Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Selfoss
3
2
Keflavík
Barbára Sól Gísladóttir '3 1-0
1-1 Sophie Mc Mahon Groff '29
1-2 Sveindís Jane Jónsdóttir '34
Grace Rapp '70 2-2
Hólmfríður Magnúsdóttir '90 3-2
21.05.2019  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar. 10 gráður og heit gola. Sólin að gægjast
Dómari: Guðni Þór Þórsson
Áhorfendur: 222
Maður leiksins: Hólmfríður Magnúsdóttir
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir ('66)
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
23. Darian Elizabeth Powell
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('66)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Cassie Lee Boren ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
PÍÍÍP!

Búið! Ég ætla ekki að segja sanngjarn sigur Selfyssinga staðreynd, alls ekki. Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn, leggur upp og skorar. Þvílíkur happafengur fyrir Selfyssinga!

Takk fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Selfyssingar eru að klára þetta, ná að halda boltanum í og við hornfána gestanna. Fá hér hornspyrnu, taka stutt.
90. mín
Keflvíkingar að drífa sig mikið þessa stundina, Selfyssingar reyna að halda boltanum þegar tækifærin gefast.
90. mín
Veit ekki hver uppbótartíminn er. Eitt er víst að við erum komin í 90+2 að minnsta kosti.
90. mín MARK!
Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAAAAAAARK!!!

Ég á ekki til orð! Hólmfríður er að tryggja Selfyssingum sigur á lokamínútunni! Eða hvað?

Magdalena tekur hornspyrnu sem að ratar beint á kollinn á Hólmfríði og hún stangar boltann í netið! GÆÐI!!!
90. mín
Selfoss fær horn. Magdalena tekur.
89. mín
Keflavík verið meira með boltann undanfarnar mínútu. Ekkert um færi aftur á móti.
87. mín
Karitas og Natasha skalla saman. Karitas dæmd brotleg, þetta leit út fyrir að vera óþægilegt.
86. mín
Ég er farinn að efast um það að við fáum sigurmark. Það hefur hægst vel á leiknum undanfarnar mínútur. Ætla liðin að sætta sig við stig á haus?
83. mín
Natasha er við það að komast ein í gegn en línuvörðurinn lyftir flagginu! Úff... ekki sannfærður um að þetta hafi verið rangstaða.
82. mín
Kelsey Wys kemur út í þessa og nær að blaka boltanum frá. Keflvíkingar halda boltanum.
81. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Verið nokkuð hættulegar hingað til.
79. mín
Keflvíkingar legið í sókn síðustu mínútur.

Nú er það Natasha sem að á skot fyrir utan teig en líkt og áðan, yfir markið.
77. mín
Isabel Jasmín með skot utan af velli. Þónokkuð hátt yfir.
76. mín
Hólmfríður er með svoooo mikil gæði.

Á hér geggjaða stungusendingu inn fyrir vörn Keflvíkinga ætlaða Magdalenu en Sharifova er fljót að hugsa og nær boltanum rétt áður en að það verður of seint.
75. mín
Langt innkast Keflvíkinga. Grunar að Natasha hafi átt að koma í flikkið en hún endar á því að stýra boltanum á markið en Wys vel á verði.
73. mín
Það kemur sigurmark í þetta, það er klárt. Bæði lið eru hungruð í stigin þrjú.
70. mín MARK!
Grace Rapp (Selfoss)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
Gamla kempan, Hólmfríður Magnúsdóttir ekki lengi að láta til sín taka!

Fær boltann úti á hægri kanti, keyrir upp að endalínu og snýr inn í teig, á fasta sendingu meðfram jörðinni á Grace Rapp sem að setur boltann í netið!

Heimakonur hafa jafnað, 2-2 og tuttugu mínútur eftir.
69. mín Gult spjald: Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
Reynir að keyra Karitas niður þegar Selfyssingar ætla að sækja hratt.
68. mín
Karitas með alvöru bjartsýnisskot lengst utan af velli. Svífur hátt yfir markið.
67. mín Gult spjald: Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Peysutog.
66. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Varnarmaður út, sóknarmaður inn. Anna lent í tveimur tæklingum með stuttu millibili.
63. mín
Aftur liggur Anna María í grasinu. Groff brýtur á henni. Selfyssingar eiga aukaspyrnu nálægt miðjunni.
61. mín
Bergrós Ásgeirsdóttir þarf að hreinsa boltann í horn, enda með Sveindísi Jane í bakinu. Ekkert annað í stöðunni.
59. mín
Frábær aukaspyrna frá Önnu inn á teig, sóknarmenn Selfyssinga ekki nægilega vakandi og og Sharifova grípur.
58. mín
Anna María fær boltann inn í vítateig, snýr yfir á hægri og tekur skotið en það er beint á Sharifova í marki Keflavíkur.
56. mín
Inn:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Fyrsta skipting leiksins er gestanna.
55. mín
Jújú, Anna María kemur inná. Heldur áfram, eitthvað að minnsta kosti.
53. mín
Anna María liggur sárþjáð á vellinum eftir tæklingu frá leikmanni Keflavíkur. Stefán Magni, sjúkraþjálfari, aðstoðar hana.

Ekki viss um að hún haldi áfram.
51. mín
,,Þetta er ekki handboltaleikur, hann er á morgun," heyrist úr stúkunni.

Stuðningsmenn Selfoss vilja fá hendi á eitthvað úti á velli. Skemmtilegt.
50. mín
Selfyssingar hafa klárlega komið grimmari út til leiks í síðari hálfleiks. Hafa haldið boltanum vel en ekki skapað sér almennileg færi.
48. mín
Maired Fulton með máttlaust skot að marki Selfyssinga. Kelsey Wys ekki í nokkrum vandræðum.
47. mín
Selfyssingar vilja fá vítaspyrnu!

Vilja meina að Þóra Kristín hafi handleikið knöttinn. Guðni Þór, dómari, ekki á sama máli.
46. mín
Þá er þetta komið af stað aftur og bæði lið eru óbreytt. Keflvíkingar hefja leik með boltann og sækja í átt að Tíbrá.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjarnar hálfleikstölur. Gestirnir af Suðurnesjum verið betri það sem af er. Geri ráð fyrir Selfyssingum dýrvitlausum út í síðari hálfleik.

Sjáumst í síðari.
45. mín
Selfyssingar hafa unnið boltann oft í leiknum en hafa síðan tapað honum enn oftar. Eins og liðinu líði hreinlega illa með boltann.
43. mín Gult spjald: Natasha Anasi (Keflavík)
Stöðvar hér skyndisókn. Hárréttur dómur.
42. mín
Sveindís Jane heldur áfram að leika sér að varnarmönnum Selfoss. Geyrir hér upp að endamörkum og snýr inn í teiginn og skýtur rétt framhjá.
39. mín
Anna María tekur hornspyrnuna sem að er fín. Sharfova kemur út og reynir að kýla boltann burt, tekst ekki, vill aukaspyrnu en færi ekki. Boltinn berst aftur á Önnu sem á slappa fyrirgjöf og svífur hún yfir allan pakkann.
37. mín
Selfyssingar fá hér sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
34. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
MAAAARK!

Þetta lá í loftinu, Keflavík hefur tekið forystuna!

Anita Lind fær boltann úti á vinstri kanti, finnur Sveindísi sem er búin að koma sér í góða stöðu inni í teig og hún setur boltann auðveldlega framhjá Wys. 1-2!
34. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Boltinn beint á Sveindísi sem reynir einhversskonar bakfallsspyrnu en boltinn yfir markið.
32. mín
Ég veit ekki hvað er að gerast í öftustu varnarlínu Selfoss!

Þær ráða ekkert við Keflvíkingana sem að ná að komast í álitlega stöðu í nánast hverri einustu sókn. Tek ekkert af Keflavík.
29. mín MARK!
Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Það hlaut að koma að þessu! Keflvíkingar jafna eftir skelfileg mistök í vörn Selfyssinga.

Bergrós Ásgeirsdóttir ætlar að senda boltann niður á Wys en enginn kraftur í sendingunni og Groff kemst í boltann, fer framhjá Wys og skorar í tómt markið!

Allt í járnum á JÁVERK-vellinum.
27. mín Gult spjald: Cassie Lee Boren (Selfoss)
Ahhh. Veit ekki með þetta.

Finnst Guðni gefa spjaldið útfrá látunum í leikmönnum Keflavíkur en þetta stendur.
26. mín
Aníta Lind verður hér fyrir því óláni að fá boltann beint í gagnaugað. Bergrós ætlaði að reyna langa sendingu en Aníta er fyrir.

Aníta hristir þetta af sér.
24. mín
Selfyssingar bruna í sókn, fyrirgjöf frá Magdalenu beint á Grace sem hittir boltann ekki vel. Þetta er endanna á millii!
23. mín Gult spjald: Maired Clare Fulton (Keflavík)
Ekkert verður úr aukaspyrnunni.

Fulton fær gult spjald fyrir ljóta tæklingu á Grace Rapp í kjölfarið. Alvöru baráttuhundur hún Fulton, ánægður með hana.
22. mín
Aníta Lind á frábæra hornspyrnu og Keflavík fær aukaspyrnu á góðum stað útfrá horninu.
22. mín
Keflavík fær fyrstu hornspyrnu leiksins eftir að Anna María hreinsar boltann.
20. mín
Leikurinn aðeins róast eftir ansi líflegar upphafsmínútur. Myndi samt segja að gestirnir væru mun líklegri.
18. mín
Heimastúlkur að ná að fleiri sendingum innan liðs þessa stundina.
15. mín
Aftur á Groff skot frá hægri og aftur ver Wys skotið.

Vörn Selfyssinga eins og gamalt bútasaumsteppi og það þarf að stoppa í það undir eins!
14. mín
Flott sókn frá Keflavík.

Sophie Groff fær boltann hægra megin og lætur vaða en Wys í marki Selfyssinga vel á verði. Eitthvað fyrir gestina að byggja á.
13. mín
Sharifova kemur út á móti sendingu ætlaða Evu Lind. Eva kemst framhjá henni en varnarmaður gestanna nær að koma í veg fyrir sendingu frá Evu inn á teig.

Sharifova ekki sannfært mig þessar fyrstu mínútur.
12. mín
Natasha, fyrirliði Keflavíkur, að leika sér að eldinum. Fer harkalega í Evu Lind og þjálfarateymi Selfoss er ekki sátt við þá ákvörðun Guðna Þórs að sleppa henni án þess að gefa gult spjald.
10. mín
Keflavíkurstúlkur ætla að skilja allt eftir á vellinum. Mætta 100% í öll návígi og eru grjótharðar þessar fyrstu mínútur.
7. mín
Karitas Tómasdóttir fær boltann í höndina og Keflavík fær aukaspyrnu inni á miðjum vallarhelmingi Selfyssinga.

Maired Fulton tekur spyrnuna sem er slök og svífur yfir allan pakkann.
5. mín
Blaut tuska í andlit Keflavíkur en liðið hefur verið meira með boltann og skapað sér 1-2 hálffæri hér á fyrstu mínútunum.
3. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Eva Lind Elíasdóttir
MAAAAAAARK!

Selfyssingar eru ekki lengi að þessu. Það er Eva Lind í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss í sumar sem á hér glæsilega stoðsendingu á Barbáru Sól.

Sending inni í teig og Barbára tekur boltann á lofti yfir Sharifova í marki Keflavíkur. Ansi snyrtilegt mark! 1-0 eftir tæpar þrjár mínútur.
2. mín
Aytac Sharifova í bullinu í marki Keflavík. Sendir beint á Barbáru Sól sem nær ekki að athafna sig nægilega vel. Varnarmaður gestanna kemst í skotið.

Sharifova stálheppin.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Það eru heimakonur sem hefja leik með boltann og sækja í átt að Stóra hól. Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn. Selfyssingar vínrauðir en Keflavíkurstúlkur eru hvítar í dag.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til búningsklefa, upphitun lokið.

Hér týnast áhorfendur á völlinn, allir búnir að kaupa miða á stóra handboltaleikinn á morgun, nú er það JÁVERK-völlurinn.
Fyrir leik
Bæði lið á fullu í sinni upphitun.

Hið goðsagnakennda lag ,,Selfoss er" ómar á vellinum. Sniglabandið að sjálfsögðu.
Fyrir leik
Aðstæðurnar til knattspyrnuiðkunar á Selfossi eru til fyrirmyndar í kvöld. JÁVERK-völlurinn er einn allra fallegasti grasvöllur landsins.

Sólin skín, hitastigið er gott og það getur ansi fátt klikkað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Eva Lind og Karitas koma beint inn í byrjunarlið Selfyssinga. Eva Lind er fremst og þarf Darian Powell að setjast á bekkinn.

Hjá Keflavík byrjar Sveindís Jane Jónsdóttir.
Fyrir leik
Selfoss liðið hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðan að mótið hófst. Liðið hefur nú endurheimt þær Karitas Tómasdóttir, Evu Lind og Bergrósu Ásgeirsdóttur en þær hafa allar stundað nám í Bandaríkjunum í vetur.

Sunneva Hrönn er svo væntanleg til landsins. Allar þekkja þær Selfoss liðið vel endað spilað með liðinu undanfarin sumur.
Fyrir leik
Liðin mættust einu sinni á undirbúningstímabilinu. Það var þann 19. janúar en þar höfðu Selfyssingar betur, 1-0.

Annars virðast Selfyssingar hafa ágætis tök á Keflavík, fjórir sigrar í síðustu fimm leikjum innbyrðis.
Fyrir leik
Síðasta umferð
Keflavík er nýliði í deildinni en liðið kom upp ásamt Fylki. Keflavík hefur nú leikið þrjá leiki en liðið er ekki enn komið á blað. Íslandsmeistarar Breiðabliks áttu ekki í vandræðum með Suðurnesjakonur í síðustu umferð, 3-0.

Selfoss sigraði HK/Víking á útivelli, 0-1, virkilega sterkur sigur. Selfyssingar með þrjú stig eftir jafn marga leiki.
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Velkomin í beina textalýsingu úr sveitinni þar sem að Selfoss tekur á móti Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn hefst 19:15 á JÁVERK-vellinum.
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('56)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
7. Kara Petra Aradóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('56)
18. Una Margrét Einarsdóttir
20. Eva Lind Daníelsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson
Amelía Rún Fjeldsted
Benedikta S Benediktsdóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Maired Clare Fulton ('23)
Natasha Anasi ('43)
Dröfn Einarsdóttir ('67)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('69)

Rauð spjöld: