Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Leiknir R.
0
3
Þór
0-1 Alvaro Montejo '31
0-2 Ármann Pétur Ævarsson '61
0-3 Alvaro Montejo '63
15.06.2019  -  16:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Toppaðstæður, völlurinn rakur og nokkuð stillt
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Alvaro Montejo
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason ('46)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Ingólfur Sigurðsson ('78)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Hjalti Sigurðsson ('70)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('46)
7. Stefán Árni Geirsson
10. Daníel Finns Matthíasson ('78)
14. Birkir Björnsson
15. Kristján Páll Jónsson ('70)
19. Ernir Freyr Guðnason
26. Viktor Marel Kjærnested

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Guðni Már Egilsson
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:
Vuk Oskar Dimitrijevic ('26)
Árni Elvar Árnason ('41)
Ernir Bjarnason ('63)
Ósvald Jarl Traustason ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+6

Jæja þetta er komið! Virkilega sterkur sigur gestanna.

Leiknismenn voru inn í þessu. En niðurstaðan réttmætur og sannfærandi sigur gestanna.

Þakka samveruna.

Viðtöl og skýrsla detta hingað inn eins fljótt og auðið er
90. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
+6

Fer harkalega inn í þetta návígi. Alltof og Elías spjaldar hann réttilega.
90. mín
+6

Leiknismenn vinna hornspyrnu. Ósvald Jarl og Ernir Bjarna leggja grunninn að þessari sóknarlotu. Bjartir blettir í annars slöku Leiknisliði í dag.
90. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
+4

Kemur sein í návígi. Réttilega spjaldaður
90. mín
Uppbótartími er 6 mínútur.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið. Uppbót væntanlega ekki nema max 3 mínútur.

89. mín
Leiknismenn reyna að koma inn marki. En ná ekki klárum opnunum. Leikurinn í raun að fjara út.

Víðáttur af plássi á miðsvæði.
79. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
Heiðurskipting. Alvaro hefur hlaupið meira en nokkur annar í þessum leik. Augljóslega þreyttur eftir þvílíkt grettistak af dagsverki.
78. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.)
Ingó fer hér af velli. Eins og flestir samherjar hans í dag, þá vonast maður eftir meira framlagi.
78. mín
Miklu betri spilkaflar hjá Þórsliðinu í síðari hálfleiknum og þá sérstaklega eftir þriðja markið. Hafa leyft sér að opna sig og stíga ofar með liðið með meðfylgjandi þunga.

Leiknismenn slitnir hinsvegar. Með tapaðan leik fyrir framan sig.
75. mín
Heimamenn vinna aukaspyrnu. Ingó Sig setur boltann inn á teiginn. Leiknismaður nær snertingunni á boltann en meinlaust í hendurnar á Aroni Birki í marki gestanna.
74. mín
Flott sókn hjá Þór. Tengja saman vel og enda á að finna Jónas í góðu hlaupi inn í teiginn. Jónas nær að temja boltann vel í erfiðri stöðu og tekur boltann svo á lofti en nær ekki að halda boltanum niðri og hafnar hann því yfir.
70. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Hjalti búinn að erfiða í dag. Kristján Páll kemur inn í hægri bakvörðinn.
67. mín
Flott sókn hjá Leiknismönnum. Aron Birkir ver þetta meistaralega. Enn og aftur gríðarlega snöggur niður. Sævar Atli gerir allt rétt eftir flottan undirbúning Ósvalds. Skotið stefnir í hornið (Thierry Henry style) en Aron Birkir stoppar þennan með fingurgómunum.
66. mín
Gestirnir eru með þetta í höndum sér. Leggjast nú aftur niður í mestu rólegheitum og bjóða Leiknismönnum að koma.

63. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Elías spjaldar fyrir einhver orðaskipti og kýting við Erni Bjarnason
63. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Elías spjaldar fyrir einhver orðaskipti og kýting við Jónas
63. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
Fullkomið handrit! Gestirnir klára þennan leik með þessu marki. Leiknismenn eru slegnir rothöggi eftir annað markið og fá á sig það þriðja stuttu síðar.

Alvaro Montejo býr þetta til. Skilar boltanum um stundasakir á Jakob sem þræðir hann svo innfyrir með flottum bolta. Alvaro klárar svo. Hvað annað! Þvílíkur spilari!
61. mín MARK!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Aron með langt innkast sem Bjarki Aðalsteins virðist vera með. Vanmetur aðstæður rækilega og Alvaro gjörsamlega étur hann og skilur hann eftir í rykinu - keyrir inn í teiginn meðfram endalínunni (baseline drive) og setur boltann fyrir og boltinn endar hjá Ármanni sem klárar.

Þeir refsa gestirnir!
59. mín
Spennustigið hátt. Elías Ingi farinn að erfiða við að halda tökunum. Bæði lið láta í sér heyra yfir atvikum sem ekki er flautað á.
57. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Siglfirðingurinn Jakob Snær kemur inn fyrir fyrirliðann sem þarf að hætta leik vegna meiðsla.
57. mín
Ósvald Jarl liggur eftir og líka Sveinn Elías. Ósvald stendur á endanum upp en Sveinn þarf aðhlynningu. Leikur stopp.
55. mín
Heimamenn koma boltanum af hættusvæðinu eftir hornið. Ármann Pétur hleður svo draumaskot af 30 metrum en yfir.
55. mín
Gestirnir vinna hornspyrnu eftir hornspyrnu heimamanna. Geysast upp. Alvaro enn eina ferðina í broddi fylkingar. Gerir Hjalta erfitt fyrir en árásin endar með að Hjalti kemur boltanum í horn.
52. mín
Sævar Atli með mislagða fætur. Skottilraun af fínum stað fyrir framan teiginn en boltinn víðsfjarri markinu og langt yfir í þokkabót.

Leiknismenn eru að gera atlögu. Nýtingin hinsvegar ekki alveg nógu góð á þessum opnunum.
50. mín
Spyrnan á markið en Aron Birkir stígur í hornið og starfi sínu vaxinn. Fín spyrna - gaf þessu séns eins og við segjum í golfinu.
50. mín
..og í því vinna Leiknismenn boltann. Ernir Bjarna finnur Sólon sem leggur afstað í leiðangur en stöðvaður. Aukaspyrna á hættulegum stað. Ingó Sig stillir upp.
50. mín
Svipaður tónn í þessu. Gestirnir þéttir og heimamenn meira með boltann. Ekkert markvert komið upp úr sóknarlotum liðana enn.

Barningur og stöðubarátta sjálfsagt að lýsa þessu best.
46. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Bein skipting. Árni Elvar búinn að vera góður í dag. Daði Bærings þarf að stíga inn.
46. mín
Árni Elvar liggur aftur í grasinu. Það er augljóslega eitthvað í ólagi hjá kappanum. Liggur eftir samskipti við Jónas Björgvin sem var dæmdur brotlegur.

Elías Ingi kallar eftir börum.
45. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur hafinn

Bæði lið óbreytt
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi Árnason blæs til hálfleiks. Hlutirnir að ganga vel fyrir gestina. Heimamenn þurfa hinsvegar að taka vörutalningu fyrir seinni hálfleikinn. Hafa verið meira með boltann en ekki náð að nýta veruna á boltanum nógu vel.
43. mín
Hætta en Aron Birkir ver. Ingólfur með hælsendingu sem finnur Sævar Atla með svæði inn í teignum en lítinn tíma til að athafna sig. Sævar skýtur að marki í snúningnum en beint á Aron.
43. mín
Árni kominn aftur inn á völlinn. Klárar sjálfsagt hálfleikinn.
42. mín
Orri Sigurjóns ætlar að skipta boltanum yfir en sparkar boltanum beint í rassinn á dómaranum. Leikur stöðvaður skv reglugerðarbreytingu og gestirnir hefja leik á nýju.

Stuttu síðar liggur Árni Elvar í valnum. Eitthvað virðist hrjá hann.
41. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Árni Elvar Árnason (ÁEÁ) að fara í bókina. Kemur of seint inn í þessa og tekur niður manninn. Hárréttur dómur
39. mín
Þetta er að ganga algjörlega að óskum gestanna. Skipulagðir og sæta færis. Leiknismenn ganga á bragðið en finna ekki skýrar opnanir á hreyfanlegu Þórsliðinu.

Gestirnir svo beinskeyttir fram á við - eins og sást í markinu þeirra.
38. mín
Sævar Atli með skottilraun eftir frábæran sprett upp miðjuna. Skotið á veikari fætinum og langt yfir markið.
35. mín
Þórsarar vilja vítaspyrnu. Alvaro gerir vel í boxinu. Sendir svo boltann útúr teignum og tekur á sig talsverða snertingu að því er virðist. Skottilraun í kjölfar sendingarinnar en gestirnir langt frá því að vera sáttir. Þetta lyktaði all rækilega
31. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Jónas Björgvin Sigurbergsson
Hnífstunga í bakið! Leiknismenn með góðan spilkafla en tapa svo boltanum. Alvaro fer í frábært hlaup og þræddur í gegn af Jónasi (sýndist það) og klárar afar smekklega framhjá aðvífandi Eyjólfi. Leggur boltann stillt og rólega í markhornið. Gæði.
26. mín Gult spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Var bara spurning um hvenær. Elías Ingi var með hann undir smásjánni. Tosar aðeins í Þórsara. Réttilega dæmd aukaspyrna fyrir miðjum velli.

Þórsarar dæla þessu inn í boxið en Eyjólfur rís upp í teignum og handsamar knöttinn örugglega.
23. mín
Læti. Vuk Óskar heitur og dýfir sér í tæklingu fyrir framan varamannaskýli Þórsara. Urr og gelt frá bekk gestanna og stimpingar og já við heyrum; "þú verður að verja leikmennina" þar sem Elías Ingi gengur á milli og gefur Vuk tiltal.
21. mín
Skottilraun frá Vuk Óskari - virðist hafa fengið högg á bakið er hann mundaði vinstri fótinn. Liggur eftir. Skotið máttlítið og endaði örugglega í lúkunum á Aroni Birki í marki gestanna. Aggresívur Vuk í byrjun.
20. mín
Leiknismenn að taka völdin á meðan gestirnir liggja neðarlega og verja svæði. Hafa þeir ekki náð boltanum í spil síðustu andartök og mislukkaðar langar sendingar upp á Alvaro ekki hitt í mark (enn sem komið er allavega).
19. mín
Harðduglegt þarna hjá Sævari Atla. Vinnur Aron Kristófer á seiglunni. Keppist svo við að ná boltanum áður en hann rennur yfir endamörk. Nær boltanum út í 45 gráðurnar en Vuk ekki kominn inn í boxið til að gera atlögu.


17. mín
Mikið jafnræði með liðunum. Þórsarar reyna að komast upp í gegnum hægri vænginn en Leiknisliðið hefur haldið vatni enn sem komið er.
12. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Nacho Gil (Þór )
Nacho Gil getur ekki haldið leik áfram og inn kemur reynsluboltinn Ármann Pétur Ævarsson. Hann hefur skorað nokkur mörkin hér á Leiknisvelli í gegnum árin.
12. mín
Fullt af lífi og fjöri. Liðin skiptast á að gera atlögu. Leiknismenn kannski ívið sterkari þessar fyrstu mínútur.
12. mín
Aron Kristófer hér með góðan sprett upp kantinn vinstra megin. Alvaro í góðu hlaupi á nær. En Eyjólfur kemst inn í lága fyrirgjöfina.
11. mín
Ingólfur Sigurðsson fær hér boltann fyrir miðjum vallarhelming Þórsara. Tekur móttöku og mundar vinstri fótinn en skotið afleitt og langt framhjá.
10. mín
Leiknismenn með skot að marki en Aron Birkir snöggur niður og ver vel.

Leikurinn í kjölfarið stöðvaður þar sem Nacho Gil liggur eftir og virðist þjáður. Haltrar hér útaf til aðhlynningar.

Leikurinn hafinn á ný.
9. mín
Alvaro Montejo minnir á sig. Fær flottan bolta frá Nacho Gil. Fer á Bjarka og endar svo á skoti hægra megin úr teignum sem Eyjólfur ver en missir út í teiginn. En enginn Þórsari til að hirða frákastið.
6. mín
Smávægileg tæknileg vandræði. Sem ættu að leysast von bráðar. Afsakið.
5. mín
Gott færi. Sævar prjónar sig upp hægri kant. Sendir fyrir og Vuk lúrir á fjær. Skýtur að marki en rétt framhjá
3. mín
Bæði lið byrja beitt. Hátt tempó og læti um víðan völl
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið!
Fyrir leik
Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði þessi lið.

Þór Akureyri finna sig í 3.sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki.

Leiknismenn duttu niður í 8.sæti deildarinnar með tapi í síðustu umferð á móti Þrótti og þurfa stigin þrjú til að halda í við liðin í efri hlutanum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn

Nacho Heras og Stefán Árni Geirsson eru fjarri góðu gamni í dag hjá heimamönnum og skráðir DNP-Injured. Meiðsli þeirra eru hinsvegar ekki alvarleg og von á þeim fljótlega tilbaka

Hjá gestunum er liðið sirka svona. 4-2-3-1 // 4-3-3

Aron (m)
Bjarki - Dino - Hermann - Aron
Sigurður M - Orri
Nacho
Jónas - Alvaro - Sveinn Elías

Meiðslalistinn sem undirritaður hefur í höndunum er vélin Loftur Páll Eiríksson sem verður sennilega frá það sem eftir lifir tímabili

Jóhann Helgi Hannesson targetmaður er svo ekki í leikmannahóp Þórs í dag. Meiddur segja menn.




Fyrir leik
Heilir og sælir landsmenn góðir

Verið hjartanlega velkomin í þessa textalýsingu frá Leiknisvelli í Breiðholti þar sem Leiknir R og Þór Ak mætast.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('57)
Orri Sigurjónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
4. Aron Kristófer Lárusson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Dino Gavric
24. Alvaro Montejo ('79)
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil ('12)

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
2. Elmar Þór Jónsson ('79)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('12)
12. Aron Ingi Rúnarsson
14. Jakob Snær Árnason ('57)
18. Alexander Ívan Bjarnason
25. Aðalgeir Axelsson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('63)
Ármann Pétur Ævarsson ('90)

Rauð spjöld: