Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Njarðvík
0
0
Keflavík
23.05.2019  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Veðrið leikur við okkur - Sól og sumaryl með dass af smá golu til að halda þessu bærilegu
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1150
Maður leiksins: Brynjar Atli Bragason
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('83)
15. Ari Már Andrésson
17. Toni Tipuric
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
6. Gísli Martin Sigurðsson
11. Krystian Wiktorowicz
14. Andri Gíslason
16. Jökull Örn Ingólfsson
21. Alexander Helgason ('83)
24. Guillermo Lamarca

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur dómari flautar til leiksloka!
0-0 loka niðurstaðan
93. mín
Smá klikk í vörn Keflavíkur en sem betur fer fyrir þá var Kenny ekki á tánnum
91. mín
Við erum að sigla inn í loka mínúturnar í þessum leik, ætli við fáum dramatískt sigurmark eða endar þetta jafnt
88. mín
Það er að komast smá hiti í þetta hérna á loka mínútum, Atli Geir lætur Jóhann Þór finna fyrir sér
84. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
84. mín
Kenny og Stefán Birgir að sleppa í gegn en hvorugur virðist vilja taka af skarið áður en Keflvíkingar komast inn í þetta
83. mín
Inn:Alexander Helgason (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
83. mín
Njarðvíkingar vilja fá víti en Þorvaldur er ekki sammála - Andri Fannar féll í teignum og við fyrstu sýn hefði alveg mátt dæma víti þarna.
82. mín
Njarðvíkingar eru að bæta í, fá horn sem Sindri missir úr greipum sér en Keflvíkingar fljótari að átta sig og hreinsa
79. mín
Svarið við því er nei að þessu sinni en ekki er öll von úti enn.
79. mín
Stefán Birgir með flotta laumu á Bergþór Inga sem vinnur horn, förum við að sjá mark líta dagsins ljós í þessum leik?
77. mín
Njarðvíkingar eru að færa sig ofar en allar sókaraðgerðir eru mjög ómarkvissar
71. mín
Sindri með flotta fyrirgjöf sem hittir á kollinn á Adam Ægi á fjær en Brynjar Atli ver stórkostlega frá honum!
70. mín
Njarðvíkingar hafa aðeins fallið tilbaka og þar að leiðandi komið Keflvíkingum framar á völlinn
63. mín
Kenny að komast í frábært færi!
voru komnir 3 á 2 en hann reynir að senda hann inn á Stefán Birgi sem er í rangstöðu og flaggið fer á loft.
Þarna átti Kenny hreinlega bara að skjóta sjálfur.
62. mín
Keflvíkingar eru aðgangsharðari þessa stundina.
61. mín
Keflavík með horn en dæmdir brotlegir í horninu
55. mín
Elton ekki lengi að láta vita af sér, frábær fyrirgjöf fyrir markið sem Elton nær að skutla sér á en rétt framhjá markinu fór boltinn.
55. mín
Inn:Elton Renato Livramento Barros (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
53. mín
Sindri of fljótur á ser, handsama boltan og neglir fram en þar er enginn til að taka við boltanum.
52. mín Gult spjald: Adolf Mtasingwa Bitegeko (Keflavík)
Fyrir brot á Ara.
50. mín
Njarðvíkingar koma sér í ákjósanlegt færi, Bergþór Ingi og Andri Fannar gefa sín á milli áður en Andri á slappt skot sem Sindri er ekki í vandræðum með
46. mín
Þetta er farið af stað aftur, Njarðvíkingar byrja núna.
45. mín
Hálfleikur
+2
Davíð Snær tekur spyrnuna sjálfur og á gott skot yfir vegginn en Brynjar Atli ekki í teljandi vandræðum með skotið og Þorvaldur flautar til hálfleiks
45. mín
+1
Njarðvíkingar klaufar, brjóta á Davíð Snæ rétt fyrir utan teig
45. mín
Leikurinn er aðeins farinn að opnast, bæði lið að reyna ná inn marki fyrir hálfleik
43. mín
HÖRKUFÆRI!
Keflvíkingar með tilraun sem smaug rétt framhjá marki Njarðvíkur
42. mín
Keflvíkingar með gott skot sem fer af bakinu á af Njarðvíkingum og horn, ekkert varð hinsvegar úr horninu en Adolf var í baráttunni áður en Njarðvík hreinsaði
38. mín
Smá bras á báðum liðum í horninu en á endanum skóflar Pawel boltanum aftur fyrir
38. mín
Bergþór Ingi verið flottur í fyrri hálfleik og á nú góðan sprett sem endar horni
35. mín
Keflvíkingar fá ekkert út úr hornunum og að lokum fá dæmt á sig hendi
34. mín
Keflvíkingar hafa verið að færa sig framar og uppskera horn
27. mín
Njarðvíkingar hafa verið að ógna mun meira í þessum leik
25. mín
ÞEIR BJARGA Á LÍNU!!
Bergþór Ingi nær að prjóna sig inn í gegn og nær framhjá Sindra í marki Keflavíkur en ekki framhjá varnmarmanni Keflavikur sem ég sá ekki hver var en sýndist það vera varamaðurinn sem kom inná sem bjargaði því að Njarvíkingar kæmust yfir
Kenny nær svo frákastinu og skýtur í hliðarnetið
20. mín
Adam Ægir kemur sér í skotstöðu en þrumar boltanum hátt yfir mark Njarðvíkur
19. mín
Njarðvíkingar komast í ákjósanlegt færi en á endanum er það full þröngt fyriri Kenny Hogg en Njarðvíkingar fá horn
12. mín
Inn:Cezary Wiktorowicz (Keflavík) Út:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Rúnar hefur eitthvað meiðst en vonandi er það ekki alvarlegt
10. mín
Rúnar Þór liggur eftir hja Keflavík og leikurinn er stopp
8. mín
Arnar Helgi með langt innkast sem skoppar inn í teig framhjá Sindra í marki Keflavíkur en Keflvíkingar ná að koma boltanum frá
5. mín
Sindri Þór með flottan sprett upp vænginn og vinnur horn fyrir Keflavík sem Njarðvíkingar koma svo frá
3. mín
Stefán Birgir með góðan bolta inn í teig á fjær á Toni Tipuric sem skallar fyrir en dómarinn flautar, flaggið á lofti
1. mín
Þetta er farið af stað gott fólk!
Keflvíkingar byrja þessa veislu
Fyrir leik
Liðin gana út á völl.
Njarðvíkingar ganga út í sínum grænu búningum og Keflavíkingar ganga út í sínum rauðu varabúniningum
Fyrir leik
Ég þori næstum því að fullyrða að það er met aðsókn á Rafholtsvellinum í dag
Fyrir leik
Stefnir í hörku mætingu hérna á Rafholtsvellinum, 20 min í leik og strax orðið þétt setið enda býður veðrið ekki upp á annað en að fólk fari að skottast á völlinn.



Fyrir leik
Keflvíkingar hafa byrjað mótið stórkostlega en þeir eru á toppnum fyrir þessa umferð með fullt hús stiga eða 9 stig.
Keflvíkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í síðustu umferð en það er óhætt að segja að Mosfellingar sáu aldrei til sólar í þeim leik þrátt fyrir að þjálfari þeirra taki kannski ekki undir þau orð en það er erfitt að mótmæla þegar þú tapar 5-0 en eins og góður sparkspekingur sagði "Það er eins og það er".
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa byrjað mótið feiknavel en þeir sitja fyrir þessa umferð í 5.sæti deildarinnar með 6 stig eftir 3 leiki en þeir unnu virkilega sterkan sigur á Leiknismönnum í Breiðholti í síðustu umferð 2-1.
Það verður spennandi að sjá hvað einn mest spennandi þjálfari deildarinnar Rafn Markús er búin að teikna upp fyrir nágrannaslaginn í dag.

Fyrir leik
Mikil eftirvænting er í bæjarfélaginu fyrir þennan leik en þessi lið hafa ekki spilað alvöru keppnisleik síðan þau voru samann í þessari deild 2003.
Innbyrðis viðureignir þessara liða þetta sumar fór Keflavíkurmeginn en Keflavík vann báða leiki þessara liða þetta sumarið í Keflavík 5-2 og í Njarðvík 0-2.
Það sumar flaug Keflavík upp um deild sem sigurvegarar 1.deildar á meðan Njarðvíkingar enduðu í 6.sæti það tímabil í þá 10 liða deild.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin/nn í þessa beinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Inkasso deild karla 2019!
Við verðum í beinu texta sambandi frá Rafholtsvellinum í Njarðvík og það í fyrsta sinn síðan völlurinn tók upp nýtt nafn en keppnisvöllur Njarðvíkur hefur frá því liðið byrjaði að leika á þeim velli heitið Njarðtaksvöllurinn.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('12)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('55)
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
24. Adam Ægir Pálsson ('84)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
17. Hreggviður Hermannsson
18. Cezary Wiktorowicz ('12)
31. Elton Renato Livramento Barros ('55)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('84)
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:
Adolf Mtasingwa Bitegeko ('52)

Rauð spjöld: