
+2 mínútur í uppbót stendur á skiltinu. takk fyrir það Elías.
89. mín
Ég er eiginlega hálf orðlaus. Ég bjóst við mörkum og geggjuðum leik. En 5-0 og öll mörkin í seinni hálfleik ég á bara varla til orð!
86. mín
Inn:Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
85. mín MARK!
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Breiðablik er að valta já ég endurtek valta yfir Þór/KA staðan er 5-0!

Þetta kom upp úr nánast engu, okkur í fjölmiðlaboxinu sýndist Ásta eiga sendinguna á Sólveigu sem er með varnarmann í sér en heldur henni frá sér og klárar frábærlega framhjá Hörpu í markinu!
84. mín
Hvað gerðist þarna. Arna skýlir boltanum fyrir Hörpu sem að rennur sér og ætlar að handsama knöttinn en missir hann frá sér. Sem betur fer fyrir Þór/KA varð ekkert úr þessu
81. mín
Breiðabik vilja fá víti þegar að Hulda Björg stígur inn í Áslaugu inn á teig. Jóhann dæmir hinsvegar ekkert og ég held það hafi verið rétt.
79. mín
Ég get ekki ýmindað mér hversu brjálaður Donni með varnarleik Þór/KA í síðari hálfleik!
79. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
77. mín
Hulda Jónsdóttir reynir skot fyrir Þór/KA en það fer framhjá markinu!
76. mín MARK!
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
ÞAÐ MARKIÐ VÁÁ!

Sólveig gerir sér lítið fyrir og hamrar boltann fyrir utan teig yfir Hörpu í markinu með geggjuðu skoti.

Hún fagnar svo með svona fjóföldu handar og heljarstökki ég varð ringlaður að horfa á þetta!
74. mín
Inn:Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (Þór/KA)
73. mín
HENDI heyrist í Sonný hinum megin á vellinum þegar að Blikar fá hornspyrnu.

ÚFF!! Þeta leit alls ekki vel út! Áslaug Munda kemur með boltann á fjær þar sem Bryndís Lára nær að slá boltann í burtu rétt áður en Kristín Dís nær honum. Kristín endar hinsvegar á stönginni en hún virðist vera í lagi.
70. mín
Þór/KA fær hornspyrnu eftir geggjaðan sprett frá Maríu Gros sem endar með skoti á nær en Sonný ver í horn.

Hornspyrnan er slöpp og rennur þetta út í sandinn!
69. mín
Þetta er svo fljótt að gerast í boltanum! 3 mörk á aðeins 5 mínútum. Ég á ekki til orð og Blikar halda bara áfram að sækja!

Breiðablik fá hornspyrnu sem þær taka stutt. Karólína gefur boltann fyrir markið en skallinn frá Kristínu fer framhjá markinu!
67. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Hættu nú alveg!

Hvaða æði er runnið á Blika! Áslaug Munda á núna geggjaðan sprett upp vinstri kantinn og gefur boltann fyrir markið þar sem Hildur mætir ínn á markteiginn og getur ekki annað en klárað þetta færi!

3-0!
65. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
64. mín MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!

Áslaug Munda er búin að koma Breiðablik í 2-0 á tveimur mínútum!

Geggjaður bolti af miðsvæðinu frá Karólínu út á vinstri kantinn þar sem Áslaug Munda á skot sem að Bryndís er með hendurnar í en boltinn skrúfast að lokum yfir línuna!
62. mín MARK!
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ!! Ég var varla búin að sleppa orðinu þegar að Þór/KA missa boltann í öftustu línu og Blikar refsa!

Bergþór kemur með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Áslaug Munda er alein og á geggjaðan skalla og staðan er 1-0!
61. mín
Breiðablik fá aukaspyrnu á miðjum vellinum sem að Kristín Dís tekur. Hún kemur með flottan bolta inn á teiginn þar sem systir hennar Ásta Eir virkar óvenju frí en hún nær ekki að setja skot sitt á markið og boltinn fer yfir markið.

Mér finnst Blikastelpur mjög líklegar þessa stundina og kæmi lítið á óvart ef þær myndu setja eitt mark á næst mínútum.
60. mín
Háfltími eftir af þessum leik og ennþá er markalaust. Ég trúi ekki og ég bara neita að trúa því að þessi leikur endi markalaus!
58. mín
Mistök hjá Huldu Björg! Sparkar boltanum í Sólveigu upp við eigin markteig og Blikar vinna boltann. Sólveig setur hann í hlaupið hjá Karólínu sem að á gott skot en Bryndís Lára skellti í lauflétta sjónvarpsvörslu og grípur boltann!
55. mín
Breiðablik er að ógna verulega núna. Karólína fær aftur færi inn á teignum en skotið fór framhjá og svo í næstu sókn keyrir Áslaug Munda upp að endalínu og reynir fyrirgjöf sem að Bryndís Lára grípur í markinu!
53. mín
Endanna á milli hérna núna! Breiðablik með geggjaða sókn upp hægri kantinn eins og vanalega í þessum leik. Kristín Dís var með geggjaðan bolta upp kantinn boltinn er lagður út á Karólínu sem á hörkuskot en boltinn fer rétt yfir markið!
51. mín
DAUÐAFÆRI!!! Hildur með galna sendingu á Kristínu sem að fer beint í fæturnar á Mayor og þær eru 2 á 1 hún og Saga Líf. Mayor rennir boltanum á Sögu en mér fannst eins og hún hafði einfaldlega ekki trú á því hún myndi klára þetta færi og skotið hennar fer framhjá markinu úr dauðafæri!
50. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Heiðdís sest í grasið og virðist vera meidd. Virkar eins og það séu nárameiðsli.
48. mín
Hætta inn á teig Breiðabliks en Mayor ákveður að senda boltann í stað þess að skjóta á markið og Blikar koma boltanum frá! Þarna átti Mayor bara skjóta.
46. mín
VÁÁÁ! Sóley María Steinarsdóttir með geggjaðan sprett sem endar með skoti rétt yfir markið. Þetta var svo nálagt, frábært skot með hægri löppinni en boltinn fór rétt yfir slánna!
45. mín
Hálfleikur
Síðari hálfleikur er hafinn. Varð smá töf á því upphafspyrnuni fyrir siðari hálfleik þar sem Þór/KA liðið skellti sér í hring og smá Hókus Pókus upphitun inn á vellinum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kórnum og ennþá markalaust! Þetta hefur verið fínn fyrri hálfleikur enn vonandi fáum við mörk í þeim síðari.

Ég ætla fara og skella mér í létt spjall við gesti og gangandi!

Sjáumst í seinni
45. mín
Breiðablik fær aðra hornspyrnu sem að Karólína ætlar að taka og rennir honum stutt út á Áslaug Mundu en Þór/KA stoppar það í fæðingu.
44. mín
Vóó! Núna er það Hildur Þóra hinum megin fyrir Blika með hörkuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið!

Blikar fá hornspyrnu stuttu seinna og ég þarf ekkert að segja ykkur frá því en Arna Sif skallar hann frá. Hún er rosalega þarna í teignum hún étur alla bolta.
43. mín
GEGGJUÐ SENDING! Vá þessi stungusending frá Margréti í gegn á Mayor var algjör snudda! Mayor nær hinsvegar ekki að koma boltanum almennilega fyrir sig og skotið var eftir því og framhjá fór það!
41. mín
Enn og aftur fara Blikar upp hægri kantinn. Búið að vera mikið álag á Jakobínu og Láru Varnarlega í dag. Karólæina kemur með flottan bolta fyrir markið með vinstri en skallinn frá Mundu fer framhjá markinu.
39. mín
Jóhann dæmir aukaspyrnu á stórhættulegum stað fyrir Þór/KA. Heiðdís kemur af fullum krafti aftan í Mayor sem að fellur og aukaspyrna dæmd!

Þessi aukasppyrna var samt stórfurðuleg. Mayor hleypur að boltanum en rennir honum aftur fyrir sig þar sem Arna Sif ætlar að hamra boltann í netið en skýtur beint í vegginn. Skrýtin útfærsla á svona góðum stað.
37. mín
VARIÐ! Frábær sókn hjá Þór/KA. Sandra Mayor keyrir á Kristínu áður en hún leggur boltann á Margréti Árnadóttir sem er kominn í kjörstöðu á móti Sonný sem að gerir frábærlega og er fljót út úr markinu og ver skotið frá Margréti. Þór/KA fá horn en það rennur út í sandinn. Vel varið Sonný!
34. mín
Sandra Mayor kemst loksins aðeins í boltann og það skapast hætta um leið. Hún keyrir með boltann upp að endalínu og reynir fyrirgjöf sem Sonný nær að bregðast við og slá boltann aftur fyrir og Þór/KA fá hornspyrnu. Blikar ná á endanum að hreinsa í innkast eftir smá dans í teignum.
33. mín
Hinn síungi Gunnleifur Gunnleifsson er mættur í stúkuna. Sýndist ég sjá glitta í Fanndísi Friðriksdóttir einnig. Það eru nokkrar kannónur í fótbolta heiminum mættar að fylgjast með!
31. mín
Áslaug Munda er orðinn skotóð hérna! Reynir núna skot fyrir utan teiginn sem að Bryndís þarf að hafa sig alla við að verja og slær boltann en nær að handsama boltann í annari tilraun. Gott skot og góð markvarðsla!
30. mín
Stórhætta við mark Þór/KA! Breiðablik er að finna pláss á hægri vængnum og Karólína nær góðri fyrirgjöf eftir jörðinni sem að Arna Sif hittir ekki almennilega, boltinn skýst þaðan á Áslaug Mundu sem að reynir skot með hægri löppinni en af varnarmanni fer boltinn og aftur fyrir.

Enginn hætta skapaðist af hornspyrnnu.
27. mín
Hornspyrna Blikar.

Þær taka spyrnuna stutt og það endar með skoti frá Áslaugu Mundu. sem Saga Líf kemst fyrir og Þór/KA brunar fram í skyndisókn en Sóley María togar í Sögu og stoppar sóknina.
26. mín
Breiðablik líklegar! Karólína setur boltann inn á teiginn þar sem Áslaug Munda tekur við honum á fjær og keyrir á varnarmann Þór/KA og leggur boltann fyrir markið. Bryndís Lára nær að slæma hendi í boltann BLikar ná frákastinu en varnamenn Þór/KA ná að koma sér fyrir skotið.
24. mín
Þór/KA fá hornspyrnu, boltinn kemur inn á markteiginn þar sem Sonný slær boltann en í sömu andrá flautar Jóhann og dæmir aukaspyrnu á Þór/KA
21. mín
Jakobína Hjörvarsdóttir með flottan sprett á vinstri kantinum en fyrirgjöfin hennar var ekki alveg nógu góð. Hún er fædd árið 2004 og er mikið efni þar á ferð!
18. mín
Þór/KA eru að ná aðeins meiri takt í leikinn sinn og halda boltanum vel innan liðsins þessa stundina án þess þó að skapa sér mikið.
15. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu út á hægri kantinum sem að Áslaug Munda tekur. Hildur Antons reis hæst i teignum en skallinn hennar fer hátt upp í loftið og Bryndís grípur boltann auðveldlega í markinu.

Breiðablik hafa haft betri tök á leiknum fyrstu 15 mínúturnar og hafa Þór/KA átt erfitt með að tengja margar sendingar.
13. mín
Fjolla Shala er búin að vera gríðarlega öflug á miðjunni í upphafi leiks. Virkar í toppstandi fyrir sumarið
11. mín
Blikar fá sína aðra hornspyrnu í leiknum eftir flotta sókn. Áslaug Munda gerir sig klára í að taka spyrnuna en Karólína stendur með henni.

Boltinn kemur inn á teig og hver skallar boltann frá? Jú Arna Sif Ásgrímsdóttir.
7. mín
Sólveig gerir sig líklega eftir frábæra sendingu innfyrir vörnina en skot hennar fer rétt framhjá markinu!
6. mín
Það er flottur kraftur í þessu og hraði í upphafi! Núna fá Þór/KA horn þegar Hildur Antons neyðist til að hreinsa boltanum aftur fyrir endalínu.

Blikar skalla boltann frá.
4. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins og hana fá Breiðablik. Ásta Eir keyrði á Jakobínu og fór nokkuð auðveldlega framhjá henni en skot hennar fer svo af varnarmanni og aftur fyrir markið.

Arna sif skallar boltann en sókninn á því að Áslaug Munda fær boltann og keyrir inn á vinstri löppina sína og á skot sem að fer rétt framhjá markinu!
2. mín
Sandra Mayor setur góða pressu í upphafi leiks þegar að aftasta lína fær boltann og skilar honum á Sonný.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru Þór/KA sem að byrja með boltann
Fyrir leik
Það er öllu tjaldað til í Kórnum! Hilmar Jökull er mættur til að vera vallarkynnir í dag þar sem Breiðablik er "heimaliðið" í þessum leik. Þeir sem ekki vita hver hann þá er hann maðurinn sem stjórnar víkingaklappinu hjá Tólfunni og ef þú ferð á viðburð hjá Blikum er 100% að þú rekist á hann þar. Hallar aðeins á Þór/KA í kynningunni hjá Hilmari enda blæðir hann grænu.

Liðin gang til leiks og það styttist í að Jóhann flauti leikinn á. Það er ágætis mæting í stúkuna.

Fyrir áhugsama er leikurinn einnig sýndur á stöð2sport.
Fyrir leik
Ég sé glitta hérna í Huldu Mýrdal í stúkunni en hun og Mist Rúnarsdóttir hafa tekið umfjöllun um kvennaboltann á næsta level með podcastinu sínu Heimavöllurinn

Ég hvet fólk til að fylgja þeim á Instagram. Þar má meðal annars nálgast nýjustu fréttir af leikmönnum ásamt því að Heimavöllurinn velur leikmann vikunnar og fær til sín gesti í hraðaspurningar.
Hérna er linkur á Instagram síðuna.
Heimavöllurinn
Fyrir leik
Dómari þessa leiks eru Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már og Ragnar Bender. Varadómari er fyrrum FM stjarnan Elías Ingi, þetta er alvöru teymi! Eftirlitsdómari er svo Hjalti Þór Halldórsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Margir sterkir leikmenn ekki með í dag. Agla María labbar um völlinn í borgaralegum klæðum en hún virtist meiðast í úrslitum Lengjubikarsins og er því ekki með í dag.

Lára Kristín Pedersen er ekki í hóp hjá Þór/KA og eru aðeins 5 varamenn og þar á meðal tveir markmenn á bekknum hjá Þór/KA í dag.

Vekur ákveðna athygli að þessi leikur skuli vera leikinn inn í Kórnum á sjálfan sumardaginn fyrsta. KSÍ hefur ekki tekið neinar áhættur með veðráttuna enda verið slæmt síðustu ár á þessum degi.
Fyrir leik
Seinasta viðureign þessara liða var fyrir norðan í 4-liða úrslitum lengjubikarsins og má með sanni segja að sá leikur hafi haft nánast allt ef ekki allt! Leikurinn endaði 3-3 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Lára Kristín Pedersen kom Þór/KA í 3-2 á 91 mínútu en Blikar jöfnuðu á 93 mínútu með sjálfsmarki.

Ef að þessi leikur verður 50% af því sem leikurinn fyrir norðan var.. Þá get ég lofað geggjuðum leik.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Meistari Meistaranna.
Byrjunarlið:
Saga Líf Sigurðardóttir ('65)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ('74)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m) ('74)
4. Bianca Elissa
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('65)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Haraldur Ingólfsson
Anna Catharina Gros

Gul spjöld:

Rauð spjöld: