Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KR
0
0
Molde
18.07.2019  -  19:00
Meistaravellir
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Ian McNabb (Norður-Írland)
Áhorfendur: 355
Maður leiksins: Björgvin Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('71)
2. Ástbjörn Þórðarson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('78)
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Tobias Thomsen
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)
19. Kristinn Jónsson ('78)
22. Óskar Örn Hauksson
23. Atli Sigurjónsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jæja 0-0 jafntefli eftir afhroðið i Noregi, KR voru líklegri til að skora en allt kom fyrir ekki.
92. mín Gult spjald: Eirik Hestad (Molde)
Keyrir Kennie niður hér og KR fá sennilega síðustu spyrnu leiksins og Hestad fær gult spjald.
91. mín
2 mínútum bætt við.
87. mín
Dauðafæri! Ástbjörn með frábæra sendingu í gegn á Bjögga í dauðafæri en Cranix ver stórkostlega frá honum!
86. mín
Hestad með skot frá miðju, vonlaus tilraun langt framhjá.
82. mín
Inn: Leke James (Molde) Út:Erling Knudtzon (Molde)
81. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (KR)
Ástbjörn gæti ekki verið heppnara hér, hoppaði í tveggja fóta sóla tæklingu á Haugen en fær bara gult spjald, þetta er svo klárt rautt spjald og stórhættuleg tækling hjá stráknum.
78. mín
Inn:Kristinn Jónsson (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
78. mín
Bjöggi með gjörsamlega frábæran sprett hér, 50 metra sprettur inn á teiginn, menn komast ekki nálægt honum en hann fellur inna teignum á endanum en fær ekki víti eins og hann vildi fá!
76. mín
Molde með hornspyrnu sem berst á fjær þar sem fyrirliðinn, Gabrielsen reynir hjólhestinn en boltinn langt yfir. Skemmtileg tilraun samt sem áður!
74. mín
Ástbjörn við það að fá færi hér en boltinn skyst af honum og í fangið á Cranix.
71. mín
Inn:Eirik Hestad (Molde) Út:Fredrik Aursnes (Molde)
Aursnes að koma af velli hér fyrir Hestad, skemmtilegur moli fyrir ykkur hér: Þeir voru að kaupa sér hús saman í Molde og búa þar félagarnir.
71. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi út fyrir Atla hér.
69. mín
Aursnes með skot af 40 metra færi, skemmtileg tilraun en Beitir grípur boltann auðveldlega.
62. mín
Inn:Mathis Bolly (Molde) Út:Ohi Omoijuanfo (Molde)
Ohi kemur hér af velli og inná kemur Mathis Bolly sem er að spila sinn fyrsta leik fyrir Molde.
61. mín
Vá Bjöggi! Ástbjörn með sendingu á Bjögga sem neglir honum fast niðri í stöngina og út, þarna munaði engu.
59. mín
Aursnes kominn í dauðafæri einn á Beiti en þá kemur Aron á fleygiferð og tæklar fyrir skotið, frábærlega bjargað!
56. mín
KR með aukaspyrnu af 30 metrunum, renna honum til hliðar á Kennie sem neglir rétt yfir markið.
50. mín
Bjöggi með góða pressu hér og vinnur hornspyrnu.
46. mín
Leikur hafinn
Molde hefja seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
45. mín
Hálfleikur
0-0 í tíðindalitlum fyrri hálfleik.
42. mín
Kennie með frábæran sprett upp allan hægri kantinn og kemur með fyrirgjöfina en Forren nær að koma kassanum í boltann áður en boltinn berst á Bjögga.
40. mín
Ohi kominn í gegn og virðist ætla skora en hann er flaggaður rangstæður.
32. mín
Afskaplega lítið að gerast í leiknum en nú loksins gerist eitthvað, Pablo fær hér hornspyrnu sem hann tekur sjálfur stutt, kemur svo með fyrirgjöfina og Skúli með fínan skalla á markið sem Cranix grípur.
21. mín
Aursnes fær hér gott færi eftir þríhyrningsspil við Knudtzon en Beitir ver vel frá honum.
17. mín
Haraldseid með fyrirgjöf sem fer af Ægi og Beitir lendir í smá vandræðum með og missir boltann í hornspyrnu. Brotið er svo á Beiti í hornspyrnunni.
14. mín
Finnur Orri í skotfæri en skot hans fer í varnarmann.
12. mín
Vá Bjöggi með frábært skot með vinstri alveg út í hornið en Cranix ver frábærlega frá honum!
11. mín
Ægir Jarl með flotta fyrirgjöf en Molde nær að skalla frá í innkast, fín sókn hjá KR.
6. mín
Erling Knudtzon er við það að koma skoti á markið en Arnór nær að stöðva hann.
1. mín
Leikur hafinn
Kr byrja leikinn hér.
Fyrir leik
Finnur Tómas hitaði upp en getur ekki verið með í leiknum vegna meiðsla, hann meiddist í fyrri leiknum og er ekki klár í kvöld svo Aron Bjarki kemur inn á varamannabekkinn í hans stað.
Fyrir leik


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu. Koma Óskar Örn Hauksson, Arnþór Ingi Kristinsson, Kristinn Jónsson, Finnur Tómas Pálmason og Tobias Thomsen út úr byrjunarliðinu. Ástbjörn Þórðarson, Gunnar Þór Gunnarsson og Ægir Jarl Jónasson koma inn.

Þá snýr Finnur Orri Margeirsson aftur eftir meiðsli og Björgvin Stefánsson er í fyrsta sinn í byrjunarliði eftir að hafa tekið út fimm leikja bann fyrir kynþáttafordóma.

Molde gerir líka nokkrar breytingar og fer Leke James, sem skoraði þrennu í fyrri leiknum, til að mynda á bekkinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
KR er á toppnum á Íslandi og Molde á toppnum í Noregi. Brekkan er svo sannarlega brött fyrir KR-inga eftir 7-1 tap í fyrri leiknum í Noregi.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góðan og blessaðan og verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum. Hér fer fram leikur KR og Molde í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
12. Alexandro Craninx (m)
4. Ruben Gabrielsen (f)
5. Vegard Forren
9. Mattias Moström
11. Martin Ellingsen
14. Erling Knudtzon ('82)
16. Etzaz Hussain
17. Fredrik Aursnes ('71)
18. Kristoffer Haraldseid
28. Kristoffer Haugen
99. Ohi Omoijuanfo ('62)

Varamenn:
52. Oliver Petersen (m)
2. Martin Björnbak
3. Christopher Telo
7. Magnus Wolff Eikrem
10. Leke James ('82)
19. Eirik Hestad ('71)
30. Mathis Bolly ('62)

Liðsstjórn:
Erling Moe (Þ)

Gul spjöld:
Eirik Hestad ('92)

Rauð spjöld: