Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Selfoss
2
0
HK/Víkingur
Barbára Sól Gísladóttir '71 1-0
Barbára Sól Gísladóttir '75 2-0
29.06.2019  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp ('89)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('78)
21. Þóra Jónsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('85)
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
9. Halla Helgadóttir ('85)
11. Anna María Bergþórsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('78)
19. Eva Lind Elíasdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('89)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Þórhildur Svava Svavarsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Emil Karel Einarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Selfyssingar fara með 2-0 sigur af hólmi. Barbára Sól með bæði mörk liðsins í síðari hálfleik.

Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á mánudag! Takk fyrir mig, skýrsla og viðtöl væntanleg.
90. mín
Barbára að sleppa ein í gegn en aftur er Baldwin mætt út og neglir þessum frá.
90. mín
Við erum dottin í uppbótartíma.

Fáum þessar klassísku þrjár grunar mig.
90. mín
Þóra mætir hér á ögurstundu þegar sóknarmaður HK/Víkings er að sleppa í gegn og hreinsar í horn.
89. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Út:Grace Rapp (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
88. mín
Barbára á nóg eftir á tanknum. Tekur hér 40 metra sprett upp hægri kantinn!
86. mín
Selfyssingar eru að sigla þessu heim. Eru að ná að halda boltanum og gestirnir skapa sér ekki færi á meðan.
85. mín
Inn:Halla Helgadóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður verið stórkostleg.
84. mín
Inn:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (HK/Víkingur) Út:Simone Emanuella Kolander (HK/Víkingur)
83. mín
Inn:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Út:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (HK/Víkingur)
Tvöföld skipting hjá HK/Víking.
81. mín
Liðsmenn HK/Víkings reyna hér hvað þær geta til þess að finna glufur á vörn Selfyssinga.
79. mín
Hólmfríður er búin að vera stórkostleg í þessum leik. Þvílíkur hvalreki fyrir Selfyssinga.
78. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfyssinga í leiknum.
75. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Hólmfríður Magnúsdóttir
BAAAAAAAAARBÁÁÁARA ER MEÐ SITT ANNAÐ MARK!

Selfyssingar eru að ganga frá þessum leik að öllum líkindum!

Hólmfríður Magnúsdóttir með frábæra fyrirgjöf, beint á kollinn á Barbáru sem að skallar boltann inn. BÚMM, 2-0!
75. mín
Barbára að sleppa aftur í gegn en Audrey Rose Baldwin vel á verði, kemur út og neglir boltanum burt.
74. mín
Selfyssingar ætla ekkert að slaka á.

Hafa sótt meira eftir að hafa komist yfir.
71. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Grace Rapp
MAAAAAAARK!

Selfyssingar brjóta hér ísinn og þar er að verki hin unga Barbára Sól!

Grace Rapp á sendingu innfyrir vörn gestanna og Barbára kemur í hlaupinu og neglir boltanum í fyrstu snertingu, sláin og þaðan inn!

Geggjað mark og þetta mun hleypa lífi í leikinn!
71. mín
Frábær sending frá Þóru inn fyrir á Barbáru en fyrsta snertingin svíkur Barbáru. Þetta var álitlegt!
70. mín
Selfyssingar eru í allskonar basli með það að koma boltanum út úr sínum eigin vítateig en það hefst að lokum.
69. mín
Mér sýnist gestirnir vera komnir með tvo framherja.
68. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (HK/Víkingur) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)
Fyrsta skipting leiksins kemur hér.
66. mín
Sendingarfeilar orðnir ansi algengir núna.

Liðin að tapa boltanum á klaufalegum stöðum.
65. mín
Hér fá gestirnir hornspyrnu eftir að leikmaður HK/Víkings sparkaði boltanum útaf.

Ansi furðulegt.
64. mín
Alfreð Elías er duglegur að láta í sér heyra á hliðarlínunni. Skipar sínum leikmönnum fyrir.
62. mín
Þjálfararnir eru væntanlega farnir að huga að skiptingum.

Gætu dottið inn fljótlega þar sem það er farið að draga af einhverjum leikmönnum.
60. mín
Klukkutími liðinn af leiknum og enn markalaust.

Það hefur verið líf í þessu undanfarnar mínútur. Fer að styttast í markið.
58. mín
MAGDALENA BJARGAR Á LÍNU!

Klafs í teig Selfyssinga eftir hornspyrnu og boltinn virðist vera á leiðinni inn þegar Magdalena Anna neglir boltanum í burtu.
57. mín
Liðin skiptast á að fara í sókn.

Nú er það HK/Víkingur sem fær hornspyrnu.
56. mín
DAUÐAFÆRI!!

Hólmfríður Magnúsdóttir fer hér framhjá tveimur varnarmönnum gestanna áður en hún tekur skotið sem fer rétt yfir markið!

Hættulegasta færi leiksins hingað til.
54. mín
Bergrós kemur Selfyssingum hér til bjargar á ögurstundu og setur boltann aftur fyrir endamörk!

Það hafa komið jafn mörg færi hér í upphafi síðari eins og allan fyrri hálfleikinn.
52. mín
Eva brýtur af sér fyrir utan teig HK/Víkings.

Anna María tekur aukaspyrnuna sem að fer yfir markið.
52. mín Gult spjald: Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)
50. mín
Það hefur legið þungt á vörn gestanna síðustu tvær mínútur eða svo.

Selfyssingar láta boltann ganga sín á milli fyrir utan vítateig HK/Víkings.
49. mín
Þetta er miðjumoð hérna í upphafi síðari.
46. mín
Gestirnir ekki lengi að koma sér í færi!

Kolander fær boltann inni í vítateig Selfyssinga og nær að snúa af sér varnarmann áður en hún á máttlaust skot að marki.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Mér sýnist á öllu að bæði lið séu óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Hundleiðinlegum fyrri hálfleik lokið á JÁVERK-vellinum.

Við viljum mörk í þetta! Sjáumst í síðari.
44. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni.

Stefnir allt í markalausan fyrri hálfleik á JÁVERK-vellinum.
43. mín
Gestirnir fá hér hornspyrnu eftir að boltinn fór af Þóru og út fyrir.
42. mín
Hólmfríður fer hér illa með varnarmenn HK/Víkings.

Leikur sér að þeim og á síðan skot sem er beint á Baldwin í marki gestanna. Þvílíkur gæða leikmaður!
41. mín
Simone Emanuella Kolander á fínan sprett upp vinstri kantinn en á svo afleidda fyrirgjöf sem að Kelsey hirðir.
39. mín
GESTIRNIR BJARGA Á LÍNU!

Anna María tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi HK/Víkings. Audrey Rose Baldwin kallar á boltann og ætlar að grípa hann en missir af honum og boltinn virðist vera á leiðinni inn en þá kemur Gígja Valgerður til bjargar og neglir honum frá!
37. mín
Selfyssingar ná ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni.
36. mín
MAGDALENA ANNA!

Á flott skot að marki gestanna en Audrey Rose Baldwin gerir feykilega vel og ver boltann. Hornspyrna sem Selfyssingar eiga.
35. mín
Flott skyndisókn hjá Selfyssingum.

Barbára tekur á rás upp vinstri kantinn og setur boltann síðan inn í teig á Magdalenu sem á afleitt skot og boltinn berst aftur á Barbáru sem er dæmd rangstæð.
33. mín
HK/Víkingur verið meira með boltann undanfarnar mínútur.

Vörn Selfyssinga er skipulögð og gefur engin færi á sér.
31. mín
Boltinn berst á Grace Rapp fyrir utan teig sem á máttlaust skot, framhjá markinu.
30. mín
Þarna er línuvörðurinn gjörsamlega algjörlega úti á þekju.

Magdalena á frábæran bolta inn fyrir á Hólmfríði sem að er flögguð rangstæð. Galinn dómur, sást langar leiðir að þetta var löglegt.
29. mín
Þessi leikur ekki verið mikið fyrir augað svo ég sé alveg hreinskilinn.

Það fer vonandi að færast fjör í þetta.
27. mín
Þarna sýnir Hólmfríður frábæra takta. Fer framhjá tveimur varnarmönnum HK/Víkings og á fyrirgjöf sem er aðeins of föst og fer aftur fyrir endamörk.

Þarna hefði Magdalena átt að vera mætt á fjær!
25. mín
Magdalena Anna með fína fyrirgjöf en enginn Selfyssingur inná teignum til þess að hamra þessum bolta í netið.
24. mín
Anna María reynir hér skotið úr aukaspyrnu langt utan af velli.

Alls ekki galin tilraun en Audrey Rose kemst í boltann og handsamar hann.
21. mín
Hérna fara gestirnir ansi illa með flott færi.

Karolina Jack fær boltann úti á hægri kanti, alein, keyrir inn á teiginn og sendir boltann fyrir, ætlaða Kolander sem er búinn að koma sér fyrir en sendingin slök og Selfyssingar hreinsa burt.
20. mín
Fatma Kara fær boltann á geggjuðum stað fyrir utan teig en skotið frá henni hörmulegt og fer langt framhjá markinu.
19. mín
Spyrnan hjá Magdalenu slök sem að fer í Cassie og þaðan aftur fyrir.

Markspyrna sem að HK/Víkingur á.
18. mín
Nartað í hælana á Þóru Jónsdóttur sem að sækir aukaspyrnu á flottum stað fyrir Selfoss.
17. mín
Glæsileg hornspyrna frá Önnu Maríu.

Beint á kollinn á Cassie sem að skallar boltann rétt yfir markið. Munaði ekki miklu þarna.
16. mín
Önnur hornspyrna Selfyssinga.

Barbára Sól með fyrirgjöf sem að Svanhildur Ylfa hreinsar burt.
14. mín
Hólmfríður Magnúsdótir við það að sleppa í gegn en aðstoðardómarinn lyftir flagginu upp.

Ég er ekki sannfærður.
12. mín
Boltinn mikið í háloftunum þessar mínúturnar.

Liðin skiptast á að vinna boltann af hvoru öðru.
10. mín
Boltinn berst á Isabellu Evu eftir klafs í teig Selfyssinga.

Isabella nær skoti á markið af stuttu færi en Kelsey er vel staðsett og nær að verja skotið.
9. mín
Magdalena Anna liggur í grasinu.

Þarf ekki aðlhynningu. Harkar þetta 100% af sér.
7. mín
Frábær hornspyrna gestanna.

Boltinn berst á Guðrúnu Gyðu Haralz sem að lúrir á fjærstöngina og nær að hamra boltann að marki en Kelsey Wys ver.
7. mín
HK/Víkingur fær hornspyrnu eftir að Karitas Tómasdóttir skallar boltann aftur fyrir endamörk.
5. mín
Grace Rapp með skot á mark.

Beint á Audrey Ros Baldwin sem að grípur boltann. Fín tilraun en engin hætta.
5. mín
Barbára á fyrirgjöf sem að fer yfir allan pakkann og endar í innkasti.

Selfyssingar mun hættulegri þessar fyrstu mínútur.
3. mín
Gestirnir ná að koma boltanum burt, með herkjum þó.
2. mín
Selfyssingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

Barbára Sól fær boltann úti hægra meginn og reynir skotið sem að Rose Baldwin ver. Anna María tekur spyrnuna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Það eru heimastúlkur sem að hefja leik með boltann og sækja í átt að Stóra-hól. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn.

Selfyssingar í sínum vínrauðu treyjum á meðan HK/Víkingur er í svörtum búningum.

Fólk er farið að tínast í stúkuna. Þetta verður flotttur leikur, sannfærður um það.
Fyrir leik
Spá úr fjölmiðlastúku:

Árni Þór Grétarsson, tæknimaður SelfossTV: 3-1 fyrir Selfoss. Selfoss kemst í 3-0.

Tómas Orri Kjartansson, útsendingarstjóri: 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Selfoss klárar í framlengingu 2-1.

Arnar Helgi Magnússon, fótbolti.net: Selfoss vinnur í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Bæði lið mætt út í upphitun. Það er byrjað að dropa örlítið.

Látum það ekki á okkur fá. Ég gæði mér hér á bragðgóðri Mjólkurbikarsköku.
Fyrir leik
Hjá Selfyssingum kemur Brynja Valgeirsdóttir inn í liðið fyrir Áslaugu Dóru sem er meidd.

Erna Guðjónsdóttir er mætt í leikmannahóp eftir að hafa verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús!

Það sem vekur athygli er að bæði lið eru einungis með fimm varamenn. Byrjunarliðin má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Selfyssingar slógu út Stjörnuna í 16-liða úrslitum eftir framlengdan leik. Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið í upphafi framlengingunnar, 2-3 lokatölur á Samsung-vellinum.

HK/Víkingur fékk einfaldara verkefni en liðið mætti 1. deildarliði Aftureldingu og fór með 4-0 sigur af hólmi.
Fyrir leik
Það er ekki yfir neinu að kvarta hér á Selfossi í dag.

Veðrið er flott. Létt gola, skýjað og hitastigið í kringum fimmtán gráður. Völlurinn lítur glæsilega út.
Fyrir leik
8-liða úrslitin hófust í gær með tveimur leikjum og hafa KR og Fylkir tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Þór/KA og Valur mætast í dag ásamt leiknum sem að verður textalýst hér í beinni.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 3. umferð Pepsi Max-deildarinanr nú í vor, þann 12.maí en þar hafði Selfoss betur, 0-1.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var þar að verki Grace Rapp. Eftir sjö umferðir í deildinni munar einu stigi á liðunum, Selfoss með sjö og HK/Víkingur sex.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Klukkan 14:00 hefst viðureign Selfoss og HK/Víkings í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Verið með frá byrjun!
Byrjunarlið:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
Karólína Jack
Guðrún Gyða Haralz
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Kristrún Kristjánsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
10. Isabella Eva Aradóttir
14. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('83)
15. Eva Rut Ásþórsdóttir ('68)
20. Simone Emanuella Kolander ('84)

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('83)
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('84)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('68)
24. María Lena Ásgeirsdóttir
28. Vigdís Helga Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Rakel Logadóttir (Þ)
Valgerður Tryggvadóttir
Milena Pesic
Ísafold Þórhallsdóttir
Halla Margrét Hinriksdóttir

Gul spjöld:
Eva Rut Ásþórsdóttir ('52)

Rauð spjöld: