Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
1
ÍA
Steven Lennon '72 1-0
Jákup Thomsen '81 2-0
2-1 Jón Gísli Eyland Gíslason '82
30.05.2019  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Bongó og heiðskýrt. Völlurinn iðagrænn.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Guðmundur Kristjánsson
Byrjunarlið:
12. Vignir Jóhannesson (m)
Davíð Þór Viðarsson ('64)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('75)
8. Kristinn Steindórsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson ('84)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Jákup Thomsen
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Cédric D'Ulivo ('75)
7. Steven Lennon ('64)
8. Þórir Jóhann Helgason
22. Halldór Orri Björnsson ('84)
28. Teitur Magnússon
28. Leó Kristinn Þórisson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('43)
Guðmundur Kristjánsson ('52)
Jákup Thomsen ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Þorvaldur til leiksloka. FH-ingar eru komnir í 8-liða úrslit.
90. mín Gult spjald: Jákup Thomsen (FH)
Fer fyrir aukaspyrnu Skagamanna.
90. mín
Skagamenn fá hornspyrnu og Árni Snær skellir sér fram.
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna. Þremur mínútum bætt við.
87. mín
HVAÐA BULL ER Í GANGI!?!?!?!

Jón Gísli hér með fyrirgjöf sem að endar í slánni. Fáum við dramatík hér í lokin?
84. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Síðasta skipting FH-inga. Jónatan búinn að vera sprækur.
82. mín MARK!
Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
ÞETTA ER SVO SANNARLEGA EKKI BÚIÐ!!!

Ég er svo upptekinn við að skrifa þannig að ég sá þetta ekki almennilega. Jón Gísli fær boltann allaveganna fyrir utan teig sem að hann neglir í stöngina og inn. Það er ennþá von.
81. mín MARK!
Jákup Thomsen (FH)
FH-INGAR KOMNIR Í 2-0!!!!

Eftir hornspyrnu á Jákub skalla frá markteig beint í markið!
80. mín
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!!!

Arnór Snær missir hér boltann yfir sig og er Jónatan Ingi sloppinn í gegn. Árni Snær ver frá honum en boltinn berst beint á kollinn á Jónatan aftur sem að skallar yfir Árna en Óttar Bjarni bjargar á línu.
79. mín
Jákup Thomsen er hér sloppinn í gegn eftir góða sendingu frá Brandi en Arnór Snær er réttur maður á réttum stað og bjargar á línu.
75. mín
Inn:Cédric D'Ulivo (FH) Út:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Ekkert verður úr hornspyrnunni. Hjörtur Logi kemur hér útaf en hann er búinn að eiga flottan leik.
75. mín
Skagamenn fá hornspyrnu sem að ÞÞÞ ætlar að taka.
73. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
ÞÞÞ kominn inná til að bjarga málunum fyrir Skagamenn.
72. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
SUPER SUB!!!!!

Jónatan Ingi fær fínan bolta innfyrir og nær fínu skoti sem að Árni Snær ver beint fyrir Steven Lennon sem að á ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum yfir línuna.
70. mín
Brandur hér með góða fyrirgjöf sem að fer yfir Árna Snæ í markinu en því miður fyrir hann fer hún líka yfir þá Steven Lennon og Jónatan Inga.
66. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
64. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
Þá á að blása til sóknar.
63. mín
Hornspyrnan hjá Steinari er mjög slök og beint á Hjört Loga sem að kemur boltanum frá.
63. mín
Skagamenn eiga hornspyrnu.
61. mín
Nú er allt að gerast. Boltinn berst til Brands inná teignum sem að neglir boltanum í átt að markinu en Árni Snær er vel staðsettur og nær á einhvern ótrúlegan hátt að handsama knöttinn.
60. mín
DAUÐAFÆRI HINUM MEGIN!!!

Eftir einhvern misskilning í FH vörninni er Viktor Jóns allt í einu einn á auðum sjó en skalli hans fer framhjá.
59. mín
VÁÁÁÁ ÞARNA MUNAÐI LITLU!!!!

Boltinn fellur fyrir Kristinn Steindórs eftir hornspyrnuna sem að tekur hann í fyrsta og smellir honum í stöngina. Árni Snær var gjörsamlega stjarfur í markinu.
58. mín
Lítið að gerast þessa stundina. FH-ingar eiga hornspyrnu.
52. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Steinar Þorsteins fer hér illa með Gumma sem að brýtur á honum. Hárréttur dómur.
47. mín
Gonzalo hér með flotta stungusendingu inná Steinar Þorsteins sem að fellur í teignum. Einhverjir kalla eftir vítaspyrnu en Þorvaldur er viss í sinni sök og lætur leikinn halda áfram.
46. mín
FH-ingar byrjar af krafti. Brandur leggur hann hér skemmtilega fyrir Hjört Loga sem að setur hann fastann fyrir en Jákup Thomsen nær ekki að hitta boltann almennilega.
46. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Marcus Johansson (ÍA)
Leikurinn hafinn að nýju. Skagamenn gera eina breytingu á liði sínu.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Þorvaldur til lok fyrri hálfleiks. Undarlegur tími til að gera það þar sem að Brandur virtist vera að sleppa í gegn. En við látum það liggja á milli hluta í þetta skiptið.
45. mín
Jónatan Ingi geysist hér í skyndisókn en er stöðvaður af Gonzalo. Aukaspyrna á vítateigshorninu sem að ekkert verður úr.
43. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Það er að færast alvöru hiti í þetta. Brynjar kemur alltof seint með sólann á lofti beint í Arnar Már og fær gult spjald fyrir það.
42. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Björn Daníel keyrir hér í Árna Snæ sem að fer í heljarstökk. Jóhannes Karl tryllist á línunni og fær gult spjald frá Þorvaldi dómara.
41. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Ussss Hörður Ingi með ljóta tæklingu á Jónatan Inga og fær réttilega gult spjald að launum.
39. mín
Pétur Viðars missir hann hér klaufalega og Skagamenn við það komast í fína sókn en Brynjar Ásgeir bjargar á ögurstundu.
38. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
Kemur alltof seint inní Guðmund Kristjáns.
37. mín
Jónatan Ingi fær á sig klaufalega aukaspyrnu á fínum stað. Stefán Teitur tekur spyrnuna en hún er hátt yfir markið.
36. mín
Brandur tekur spyrnuna en hún fer yfir markið.
35. mín
Jákup fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað.
34. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoppar Jónatan Inga sem að er við það að komast í skyndisókn.
33. mín
Þess má til gamans geta að Guðmann Þórisson, leikmaður FH, var að eignast sitt fyrsta barn í dag. Óskum honum innilega til hamingju með það.
31. mín
Jónatan Ingi með fínt hlaup inná teiginn en varnarmenn Skagans hleypa honum ekki nálægt marki sínu. Sóknin endar með vonlausu skoti Brynjars Ásgeirs.
29. mín
Aftur taka þeir hornspyrnuna sína stutt. Virðast ekki treysta sér í skallabaráttu við stórt lið Skagamanna.
29. mín
Þá fá FH-ingar hornspyrnu.
23. mín
Viktor Jónsson er þriðji leikmaðurinn sem að kemur hér seint inní Davíð Þór í leiknum. Davíð er ekki beint þekktur fyrir það að þegja á vellinum og lætur hann Þorvald vita að hann sé steinhissa á því að enginn sé kominn með spjald. Stuttu seinna á Hörður Ingi skot langt yfir mark FH-inga.
18. mín
Brandur er kominn inná aftur. Fær sennilega smá marblett á síðuna en það er bara grjóthart.
17. mín
Þá liggur hinn Færeyjingurinn eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Óttar Bjarna. Brandur heldur um bakið og virðist sárþjáður.
16. mín
Jákup búinn að fá sitt kælisprey og kemur aftur inná.
15. mín
Jákup liggur meiddur eftir á vellinum og þarf að fá aðhlynningu. Sá ekki eftir hvað.
13. mín
Hornspyrnan er góð og fer beint á markamaskínuna Óttar Bjarna en honum brást heldur betur bogalistinn og fer skalli hans framhjá markinu.
13. mín
Nú eru það Skagamenn sem að fá hornspyrnu sem að Steinar Þorsteins ætlar að taka.
12. mín
Hornspyrnan er tekin stutt á Brand og sóknin rennur út í sandinn.
11. mín
FH-ingar fá hornspyrnu sem að Jónatan ætlar að taka.
10. mín
Gonzalo hér með fyrirgjöf sem að verður óvart að fínu skoti en það fer rétt yfir markið.
9. mín
Jákup hér með fínt hlaup inní teig Skagamanna en utanfótarskot hans er laust og beint á Árna í markinu.
8. mín
Brandur fær boltann fyrir utan teig en skot hans er langt framhjá.
7. mín
FH-ingar meira með boltann en það er ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum Skagavörnina.
2. mín
Jákup Thomsen með fyrstu tilraun þessa leiks en skot hans fer yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þorvaldur leikinn á og Skagamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn eftir Þorvaldi Árnasyni dómara leiksins.

Fyrir leik
Heimamenn í FH gera tvær breytingar frá síðasta leik þeirra. Guðmann Þórisson er meiddur og er ekki í leikmannahópi í dag en í hans stað kemur Brynjar Ásgeir Guðmundsson inn. Þá kemur Kristinn Steindórsson inní liðið á kostnað Þóris Jóhanns Helgasonar.

Skagamenn gera þá einnig tvær breytingar frá síðasta leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Bjarki Steinn Bjarkason koma út og eru hvorugir í leikmannahópi Skagamanna. Inn koma þeir Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 4.umferð Pepsi Max-deildarinnar uppá Skipaskaga en þá unnu heimamenn 2-0. Hinn ungi Bjarki Steinn Bjarkason skoraði bæði mörk þeirra gulu.
Fyrir leik
Eins og undanfarna daga er BONGÓ á þessum fína uppstigningadegi. Það er því gerð krafa á smekkaða stúku hér í Kaplakrika í dag, enda frídagur.
Fyrir leik
Heimamenn í FH komust í þessa umferð með 2-1 sigri á Val á Origo-vellinum. Þar skoruðu þeir Jákup Thomsen og Atli Guðnason mörk Hafnfirðinganna.

Skagamenn eru búnir að vera á eldi og eru til að mynda efstir í Pepsi Max-deild karla. Þeir mættu Augnablik í 32-liða úrslitum og unnu þar 3-0 sigur. Steinar Þorsteinsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Viktor Jónsson sáu um markaskorunina.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik FH og ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkursbikars karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('73)
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
9. Viktor Jónsson (f) ('66)
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gonzalo Zamorano
18. Stefán Teitur Þórðarson
93. Marcus Johansson ('46)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('73)
8. Hallur Flosason
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
28. Benjamín Mehic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('46)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Albert Hafsteinsson
Hlini Baldursson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('34)
Viktor Jónsson ('38)
Hörður Ingi Gunnarsson ('41)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('42)

Rauð spjöld: