
Fram
3
2
Fjölnir

0-1
Hans Viktor Guðmundsson
'15
Unnar Steinn Ingvarsson
'17
1-1
Hlynur Atli Magnússon
'39
2-1
2-2
Jón Gísli Ström
'54
Helgi Guðjónsson
'61
3-2
10.05.2019 - 19:15
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sólskin og aðstæður eru góðar, örlítil gola, fimm gráðu hiti og léttskýjað.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 291
Maður leiksins: Unnar Steinn Ingvarsson
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sólskin og aðstæður eru góðar, örlítil gola, fimm gráðu hiti og léttskýjað.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 291
Maður leiksins: Unnar Steinn Ingvarsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson


6. Marcao
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Helgi Guðjónsson

10. Fred Saraiva
('90)


11. Jökull Steinn Ólafsson
14. Hlynur Atli Magnússon

20. Tiago Fernandes
('84)


23. Már Ægisson
- Meðalaldur 10 ár
Varamenn:
3. Heiðar Geir Júlíusson
11. Magnús Þórðarson
13. Alex Bergmann Arnarsson
('90)

15. Guðlaugur Rúnar Pétursson
15. Steinar Bjarnason
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
('84)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gul spjöld:
Fred Saraiva ('52)
Unnar Steinn Ingvarsson ('57)
Tiago Fernandes ('83)
Rauð spjöld:
90. mín

Inn:Alex Bergmann Arnarsson (Fram)
Út:Fred Saraiva (Fram)
90+2 önnur skipting Framara.
88. mín

Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir)
Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis.
84. mín
Fjölnir vill fá víti þegar Rasmus á fyrirgjöf sem fer í Hlyn Atla. Lítið í þessu sýndist mér.
84. mín

Inn:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Út:Tiago Fernandes (Fram)
Fyrsta skipting Framara
80. mín
Helgi Snær brýtur á Tiago. Ekki mikið brot en hann þarf að passa sig, er á spjaldi.
80. mín
Helgi, Fred, Már og Tiago leika boltanum á milli sín sem endar á skoti frá Tiago sem Atli Gunnar ver næsta auðveldlega.
79. mín
Fjölnismenn mikið að ógna þessa stundina. Framarar reyna að sækja hratt í bakið á þeim.
76. mín
Aukaspyrnan slök en Jökull skallar boltann lengra inn í teig. Marcao fellur við og Fjölnis menn eru ekki sáttir við það. Hornspyrna dæmd. Marcao hreinsar þá hornspyrnu í burtu en Fjölnismenn eiga laust skot á Ólaf í kjölfarið.
75. mín
Jökull brýtur á Alberti sem vildi fá vítaspyrnu áðan. Aftur fín fyrirgjafarstaða.
74. mín
Arnór Breki á tvær hornspyrnur og Ólafur lendir í veseni með þá seinni og sú þriðja dæmd. Þriðja hornspyrnan er kýld í burtu af Ólafi
72. mín
Gult spjald: Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir)

Gult spjald fyrir brot á Tiago sem lá eftir með höfuðmeiðsl. Staðinn upp núna.
71. mín
Jökull brýtur á Bergsveini á miðjum vallarhelmingi Framara. Fín fyrirgjafarstaða. Hlynur Atli skallar boltann frá.
70. mín
Fjölnismenn að bæta í. Ólafur grípur inn í fyrirgjöf og er beðinn um að róa leikinn af samherjum sínum.
67. mín
Hlynur Atli virðist brjóta á Ingibergi við vítateigslínuna en Fjölnismenn voru furðu rólegir yfir þessu. Útspark í kjölfarið.
61. mín
MARK!

Helgi Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
Unnar Steinn vinnur boltann og á sama tíma er brotið á honum. Hann rennir boltanum á Helga sem klárar vel í fjærhornið.
60. mín
Ingibergur að vakna til lífs síns í seinni hálfleik. Jökull brýtur á honum. Ingibergur var full rólegur í fyrri hálfleik.
57. mín
Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)

Braut á Ingibergi Kort. Samstuð og kannski full grimmt gult spjald.
54. mín
MARK!

Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Jón Gísli dettur í gegn eftir sendingu frá Alberti. Klárar svo vel framhjá Ólafi í marki Fram.
52. mín
Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)

Braut á Hans Viktor við miðjuhringinn. Fjölnis bekkurinn kallar reglulega á Pétur og vill fá spjöld á brot Framara.
49. mín
Fred gerir vel og kemst í gott skotfæri. Skýtur í varnarmann og yfir. Hornspyrna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Fram byrjar með boltann og sækir í átt að Kringlunni. Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur. Framarar enduðu þennan fyrri hálfleik töluvert betur og leiða verðskuldað.
43. mín
Sigurpáll með fínt skot yfir mark Framara í kjölfar á aukaspyrnu frá Jóhanni Árna
39. mín
MARK!

Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
Stoðsending: Már Ægisson
Góð hornspyrna frá Má sem Hlynur stangar knöttinn í netið. Hlynur var einn og óvaldaður. Atli Gunnar var í boltanum en tókst ekki að koma í veg fyrir mark.
38. mín
Fram fær sína fyrstu hornspyrnu. Helgi vill fá víti en Pétur lætur það alveg vera.
36. mín
Gult spjald: Helgi Snær Agnarsson (Fjölnir)

Braut á Fred. Held þetta hafi verið réttur dómur.
35. mín
Jökull að spila vel inn á miðjunni hjá Fram. Ekki sá hávaxnasti en vinnur skallaeinvígi og er duglegur.
28. mín
Rasmus brýtur á Helga á miðjum vallarhelming Fjölnis. Fred undirbýr sig undir að taka aukaspyrnuna. Aukaspyrnan var slök og Atli greip hana auðveldlega.
27. mín
Hans Viktor nær að snúa sér inn í vítateig Framara og á skot sem fer framhjá. Set spurningarmerki við varnarleik Framara þarna.
25. mín
Hornspyrnan slök en boltinn berst aftur inn í teig og Bergsveinn nær lausum skalla sem Ólafur ver auðveldlega.
23. mín
Framarar verið betri eftir mörkin. Mörkin gerðu mikið fyrir leikinn sem er töluvert líflegri en fyrstu mínúturnar.
20. mín
Marcao brýtur af sér eftir langt innkast og aukaspyrna dæmd í vítateig Fjölnis. Rasmus klókur að næla sér í aukaspyrnu þarna.
17. mín
MARK!

Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
Unnar Steinn Ingvarsson svarar um hæl! Kemst í gott skotfæri og lætur vaða fyrir utan teig. Atli Gunnar ræður ekki við gott skot Unnars.
15. mín
MARK!

Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
Hans Viktor!! Fyrsta sókn Fjölnismanna endar með marki. Albert Brynjar skallar fyrir sig innkast frá Helga Snæ og rennir honum svo út á Hans Viktor sem klárar með góðu skoti, stöngin inn.
13. mín
Fred kemst aftur upp að endamörkum og á aðra fyrirgjöf. Nú var það Arnór Breki sem hreinsaði frá. Líf í Fred.
11. mín
Fred kemst upp að endamörkum en Rasmus hreinsar frá. Fyrirgjöf í kjölfarið sem Atli missir af en engin raunveruleg hætta.
2. mín
Fjölnir byrjar í 4-5-1 með Albert sem fremsta mann og Sigurpál sem djúpan á miðju. Fram byrjar í 4-2-3-1 með Helga fremstan.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Fjölnismenn byrja með boltann. Fjölnir sækir í átt að Kringlunni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og bæði lið gengin til búningsklefa. Sólin skín og aðstæður eru góðar, örlítil gola, fimm gráðu hiti og léttskýjað.
Fyrir leik
Guðmundur Karl Guðmundsson fékk að líta rautt spjald í lokaleik Pepsi deildarinnar í fyrra og tekur út leikbann hjá Fjölni í kvöld.
Þá er Valgeir Lunddal Friðriksson fjarverandi hjá Fjölni en hann hefur undanfarið verið á reynslu hjá bæði Bröndby og Stoke.
Þá er Valgeir Lunddal Friðriksson fjarverandi hjá Fjölni en hann hefur undanfarið verið á reynslu hjá bæði Bröndby og Stoke.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Fram er með óbreytt byrjunarlið frá leiknum gegn Keflavík í fyrstu umferð. Birgir Bent Þorvaldsson dettur út úr hópnum og þeir Guðlaugur Rúnar Pétursson og Heiðar Geir Júlíusson koma inn á bekkinn sem var ekki fullmannaður í fyrstu umferð.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, gerir eina breytingu á sínu liði. Jón Gísli Ström kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anton Frey Ársælsson sem sest á bekkinn.
Fram er með óbreytt byrjunarlið frá leiknum gegn Keflavík í fyrstu umferð. Birgir Bent Þorvaldsson dettur út úr hópnum og þeir Guðlaugur Rúnar Pétursson og Heiðar Geir Júlíusson koma inn á bekkinn sem var ekki fullmannaður í fyrstu umferð.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, gerir eina breytingu á sínu liði. Jón Gísli Ström kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anton Frey Ársælsson sem sest á bekkinn.
Fyrir leik
Fjölnismönnum var spáð efsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og byrjuðu tímabilið á góðum sigri gegn Haukum. Fjölnir er einnig komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fram byrjaði á tapi gegn Keflavík í fyrsta leik í deildinnni og féll úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik gegn Njarðvík. Fram var spáð sjötta sæti deildarinnar.
Fram byrjaði á tapi gegn Keflavík í fyrsta leik í deildinnni og féll úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik gegn Njarðvík. Fram var spáð sjötta sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
('88)

8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Jón Gísli Ström
('59)


14. Albert Brynjar Ingason
20. Helgi Snær Agnarsson

23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

31. Jóhann Árni Gunnarsson
('82)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
('88)

13. Anton Freyr Ársælsson
16. Orri Þórhallsson
('82)

21. Einar Örn Harðarson
32. Kristófer Óskar Óskarsson
('59)


33. Eysteinn Þorri Björgvinsson
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Einar Haraldsson
Gul spjöld:
Helgi Snær Agnarsson ('36)
Kristófer Óskar Óskarsson ('72)
Rauð spjöld: