Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þór/KA
7
0
Völsungur
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '19 1-0
Andrea Mist Pálsdóttir '22 2-0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '38 3-0
Hulda Ósk Jónsdóttir '48 4-0
Iris Achterhof '50 5-0
Heiða Ragney Viðarsdóttir '54 6-0
Hulda Björg Hannesdóttir '84 7-0
31.05.2019  -  19:15
Þórsvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður. Völlurinn í þokkalegu standi, frekar kalt en sólin skein á völlinn í seinni hálfleik.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ('46)
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor ('36)
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m) ('46)
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
3. Anna Brynja Agnarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
22. Iris Achterhof ('36)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Silvía Rán Sigurðardóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Þórsvelli. 7-0 sigur Þór/KA staðreynd. Þór/KA á leið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Völsungur getur einbeitt sér alfarið að 2. deildinni.

Viðtöl og skýrsla koma inn á næsta klukkutímanum eða svo. Takk fyrir mig.
90. mín
Þór/KA fær horn. Iris með skot í varnarmann.
90. mín
Hulda Ósk á skot framhjá úr fínu færi. Lítið eftir.
84. mín MARK!
Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Þórdís með flotta aukaspyrnu á fjærstöng sem Hulda klárar með lærinu að mér sýndist og inn.
79. mín
Þórdís á skot meðfram jörðinni úr aukaspyrnunni en Niamh ver með fætinum og skóflar boltanum frá.
79. mín
Hulda Ósk krækir í aukaspyrnu alveg við vítateigslínuna hægra megin. Tæpt á að vera inn í teig. Dagbjört með brotið.
76. mín
Lára Kristín og Þórdís með markskot hjá Þór/KA skot Láru fór á ramman en Þórdís skaut yfir. Engin hætta.
74. mín
Lára Hlín komst í gott færi hjá Völsungi en Harpa varði vel. Aimee á svo skot sem Harpa heldur í kjölfarið. Flottur sprettur hjá Elfu Mjöll í upphafi sóknar.
73. mín
Lítið að gerast í leiknum um þessar mundir en Niamh hélt boltanum eftir langskot frá Þór/KA rétt í þessu.
70. mín
Þór/KA er að spila 3-4-3 þegar liðið sækir, Heiða Ragney og Hulda Björg koma svo dýpra þegar liðið verst.

Sýnist Völsungur spila 4-5-1.
69. mín
Inn:Lára Hlín Svavarsdóttir (Völsungur) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Völsungur)
Þriðja skipting Völsungs í leiknum.
66. mín
Þokkalega mætt í kvöld og gaman að heyrist frá báðum liðum í stúkunni.
65. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea nælir sér í gult spjald. Togaði aðeins i leikmann Völsungs.
64. mín
Þórdís leikur sér með boltann en kannski með full mikið sinnep og missir boltann á endanum.
60. mín
Þórdís með flotta sendingu á Huldu sem á svo fyrirgjöf ætlaða Irisi en Niamh grípur inn í.
57. mín
Inn:Marta Sóley Sigmarsdóttir (Völsungur) Út:Guðrún Þóra Geirsdóttir (Völsungur)
Tvöföld breyting hjá Völsungi.
57. mín
Inn:Særún Anna Brynjarsdóttir (Völsungur) Út:Harpa Ásgeirsdóttir (Völsungur)
54. mín MARK!
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Heiða fylgir vel á eftir skalla eftir aukaspyrnu frá Þórdísi.
53. mín
Arnhildur brýtur á Huldu Ósk hægra megin við teiginn.
50. mín MARK!
Iris Achterhof (Þór/KA)
Iris skorar eftir hornspyrnu. Niamh gerir ekki nógu vel í hornspyrnu frá Þórdísi og Iris skorar af stuttu færi. Fyrsta mark hennar fyrir Þór/KA.

Völsungur átti skömmu áður skot á mark sem Harpa hélt.
48. mín MARK!
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Þórdís á sendingu innfyrir vörn Völsungs. Hulda Ósk klárar svo frábærlega framhjá Niamh. Markið kemur eftir skyndisókn eftir aukaspyrnu frá Völsungi.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn, Þór/KA byrjar með boltann.
46. mín
Inn:Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (Þór/KA)
Harpa spilar seinni hálfleikinn hjá Þór/KA!
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Þór/KA haft öll völd á vellinum hér í fyrri hálfleiknum.
42. mín
Hulda Ósk kemst upp hægra megin í enn eitt skiptið. Þórdís bíður úti í teignum og fær boltann. Nú komast varnarmenn Völsungs fyrir skotið.
41. mín
Heiða Ragney með laglega stungusendingu á Þórdísi sem nær ekki nægilega góðu skoti og Niamh ekki í miklum vandræðum.
38. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Hulda Ósk kemst upp að endamörkum hægra megin og sendir hann út á Þórdísi sem klárar.
36. mín
Inn:Iris Achterhof (Þór/KA) Út:Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Stephany tekin af velli. Fór af velli fyrir svolitlu síðan.
32. mín
Hulda Ósk gerir mjög vel vinstra megin í teignum hjá Völsungi og á skot sem Niamh ver í horn. Rétt áðan var systir hennar, Elfa Mjöll með fallega takta á hægri kantinum fyrir Völsung.

Arna Sif skallar framhjá eftir hornspyrnuna.
30. mín
Krista Eik brýtur á Örnu Sif eftir mikið kapphlaup. Ef Krista hefði náð boltanum hefði Völsungur verið komið í kjörstöðu.
28. mín
Krista Eik á góða tæklingu og boltinn berst á Elfu Mjöll. Því miður fyrir Völsung kemst Arna Sif inn í og ekkert verður upp úr þessari álitlegu sókn.
26. mín
Hulda Ósk kemst upp að endamörkum og á sendingu út á Stephany sem skýtur yfir úr dauðafæri.
24. mín
Niamh ver vel frá Láru Kristínu. Þór/KA að herja á mark Völsungs.
22. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist átti skot úr teignum sem fer í leikmann Völsungs og þaðan í netið. Niamh reiknaði ekki með snertingunni og boltinn lak í netið.

Mögulega sjálfsmark, verður skoðað betur í hálfleik.

Uppfært: Andrea tekur boltann á lofti eftir sendingu frá Biöncu. Boltinn fer í að mér sýnist Örnu Benný og þaðan í netið. Mögulega ekki á leiðinni á markið og því sjálfsmark, leyfi Andreu að njóta vafans samt.
21. mín
Hulda Ósk kemst upp hægri vænginn og inn í teig og á skot sem Niamh gerir vel að verja með fætinum.
19. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Heiða Ragney Viðarsdóttir
Heiða Ragney fær boltann úti vinstra megin og sendir hann út á Þórdísi sem mætir boltanum vel og nær skoti yfir Niamh í marki Völsungs.
18. mín
Andrea vinnur skallabolta í kjölfarið á horninu og Þórdís þrumar svo í stöngina. Þór/KA að færast nær.
18. mín
Þórdís vinnur hornspyrnu fyrir Þór/KA
16. mín
Sandra Stephany skeiðar inn á teiginn og sker boltann út í teiginn þar sem Þórdís fær boltann. Þórdís gerir ekki nægilega vel og skýtur framhjá úr ákjósanlegu færi.
12. mín
Linzi reynir skot sem endar langt yfir markinu hjá Bryndísi.
10. mín
Þórdís Hrönn með skot beint í varnarvegginn.
10. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Ákjósanlegt skotfæri, svolítið nálægt teignum reyndar.
6. mín
Völsungur fær hornspyrnu eftir fínan samleik. Smá atgangur í teignum í kjölfarið á hornspyrnunni en Völsungi tókst ekki að ná skoti á mark.
6. mín
Þór/KA heldur boltanum hér fyrstu mínúturnar og stjórna leiknum.
3. mín
Heiða Ragney á skot eftir fyrirgjöf sem Niamh ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn, Völsungur sækir í átt að Glerárskóla og Þór/KA í átt að Hamri/Boganum.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn. Ungir knattspyrnuiðkendur liðanna leiða leikmenn inn á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þór/KA gerir eina breytingu á sínu liði eftir sigurinn á Keflavík í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Karen María Sigurgeirsdóttir tekur sér sæti á bekknum og Heiða Ragney Viðarsdóttir byrjar leikinn.

John Henry Andrews, þjálfari Völsungs, gerir þrjár breytingar á sínu liði eftir sigurinn gegn Sindra í 2. umferð bikarsins. Þær Aimee Louise Durn, Linzi Taylor og Niamh Monica Coombes koma inn í liðið.

Systurnar Elfa Mjöll og Hulda Ósk eru í byrjunarliðum sinna liða í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir leikinn munu þær Bianca og Stephany, leikmenn Þór/KA, ganga inn á völlinn með borða.

Bianca og Sandra eru trúlofaðar og eru þær fyrstu samkynhneigðu íþróttamennirnir í Mexikó til að koma fram sem slíkar.

Á borðanum verður yfirlýsing til stuðnings fótbolta án hómófóbíu.

Nánari upplýsingar má finna á footballvhomophobia.com. Einnig er nánar fjallað um þetta í leikskránni.
Fyrir leik
Hér að neðan má skoða leikskrá fyrir leikinn í kvöld.

Þar kemur meðal annars fram að þessi lið hafa einu sinni áður mæst í mótsleik. Það var einnig í bikarkeppni KSÍ sem þá hét VISA-bikarinn. Leikurinn fór fram þann 29. maí árið 2008 á Húsavíkurvelli. Völsungur virtist ætla að slá út granna sína en mark í uppbótartíma og í framlengingu sendi Þór/KA áfram.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, núverandi fyrirliði Þór/KA, spilaði seinni hálfleikinn í leiknum.

Þær Arna Benný Harðardóttir og Harpa Ásgeirsdóttir voru þá í liði Völsungs í leiknum. Þess má geta að Arna Benný hefur einnig leikið með Þór/KA.

Þá kemur fram í leikskránni að í kvöld mætast tvær systur. Það eru þær Hulda Ósk(Þór/KA) og Elfa Mjöll(Völsungur) Jónsdætur. Systurnar koma frá bænum Laxamýri í Reykjahverfi sem er skammt frá Húsavík.

Leikskrána má sjá með því að afrita hlekkinn hér að neðan og opna í vafranum.

https://issuu.com/thorkaoghamrarnir/docs/leikskra_thorka-volsungur_2019-05-3
Fyrir leik
Þór/KA hefur krækt í níu stig í fyrstu fimm umferðunum í Pepsi Max-deildinni og situr í þriðja sæti deildarinnar.

Völsungur hefur þrjú stig eftir sinn eina leik í 2. deild kvenna, 3-1 sigur á Leikni R.
Fyrir leik
Í kvöld hefst 3. umferð bikarkeppninnar, 16-liða úrslitin. Þar leikur Þór/KA sinn fyrsta leik í keppninni á þessu tímabili.

Völsungur vann í 2. umferð lið Sindra, 2-0 á Húsavíkurvelli. Harpa Ásgeirsdóttir og Krista Eik Harðardóttir gerðu mörk Völsungs í leiknum.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Völsungs í Mjólkurbikar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og koma byrjunarliðin inn rétt um klukkutíma fyrir leik.
Byrjunarlið:
1. Niamh Monica Coombes (m)
2. Arna Benný Harðardóttir
3. Dagbjört Ingvarsdóttir
7. Aimee Louise Durn
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
9. Krista Eik Harðardóttir
10. Harpa Ásgeirsdóttir (f) ('57)
11. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('69)
15. Linzi Taylor
19. Elfa Mjöll Jónsdóttir
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('57)

Varamenn:
4. Brynja Ósk Baldvinsdóttir
6. Árdís Rún Þráinsdóttir
7. Marta Sóley Sigmarsdóttir ('57)
13. Særún Anna Brynjarsdóttir ('57)
14. Guðrún María Guðnadóttir
16. Lára Hlín Svavarsdóttir ('69)
17. Lovísa Björk Sigmarsdóttir

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Trausti Már Valgeirsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: