ÍR
1
3
Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson '16
0-2 Jóhann Árni Gunnarsson '63
Ágúst Freyr Hallsson '65 1-2
1-3 Guðmundur Karl Guðmundsson '88
30.04.2019  -  18:00
Hertz völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Spilað á Gervigrasinu , blæs létt en toppaðstæður.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
3. Reynir Haraldsson
6. Ívan Óli Santos ('78)
6. Facundo Ricardo Scurti ('56)
8. Aleksandar Alexander Kostic ('66)
10. André Musa Solórzano Abed
16. Ari Viðarsson
18. Helgi Freyr Sigurgeirsson
19. Gunnar Óli Björgvinsson
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
12. Adam Thorstensen (m)
4. Már Viðarsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
9. Ágúst Freyr Hallsson ('56)
14. Ágúst Þór Brynjarsson ('78)
15. Aron Gauti Magnússon ('66)
23. Sigurður Karl Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Ómar Atli Sigurðsson (Þ)
Jóhannes Guðlaugsson (Þ)
Hilmar Þór Kárason
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar Ingi hefur flautað til leiksloka og Fjölnir er komið áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla með 3-1 sigri á ÍR. Var í það heila sannfærandi sigur þrátt fyrir að ÍR átti kafla í leiknum þá sköpuðu þeir sér ekki mikið.
90. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
90. mín
Fjölnir fá hornspyrnu.
88. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Í þeim töluðu orðum ákveður Guðmundur Karl bara að klára leikinn og fara áfram í 16-liða úrslitinn með hnitmiðuðu skoti niðri í fjær og Helgi á ekki möguleika. 3-1
87. mín
Fer að verða allra seinasti séns fyrir ÍR að jafna.
84. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Gamli skólinn út og nýi skólinn inn. Albert verið virkilega öflugur í dag
80. mín
Tíu mínútur eftir! Ná ÍR að jafna eða sigla Fjölnismenn þessu heim?
79. mín
Fjölnir fær hornspyrnu og sem fyrr mætir Arnór Breki á svæðið. Hann kemur með stórhættulegan bolta inn á markteiginn en ÍR kemur boltanum frá og Fjölnir fær aðra hornspyrnu sem að ÍR hreinsa frá
78. mín
Inn:Ágúst Þór Brynjarsson (ÍR) Út:Ívan Óli Santos (ÍR)
Ivan hefur lokið leik!
77. mín
ÍR fær hornspyrnu en Fjölnismenn koma boltanum frá.

Ivan Santos liggur eftir inn í teig og virðist hafa fengið krampa. Hann er fæddur árið 2003 sá drengur en er búin að hlaupa úr ser lungun sem fremsti maður hjá ÍR
75. mín
ÍR-ingar virðast hafa fengið mikið sjálfstraust við þetta mark og halda boltanum miklu betur núna! Fjölnismenn falla aðeins af þeim og virðast ætla sitja og halda.
69. mín
ÍR svöruðu strax sem er virkilega sterkt en ná þeir að fylgja því almennilega eftir?

Flott fyrirgjöf inn á teig núna en Eysteinn skalalr boltann frá!
66. mín
Inn:Aron Gauti Magnússon (ÍR) Út:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR)
65. mín MARK!
Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
Stoðsending: Helgi Freyr Sigurgeirsson
ÍR er búið að minnka muninn! Frábær fyrirgjöf frá hægri kantinum beint á kollinn á Ágústi Frey sem að skallar boltann í gagnstætt horn og setur hann af öryggi í netið!
64. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir)
Kort kemur inná en það misstu allir af því fyrir hvern. Mér sýnist í fljótu bragði Antont Freyr hafa farið af velli.
63. mín MARK!
Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Helgi Snær Agnarsson
BIngó í sal! Frábært mark hjá Fjölnir eftir flotta sókn. Súyndist það vera Helgi Snær sem að hendir í léttan klobba og brunar upp kantinn áður en hann kemur með boltann fastan eftir jörðinni á fjær þar sem Jóhann mætir og setur boltann í nærhornið virkilega vel klárað!
59. mín
Nei bíddu ?? Hans Viktor aftur í færi inn á teig en skot hans fer framhjá markinu! Ótrúlegt hann sé ekki búin að skora!
58. mín
FÆRI AFTUR og mér sýnist það vera Hans Viktor aftur en ég sé það ekki almennilega svona langt frá. Albert Brynjar Ingason dregur sig út til hægri og leggur boltann svo inn á teig þar sem Hans tekur skotið sem virðist fara af varnarmanni og aftur fyrir því að Fjölnir fa horn!
57. mín
DAUÐÐÐÐÐÐAAAAAAFÆRIII!! Hans Viktor minn...Hans Viktor minn þarna verðuru að gera betur! Hann er kominn einn í gegn og hefur allan tímann í heiminum einn á móti Helga en hann rennir boltanum framhjá markinu úr dauðafæri
56. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (ÍR) Út:Facundo Ricardo Scurti (ÍR)
Er mögulega búin að finna vöðvaþykkari mann en Bjögga Stefáns í KR og hann heitir Ágúst Freyr Hallson!
56. mín
ÍR-ingar byrja þennan síðari hálfleik mun betur enn þann fyrri og nú á Ívan Santons skot sem fer í varnarmann!
54. mín
Inn:Eysteinn Þorri Björgvinsson (Fjölnir) Út:Rasmus Christiansen (Fjölnir)
53. mín
Fjölnir fá aukaspyrnu á fínasta stað vinstra megin við vítateiginn. Boltinn inn á teig er fínn en Helgi Freyr hirðir hann af öryggi í markinu.
51. mín
STÓRHÆTTA við mark Fjölnis! Rasmus Christiansen hittir boltann hörmulega og setur Atla Gunnar í bullandi vandræði sem að stóigur í þokkabót á boltann og Ívan Óli Santos var svo nálagt því að komast í boltann og skora í autt mark en Atli nær að bomba boltanum í burtu!
49. mín
Fjölnir skorar aftur eftir hornspyrnuna en eru flaggaðir rangstæðir! Annað skipti í leiknum sem þetta gerist.

ÍR fá aukaspyrnu á miðjum vellinum sýnist góðvinur allra Ari Viðarsson ætla taka hana. Spyrnan var alveg í besta falli arfaslök og fer beint aftur fyrir endalínu.
48. mín
ÍR-ingar byrja af krafti í seinni hálfleik. Reynir Harlads reynir langt innkast inn á teig sem að skoppar þar tvisvar sinnum áður en Fjölnir koma boltanum frá og bruna upp í sókn hinum megin og vinna hornspyrnu!

Arnór Breki tekur hana.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Eins og mér datt í hug Arnar bætir engu við og Fjölnir leiðir 1-0 í hálfleik. Þeir hafa haft góð tök á þessum leik þó að ÍR hafi komið sér aðeins meira inn í leikinn síðasta korterið.

Ég ætla skella mér út í smástund og kem svo aftur með bros á vör!
44. mín
Lítið að frétta þessa stundina. Efast um að Arnar bæti við uppbótartíma.
40. mín
Fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. ÍR-ingar hafa verið að finna smá holur og koma sér framra á völlinn án þess þó að skapa sér neitt alvöru færi.
37. mín
ÚFF! Þetta var vont, Helgi Snær kemur á fleygiferð til að taka skotið á blindu hliðina á Ara Viðarsyni sem að sparkar í Helga eftir að hann nær skotinu sem fór rétt yfir markið! Arnar dæmir ekkert
35. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á miðjum vellinum. Arnór vippar boltanum inn á teiginn og mér sýnist Hans Viktor ná skallanum sem fer yfir markið!
33. mín
ÍR fær hornspyrnu! Eftir mistök í öftustu línu skalla gestirnir boltan aftur fyrir endalínu. Það verður samt lítið úr hornspyrnunni sjálfri!
31. mín
USss! Helgi með geggjaða vörslu. Fjölnismenn koma upp vinstri kantinn það kemur bolti inn á teiginn sem endar svo fyrir utan hjá Hans Viktor sem að hamrar boltann á markið en Helgi er með snögg viðbrögð og nær að verja þetta út í teig í fætur Fjölnismanna en það er dæmt rangstæða!
30. mín
Aðeins róast yfir þessu hjá Fjölnir en eru þó alltaf hættulegir þegar þeir sækja. Þeir Hafa verið að nota kantana vel og ógna mikið með fyrirgjöfum.
27. mín
ÍR-ingar búnir að vera kröftugir síðustu 3-4 mínúturnar og eru að komast í fínar fyrirgjafa stöður en sendingarnar inn í boxið hafa ekki verið nógu góðar! Mikill kraftur í tónlistarmanninum Reynir Haraldssyni í vinstri bakverðinum en hann er sonur Halla Reynis sem samdi hinn sívinsæla slagara "ÍR skorar mörkinn".
25. mín
Stúkan er orðinn þétt setinn gaman að sjá svona marga á vellinum!

ÍR komast í sókn sem endar á því að Facundo Scurti reynir að koma boltanum fyrir við endalínuna en beint í hendurnar á Atla í markinu.
21. mín
Fjölnir fær sína fjórðu hornspyrnu í leiknum. Þetta gæti orðið gífurlega langur dagur hjá ÍR vörninni og bara liðinu í heild sinni.

Arnór kemur aftur með virkilega góða spyrnu en boltinn fer í gegnum allt og alla og ÍR fá svo innkast.
19. mín
Ná ÍR-ingar að bregðast við þessu marki eða halda gestirnir bara áfram að sækja?
16. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Hlaut að koma að þessu! Fjölnismenn hafa sótt nánast stanslaust i leiknum.

Arnór tekur hornspyrnuna eftir jörðinni á Albert Brynjar inn á markteig þar sem Albert leggur hann snyrtilega út í teig á Gumma sem að setur boltann snyrtilega í nærhornið og staðan orðinn 1-0!
15. mín
Albert Brynjar er að draga sig mikið út á hægri kantinn og fá boltann þar. Hann vinnur aðra hornspyrnu fyrir gestina sem að Arnór tekur.

ÍR-ingar skalla boltann aftur fyrir og Fjölnir fær aðra hornspyrnu!
12. mín
Aftur flott sókn hjá Fjölnir sem að endar með stórhættulegri fyrirgjöf og skoti á markið en Helgi ver vel í markinu!
10. mín
Fjölnismenn skora! En það er réttilega dæmt af vegna rangstæðu. Albert Brynjar kemur boltanum í markið eftir þunga sókn en hann var langt fyrir innan. Leikurinn hefur nánast eingömngu farið fram á vallarhelmingi ÍR fyrstu 10 mínúturnar.
7. mín
Fjölnir fá hornspyrnu sem Arnór Breki tekur. Hann tekur bara allt hjá gestunum!

Spyrnan er fín en aðeins of laus svo Bergsveinn nær ekki krafti i skallan sinn en það breytir engu þar sem skallinn hans fór aftur fyrir markið.
5. mín
Fyrsta marktilraun leiksins er gestanna. Skot frá Jóhanni Árna fyrir utan teig en framhjá fór það!
4. mín
Eins og við mátti búast eru það Fjölnismenn sem að sækja meira í upphafi leiks og fá aftur aukaspyrnu a miðjum vellinum. Arnór tekur spyrnuna á fjær þar sem Sigurpáll Melberg og Beggi Ólafs reyna að skalla hann en missa af honum!
2. mín
Fjölnir fá aukaspyrnu út á vinstri kanti sem að Arnór Breki tekur en ÍR-ingar koma boltanum frá!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og eru það heimamenn sem að byrja með boltann og sækja í átt að Kópavogi!
Fyrir leik
Leikmenn eru að ljúka upphitun og það styttist í leik! Það er ekki fjölmennt en það er góðmennt í stúkunni. Maggi Stulla eða Maggi Hooligan meðan körfuboltatímabilið er í gangi er að sjálfsögðu mættur á völlinn enda allt í öllu hjá ÍR. Yrði gríðarlega gaman að sjá stuðningsmannasveit Fjölnis í stúkunni í dag en þeir hafa verið duglegir að fylgja sínu liði undanfarinn ár!
Fyrir leik
ÍR-ingar bjóða upp á alvöru Euro pallettur fyrir áhorfendurnar mér sýnist þær vera frá Epal alvöru gæði þar á ferð!

Grillyktin af hamborgurum leikur um loftið og aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru upp á 10 í dag. Ég hvet sem flesta til að mæta á völlinn.

Ég þarf að stija inn í húsi þar sem leikurinn fer fram á gervigrasinu. Svo útsýnið hjá mér er ekki upp á tíu en ég geri mitt besta til að lýsa fyrir ykkur því sem gerist í leiknum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Leikurinn fer fram á gervigrasinu sem mér finnst með öllu óskiljanlegt þar sem grasvöllurinn lítur fáranlega vel út.
Fyrir leik
Sæl og blessuð og verið velkominn í beina textalýsingu frá Hertz-Vellinum A.k.A búrinu í Breiðholti.

Í dag eigast við lið ÍR og Fjölnis í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og hefst leikurinn klukkan 18.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
13. Anton Freyr Ársælsson ('64)
14. Albert Brynjar Ingason ('84)
20. Helgi Snær Agnarsson
23. Rasmus Christiansen ('54)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Atli Fannar Hauksson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('64)
9. Jón Gísli Ström
10. Viktor Andri Hafþórsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('84)
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson ('54)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld: