Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
48' 2
1
Breiðablik
Stjarnan
3
1
Fylkir
Renae Nicole Cuellar '57 1-0
Diljá Ýr Zomers '72 2-0
Jasmín Erla Ingadóttir '83 3-0
Sóley Guðmundsdóttir '85 , sjálfsmark 3-1
22.05.2019  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blæs aðeins, 12-13 stiga hiti og léttskýjað.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 263
Maður leiksins: Renae Nicole Cuellar (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
7. Renae Nicole Cuellar
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('54)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('71)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('79)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers ('71)
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('54)
19. Elín Helga Ingadóttir ('79)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-1 Sigri Stjörnunar! Eftir markalausan fyrri hálfleik svoleiðis rigndi inn mörkum í þeim seinni!

Viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
90. mín
Úff! Þetta lítur alls ekki vel út!! Elín Helga liggur á vellinum og það var bara enginn nálagt henni þegar hún öskrar og dettur í grasið! Það eru börur á leiðinni inn á völlinn ég hef miklar áhyggjur af henni. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt en hún er borinn af velli sárkvalinn.
90. mín
+1

Stefanía reynir langskot en það fer vel framhjá markinu!
90. mín
HVERNIG ER ÞETTA EKKI VÍTI!!!!!

Berglind Rós og Cecilía tala ekki saman og María Sól kemst á milli og Cecilía tekur hana bara niður! Þetta var pjúra víti en Steinar bara dæmir ekki??
88. mín
Tvær mínútur eftir af þessum leik! Fáum við smá spennu í þetta með öðru marki frá Fylki?
85. mín SJÁLFSMARK!
Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)
Margrét skorar beint úr aukaspyrnu en boltinn virðist fara í Sóley Guðmundsdóttir og í netið!

Ekki allir sammála um hvort þetta hafi verið sjálfsmark eða ekki! En skotið frá Margréti virtist á leiðinni í vinstra hornið en fer þaðan af Sóley og í það hægra.
83. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Renae Nicole Cuellar
Hvað er að gerast hérna??

Jasmín Erla er búin að koma Stjörnunni í 3-0! Hún reynir fyrst skot sem að Margrét komst fyrir það. Botlinn fer svo í smá tennis milli leikmanni þangað til Cuellar nær að pota boltanum fyrir Jasmín og hún hamrar svoleiðis boltann í vinkillinn! Geggjað mark
79. mín
Inn:Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
79. mín
Inn:Lilja Vigdís Davíðsdóttir (Fylkir) Út:Margrét Eva Sigurðardóttir (Fylkir)
76. mín
Fylkir nálagt því að minnka muninn eftir frábæra fyrirgjöf frá Mariju sem fer yfir Birtu kemur Margrét á ferðinni og er ein á móti markinu nánast en boltinn var aðeins of utarlega og hún þarf að teygja sig í hann og nær ekki alveg nógu góðu skoti og boltinn fer framhjá!
74. mín
Ég talaði um það í fyrri hálfleik og í hálfleik að ef þú nýtir ekki færin þín þá er þér refsað og það er akkurat það sem er að gerast á Samsung vellinum!
74. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)
72. mín MARK!
Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)
ÞETTA KÖLLUM VIÐ INNKOMU!!!

Diljá er bara búin að skora með sínum fyrstu snertingum! Hún fær boltann vinstra megin á teignum og keyrir bara á varnarmann og sýnir mikin styrk þegar hún fer í skotið og rennir boltanum í markið af mikilli yfivegun!
71. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
71. mín
Þvílíkur sprettur! Marija Radojicic tekur bara 40 metra sprett með fullt af töktum og endar svo á því að reyna renna boltanum fyrir markið en Sóley Guðmunds er mætt á hárréttum tíma og bjargar því sem bjarga varð!
68. mín
Hvað gerðist í hálfleik fyrir Cuellar? Hún er búin að vera fáranlega spræk í þeim síðari. Hún stingur Huldu af og reynir skot sem er fast en tiltulega beint á Cecilíu í markinu og hún ver frá henni skotið.
67. mín
GEGGJUÐ VARSLA!! Birta ákveður að koma ekki út þegar Þórdís Elva er að koma á fleygiferð í gegn eftir sendingu frá Bryndísi. Þórdís reynir skotið úr fínu færi en Birta ver það virkilega vel og aftur fyrir.

Stjarnan hreinsa hornið frá að lokum!
66. mín
Fylkir fá aukaspyrnu út á hægri vængnum sem að Marija ætlar að taka.

Spyrnan er slök og hreinsuð af fyrsta varnarmanni. Þær verða gera betur úr þessum föstu leikatriðum!
63. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Hulda var frískari í fyrri hálfleik en lítið sést í upphafi seinni. Bryndís kemur inn á í stað hennar.
61. mín
HÖRKU FÆRI!! Stjarnan nálagt því að bæta við Cuellar kemur með boltann fyrir frá endalínunni þar sem Hildigunnur mætir og reynir skotið en þær ná að verajst á síðustu stundu leikmenn Fylkis!

Hinum megin reynir svo Marija skot en Birta ver það í markinu.
59. mín
Fylkir fá hornspyrnu hinum megin. Svara þær strax?

Svarið er nei
57. mín MARK!
Renae Nicole Cuellar (Stjarnan)
Stoðsending: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
STJARNAN ERU KOMNAR YFIR!!

Frábær sprettur frá að ég held Hildigunni (Sá það ekki almennilega fyrir súlunni í stúkunni) sem að dregur í sig 2 varnarmenn Fylkis og Cuellar tekur hárrétt hlaup og fær sendinguna á hárréttum tíma og klárar þetta færi virkilega vel í fjærhornið niðri!
55. mín
FYLKIR BJARGA Á LÍNU!!

Sóley tekur aukaspyrnu inn á teiginn sem virkaði hættulaus en Cecilía misreiknar boltann og hann skoppar framhjá henni! Hulda Sigurðar er hinsvegar mætt á síðustu stundu og bjargar á marklínu! Þarna voru gestirnir úr Árbænum stálheppnar sko stálheppnar!
54. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
53. mín
Berglind Rós reynir skot af 37 metrum en Birta grípur það auðveldlega.

Ánægður með heiðarlega tilraun samt.
52. mín
Smá pirringur í Þórdís Elvu þegar Ída Marín reynir að setja boltann á hana í skyndisókn en sendinginn er alltof föst og fer útaf í innkast.

Ída gat gert betur þarna.
50. mín
Marija Radojicic fær högg á höfuðið þegar hún rennur á vellinum og fær Maríu Evu í sig en hún virðist vera í lagi.
47. mín
Hulda Hrund með virkilega góðan sprett upp að endalínu og reynir svo skot en það fer af varnarmanni og aftur fyrir!

Fylkir taka spyrnuna stutt og það endar svo með mögulega verstu fyrirgjöf eða skot sem ég hef séð þar sem Berglind Rós bara hitti boltann alls ekki og hann svona skoppar í rólegheitum aftur fyrir í markspyrnu.
45. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem ég held svei mér þá sé bara ekki réttur dómur en jæja áfram gakk. Sigrún Ella tekur spyrnuna og hún er hátt upp í loftið og Cecilía missir af honum og það myndast smá darraðardans í teignum en að lokum kemur boltinn fyrir markið og Cecilía handsamar knöttinn!
45. mín
Síðari hálfleikur er farinn af stað! Fáum við mörk í þennan leik, ég vona það!
45. mín
Hálfleikur
Það eru þvílíkar kempur mættar í stúkuna. Steini þjálfari Blika er mættur í stúkuna og ég sá Hermann Hreiðarsson fá sér glóðvolgan kaffibolla en hann á tvær dætur í liði Fylkis.

Ég sá ekki Nilla og það eru vonbrigði!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og staðan er ennþá markalaus. Gestirnir hafa verið líklegri í fyrri hálfleiknum og ættu í raun að vera búnar að skora eitt mark.

Við sjáum hvað setur í síðari hálfleik en ég ætla skella mér röltið og ræða við mann og annan.
45. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu út á vinstri kantinum sem að Sóley Guðmunds tekur.

Spyrnan er eftir jörðinni og endar hjá Maríu Evu sem að reynir að koma sér í skot en nær ekki að stilla sig almennilega af og skotið hennar fer framhjá. Hún hefur alveg fengið færi í þessum fyrri hálfleik.
43. mín
VÓÓÓ!! Stórhætta þegar Birna kemur með slæma sendingu til baka og Marija nær boltanum og rennir honum fyrir markið þegar Birta kemur út í hana þar sem Hulda Hrund er alein en sendinginn er of föst og Stjarnan nær að hreinsa í horn!

Þær verða bara gera betur þarna. Ef maður nýtir ekki færin sín er manni refsað og Fylkir haf aekki nýtt sín tækifæri í dag!
40. mín
ÚFF! Þetta leit ekki vel út Sæunn fær boltann beint í höfuðið og liggur eftir á vellinum. Ég vona að hún sé í lagi en hún virðist aðeins vönkuð. En hún stendur á lappir og röltir útaf með sjúkraþjálfaranum.
38. mín
Lítið að gerast þessa stundina en ég lofa að gefa ykkur fréttir um leið og þær berast!
35. mín
Hildigunnur kemur með Hörku fyrirgjöf en Cecilía kemur og kýlir boltann frá. Virkilega sterkt hjá hinum Cecilíu!
33. mín
Renae Cuellar fellur rétt fyrir utan vítateig og fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Hvað getur Sigrún Ella gert úr þessu færi?

Skotið fer yfir vegginn og yfir markið sömuleiðis! Hefði viljað sjá hana hitta ramman þarna úr virkilega fínu færi.
31. mín
Þú skorar ekki ef þú reynir ekki hefur Marija hugsað þegar hún tekur skot af löngu færi en það vantaði allan kraft í þetta skot og Birta ver þetta skot auðveldlega. Eiginlega bara léttur æfingarbolti þetta skot.
28. mín
Síðustu 4-5 mínútur verið nokkuð rólegar, gestirnir samt ívið sterkari.

Stjarnan fær hinsvegar aukspyrnu út á hægri kantinum sem að Sigrún Ella ætlar að taka.

Spyrnan hennar er hættuleg en svífur í gegnum allan pakkan.
24. mín
Úfff Sæunn Rós hittir ekki boltann þegar hún ætlar að hreinsa og María Eva nær skotinu í fyrsta en það fer sömu leið og hitt skotið hennar í leiknum ekki á ramman.
23. mín
Mér finnst gestirnir vera líklegri til að skora og eiginlega bara talsvert líklegri þessa stundina.
20. mín
ÍDA MARÍN Í HÖRKUFÆRI!!

Frábær skyndisókn hjá Fylki sem endar með frábærri fyrirgjöf eftir jörðinni á Ídu sem er ein á móti Birtu en tekur skotið með vinstri og það var bara alltof máttugt og Birta ver boltann auðveldlega.
19. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Sóley Guðmunds tekur spyrnuna en hún er með baneitraðan vinstri fót. Sendinginn inn á teig var góð og Sigrún Ella nær flikka boltanum aftur fyrir sig á Jasmín sem var í ágætis færi en missti boltann of langt frá sér og Fylkir fær að lokum markspyrnu!
17. mín
Fylkir fær hornspyrnu eftir smá vesen á Sóley Guðmunds vinna Fylkir boltann á hættulegum stað sem endar svo með því að þær fá hornspyrnu.

Spyrnan er tekinn stutt og endar svo á teigslínunni hjá Þórdísi Elvu sem að hamrar boltann í átt að marki en Birta ver stórkostlega í horn! En sú hornspyrna rennur út í sandinn!

Birta er svo fáranlega góð í markinu!
16. mín
Mikið um rangstæður fyrsta korterið. Það væri algjör snilld að fá mark í þetta en bæði lið eru varkár í sínum aðgerðum.
13. mín
Stefanía Ragnarsdóttir reynir skot fyrir utan teig eftir snarpa sókn gestanna en skotið hennar fór langt yfir markið.
11. mín
Þetta byrjar af miklum krafti og liðin skiptast á að sækja. Þaðe eru ungar stelpur í stúkunni byrjaðar að kalla Áfram Stjarnan og allir í fanta gír.
9. mín
Marija Radojicic er komin ein í gegn en er dæmd rangstæð þetta var tæpt!
6. mín
STÖNGINNNN!!! Hulda Hrund tekur boltann á lofti og í stöngina fer hann! Birta misreiknaði skotið en var fljót upp aftur og varði seinna skotið sem Marija tók í frákastinu og Fylkir fékk horn.

Það varð ekkert úr horninu.
5. mín
María Eva reynir skot fyrir utan teig sem var aldrei líklegt til árangurs þar sem hún hitti boltann skelfilega og boltinn fór hátt upp í loftið og aftur fyrir endalínu.
4. mín
Stjarnan er að byrja þetta af krafti og ógna með fyrirgjöfum í upphafi leiks án þess þó að skapa neina gífurlega hættu með þeim.
2. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem Hildigunnur Ýr vinnur. Sigrún Ella ætlar að taka spyrnuna og kemur með ágætis spyrnu en skallinn frá Maríu Evu fer í innkast hinum megin.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru gestirnir úr Árbænum sem að byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka sínum upphitunum og það styttist í leik!

Mætti vera betri mæting í stúkuna en það er ennþá tími til að skella sér á Samsung völl.
Fyrir leik
Það eru frábærar aðstæður í kvöld! Það blæs aðeins enn það er 12-13 stiga hiti og léttskýjað. Teppið lítur vel út og hamborgara ilmurinn er byrjaður að sveima um loftið!

Anna María Baldursdóttir var að taka nokkra æfingar áðan undir handleiðslu og peppi meistara Paló! Það styttist vonandi í að hún geti spilað enda gríðarlega mikilvægur hlekkur í Stjörnu liðinu.

Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis datt í smá spjall við mig einnig og við fórum yfir stöðuna. Maður lærir alltaf nýja hluti eftir spjall við hann!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Það eru þrjár stelpur fæddar árið 2003 sem eru að byrja í þessum leik! Það eru þær Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hjá Stjörnunni og svo markmaður Fylkis Cecilía Rán Rúnarsdóttir! Ég ætla fagna því að svona ungir leikmenn séu að fá tækifæri til að spila í deild þeirra bestu!
Fyrir leik
Bæði lið eru með 6.stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og sitja í 3 og 4 sæti deildarinnar. Það hefur ekki verið skorað mikið í leikjum Stjörnunar en þær eru með markatöluna 2:1 á meðan stelpurnar úr Árbænum eru með markatöluna 4:4.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu frá Samsung vellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan og Fylkir eigast við í 4. umferð Pepsi Max Deild kvenna og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('63)
8. Marija Radojicic
18. Margrét Eva Sigurðardóttir ('79)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f) ('74)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
16. Kristín Þóra Birgisdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('74)
20. Sunneva Helgadóttir
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir ('79)
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: