Þróttur R.
1
2
Víkingur Ó.
0-1 Jacob Andersen '3
Birkir Þór Guðmundsson '66 1-1
1-2 Harley Willard '77
17.05.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Blautt grasið, léttskýjað og ágætlega hlýtt
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 238
Maður leiksins: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
Ágúst Leó Björnsson ('60)
2. Sindri Scheving
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Jasper Van Der Heyden
23. Guðmundur Friðriksson
25. Archie Nkumu ('78)
33. Hafþór Pétursson ('83)

Varamenn:
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Rafael Victor ('60)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Lárus Björnsson ('83)
24. Dagur Austmann ('78)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson
Magnús Stefánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ólsarar með virkilega sterkan útisigur á Þrótti! Heimamenn mega vera virkilega vonsviknir að hafa ekkert fengið útúr þessum leik eftir síðari hálfleikinn þar sem þeir voru mun betri!

Viðtöl og skýrsla koma seinna i kvöld.
Leik lokið!
+5

VÓÓÓ!!! Það kemur langur bolti fram og Rafael er við það að ná boltanum þegar Newberry nær að reka tánna í boltann og bjarga á síðustu stundu áður en Rafael er einn í gegn!
90. mín
Inn:James Dale (Víkingur Ó.) Út:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
+2
90. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
+1

Gamla góða kælispreys töfin.
90. mín
Dagur Austmann með hörkuskalla yfir markið eftir hornspyrnuna!

Fimm mínútna uppbótartími!
89. mín
DAÐI BERGSSON SVO NÁLAGT ÞVÍ!!

Franko fer í galið úthlaup og liggur eftir í teignum. Boltinn lendir fyrir framan Daða sem tekur skot í litlu jafnvægi og það fer rétt rétt framhjá auðu markinu! Boltinn virðist samt hafa farið af varnarmanni því Þróttur fær horn!
88. mín
Tvær mínútur eftir!
86. mín
Virkilega vel gert hjá Víkingum en skotið frá Sallieu var ekki nógu gott!

Þeir taka langan bolta fram þar sem Stefán Pálsson leggur boltann skemmtilega fyrir Sallieu í fyrsta en Arnar ver frá honum veikt skot.
84. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á ágætis stað.

Aron kemur með hörku spyrnu inn á teiginn sem er skölluð beint fyrir Birkir en það kemur bara einn fljúgandi Ólsari og tæklar fyrri skotið hans! Geggjuð tækling.
83. mín
Inn:Lárus Björnsson (Þróttur R.) Út:Hafþór Pétursson (Þróttur R.)
Lárus er fæddur árið 2000! Nær hann að setja mark sitt á þennan leik?
82. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Gamla góða dýfan hjá Emil. Fær lágmarkseinkunni frá okkur í boxinu.
82. mín
Átta mínútur eftir! Hafa heimamenn kraft í að koma til baka?
79. mín
Víkingur fær horn eftir skemmtilega langskots tilraun sem að Arnar slær aftur fyrir.

Spyrnan er tekinn stutt og svo reynt fyrirgjöf sem Sallieu skallar en boltinn fer tugi metra framhjá.
78. mín
Inn:Dagur Austmann (Þróttur R.) Út:Archie Nkumu (Þróttur R.)
77. mín MARK!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Sallieu Capay Tarawallie
Harley sokkar mig bara í næstu sókn!!!

Sallieu gerir virkilega vel í að koma boltanum inn á Harley sem er í kjörstöðu á vítateigslínunni og leggur boltann fyri vinstri fótinn sinn og setur boltann í netið!
76. mín
DAUÐAFÆRI HINUM MEGIN!! Hvernig skoraru ekki Harley minn?? Hann keyrir á varnarmann og kemur sér í skotið sem að Arnar ver og fær frákastið einn inn á miðjum teignum en hann skýtur framhjá! Hann verður bara að hitta á ramman alla vega úr þessu færi!
76. mín
Aron Þórður er að eiga frábæra bolta inn á teiginn í dag. Núna kemur boltinn yfir varnarmenn Víkings og Rafel reynir skalla í stað þess að taka boltann niður einn og óvaldaður í teignum! Gat gert betur þarna.
74. mín
Þróttur fær horn eftir baráttu milli Rafael og Eli Keke!

Veit ekki hvort hann sé skyldur Íþróttaálfinum en Sindri Scheving skokkar fimlega til þess að taka spyrnuna. Það myndast mikil hætta við spyrnuna en hún flýgur samt í gegnum allan pakkan.
70. mín
Heimamenn eru síógnandi núna! Rafael Victor fær boltann út vinstra megin go snýr inn á völlinn og leggur þaðan boltann út á Aron sem að fer í skotið en varnarmenn Víkings tækla fyrri boltann!
68. mín
Inn:Sallieu Capay Tarawallie (Víkingur Ó.) Út:Jacob Andersen (Víkingur Ó.)
68. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur Ó.) Út:Jacob Andersen (Víkingur Ó.)
Ejub ætlar í Breiðholtsgæðin og setur Stefán Þór inn á
67. mín
VÓÓÓ!! Þróttur kemst næstum því í 2-1 strax í næstu sókn þegar Daði Bergsson keyrir upp allan völlinn og rennir honum fyrir Aron sem að reynir skot en það fer rétt framhjá markinu!
66. mín MARK!
Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
HVAÐ SAGÐI ÉG !! Þróttur jafnar og það með hörkuskoti langt fyrir utan teig.

Birkir fær boltann inn á miðjum vellinum svona 7-8 metra fyrir utan teiginn og hamrar boltann eftir jörðinni í bláhornið fjær. Geggjað skot
63. mín
238 áhorfendur á þessum leik samkvæmt tölunum. Mér finnst samt miklu fleiri vera í stúkunni
61. mín
VÓÓÓ!! Hafþór Pétursson nær skoti eftir að boltinn skoppar til hans eftir aukaspyrnu en Franko varði vel í markinu! Verð að segja það að mér finnst jöfnunarmark liggja í loftinu ef gestirnir passa sig ekki. Mér finnst Þróttur hafa öll tök á þessum leik þessa stundina.
60. mín
Inn:Rafael Victor (Þróttur R.) Út:Ágúst Leó Björnsson (Þróttur R.)
Ágúst Leó fer af velli og inn kemur Rafael Victor
58. mín
Ágúst Leó liggur á vellinum og virðist þurfa að fara af velli. Ég veit ekki hvað gerðist enn hann er búin að ljúka leik það er klárt.
57. mín
Spyrnan inn á teiginn er með fínasta móti en skallinn á markið var veikur!
57. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (Víkingur Ó.)
Fyrir peysutog á Van Der Hayden sem hefur verið öflugur.
54. mín
Þróttur fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað út við hægra horn Vítateigsins.

Aron Þórður kemur með geggjaða spyrnu beint á kollinn á Birki sem að er óskiljanlega frír inn á teignum en skalli hans fer framhjá markinu!
52. mín
Hreinn Ingi fær smá ræðu frá Sigurði.

Í næstu sókn er Ágúst Leó við það að sleppa í gegn eftir kapphlaup við Eli Keke en á endanum nær Keke að pota í boltann og til baka á Franko.
51. mín
Víkingur fær hornspyrnu og Harley Willard tekur. Þeir taka hana stutt og koma svo með boltann fyrir en skotið frá Grétari Snæ fer framhjá markinu.
49. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna og Sigurður Hjörtur gefur Emir Dokara smá tiltal fyrir fjölda brota.

Spyrnan er góð og boltinn er við það að detta fyrir Daða Bergsson en á síðustu stundu handsamar Franko Lalic boltann.
48. mín
Síðari hálfleikur byrjar svona svipað og fyrri fyrir utan markið að sjálfsögðu. SMá barningur en lítið að gerast annað en að boltinn er að fara útaf í innkast.
45. mín
Síðari er kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur segir dómarinn. Þetta er ekki skemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð, eiginlega bara mjög bragðdaufur leikur. Ég óska eftir eftirfarandi. Meiri læti, hasar og baráttu í seinni hálfleik og já smá meiri gæði í leiðinni!

Ég ætla taka rölt með Vallarþulinum að næla mér í Prins Pólo og með því!
45. mín Gult spjald: Sorie Barrie (Víkingur Ó.)
Smá læti, mér líst vel á þetta smá æsingur og pústrar sem endar með því að Sorie Barrie fær gult spjald. Þróttur á aukaspyrnu á miðjum vellinum.
45. mín
Þróttur fær aukaspyrnu út á hægri vængnum sem að Aron ætlar að taka. Víkingar hreinsa hinsvegar frá eins og svo oft áður.

43. mín
SLÁINN!!! Geggjuð hornspyrna frá Aroni beint á Hafþór Pétursson sem að skallar boltann í þverslánna!
42. mín
Þróttur fær hornspyrnu eftir flotta skyndisókn er Aron Snær kominn í ágætis stöðu og keyrir á varnarmenn Víkings. Hann ætlar síðan í skotið en þeir ná að komast fyrir boltann og tækla hann aftur fyrir markið.
39. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á vinstri kantinum sem Harley tekur. Spyrnan er góð en Arnar Darri gerir virkilega vel og kemur út úr markinu og slsær boltann frá.

Stuðningsmenn beggja liða taka aðeins við sér en það endist ekki lengi.
37. mín
ÁGÚST LEÓÓÓ!! Þú verður að hitta þennan bolta betur vinur minn! Frábær bolti frá Aroni Þórði inn á boxið sem Keke missir af og Ágúst er einn og óvaldaður en nær bara ekki almennilegum skalla! Dauðafæri sem hann átti að nýta betur.
36. mín
Það skapast nánast alltaf smá hætta þegar Þróttur keyrir upp hægri kantinn með Van Der Heyden í farabroddi! Hann reynir núna fyrirgjöf sem Víkingur nær að hreins og boltinn fer langt út fyrir teiginn og endar hjá Guðmundi Friðrikssyni sem að reynir bara mesta draumaskot sem ég hef séð og boltinn fer langt yfir markið!
33. mín
Aron Þórður kemur með aukaspyrnu inn á teiginn en þessi bolti var eins og æfingarbolti fyrir Franko í markinu.

Gestirnir bruna svo fram og ná fyrirgjöfinni en mér sýnist Hreinn Ingi hreinsa boltann frá rétt áður en Jacob kemst í hann!
32. mín
Víkingur fær hornspyrnu sem Harley sendir bara út fyrir teiginn á Sorie Barrie sem að reynir skot sem fer af í varnarmann og hann tekur svo frákastið og hamrar á markið en Arnar Darri ver það auðveldlega.
28. mín
það er svo lítið að gerast í þessum leik að eftirlitsdómarinn og vallarþulurinn eru farnir að tala saman um gamlar bransasögur. Ég er að læra heilmargt hérna.

Nei heyrðu! Þróttur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna. Aron tekur spyrnuna en Víkingar koma boltanum frá og þetta rennur út í sandinn.
26. mín
Jæja Jasver Van Der Heyden setur boltann fyrir markið og Ágúst Leó gerir áras á boltann en nær ekki skallanum á markið þar sem hann er truflaður í skallanum.
24. mín
Lítið um marktækifæri og ekki mikið að gerast í leiknum þessa stundina.

Ég vil auglýsa eftir stuðningsmönnum beggja liða. Væri gaman að fá smá chant í stúkuna!
20. mín
Jæja leikurinn heldur áfram og sem betur fer er í lagi með alla!
18. mín
Víkingur fær aðra hornspyrnu og Harley röltir til að taka hana.

Þeir skalla tveir saman inn í teignum og þetta lítur ekkert alltof vel út!
17. mín
Aron Þórður fellur í teignum eftir að hafa farið á milli tveggja varnarmanna gestanna enn Sigurður dæmir ekkert. Hárrétt hjá Sigga, Aron féll alltof auðveldlega.
16. mín
Mér líður eins og Hafþór Péturs og Hreinn Ingi séu ekki alveg klárir í leikinn fyrstu mínúturnar. Virka óöryggir á mig en vonandi fyrir heimamenn rífa sig í gang.
13. mín
Víkingur Ó fær hornspyrnu sem Harley Willard tekur en spyrnan endar með veikum skalla frá Eli Keke.

Sókninn heldur áfram enn að lokum hreinsa varnarmenn Þróttar.
11. mín
Þróttur fær aukaspyrnu út á hægri kantinum upp við endalínuna.

Spyrnan kemur inn á miðjan teiginn og fellur svo fyrir Daða Bergsson sem að tekur boltann á lofti en skot hans fer yfir markið!
10. mín
Lítið að gerast sem stendur í leiknum en heimamenn hafa aðeins verið að halda boltanum síðustu mínútur án þess þó að skapa sér neitt.
6. mín
hvað er að gerast hérna á upphafs mínútunum hjá heimamönnum?

Mér sýndist það vera Ívar Örn sem á geggjaðan sprett upp vinstri vænginn og rennir svo boltanum inn á teiginn á Jacob sem að kemur sér í skot en á síðustu stundu ná varnarmenn Þróttar að tækla fyrir boltann!
5. mín
Þetta er alveg vel blaut tuska í andlitið á heimamönnum að fá mark á sig bara strax á fyrstu mínútunum. Hvernig bregðast þeir við þessu marki?
3. mín MARK!
Jacob Andersen (Víkingur Ó.)
Heyrðu þetta byrjar bara með látum!

Jacob Andersen fær boltann eftir varnarmistök fyrir utan vítateig Þróttar og er einn á móti tveimur varnarmönnum tekur létta hreyfingu til vinstri og hamrar boltann í fjærhornið meðfram jörðinni og staðan er 1-0 Víkingur Ó!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Þróttur byrjar með boltann og sækja í átt að miðbænum!
Fyrir leik
Leikmenn eru að ganga út á völl og það styttist í Inkasso-ástríðuna! Mér sýnist ég líka sjá Hafliða Breiðfjörð mættan með stólinn sinn og myndavélina til að bæta í myndasafnið hjá .net!
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl að hita upp. Þórir Hákonar kom og heilsaði upp á liðið, Gunnar Helgason er einnig mættur ásamt dyggustu stuðningsmönnum Þróttar og svei mér þá Kiddi Casio er líka mættur í Laugardalinn.

Ef fólk vil taka þátt í leiknum þá mæli ég með því að nota hashtag #fotboltinet á Twitter!


Fyrir leik
Heimamenn eru ekkert að spara það! Þeir voru að koma með glóðvolgt Rif og kalda mjólk handa mér í fjölmiðlaboxið! Allt upp á 10,5 og meira enn það!

Ég hef verið á mörgum völlum og ég held svei mér þá ef að aðstæðurnar á Eimskipsvelli eru ekki bara með þeim bestu á Íslandi, topp 3 myndi ég segja!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Aðstæðurnar í kvöld eru með besta móti hreinlega frábærar. Léttskýjað smá blautur völlurinn og svona 10 stiga hiti myndi ég tippa á.




Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá Inkasso Ástríðunni. Hér munum við fylgja eftir leik Þróttar og Víkings Ó sem hefst klukkan 19:15 á Eimskipsvellinum í Laugardal
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic
2. Ívar Örn Árnason
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
7. Grétar Snær Gunnarsson
8. Martin Cristian Kuittinen
9. Jacob Andersen ('68) ('68)
10. Sorie Barrie
11. Harley Willard
13. Emir Dokara
22. Vignir Snær Stefánsson ('90)

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
6. James Dale ('90)
7. Ívar Reynir Antonsson
14. Sallieu Capay Tarawallie ('68)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Stefán Þór Pálsson ('68)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Einar Magnús Gunnlaugsson
Gunnar Helgi Baldursson

Gul spjöld:
Sorie Barrie ('45)
Ívar Örn Árnason ('57)
Emir Dokara ('82)
Emir Dokara ('90)

Rauð spjöld: