Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
ÍBV
0
2
Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '74 , víti
0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '83
30.06.2019  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
93. Rafael Veloso (m)
Matt Garner
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Guðmundur Magnússon
11. Víðir Þorvarðarson
11. Sindri Snær Magnússon
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho ('76)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Róbert Aron Eysteinsson
19. Breki Ómarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Pedro Hipólito (Þ)
Ian David Jeffs
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos

Gul spjöld:
Diogo Coelho ('12)
Telmo Castanheira ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan sigraði í dag, sannfærandi.
90. mín
+3

3 mín bætt við.
89. mín
Stjarnan miklu öflugri.
83. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Hvað sagði ég ekki, Telmo reyndi þarna að skipta boltanum yfir en skaut beint í bakið á Priestley og boltinn fer beint í lappir á Guðmundi Stein sem leikur á Sindra og vippar yfir Rafael í markinu. Frábærlega gert hjá Guðmundi.
79. mín
Stjörnumenn virðast bara vilja þetta meira.
79. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
76. mín
Inn:Jonathan Glenn (ÍBV) Út:Diogo Coelho (ÍBV)
Elvar Geir Magnússon
74. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Brynjar Gauti Guðjónsson
Hrikalega öruggur á punktinum.
73. mín
Stjarnan fær hér víti eftir brot frá Víði. Víðir er bara allt of seinn í þennan skallabolta.
71. mín
Inn:Nimo Gribenco (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
69. mín
Franks á hér fínt skot úr góðu færi sem Haraldur ver.
67. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Hér er Guðmundur Steinn að koma inná, hann er nú vanur því að skora þegar hann kemur inná.
64. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
62. mín
Priestley með frábært skot í slánna og boltinn skoppar og beint fyrir framan Sigurð Arnar sem skallar hann fyrir sig og á skot sem Stjarnarn bjargar á línu. DAUÐA FÆRI!!!!
59. mín
Telmo r hér með ágætis tilraun til þess að setjann, en boltinn fer yfir markið.
57. mín
Gummi Magg með hörku skot fyrir utan teiginn sem Haraldur ver.
55. mín
Haha Sigurður Arnar reynir hér að fiska aukaspyrnu með skemmtilegri dívu en hlær svo af sjálfum sér þegar hann fattar að dómarinn flautaði ekki og ekkert var á þetta.
53. mín
Hilmar árni með skemmtilega tilraun til þess að vippa yfir markmanninn en boltinn fer framhjá.
50. mín
Ekkert í gangi í leiknum eins og er.
46. mín
Leikur hafinn
Og þá er síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
+2

2 mín bætt við.
45. mín
Þorsteinn komst í dauða færi sem hann klúðrar eftir hræðilega skallasendingu til baka á markmanninn frá Sindra.
45. mín
Og Stjarnan fær horn sem hafnar i örmum Rafaels.
44. mín
Diogo bjargar hér meistaralega.
39. mín
Daniel Laxdal á skot í hliðarnetið, dauðafæri eftir hornspyrnuna.
39. mín
Stjarnan nælir sér í horn eftir gott spil upp völlinn.
35. mín
Jósef á skot af ágætis færi sem fer yfir.
35. mín
Ekkert varð úr henni.
34. mín
Stjörnumenn eiga hornspyrnu.
31. mín
Hér er brotið á Gumma Magg sem er alveg brjálaður.
29. mín
Vá Sölvi Snær klúðrar hér dauða færi, þarna vanntaði gæðin.
25. mín
Priestley með skot sem Haraldur ver.
23. mín
Þorsteinn Már í dauða færi eftir mistök frá Matt Garner en boltinn fer framhjá.
19. mín
Felix Örn á hér skot sem fer rétt framhjá markinu.
18. mín
Það er voða mikið miðjuspil í gangi þessa stundina og lítið sótt.
13. mín
Eyjamenn voru hér nálægt því að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Stjörnunar.
13. mín
Hér liggja Diogo og Ævar Ingi í grasinu eftir samstuð, sýnist það nú ekkei vera alvarlegt þeir eru báðir að standa upp.
12. mín Gult spjald: Diogo Coelho (ÍBV)
11. mín
Eyjamenn eru búnir að vera meira í sókn það sem af er leiks.
7. mín
Eyjamenn fá hér horn eftir ágætis fyrirgjöf.
6. mín
Telmo á hér ágætis skot eftir fínasta spil Eyjamanna sem fer framhjá.
4. mín
Ekkert verður úr því en Stjarnan fer í sókn sem endar með skoti langt yfir markið.
4. mín
Hér kemur fyrsta horn leiksins er í eigum Eyjamanna.
2. mín
Priestley á hér skot á markið sem Haraldur á í engum vandræðum með.
1. mín
leikurinn hafinn, Stjarnar byrjar með boltann og sækja í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson spáði í leiki umferðarinnar.

ÍBV 0 - 3 Stjarnan
Ég finn á mér að Stjarnan sé að fara á smá run núna. Þeir halda áfram að setja fullt af mörkum en halda hreinu núna. Daníel Laxdal bindur þetta saman!
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gary Martin er ekki kominn með leikheimild með ÍBV og getur því ekki verið með í dag. Hann hefur samið við félagið og kemur frá Val en félagaskiptaglugginn opnar ekki fyrr en á morgun.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson má ekki leika með Stjörnunni í dag en hann tekur út leikbann fyrir að hafa fengið fjögur gul spjöld í sumar.

Þá er ljóst að Guðjón Baldvinsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla og Þórarinn Ingi Valdimarsson er frá út tímabilið með slitið krossband.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í 11. umferð deildarinnar sem verður leikin í dag og á morgun.

Fyrir leikinn er Stjarnan í 4. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 10 leiki og gæti með sigri komist í 3. sætið.

ÍBV er í botnsæti deildarinnar með fimm stig og á ekki raunhæfa möguleika á að komast upp úr því sæti í dag þó þeim takist að vinna. Þeir eru með 15 mörk í mínus en HK sem er fyrir ofan þá með 8 stig er með 2 mörk í mínus.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('79)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('71)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('67)
19. Martin Rauschenberg
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Nimo Gribenco ('71)
20. Eyjólfur Héðinsson ('79)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('67)
30. Helgi Jónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: