Leik lokið!
	
	
				Þessar síðustu 15 mínútur voru gjörsamlega sturlaðar! Enn Leiknir hélt út og fer að lokum með 3-2 sigur af hólmi!
Viðtöl og skýrsla koma í kvöld!
		
	
			 						
			93. mín
		
	
				Það vantar ekki færin! Grótta er svo nálagt því að jafna en Leiknir virðast ætla að halda þetta út!
		
	
			 						
			92. mín
				
		
			Inn:Daníel Finns Matthíasson        (Leiknir R.)
			Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
		
	
	
			
	
			 						
			92. mín
		
	
				Eyjóflur grípur fyrirgjöf af miklu öryggi!
		
	
			 						
			91. mín
		
	
				Pétur nær skalla eftir fyrirgjöf en skallinn hans fer framhjá!
		
	
			 						
						
			88. mín
		
	
				Þvílíkur leikur!! Sölvi Björnsson kemur með sturlaðan 50 metra bolta á Pétur á fjærstönginni sem reynir skot á lofti en Eyjó ver það í horn! 
Hornið er svo skallað framhjá!
		
	
			 						
			87. mín
				
		Rautt spjald: Bjarki Leósson (Grótta)
	
	
				Ég heyrði smellinn alla leið hingað þegar Bjarki fór í þetta einvígi og uppsker sitt seinna gula spjald! Enginn ástæða til fara í þessa tæklingu fannst mér!
		
	
			 						
			87. mín
		
	
				ÞESSI VARSLAAA!! HVað er að gerast hérna?? Kristófer kemur með geðveika spyrnu beint á Pétur sem á hörkuskalla sem Eyjó hreinlega ver á línu! Við þurfum eiginlega VAR á þetta svo tæpt var þetta!
		
	
			 						
			86. mín
		
	
				DAUÐAFÆRIIII!!!!! 
Váááá Björn Axel með virkilegan góðan sprett og kemur sér í skot sem fer af varnarmanni og upp í loftið! Eyjó og Pétur fara í 50/50 bolta en Eyjó hefur betur í loftinu og kýlir hann í horn!
		
	
			 						
			84. mín
		
	
				Það varð ekkert úr spyrnunni. 
Fáum við jöfnunarmark frá Gróttu eða sigla Leiknismenn þessu heim??
		
	
			 						
			83. mín
				
		Gult spjald: Bjarki Leósson (Grótta)
	
	
				Leiknir fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig eftir brot hjá Bjarka.
		
	
			 						
			81. mín
		
	
				STURLUÐ VARSLA aftur hjá Hákoni! Sólon strax farin að láta að sér kveða en Hákon sá við honum! 
leiknir fá svo annað horn eftir fyrsta hornið eftir mikin darraðardans í teignum!
		
	
			 						
			77. mín
				
		
			Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
			Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
		
	
	
			
	
			 						
			77. mín
				
		
			Inn:Sólon Breki Leifsson            (Leiknir R.)
			Út:Vuk Oskar Dimitrijevic          (Leiknir R.)
		
	
	
			
	
			 						
			77. mín
				
		
			Inn:Björn Axel Guðjónsson           (Grótta)
			Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
		
	
	
			
	
			 						
						
			77. mín
				
		
			Inn:Sölvi Björnsson                 (Grótta)
			Út:Axel Freyr Harðarson            (Grótta)
		
	
	
			
	
			 						
			77. mín
				
		MARK!Pétur Theódór Árnason  (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson       
	
	
				ÞETTA LÁ Í LOFTINU!!! 
Geggjuð fyrirgjöf frá Kristófer á fjær þar sem Pétur mætir og setur hann í netið! Þetta er leikur
		
	
			 						
			76. mín
		
	
				Það er gríðarlegur kraftur í Gróttu og þeir sækja bara og sækja. Sýnist Óskar líka vera tilbúin að skella í skiptingu!
		
	
			 						
			74. mín
		
	
				Grótta vilja hendi þegar Axel kemur með fastan bolta fyrir sem fer í hendina á varnarmanni. En þetta var aldrei hendi þar sem hann var með hendina upp að sér og reyndi að færa sig frá og gera sig minni til að fá hann ekki í sig. Vel dæmt hjá Ívari þarna að sleppa þessu.
		
	
			 						
			73. mín
		
	
				Dagur kemur með fyrirgjöf en varnarmenn Leiknis hreinsa í horn. Óliver tekur spyrnuna inná markteig þar sem þeir fjölmenna en Eyjó nær að kýla boltann í burtu!
		
	
			 						
			71. mín
		
	
				Grótta liggja svoleiðis á Leikni þessar mínúturnar. Yrði gríðarlega sterkt að fá marrk fyrir þá á næstu mínútum!
		
	
			 						
			70. mín
		
	
				Grótta fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna og núna mætir Kristófer til að taka hana!
NEI ÞEIR PLATA MIG BARA! Óliver reynir hörkuskot sem að Eyjólfur þarf að hafa sig allan við að verja og Grótta fær hornspyrnu!
		
	
			 						
			69. mín
		
	
				Grótta fær hprm og ég er með fréttir! Kristófer tekur hana ekki heldur Óliver steinar!
Spyrnan er á fjær en Pétur nær ekki að hoppa nógu hátt til að ná skalla á markið og Leiknir fær markspyrnu.
		
	
			 						
			68. mín
				
		Gult spjald: Nacho Heras (Leiknir R.)
	
	
				Það er að skapast mikill hiti í leiknum! Ígnacio brýtur á Axel Sigurðar og uppsker gult spjald. Sýndist Axel aðeins láta fæturnar fylgja eftir þegar hann datt í jörðina.
		
	
			 						
			66. mín
		
	
				Hörkufæri hjá Hjalta sem að gerði vel í að snúa af sér varnarmenn Gróttu og koma sér í skot en hann var bara ekki í nægilegu jafnvægi til þess að taka það og skotið eftir því!
		
	
			 						
			63. mín
		
	
				Leiknir fá aukaspyrnu á vinstri vængnum en Arnar Helgi skallar þetta frá! 
Ná Grótta að bæta við marki á næstu mínútum og gera þetta að alvöru leik?
		
	
			 						
			60. mín
				
		MARK!Óliver Dagur Thorlacius         (Grótta)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson           
	
	
				Grótta minnkar muninn!  
Geggjaður sprettur frá Axel Frey sem að stingur sér framhjá varnarmanni með einföldum skærum á vinstri vængnum og bombar svo boltanum fyrir á fjær þar sem Óliver mætir og klárar þetta færi virkilega vel upp í þaknetið! 
		
	
			 						
			57. mín
		
	
				Grótta fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Leiknis en spyrnan frá Kristófer er ekki nógu góð og gestirnir hreinsa.
		
	
			 						
						
			55. mín
				
		
			Inn:Júlí Karlsson                   (Grótta)
			Út:Orri Steinn Óskarsson           (Grótta)
		
	
	
				Júlí kemur inná í Maí #5aur
		
	
			 						
			54. mín
		
	
				Var þetta hendi!??? Gróttumenn vilja það en fá ekkert eftir að skalli frá Pétri að mér sýndist fer í hendina á varnarmanni Leiknis!
		
	
			 						
			52. mín
		
	
				Leiknir fær hornspyrnu en sú spyrna var arfaslök og endar með markspyrnu eftir að hafa farið af fremsta varnarmanni Gróttu í Leiknismann og þaðan útaf.
		
	
			 						
			51. mín
		
	
				Grótta fær hornspyrnu en boltinn fer yfir allan pakkan og aftur fyrir!
		
	
			 						
			50. mín
		
	
				Stjörnuvaktinn heldur áfram! Valur Gunnarsson fyrrum markvörður Leiknis er mættur með shades og swag í gallajakka í stúkuna! Hann kenndi mér tölvufræði, alvöru gæji!
		
	
			 						
			48. mín
		
	
				Grótta reyna svara strax eftir fyrirgjöf frá Axel Frey ver Eyjólfur skallann frá Pétri. 
		
	
			 						
			46. mín
				
		MARK!Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
	
	
				Hvað er að gerast hérna!?? Þvílík fótavinnu hjá Stefáni í teignum. Fær fyrirgjöfina og tekur boltann niður og leggur hann fyrir sig með fallegri fótavinnu og klárar í hornið óverjandi!
		
	
			 						
			45. mín
		
	
				Síðari hálfleikur er kominn af stað. Hvað gera Grótta?
		
	
			 						
			45. mín
				Hálfleikur
	
	
				Stjörnuvaktinn í fullum gangi mér sýnist ég sjá vel tanaðan Matthías Orra leikmann ÍR í körfunni. Hann var í París og svona tuttugu öðrum borgum síðustu daga enda nóg til á þeim bænum #Nocco
		
	
			 						
			45. mín
				Hálfleikur
	
	
				Það er kominn hálfleikur á Vivaldi vellinum og staðan er 2-0 fyrir Leikni! 
Ég get rétt ýmindað mér ræðuna sem að Óskar er að fara taka í hálfleik hann getur ekki verið sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik! 
Ég ætla taka upp A4 blaðið mitt og sækja nokkrar áritanir, sjáumst í seinni!
		
	
			 						
			45. mín
		
	
				Stórstjörnuvaktinn heldur áfram! Stjáni Finnboga er mættur í stúkuna og Óli Garðars umboðsmaður. Ég fer að taka fram A4 blað og penna og nota hálfleikinn í að sníkja áritanir þetta er eins og Óskarinn!
		
	
			 						
			43. mín
		
	
				Grótta fá aukaspyrnu út á vinstri kantinum á vallarhelmingi gestanna. Kristófer tekur hana inn á teig en skallinn í átt að marki er laflaus og aldrei hætta.
		
	
			 						
			42. mín
		
	
				STÖNGINN!!! Vááá hversu sturluð fyrirgjöf frá Ósvaldi fyrir markið á fjær þar sem Vuk skallar boltann í stöngina úr DAUÐAFÆRI!! Þarna voru heimamenn stálheppnir. Boltinn dettur svo út á að mér sýnist Árna sem reynir skot en beint á Hákon í markinu! 
		
	
			 						
			40. mín
		
	
				Stúkan hjá Leikni brjáluð núna þegar Sigurvin fær högg á sig og Ívar dæmir. Tel ekki ólíklegt að Árni Superman sem flestir þekkja úr Tólfunni hafi startað þessum köllum. Hann er samt toppmaður lýg því ekki!
		
	
			 						
			38. mín
		
	
				Sigurður Heiðar Höskuldsson aðstoðarþjálfari Leiknis er brjálaður á hliðarlínnu eftir að Vuk og Arnar Helgi fór í 50/50 bolta og Arnar virðist fara með sólan á undan sér.
		
	
			 						
						
			35. mín
		
	
				Axel Sigurðar virðist vera sárkvalinn eftir samstuð við Eyjólf markmann og þarf aðhlynningu.
		
	
			 						
			33. mín
		
	
				GEGGJUÐ VARSLAAAA!!! Váá, Ósvald kemur með langan bolta yfir hafsenta Gróttu á Sævar Atla sem að nær að taka boltann niður og koma sér í skot en Hákon Rafn varði þetta meistaralega í markinu!
		
	
			 						
			30. mín
		
	
				Axel Freyr Harðarson keyrir inn á völlinn og reynir skot en það er ekki nógu gott og fer af varnarmanni og skoppar inn í teiginn þar sem Pétur er að mæta en varnarmenn Leiknis hreinsa í innkast!
		
	
			 						
			29. mín
				
		Gult spjald: Orri Steinn Óskarsson           (Grótta)
	
	
				Brýtur í hraðri sókn Hárrétt
		
	
			 						
			28. mín
		
	
				Grótta fær hornspyrnu sem Kristófer tekur spyrnuna! Eyjo lendir í veseni þar sem boltinn kemur inn á markteiginn en hann kýlir boltann frá!
		
	
			 						
			27. mín
		
	
				Heimamenn aðeins byrjaðir að halda boltanum og reyna mikið að fara upp hægri kantinn. 
Óliver Dagur reynir svo hérna skot af löngu færi en Eyjólfur ver það auðveldlega!
		
	
			 						
			24. mín
		
	
				Hörkufæri hjá Gróttu! Axel Sigurðar aftur hættulegur á hægri kantinum kemur með geggjaða fyrirgjöf á kollinn á Pétri enn hann skallar yfir markið!
		
	
			 						
			23. mín
		
	
				Ég er að verða strastrucked hérna! Logi Ólafs var að mæta í stúkuna. Grótta þarf aðeins að fara taka meira control í þessum leik og halda boltanum, þeir hafa verið í smá eltingarleik fyrstu 23 mínúturnar.
		
	
			 						
			19. mín
		
	
				Grótta að ógna aðeins þegar Axel Sigurðar reynir fyrirgjöf frá hægri kantinum en varnarmenn Leiknis koma boltanum frá!
		
	
			 						
			16. mín
		
	
				Leiknir enn og aftur með geggjað spil sem endar með skoti frá Stefáni en Hákon ver það í markinu! Tiltulega beint á hann samt.
		
	
			 						
			14. mín
		
	
				Frábær sókn hjá Leikni sem endar með því að þeir vinni hornspyrnu. Stefán Árni verið flottur í byrjun leiks fyrir Leikni.
		
	
			 						
			12. mín
		
	
				Heimamenn verða að bregðast við og það strax. Ég get rétt ýmindað mér að Óskar er gjörsamlega trylltur yfir þessari  byrjun sinna manna!
		
	
			 						
						
			9. mín
		
	
				Leiknir fær hornspyrnu Gróttu menn skalla frá og lenda í smá basli en ná að hreinsa að lokum!
		
	
			 						
			8. mín
		
	
				Heyrðu það bætist bara í stórstjörnur í stúkunni! Gulli Gull og Damir Muminovic eru mættir! Þeir eru með svipaðan hárlit í kvöld.
		
	
			 						
			6. mín
		
	
				Úff ég er bara reyna að ná mér hérna þvílík byrjun hjá Leikni! Verð að viðurkenna það sést illa á númerin á bakinu hjá Leiknis liðinu! Ég og Kiddi Jak eftirlitsdómari erum í miklum erfiðleikum með að sjá hver er hvað á köflum en við gerum okkar besta!
		
	
			 						
			3. mín
				
		MARK!Nacho Heras (Leiknir R.)
Stoðsending: Árni Elvar Árnason
	
	
				HVAÐ ER I GANGI!!!! 
Ég var rétt byrjaður að skrifa um hitt markið þegar Ignacio skorar með skalla ! 2-0 og þrjár mínútur búnar og aftur efitr undirbúning Árna!
		
	
			 						
			1. mín
				
		MARK!Vuk Oskar Dimitrijevic          (Leiknir R.)
Stoðsending: Árni Elvar Árnason
	
	
				Leikir skorar bara eftir mínútu leik! Geggjuð fyrirgjöf frá Árna Elvari sem fer beint á kollinn á Vuk sem að sneiðir hann fallega í fjærhornið!
		
	
			 					
			1. mín
				Leikur hafinn
	
	
				GAME ON það eru Grótta sem að byrja með boltann
		
	
			 					
			1. mín
		
	
				Það eru engar smá stórstjörnur í stúkunni í kvöld! Arnar Viðars yfirmaður knattspyrumála hjá KSÍ er mættur og Rúnar Kristinsson stendur við hliðina á honum. Svo má ekki gleyma því að nefna Elvar Geir sem ég myndi flokka sem stærstu stjörnu kvöldsins enda vel þekktur meðal fótbolta áhugamanna fyrir störf sín í garð íslenskrar knattspyrnu.
		
	
			 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Bæði lið eru út á velli að hita og það styttist í leik. Það kom mikill meistari hérna sem heitir Benni og bauð okkur velkomna með ískaldri mjólk og Pizzu. Þeir sem þekkja Benna mega gefa honum eitt stykki high five fyrir að standa sig vel í vinnunni. 
		
	
			 					
			Fyrir leik
		
	
				Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!
Orri Steinn Óskarsson er í byrjunarliði Gróttu en hann er 2004 módel! Já ég sagði 2004 módel! 
Veðurfréttir: Frábærar aðstæður, heiðskírt og nánast logn. Þetta eru bara eiginlega fullkomnar aðstæður alla vega eins nálagt því og hægt er! 
		
	
			 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Ég er mættur út út á nesið fagra og ég tók með mér góðan félagskap en Lucas Arnold bað mig um að fá kíkja með þar sem hann vildi upplifa það að sjá eitt skemmtilegasta fótboltaliðið sem hann hefur heyrt svo mikið um (Gróttu) og "Ghetto" liðið í Barcelona treyjuna (Leiknir) góður félagskapur á föstudagskvöldi.
		
	
			 					
			Fyrir leik
		
	
				Fyrir þessa umferð sitja liðin í 8. og 9. sæti deildarinnar. Grótta er með 4.stig en þeir unnu frábæran sigur í seinustu umferð fyrir norðan á móti Þór á meðan Leiknir tapaði á heimavelli fyrir Njarðvík.
		
	
			 					
			Fyrir leik
		
	
				Góða kvöldið og verti hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Leiknir Reykjavík í Inkasso átríðuni. 
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er leikið á Vivaldi-vellinum.