Breiðablik
3
1
ÍBV
0-1 Telmo Castanheira '6
Kolbeinn Þórðarson '45 1-1
2-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson '55 , sjálfsmark
Thomas Mikkelsen '74 3-1
22.06.2019  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Mælirinn segir 14 gráður, blankandi sól og rennblautt gervigras. Smá hliðarvindur frá nýju stúkunni. Geggjaðar aðstæður.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 742
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('67)
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
11. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson ('86)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('46)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('67)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('66)
Viktor Örn Margeirsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Blikar komnir á toppinn og ÍBV sitja neðstir.
90. mín
+3

Dauðafæri fyrir Blika, stutt horn og Hendrickx sendir á fjær þar sem Guðmundur Böðvar skallar yfir.
90. mín
+2

Víðir tekur aukaspyrnuna sem er negla með jörðinni og fer millimetrana framhjá.
90. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Býr til hættulegt skotfæri rétt utan teigs.
90. mín
Uppbótin er 3 mínútur.
90. mín
DAUÐAFÆRI!

ÍBV í miklu basli, Kolbeinn fær tíma til að athafna sig í teignum og neglir í stöngina! Mikkelsen skorar frákastið en er rangstæður.
88. mín
Viktor Karl fær skotfæri utan teigs en Halldór gerir vel í að verja þennan út í teiginn.
86. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
86. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
84. mín
Bíddu, bíddu!

Gummi Magg skallar í þverslá eftir góða sendingu frá Felix og Griffiths tekur frákastið og neglir á markið, Gulli ver og handsamar að lokum boltann.
81. mín
Græn einstefna, Mikkelsen tvinnar sig í gegnum vörnina en skýtur framhjá á nær. Ansi gott færi hér á ferð.
80. mín
Kolbeinn fær sendingu í teignum frá Mikkelsen en tekur snertingu áður en hann skýtur, það nægir Vestmanneyingum til að komast fyrir og blokka skotið.
79. mín
ÍBV virðast brotnir, ná lítið að tvinna saman sendingar og krafturinn úr fótum þeirra eftir flottar 50 mínútur.
76. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Víðir fer í hægri bak og Breki á vænginn.
74. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Game, set and match!

Hneigðu þig Aron Bjarnason, skellti bara í klobbann á Óskar til að komast inn í teiginn og enn ein frábæra sendingin inn í markteiginn þar sem Mikkelsen neglir í markið.

Geggjaður undirbúningur og Blikar komnir með öll tök á þessum leik.
72. mín Gult spjald: Pedro Hipólito (ÍBV)
Stórt móment hér...Castanheira er að komast í gegn rétt utan vítateigs, hangið í honum en kemst samt inn í teiginn þar sem hann dettur en Jóhann Ingi dæmir ekkert og Blikar hreinsa frá.

Bekkur ÍBV trylltist og fær gult spjald.
71. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
68. mín
Brynjólfur kemur á vænginn og Andri fer inn á miðjuna.
67. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Lokasnerting Alexanders gaf spjaldið.
66. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Brot á miðjum velli.
64. mín
Andri Yeoman búinn að stjórna umferðinni hér síðustu mínútur, á sendingu á Mikkelsen sem er naumlega rangstæður...
62. mín
Guðmundur Böðvar fær skotfæri utan teigs en neglir yfir.
60. mín
ÍBV komnir í 4-3-3

Óskar - Sigurður - Sindri - Felix

Griffiths - Castanheira - Róbert

Víðir - Guðmundur - Franks
57. mín
Aron með aðra frábæra sendingu inn í teiginn en Mikkelsen rétt missir af boltanum.
57. mín
ÍBV breytir strax um taktík, komnir í 4ra manna vörn.
55. mín SJÁLFSMARK!
Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Blikar komnir yfir.

Andri vinnur boltann og á góða sendingu á Aron sem neglir boltanum inn í markteiginn, Óskar hendir sér til að koma boltanum burt en hann fer þveröfuga átt og í markið.
54. mín
Blikar komnir á mun hærra tempó en í fyrri hálfleik og að ná tökum á miðjunni sýnist mér þessa mínúturnar.
51. mín
Frábært hlaup hjá Davíð upp allan vænginn og fín föst sending inn í markteiginn en þar er enginn og boltinn í útspark.
49. mín
ÍBV byrja seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri.

Mikill kraftur í gangi.
47. mín
Uppfært!

Blikar hafa breytt um taktík. Komnir í 4-3-3.

Hendrickx - Damir - Viktor - Davíð

Alexander - Guðmundur - Kolbeinn

Andri - Mikkelsen - Aron.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað
46. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Guðmundur skeiðar inn í sweeperinn sýnist mér.
45. mín
Hálfleikur
1-1 er staðan þegar menn halda í hléið og spjall um næstu skref.
45. mín MARK!
Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
ÍBV ákveða á annarri mínútu uppbótartíma að gefa mark.

Sindri dólar með boltann og sendir á Halldór sem á glórulausa sendingu eiginlega beint á Andra sem leggur boltann í utanáhlaup Kolbeins sem neglir honum í markið.

Upp úr engu.
44. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Evariste Ngolok (ÍBV)
Ngolok virðist hafa tognað aftan í læri.
41. mín
ÍBV eru sterkari aðilinn hér, Blikar ná lítið að skapa og skyndisóknir gestanna hafa verið líklegri til að skila árangri.
37. mín
Netvandamál í blaðamannastúkunni svo ég hef misst nokkrar mínútur.

ÍBV búnir að vera grimmir að undanförnu en ekki komist í opin færi. Kolbeinn Þórðar fékk á sig tæklingu áðan og haltraði eftir, er nú lagstur og að fá aðhlynningu.
33. mín
ÍBV að fá hættulega aukaspyrnu rétt utan teigs...
30. mín
Dauðafæri!

Aron nær að þrjóskast í gegnum vörn ÍBV inn á vítapunkt en er ekki í nægilegu jafnvægi þegar kemur að skotinu sem er laust og Halldór nær að grípa.
29. mín
Alexander í skotfæri í teignum en setur hann framhjá á fjær.

Lítil hætta.
28. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Henti sér í tæklingu á Aron á miðjunni, of seint...hárrétt.
25. mín
Blikar með aukaspyrnu hliðar við vítateiginn, Kolbeinn ákveður að skjóta en varnarmenn ÍBV fara létt með að hreinsa.
21. mín
Blikar búnir að ná sér í horn hér á síðustu mínútum en ÍBV stanga allt frá.

Byrja mjög þéttir.
19. mín
Langar að þakka þjálfarateymum beggja liða fyrir skemmtilegar útfærslur í taktík. Þurfti bara ágætis yfirlegu að fatta fídusana.

Mun skemmtilegra en þegar menn koma bara með allt upp úr gamalli stílabók!
18. mín
Komið í ljós að fjarvera Arnars Sveins og Jonathan Glenn í dag eru vegna meiðsla.

Smávægileg bæði og halda þeim ekki lengi frá.
17. mín
Blikar komnir framar á völlinn og ÍBV aðeins að koma neðar á völlinn eftir ansi öflugar fyrstu 15.
13. mín
ÍBV stilla upp 3-4-2-1

Halldór

Sigurður - Sindri - Óskar

Víðir - Griffiths - Castanheira - Felix

Ngolok - Franks

Guðmundur.
10. mín
Blikauppstillingin er upp á 3-4-3.

Gulli

Elfar - Viktor - Damir

Hendrickx - Alexander - Kolbeinn - Davíð

Andri - Mikkelsen - Aron.
6. mín MARK!
Telmo Castanheira (ÍBV)
Komdu sæll og blessaður.

Lítið í gangi, Castanheira vinnur boltann við D-bogann á Blikahelmingnum og rekur hann 5 - 10 metra áður en hann NEGLIR boltann með vinstri yfir Gulla sem stóð framarlega og í samskeytin fjær.
5. mín
Bjargað á línu!

Horn frá Blikum, boltinn úr klafsi hátt upp í loft og Halldór með óskaplega lina tilraun að ná boltanum sem fellur til Mikkelsen sem nær ekki almennilegri snertingu á hann og Ngolok bjargar á línu.
4. mín
ÍBV byrja með töluverðum látum, pressa aggressívt á Blika og hafa látið finna duglega fyrir sér.
3. mín
Erum að tína inn uppstillingu en strax eilítið óvænt að sjá Sindra Snæ í hafsentinum hjá ÍBV.
1. mín
Horn hjá ÍBV og strax umdeilanlegt móment.

Boltinn í átt að Guðmundi Magnússyni inn í þvögu leikmanna og Gummi steinliggur, gestirnir vilja víti og þarna þyrfti maður að fá endursýningu. Blikar hreinsuð í annað horn sem ekkert varð úr.
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað...
Fyrir leik
ÍBV unnu hlutkestið og ákváðu að skipta um vallarhelming, setja sólina beint í augun á Gulla gamla.

Gestirnir sækja í átt að Sporthúsinu og heimamenn að Smáranum.
Fyrir leik
Liðin mætt á völlinn, ÍBV þurfa að færa sig yfir í svarta sokka úr alhvíta búningnum út af því að heimamenn eru í hvítum sokkum.

Blikar hefðbundnir og dómararnir eru í vinsælasta litnum í dag í þeirra röðum...eru ljósbláir.
Fyrir leik
Peppmúsíkin telur inn, búið að lesa liðin upp.

Ekki eftir neinu að bíða, nema liðunum auðvitað!
Fyrir leik
Það er full ástæða að þakka mönnum fyrir að bæta upphitunarþráðinn minn með réttum upplýsingum um byrjunarliðsbreytingar og fyrri lið leikmanna.

Sló mig utanundir létt...og lofa bót og betrun!


Fyrir leik
Byrjunarliðin í Kópavogi fyrir leik Breiðabliks og ÍBV í Pepsi Max-deildinni liggja fyrir.

Alexander Helgi Sigurðarson kemur á miðjuna í stað Guðjóns Péturs Lýðssonar sem er í banni hjá Blikum, Davíð Ingvarsson kemur inn í liðið fyrir Arnar Svein Geirsson og Höskuldur Gunnlaugsson sest á bekkinn og Aron Bjarna sem breytti leiknum í Garðabæ kemur í hans stað.

Hjá Eyjamönnum koma Sindri Snær Magnússon, Guðmundur Magnússon og Telmo Castanheira inn í stað Breka ómarssonar, Gilson Correia og Jonathan Glenn.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stjórnandinn inni á vellinum með flautuna er í dag Jóhann Ingi Jónsson, honum til aðstoðar í eyra og með flögg eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon.

Varadómari dagsins er Arnar Þór Stefánsson og þeim til eftirlits er enginn annar en Þórður G. Lárusson.
Fyrir leik
Þegar við horfum til tengsla leikmanna milli þessara liða er frekar rólegt að frétta.

Aron Bjarna lék með ÍBV sumrin 2016 og 2017, 46 leikir og 8 mörk.

Hjá Eyjamönnum lék bráðungur fyrirliði ÍBV, Sindri Snær Magnússon, 5 leiki fyrir Blika sumarið 2011 og Jonathan Glenn lék 25 leiki og skoraði 9 mörk fyrir þá árin 2015 og 2016.
Fyrir leik
Guðjón Pétur Lýðsson sem átti stórleik í Garðabænum á miðvikudag verður fjarri góðu gamni hér í dag. Hann var dæmdur í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda á aganefndarfundi í vikunni.

Leikbönn vegna gulra spjalda taka gildi á hádegi föstudags svo Guðjón gat verið með í grannaslagnum en er í stúkunni í dag.
Fyrir leik
Blikar hafa haft yfirhöndina í leikjum þessara liða í Kópavoginum.

Síðasti sigur ÍBV hér var árið 2011 þegar sjálfur Ian Jeffs setti sigurmark þeirra hvítklæddu. Í þeim sjö leikjum liðanna síðan þá hafa Blikar unnið fimm sinnum en tvisvar hefur orðið jafntefli.

Leik liðanna í fyrra unnu Blikar 4-1. Síðasti sigur Eyjamanna gegn Blikum var árið 2015 þegar þeir unnu 2-0 á Hásteinsvelli.
Fyrir leik
Blikar unnu leik sinn við Stjörnuna á miðvikudaginn og koma því inn í leikinn í kjölfar öflugs sigurs.

Vestmanneyingar steinlágu 1-5 í síðasta leik sínum sem fór fram á Valsvellinum.
Fyrir leik
Ólík er staða liðanna við upphaf leiksins.

Blikar eru í 2.sæti deildarinnar með 19 stig en Vestmanneyingar reka lestina í deildinni með 5 stig.
Fyrir leik
Leikurinn er tíundi deildarleikur Blika en hjá gestunum er um leik númer níu að ræða.

Kemur það til vegna Evrópukeppnisþátttöku Blika þetta árið, en þeir léku í miðri viku við Stjörnumenn í tvíhöfða Evrópuliðanna fjögurra.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega guðvelkomin í lýsingu úr PepsiMax-deild karla.

Við erum í Kópavoginum og í heimsókn hjá Blikum í dag eru það Eyjamennirnir alhvítu og síkátu.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Evariste Ngolok ('44)
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Guðmundur Magnússon
11. Víðir Þorvarðarson
11. Sindri Snær Magnússon
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('76)
77. Jonathan Franks ('86)

Varamenn:
93. Rafael Veloso (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
12. Eyþór Orri Ómarsson ('86)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('44)
19. Breki Ómarsson ('76)
73. Gilson Correia

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ian David Jeffs
Matt Garner
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('28)
Felix Örn Friðriksson ('71)
Pedro Hipólito ('72)

Rauð spjöld: