Meistaravellir
sunnudagur 02. júní 2019  kl. 16:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 9°C , hálf skýjað og þó nokkur vindur.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1396
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
KR 1 - 0 KA
Kennie Chopart, KR ('52)
1-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('67, sjálfsmark)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Alex Freyr Hilmarsson ('69)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen ('85)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('54)
25. Finnur Tómas Pálmason

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('54)
9. Björgvin Stefánsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('85)
16. Pablo Punyed ('69)
27. Valdimar Daði Sævarsson

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Friðgeir Bergsteinsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Atli Sigurjónsson ('15)
Kennie Chopart ('37)
Rúnar Kristinsson ('57)
Tobias Thomsen ('64)

Rauð spjöld:
Kennie Chopart ('52)


@ThorirKarls Þórir Karlsson
93. mín Leik lokið!
KR-ingar vinna með sjálfsmarki Hrannars Björns.
Eyða Breyta
91. mín
Hallgrímur Mar með svakalega spyrnu! Í slánna út við stöng.

Beitir hefði aldrei varið þetta! VÁ!
Eyða Breyta
90. mín
Þremur mínútum bætt við og KA fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.

Frábær staður fyrir Hallgrím Mar.
Eyða Breyta
89. mín
Andri Fannar me fyrirgjöf inná teig KR Almarr gerir vel, tekur boltann niður á kassann, nær skoti sem fer í KR-ing og síðan tekur svaka klafs við og á endanum dæmir Ívar "klemmu" .... ER það bara í alvöru til?
Eyða Breyta
86. mín
Langur bolti innfyrir, Óskar í kappi við Hallgrím Jónasar, nær að koma sér framfyrir hann og skallar boltann eftir að hann skoppar, en boltinn beint í fangið á Aroni í markinu.
Eyða Breyta
85. mín Þorri Mar Þórisson (KA) Haukur Heiðar Hauksson (KA)

Eyða Breyta
85. mín Ægir Jarl Jónasson (KR) Tobias Thomsen (KR)

Eyða Breyta
85. mín
Hörku sókn hjá KA, boltinn berst frá hægri á Hrannar sem á fyrirgjöf, boltinn fer af KR-ing á Almarr sem er rétt fyrir utan teig og ætlar að leggja boltan í netið, en skotið slakt, boltinn hrekkur á KA-mann sem setur boltann fyrir á Elfar Árna sem á skot en Beitir ver.
Eyða Breyta
84. mín
Óskar Örn fær boltan rétt fyrir utan D-boga, sem betur fer fyrir KA-menn er boltinn á hægri fætinum og skotið framhjá.
Eyða Breyta
82. mín
KA-menn loksins að skapa eitthvað eftir rólegar síðustu mínútur.

Fyrirgjöf kemur frá vinstri á fjær, boltinn berst síðan inn á miðjan teiginn á KA-mann sem er aleinn en á slakt skot á KR-ing og sem koma boltanum frá.
Eyða Breyta
80. mín
KR-ingar sparka nú boltanum bara alltaf til KA-mann og spyrja þá:
Hvað ætlið þið að gera?
Eyða Breyta
74. mín
Hrannar með frábæra fyrirgjöf á kollinn á Nökkva sem á skallann sem er á leið framhjá þá mætir KA-maður á fjær, en Beitir kemst á milli.
Eyða Breyta
72. mín Andri Fannar Stefánsson (KA) Ýmir Már Geirsson (KA)

Eyða Breyta
72. mín Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)

Eyða Breyta
69. mín Pablo Punyed (KR) Alex Freyr Hilmarsson (KR)

Eyða Breyta
67. mín SJÁLFSMARK! Hrannar Björn Steingrímsson (KA), Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
KR-ingar eru komnir yfir!

Eftir fast leikatriði vinstra megin berst boltinn yfir til hægri á Arnþór Inga sem smellir boltanum inná teigin í Hrannar og inn.
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór fær gult, er brjálaður og vill meina að Óskar Örn sem hann braut á hafi verið að dýfa sér.

Hinn eini sanni Bóas vill rautt!
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (KR)

Eyða Breyta
61. mín
KR-ingar færa boltan hér hratt frá vinstri til hægri á Alex Frey sem á skot sem fer af KA-mönnum og í horn.
Eyða Breyta
59. mín
Pálmi Rafn vinnur boltan á vallarhelmingi KA-manna, kemur boltanum á Óskar Örn sem á fyrirgjöf en KA-menn hreinsa frá.

KR eiga svo aðra fyrirgjöf. Þar fer Tobias niður, en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Ívar spjaldar Rúnar og allt verður vitlaust í stúkunni.
Eyða Breyta
54. mín Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR)
Rúnar ákveður að þétta raðirnar.
Eyða Breyta
54. mín
KA-menn einum fleiri sækja upp vinstri kantinn, koma með frábæra fyrirgjöf á held ég Steinþór Frey sem á skot rétt framhjá.
Eyða Breyta
52. mín Rautt spjald: Kennie Chopart (KR)
Kennie fær sitt seinna gula spjald hér fyrir dýfu inná teig KA-manna.

KA-maður fór greinilega í bakið á Kennie sem fór niður. Ég hélt að hann væri að fara að dæma víti.
Eyða Breyta
51. mín
Hallgrímur með frábæra fyrirgjöf frá vinstri inná markteig KR-inga þar sem bæði Elfar Árni og Steinþór Freyr eru, Elfar skallar boltan yfir, en Steinþór Freyr var í miklu betra færi!
Eyða Breyta
48. mín
KR-ingar með frábæra sókn!

Gamla góða handbolta stimplunin bara...boltinn færður frá vinstri til hægri á Kennie sem á skot sem fer í slánna og í innkast vinstra megin.
Eyða Breyta
47. mín
KA-menn sækja hratt, Hallgrímur Mar hittir ekki boltann en er heppinn að brotið var á honum og KA fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR-inga.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Frábær, en þó markalaus fyri hálfleikur, viljum mörk í þann seinni takk.
Eyða Breyta
45. mín
Almar með sendingu innfyrir á Hallgrím Mar, Beitir tekur Fabian Barthez skógarhlaup á þetta, Hallgrímur fer framhjá honum, en sem betur fer fyrir KR-inga kemst Arnór Sveinn fyrir og kemur boltanum í horn.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (KA)
KR-ingar sækja hratt, Ýmir tekur á sig spjaldið til að stöðva sóknina.
Eyða Breyta
41. mín
Kristinn Jónsson með hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem KA-maður virðist skalla afturfyrir, en Ívar dómari og hans aðstoðarmaður sjá það ekki og því eiga KA-menn markspyrnu.
Eyða Breyta
39. mín
Steinþór Freyr færir boltan hér yfir á vinstri á Ými, boltinn fer af Atla Sigurjóns og upp í loftið, Ýmir ákveður því að skjóta á lofti í fyrsta, á hörku skot sem fer rétt yfir!
Eyða Breyta
37. mín
Tobias að sleppa innfyrir eftir frábæra sendingu frá Atla. Tobias er þá tekinn niður af Hauku Heiðari. En dómarinn dæmir ekki neitt.

Aron Dagur er nánast kominn með boltann þegar Tobias dettur og því að mínu mati rétt að dæma ekki. KR-ingar eru þó alveg brjálaðir.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Kennie fær dæmda á sig aukaspyrnu sem hann er mjög ósáttur með, fær síðan gult fyrir kjaft.
Eyða Breyta
34. mín
Boltinn hrekkur hér á Tobias Thomsen, rétt fyrir utan teig KA, Tobis á þrumu skot sem fer rétt framhjá.

Missti af því hvernig aðdragandinn var.
Eyða Breyta
33. mín
Haukur Heiðar færir hér KR-ingum boltann á silfurfati (svipað og silfrið sem hann fékk frá KR-ingum fyrir leik), en sem betur fer fyrir hann ná KR-ingar ekki að gera sér mat úr því.
Eyða Breyta
30. mín
Daníel Hafsteinsson fíflar hér Finn Tómas, keyrir upp völlinn að endalínu en sendingin er slæm og nær ekki á Elfar Árna.
Eyða Breyta
27. mín
Óskar Örn snýr skemmtilega á varnarmann KA og kemur boltanum á samherja sem verður til þess ða KR geta sótt hratt. Boltinn brest á Kristinn Jónsson sem er kominn upp kantinn, en fyrirgjöfin fer beint í KA-mann og í horn.

Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
21. mín
Eftir langa sókn KR-inga berst boltinn á Tobias sem fær snertinguna frá KA-manni og fer niður, KR-ingar ekki sáttir með að fá ekki víti, en halda áfram, boltinn berst á Óskar Örn sem lúrir á fjær, hann fer framhá einum varnarmani og á svo bilmingsskot sem fer rétt yfir mark KA-manna.
Eyða Breyta
19. mín
KR-ingar vinna boltan hátt upp á vellinum, Arnþór Ingi kemur boltanum á Tobias og fer síðan sjálfur inná teiginn, Tobias gefur í áttina að Arnþóri sem rétt missir af boltanum.
Eyða Breyta
16. mín
Alex Freyr með skot rétt fyrir utan D-boga en boltinn fer vel yfir.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Atli með svakalega tæklingu á Callum og fær gult spjaldið. Vel appelsínugult þetta!
Eyða Breyta
14. mín
KA-menn taka klessuhorn, Hallgrímur Mar með spyrnuna, sem Beitir missir og boltinn berst til KA-manna, en þeir eiga skot í KR-ing, fá hann aftur en skotið framhjá.
Eyða Breyta
12. mín
Ýmir með fyrirgjöf, boltinn berst á Hallgrím Mar og eftir smá klafs setur Hallgrímur boltan upp í loftið á Elfar Árna, en KR-ingar ná að bægja hættunni frá.

Byrjar fjörlega hér í Vesturbænum.
Eyða Breyta
10. mín
Steinþór Freyr fær boltann innfyrir frá hægri kanntinum í algjöru dauðafæri, en setur boltan langt yfir. Þetta var DAUÐA-færi!
Eyða Breyta
9. mín
Óskar Örn með fyrirgjöf frá vinstri, Tobias fer upp í skallaeinvígi, en KA-menn skall boltann upp í loftið beint á Pálma Rafn sem reynir hjólhestaspyrnu, sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
8. mín
Hallgrímur Mar með fyrirgjöf utan af vinstri kantinum sem virðist hættuleg við fyrstu sýn, en Beitir gerir vel í að grípa inní Almarr var klár í sníkjunni á fjær.
Eyða Breyta
5. mín
KR taka hornið stutt út á Kristinn Jónsson sem á fyrirgjöf utan af hægri kantinum, vindurinn grípur boltann og Aron nær rétt svo að verja. Ívar dæmir síðan brot á KR-inga sem fóru upp í boltann með Aroni.
Eyða Breyta
4. mín
KA-menn tapa boltanum á eigin vallarhelmingi. Boltinn berst á Óskar Örn sem leikur á mann og annan, fer niður á endalínu og á skot sem fer rétt framhjá.

Boltinn hefur farið af KA-manni þvó KR eiga horn.


Eyða Breyta
3. mín
Kristinn Jónsson keyrir hér upp vinstri vænginn með frábæra fyrirgjöf á Tobias Thomsen sem skallar rétt framhjá. Frábær fyrirgjöf!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Almar Ormarsson og Haukur Heiðar Hauksson mæta í dag sínum gömlu félgögum, en fyrir leik voru þeir heiðraðir af KR-ingum, mjög sérstakt. Spurning hvort KR-ingar séu að reyna að komast eitthvað í hausinn á KA-mönnum?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga nú inná völlinn ásamt dómara leiksins Ívari Orra Kristjánssyni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Inná völlinn ganga nú heiðursgestir leiksins. En það eru fyrrverandi leikmenn KR sem urðu Íslandsmeistarar árið 1959 eða fyrir 60 árum síðan, meðal manna þarna eru goðsagnir eins og Ellert B. Schram og Bjarni Felixson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru farin inn til búiningsherbergja í lokaundirbúning fyrir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út að hita upp, en vökvunargræjurnar virðast ætla að setja strik í reikning upphitunar KR-inga, en leikmenn KR ásamt Bjarna Guðjóns aðstoðarþjálfara þurftu að flýgja undan látunum í vökvunargræjunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér á Meistaravöllum er allt á fullu, það virðist einhver fjölskylduskemmtun vera í gangi. Grasið á bakvið varamannabekkina fullt af krökkum sem eru að leika sér og þá er verið að grilla við innganginn og fullt af fólki sem bíða þar í röð, eflaust spennt að fá að skella hamborgurum eða pyslum í sig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands tilkynnti í vikunni æfingahóp fyrir æfingaleiki við dani í júní.

Í þeim hóp eiga KR-ingar einn fulltrúa, hann Finn Tómas Pálmason, en hann hefur byrjað síðustu tvo deildarleiki liðsins.

Þá eiga KA-menn tvo leikmenn í hópnum, Daníel Hafsteinsson og Ísfirska Grafarvogsbúann Torfa Tímoteus Gunnarsson. Þá var Sævar Pétursson "eigandi" KA mjög ósáttur með að liðið ætti ekki einn fulltrúa í viðbót í hópnum, markvörðinn Aron Dag Birnuson og lét eftirfarandi ummæli falla á twiter:

"Þegar ég sé þennan æfingahóp fyrir U21 þá hlýtur einhver að eiga eftir að segja "Nei djók". Með fullri virðingu fyrir þeim sem standa að þessu vali þá er þetta algjörlega galið."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spennandi verður að sjá hvort Björgvin Stefánsson sóknarmaður KR haldi byrjunarliðssæti sínu í dag, en eins og flestir vita lét Björgvin ljót orð falla í garð Archange Nkumu er hann var að lýsa leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deildinni.

En Archange lék einmitt lengi vel með KA-mönnum, andstæðingum Björgvins í dag.

Björgvin hélt sætinu í síðasta leik og því verður að teljast ólíklegt að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, taki hann úr liðinu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leiki dagsins sitja KR-ingar í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum frá Skagamönnum sem tróna á toppnum. KA-menn sitja í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig, en Girndvíkingar fóru uppfyrir þá í gær þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Víkinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu á leik KR og KA í 7.umferð Pepsí-max deildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
0. Hallgrímur Jónasson
2. Haukur Heiðar Hauksson ('85)
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Ýmir Már Geirsson ('72)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('72)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
14. Andri Fannar Stefánsson ('72)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
24. Nökkvi Þeyr Þórisson ('72)
29. Alexander Groven
49. Þorri Mar Þórisson ('85)

Liðstjórn:
Petar Ivancic
Halldór Hermann Jónsson
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Branislav Radakovic
Sveinn Þór Steingrímsson
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:
Ýmir Már Geirsson ('43)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('66)

Rauð spjöld: